Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1985 hjónanna að jafnvel Poul Reumert setti hljóðan. Þær minningar sem Milla lagði rækt við og innrætti okkur systk- inum voru vistaðar innan þessara sömu veggja en þá voru húsbænd- urnir foreldrar hennar, Stefanía og Borgþór. Sú góða saga um hið ríka kærleiksheimili hefur haft aðsetursskipti í mínum huga og fer öll fram í risinu hjá Millu og hér gerist hún á litla sviðinu sam- sett af ótal smámyndum. Þar fannst mér ég geta á auðveldan hátt og árekstralaust umgengist fólk þessa heims og annars og allt í senn. Ég sé fyrir mér hvar pabbi situr við borðið nýkominn inn úr fótboltanum og hafði sett upp nýju hanskana sína í þeirri von að ekki þyrfti að þvo sér fyrir mat- inn. Hér kynntist ég ömmu og afa, leiklistinni, iðjuseminni, lífsgleð- inni, trúarvissunni, góðtemplara- reglunni og sköpunargáfunni. Hér þurfti ekki langar viðkynningar. Allir nutu sín á eðlilegasta hátt. Púkkið á þrettándanum var spilað á mörgum borðum og allsstaðar trekkti Ragnar „blessaður sól- skinsdrengurinn". Mitt í þessu ið- andi mannlífi kenndi Milla á pí- anó og lék jafnvel undir fyrir ball- ettflokk Þjóðleikhússins. Við kynntumst flestum nemendum á báðum stöðum og öllum var jafn vel borin sagan. Við minnumst af þakklátum huga góðra stunda sem okkar börn áttu með Millu á Smáragötu hjá pabba og Bellu. Það var undravert hvernig mátti anna öllu þessu, en Milla stóð ekki ein því hún hafði Þóru, sem vissi allt. Þóra var eina manneskjan sem hafði búið allsstaðar í húsinu og hún hafði þann hæfileika að gera hið óraunverulega raunveru- legt, öndvert við Millu og þannig hélst jafnvægið. En risið var yfirskyggt og átti sinn verndara sem var Systir gamla. Milla lýsti oft fyrir mér þegar ég hafði, þá nýfarinn að ganga, leitt Systir. Við héldum saman báðum höndum og ég gekk aftur á bak inn fyrir þröskuldinn. Nú er það á aðventunni sem ég átti fyrir höndum að leiða elsku Millu mína á sama hátt en út fyrir þröskuldinn og samstundis féll tjaldið. Tíminn ruddist fram ómældur og voldugur. Viðbárur hennar að hún væri of lasin til að fara á spítalann máttu sín einskis. Nú varð að lúta í lægra haldi. En ljósið inni á kvisti sem seiddi okkur inn i þá unaðsveröld sem hún varðveitti allt sitt líf mun geymt i hjartafylgsnum og örva gangráð þess. Guð blessi minningu Millu- mömmu og Laufásveg 5. Kjartan Borg Emilía Borg, föðursystir mín, var fædd 13. febrúar 1901 og and- aðist i Borgarspítalanum hinn 24. desember síðastliðinn. Emilía Halldóra, eins og hún hét fullu nafni, var elsta dóttir hjónanna frú Stefaniu Guð- mundsdóttur, leikkonu, og Borg- þórs Jósefssonar, bæjargjaldkera. Fædd og uppalin f Reykjavík, bjó hér alla tíð, og setti sinn svip á bæinn okkar. Milla Borg, en þannig þekktu hana allir, var barnung er hún kom fyrst fram á svið í Iðnó og þar lék hún hjá Leikfélaginu oft og mörgum sinnum í meir en hálfa öld. Listin var henni i blóð borin, enda alin upp á einu mesta menn- ingarheimili landsins. Þangað komu skáld og listamenn, sem margir voru fjölskylduvinir, og auðvitað skildu þeir eitthvað eftir í huga ungrar stúlku. Móðir henn- ar, frú Stefanía, lék mörg hlutverk á uppvaxtarárum Emilíu og hafði það sín áhrif á heimilislifið. Milla Borg nam 2 vetur við Kvennaskólann, árin 1918—1920, en leikferð, er hún tókst á hendur til að kynna Vestanhafs íslenska leikritagerð, með frú Stefaníu, Óskari, eldri bróður sínum, og önnu, systur sinni, árin 1920— 1921, batt enda á nám hennar þar. Leikförin fræga til byggða Vest- ur-fslendinga var erfið, lærdóms- rík en skemmtileg, og óslitin sig- urför. Milla og Anna dvöldu svo i Bandaríkjunum í 2 ár og komu heim seint á árinu 1923. Eftir heimkomuna hjúkraði Milla móður sinni sá um heimilið, en frú Stefania andaðist á hátindi frægðar sinnar, tæplega fimmtug, eftir margra ára lasleika, f janú- armánuði 1926. Veikindi frú Stef- aníu voru þungbær á allan hátt. Tryggingar voru þá litlar sem eng- ar og varð því Borgþór, afi minn, að selja hið góða og þekkta bóka- safn sitt til að standast