Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1985 13 Selfoss: Bilanahrina á vatnsöflunarsvæði Hitaveitunnar SelfosBÍ, 7. j»nú»r. UNDANFARNA daga hefiir ríkt mikil óvissa í hitaveitumálum á Selfossi. Hver bilunin hefur rekið aðra á vatns- ödunarsvæðinu við Þorleifskot og gert það að verkum að kaupstaðurinn hefur verið vatnslítill og vatnslaus í sumum hverfum. Tvær aðalholur Hitaveitu Selfoss af þremur urðu óvirkar um tíma og þegar lokið var við viðgerð á annarri þeirra bilaði aðalæð veitunnar í gærkvöldi svo vatnslaust var í nokkrar klukkustundir. Sl. föstudag hófust starfsmenn Hitaveitu Selfoss handa við að koma fyrir dælu í einni aðalholu veitunnar, holu 10, sem hrundi sarnan milli jóla og nýárs. Á laug- ardagsmorguninn var því verki lok- ið en dælan stöðvaðist eftir að hafa gengið í 20 minútur. Þá var ekki um annað að gera en taka hana upp aftur og kom þá i ljós, að kvöldi laugardagsins, að fóðringar dæl- unnar höfðu eyðilagst vegna óhreininda í vatninu. Dælan var síðan send til viðgerðar í Reykjavík. Um hádegisbilið á laugardaginn urðu starfsmenn Hitaveitunnar varir við það að ekkert vatn kom úr holu nr. 9, sem er ein þriggja aðal- hola veitunnar og gefur um 30 sek- úndulítra af 70°C heitu vatni. Strax og starfsmenn Hitaveit- unnar höfðu náð dælunni upp úr holu 10 tóku þeir til við að ná dæl- unni upp úr holu 9 og höfðu lokið því um kl. hálf fjögur þá nótt. Bil- unin á holu 9 olli mönnum nokkrum kvíða, þar sem ekki var ljóst hvort um var að ræða hrun í holunni eða bilun á dælu. í ljós kom að dælan var biluð og létti starfsmönnum verulega við það. Ný dæla var síðan komið á sinn stað i holu 9 síðdegis í gær. Þegar hola 9 bilaði voru ekki nema 60 sekúndulítrar af vatni af- lögu, en til viðmiðunar má geta þess að í blíðunni sl. föstudag, þegar hit- inn fór upp í 6 stig, fóru 90 sek- úndulítrar inn á kerfið. Það var þvi mikil mildi að veðrið var eins gott og raun bar vitni. En þó hola 9 hefði verið gerð virk á ný höfðu starfsmenn Hitaveit- unnar ekki bitið úr nálinni með bil- anir þvi aðalæð veitunnar fór i sundur í gærkvöldi svo taka þurfti allt vatn af bænum um tima. Þetta hefur því verið ströng helgi hjá starfsmönnum, frá föstudags- Höfundar verðlaunatillagnanna ásamt bankastjóra Landsbankans, frá vinstri: Ragnheiður Kristjánsdóttir, Tryggvi T. Tryggvason og Jónas H. Haralz. V erðlaunatillögur að afmælismerki Landsbankans HINN 1. júlí 1986 verða liðin 100 ár frá því að Landsbankinn tók til starfa. í tilefni af þeim tímamótum efndi bankinn til hugmynda- samkeppni um nýtt merki fyrir Landsbankann, sérstakt afmælis- merki og minjagrip. Afmælismerkiö er ætlað á gögn bankans á afmælis- árinu, svo sem umslög, bæklinga o.fl. en minjagripurinn er ætlaður til gjafa. Dómnefnd var skipuð þeim Braga Ásgeirssyni, listmálara, Hilmari Sigurðssyni, auglýsinga- tciknara, og Magnúsi Björnssyni, bankastarfsmanni. Þeim var falið að velja þrjár verðlaunahæfar til- lögur en það val er þó ekki bind- andi fyrir bankann varðandi notk- un. Áhugi á þessari samkeppni var afar mikill eins og marka má af fjölda innsendra hugmynda. Alls bárust 366 tillögur frá 252 aðil- um. Tillögur um nýtt merki bank- ans voru 203, um