kostnað- inn af sjúkrahúsvistinni í Dan- mörku. En það reið á að halda húsinu, ættaróðalinu á Laufásvegi 5, sem keypt hafði verið 1913. Milla Borg var þar fremst í flokki alla tíð. Það var sparað og aðföng vel nýtt. Allt var leigt út af hús- inu, sem hægt var. Arin 1926 til 1942 bjuggu þar 15—18 manns og þótti ekki mjög þröngt. Á heimil- inu var einnig fóstra frú Stefaníu, maddama Sólveig Guðlaugsdóttir, er á sínum yngri árum var kölluð Sólveig hin fagra. Um hana hugs- aði Milla frænka allt til hins síð- asta, er Sólveig fór á Elliheimilið þar sem hún andaðist skömmu síðar, níu tiu og tveggja ára gömul árið 1942. Emilía Borg innritaðist í Tón- listarskólann í Reykjavík, ný- stofnaðan, og lauk þar kennara- prófi í pianóleik í fyrsta hópi píanókennara. Páll ísólfsson, skólastjóri, bað Emilíu að gerast kennari í píanóleik við skólann, en hún færðist undan því, vildi held- ur kenna sjálfstætt, og eiga þá jafnframt kost á að æfa og leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur og svo varð um mörg ár. Hlutverkin urðu mörg, en leikkvöldin og æfingarn- ar miklu fleiri. Allir nemar henn- ar í píanóleik urðu ósjálfrátt vinir hennar og nemendahópurinn stækkaði stöðugt. Því vildi oft verða lítið um hvíldir og lítið um svefn. Eftir langan kennsludag, sem síðan endaði með æfingu eða leik, var ekki staðar numið, þótt leikkvöldið eða æfingin væri á enda. Er komið var heim úr leik- húsinu var sett upp kaffi og spjall- að saman, og oftar en hitt, var tekið í spil. Margt leikhúsfólk vissi af kaffinu á könnunni hjá Millu frænku og var því oft gestkvæmt á kvistinum á Laufásvegi 5. Ballettskóli Þjóðleikhússins tók til starfa fljótlega eftir opnun þess 1950. Emilfa Borg var ráðin til að leika þar undir á æfingum og gjörði hún svo um árabil. Hún hafði sérlega góðan og fallegan áslátt á píanóið og var mjög takt- föst. Ávann hún sér þar, sem ann- ars staðar, vináttu nemendanna. Til marks um það veit ég, að Helgi Tómasson ballettmeistari hefir ekki gengið svo um garð hér á landi, að hann ekki talaði við Millu Borg eða sendi henni kveðju. MiIIa frænka hélt alltaf góðu sambandi við systur sinar, Önnu og Áslaugu, sem störfuðu í Kaup- mannahöfn. Poul Reumert, mág sinn, mat hún manna mest, enda var hann engum líkur, slíkur jöfur andans og lista, sem hann var. Oftar en eitt sinn dvaldi hún hjá þeim um langan tfma. Emilía Borg giftist ekki, en hún gekk yngstu systkinum sfnum í móður stað. Auk þess tók hún þátt í uppeldi systursonar síns, Gunn- ars, sonar Þóru, en faðir hans dó áður en sonurinn fæddist. Héldu þær heimili saman systurnar Þóra og Milla í mörg ár. Nú er orðið hljótt á Laufásvegi 5. Enn þýtur þó í álminum og hlyninum, sunnan við húsið, hæstu trjánum í bænum, sem Þorvaldur Thoroddsen landkönn- uður setti niður 1880. Reynirinn, sem hún amma mín, frú Stefanía, plantaði 1913, er hár og beinn og garðurinn, sem þær Þóra og Milla önnuðust, er fullur af trjám og jurtum, sem eiga sína sögu. Allt grænkar þetta og blómgast að vori. En innandyra er hljótt. Nú hljómar ekki lengur flygillinn góði hennar Millu. Nú er ekki farið með kvæði eða kafla úr leikritum. Þeg- ar Milla Borg er farin er liðinn kafli í leiklistarsögu íslands. Hún þekkti hana frá byrjun og mundi allt til síðasta dags. Skin og skúr- ir. Hún átti úrklippusafn og ýmsa gamla leikmuni og kunni sögur af öllu, hvort heldur var svunta úr Skugga Sveini, eða sproti Áslaug- ar álfkonu úr Nýjársnóttinni. Nú eru þetta bara hlutir. Þeir áttu áð- ur sína sögu, en nú ekki meir. Tjald sögunnar er fallið. Emilía Borg var farin að líkam- legum kröftum, er hún fór af Laufásvegi 5 á Borgarspítalann í desemberbyrjun síðastliðinn. Hún fékk þar hægt andlát. Margir verða þeir, sem hugsa til hennar er hún nú heldur á nýjar slóðir, ættingjar, vinir, leikarar og félag- ar í Zontaklúbbi Reykjavikur. Hún var þar heiðursfélagi og einn af stofnendum Félags íslenskra leikara. Við ættingjar Millu Borg minn- umst hennar fyrir ættrækni og hlýhug. Fyrir allar jóla-, tækifær- is- og afmælisgjafirnar. Fyrir þá