afmælismerki 79 og minjagripi 84. Eftir vanda- samt starf skilaði dómnefnd álitsgerð sinni. í framhaldi af því voru verðlaun afhent sigurvegur- unum við athöfn 20. des. sl. að viðstöddum formanni bankaráðs, bankastjórn og afmælisnefnd. Tryggvi T. Tryggvason hlaut 100 þús. kr. verðlaun fyrir tillögu sína að nýju merki Landsbank- ans. Merkið felst í útfærslu á bókstafnum L. í umsögn dóm- nefndar kemur fram, að merkið er einfalt, skýrt og traust, auk þess sem það er þjált í alhliða notkun. Tryggvi er auglýsinga- teiknari og starfar á Áuglýs- ingastofu Kristínar. Tryggvi hlaut einnig verðlaun- in fyrir sérstakt afmælismerki, en þau voru 60 þús. kr. Merkið byggist á ártölunum 1886 og 1986 samanfléttuðum. Dómnefnd tek- ur fram að í tillögunni ráði slá- andi einfaldleiki og falleg skrift og að aldarafmælið komist vel til skila. Ragnheiður Kristjánsdóttir er höfundur þeirrar tillögu að minjagrip sem vann til 40 þús. kr. verðlauna. Um er að ræða stíl- fært aldin peningagrass. í áliti dómnefndar kemur fram, að hugmyndin er snjöll og gefur möguleika á margvíslegri út- færslu. Ragnheiður er auglýs- ingateiknari að mennt og starfar sjálfstætt. Um miðjan janúar verður hald- in sýning á úrvali innsendra til- lagna í afgreiðslusal aðalbanka. Gefst almenningi þar tækifæri á að kynna sér þær fjölbreyttu hugmyndir sem fram komu. Kann Landsbankinn öllum þeim sem þátt tóku í þessari hugmyndasamkeppni bestu þakk- ir fyrir. Morgunblaöið/Sig.Jóns. Starfsmenn Hitaveitu Selfoss vinna að viðgerð um helgina. morgni og fram yfir miðnætti að- faranótt mánudags án þess að hlé væri gert. Strax og viðgerð verður lokið á dælunni úr holu 10 á virkjunar- svæðinu verður hún sett niður, en sérfræðingar Orkustofnunar hafa lagt til að reynt verði að notast við holuna fram á vor þrátt fyrir hrun- ið sem varð í henni 26. desember sl. Það mun síðan koma i ljós þegar farið verður að dæla hvort vatnið er nægilega hreint til þess að dæling geti átt sér stað. Áformað er að bora þá holu upp á nýtt í vor. 26933 ÍBÚO £B ÚRYGBI Yfir 15 ára örugg þjónusta 2ja og 3ja herb. Vesturberg: 65 fm íb. í ^ lyftuhúsi. Gott útsýni. Verð 11400—1450 þús. Ákv. sala. I Laus fljótlega. Baldursgata: 70 fm íb. á , 3. hæö. Verö 1800 þús. Miðvangur Hf.: 80 fm á 3. hæö. Verö 1750 þús. Laus. Brávallagata: 85 fm I snyrtileg íb. á 1. hæö. Verö 11750 þús. 4ra til 5 herb. Hraunbær: úrvai íbúöa. ' Verö ca. 1900 þús. Kjartansgata: 120 fm íb. á I 2. hæö. Bílskúr. Verð 2,6 millj. | Háaleitisbraut: 118 fm. Bilskúr. Laus strax. Verð 2,6—2,7 millj. I Vesturgata: 150 fm íb. á 1. ' hæö. Verö 2,6 millj. Laus1 strax. 1 Álftamýri: 125 fm á 4. hæð. Verö 2,4 millj. Raðhús og einbýlishús Asgarður: 120—130 fm. | Verö 2,4 millj. Brautarás: 195 fm. Verö 4,2 millj. Garðaflöt: 230 fm vandaö | einb.hús. 45 fm bílskúr. Verö 5,5 millj. Skriðustekkur: 340 fm +1 bílskúr. Verö 5,9 millj. Vantar 3ja herb. íbúö í Hraunbæ og 3ja—4ra herb. íbúöir í Háa- ' leitishverfi fyrir fjársterkan aðila. Vantar: Okkur vantar I eignir af öllum stærö- um víðsvegar um bæ- inn. Einkaumboð á íslandi fyrir Aneby-hús Jurinn Hafnarstr 20, s. 20033 (Mýja húemu v*ð Lækjartorg) Þessar bilanir hafa sýnt að mjög alvarlegt ástand getur skapast ef óhöpp verða á virkjunarsvæði hita- veitunnar að vetri til. Ekki er ólík- legt að þessi bilanahrina sem hér hefur orðið verði til þess að farið verður að huga að því hvernig tryggja megi meiri umframorku fyrir hitaveituna til að skapa meira öryggi fyrir notendur hér á Selfossi og þeirra við ströndina, á Eyrar- bakka og Stokkseyri. Varaafl veit- unnar umfram mestu notkun að vetri til er aðeins 20 sekúndulítrar þannig að lítið má útaf bregða. SígJÓBS. Hjallavegur Verslunarhúsnæöi hæö og kjallari. Samtals ca. 175 fm. Möguleiki aö breyta í íbúö. Verö 1970 þús. Efstaland Falleg 4ra herb. íbúö á efstu hæö. Verð 2350 þús. Kríuhólar Rúmgóö 4ra herb. íbúð á efstu hæð. Verð 1900 þús. Mávahlíö Góö 4ra—5 herb. risíbúð, ný- legar innréttingar. Verö 1800 þús. Hamraborg Vönduö 3ja herb. íbúö á 2. haBö. Þvottah. innaf eldhúsi. Bflskýli. Verð 1900 þús. Miklubraut Rúmgóö 2ja herb. íbúð ásamt góöu herb. i risi. Laus strax. Verö 1550 þús. Boóagrandi Falleg 47 fm rúmgóö einstakl- ingsibúö á 1. hæö. Verö 1400 þús. Urðarstígur Lítil en góö 2ja herb. ósamþ. íbúö á jaröhæö í tvíbýli. Sér inng. Verö 840 þús. Míövangur Góö 2ja herb. íbúö á 3. hæö. Verö 1450 þús. Selvogsgrunn Mjög vönduö 2ja herb. íbúö á jaröhæö. Lítil íbúö en góð. Verö 1350 þús. Seljaland Einstaklingsíbúö á jaröhæð. Verö 750 þús. LAUFAS SÍÐUMÚLA 17 Magnús Anelsson Fasteignasalan Hátún iNóatúni 17. s: 21870.209981 Ábyrgd — Reynala — Öryggi Reynimelur 2ja herb. ca. 65 fm lítið niöurgr. | kjallari. Verö 1500 þús. Dalbraut 2ja herb. ca. 70 fm íbúð á 3.1 hæö ásamt bilskúr. Verð | 1800—1850 þús. Ásvallagata 2ja herb. ca. 45 fm kj.íbúö. | Verð 850 þús. Ystibær 3ja herb. neðri hæð. Verð 1500 | þús. Blönduhlíð 3ja herb. ca. 115 fm kj.íbúö. Verö 1750 þús. Álftamýri 3ja herb. ca. 80 fm íbúö á 4. | hæð. Verö 1850 þús. Hraunbær [ 3ja—4ra herb. ca. 90 fm íbúö á | jarðhæö. Verö 1750 þús. Kríuhólar 4ra herb. ca. 108 fm íbúö á 1.1 hæö. Óvenjulega lítil útb. Verö | 1850 þús. Lindarflöt Gb. Einlyft einb.hús ca. 150 fm. 45 | fm bílskúr. Verð 3,5 millj. Eikjuvogur Mjög gott 145 fm einb.hús á I þessum eftirsótta staö ásamt I bílskúr. Ca. 80 fm óinnr. rými | undir húsinu. Verð 5,4 millj. Kirkjulundur Gb. Einb.hús ca. 240 fm á tveim I hæöum. Bílskúr. Ekki fullkláraö. [ Verö 4,2 millj. í smíöum Blikastígur Álftanesi Sérsmíðaö ca. 205 fm fimb- ureinb.hús. Fullbúið aö utan, fokhelt aö innan meö sérstandandi 40 fm bílskúr. Mjög fallegt hús. Verö 2,4 millj. í smíöum Gerðakot Álftanesi Sérsmíðað ca. 270 fm timb- urelnb.hús. Fullbúiö aö utan, fokhelt að innan meö bílskúr. Mjög fallegt hús. Verö 2,6 millj. í smíöum Miðbær Garöabæjar 4ra herb. ibúö í lyftuhúsí. Tilbúiö undir trév. og máln. í smíðum Ofanleiti Eigum enn til sölu 4ra herb. ibúö ásamt bílskúr. Tilbúiö undir trév. og máln. 128 fm + bíiskúr. lönaöarhúsnæöi Lyngás Garðabæ Ca. 418 fm, mesta lofthæö 4,3 m. Tvennar innk.dyr. Auövelt að skipta húsinu i tvær jafn stórar einingar. Vel frágengiö hús. Höfum kaupendur ad öllum stæröum og geröum af íbúö- um Verömetum sam- dægurs HOmar Vtldimtnaon, » «7225. j Óimfur R. Gunnanaon. vttok.tr. Þú svalar lestrarþörf dagsins Fréttatilkynning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.