ræktarsemi, sem hún sýndi okkur öllum, að sinum hætti. Megi bless- un okkar fylgja henni á þeim leið- um er hún nú hefir lagt út á. Leik- mennt hér á landi hefir tekið miklum framförum á undanförn- um áratugum og er nú meiri en hjá flestum öðrum þjóðum. Hefir þetta ekki gerst átakalaust. Þeir, sem ruddu veginn, fengu aldrei notið erfiðis síns í veraldlegum auðæfum. Emilía Borg æskti þess, að leiklistin mætti blómgast hér á landi. Til þess þarf fé. Borgarætt- in hefir stutt Minningarsjóð frú Stefaníu Guðmundsdóttur með gjöfulu framlagi hjónanna önnu og Paul Reumert og fleiri. Úr sjóði þessum hafa verið veittir umtals- verðir styrkir, leiklistinni til framdráttar, i mörg ár. Ég veit að það var ósk Millu Borg til þeirra er hennar vildu minnastl, að styrkja þennan sjóð, svo eflast skyldin íslensk leiklist enn frekar. Framlögin má greiða í bókaversl- un Sigfúsar Eymundssonar. Kagnar Borg Svo vildi til, að þegar ég lék mitt fyrsta hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1938 lék þar með mér meðal margra annarra leik- kona, sem hefur alla tíð síðan orð- ið mér minnisstæð. Ekki fyrst og fremst sem leikkona, þó ég hafi þá átt eftir að sjá hana leika margt ljómandi vel, heldur blátt áfram sem manneskja. Ekki var þó eig- inlega unnt að kynnast þessari manneskju án þess að kynnast jafnframt systur hennar Þóru, því þetta var Emilía Borg. Þessar tvær systur áttu eftir að verða miklir og góðir vinir mínir báðar, því þær sýndu mér byrjandanum einstaklega ástúð og skilning, þeg- ar ég var að feta fyrstu spor mín útá hála braut leiklistar hjá famla Leikfélaginu við Tjörnina. !g var i senn glaður og undrandi yfir þeirri einlægu vináttu sem þessar elskulegu systur sýndu mér byrjanda í leiklistinni, en þessarar vináttu sem ég taldi mig engan veginn hafa til unnið naut ég síð- an alla tið, meðan þær lifðu báðar. Það leið nefnilega ekki á löngu áð- ur en ég varð tíðboðinn gestur í hús Borgarættarinnar við hliðina á Þrúðvangi við Laufásveg, þar sem foreldrar þeirra höfðu búið, en þau voru, eins og allir eldri borgarar Reykjavikur muna, Borgþór Jósefsson bæjargjaldkeri og kona hans, frú Stefanía Guð- mundsdóttir, sem varð fræg leik- kona, sem þeir sem eitt sinn sáu gleymdu síðan aldrel. Sá sem þess- ar línur hripar bar ekki gæfu til þess, því hann var aðeins átta ára þegar hún lést, 1924. Þau Borgþór og Stefania lifðu í gæfusömu hjónabandi og eignuð- ust sex mannvænleg börn, sem öll komust upp og báru það síðan með sér ævilangt, að hafa orðið fyrir djúpum áhrifum af hinni stórgáf- uðu og frægu leikkonu, móður sinni. Frú Stefanía fór í leikför til byggða íslendinga i Kanada árið 1920 og ætlaði að verða í þeirri för um hálft ár. í för með henni þá voru þrjú elstu börn hennar. Hún gjörsigraði svo hug og hjörtu Vestur-íslendinga með leiklist sinni, að þeir bókstaflega neituðu að sleppa henni, svo þessi fræga leikför dróst í heilt ár. Eftir að hún kom heim var hún fljótlega kjörin formaður Leikfélags Reykjavíkur og þótti það á þeim tímum tiðindum sæta að kona yrði fyrir vali í slíka stöðu. Enda áttu börn hennar eftir að koma mjög við sögu leiklistar. Leikfélag Reykjavíkur átti því miður ekki eftir að njóta lengi starfskrafta þessarar gáfuðu leikkonu Stefaníu Guðmundsdóttur, þvi hún gerðist brátt þjáð af sjúkdómi, sem lækn- ar hér heima þá treystust ekki til að skera upp við og varð hún því að fara til Kaupmannahafnar til þess að gangast undir slíkan upp- skurð. Ánna, dóttir hennar, fór þessa för með henni til þess að geta verið móður sinni til stuðn- ings og huggunar i veikindum hennar. ÖU höfðu börn hennar orðið hugfangin af leiklist, sökum hinna mikilhæfu hæfileika móður þeirra á þessu sviði. Anna var þar engin undantekning. Það var ekki að skapi frú Stefaníu að láta dótt- ur sína gera ekkert annað en sitja yfir sér í sjúkrahúsi. Hún lagði þvi til og fékk því ráðið að Anna geng- ist undir próf í leiklistarskóla Konunglega leikhússins í Kaup- mannahöfn. Það gerði Anna og með þeim hætti hófst hinn frægi leikferill hennar sem leikkonu á dönsku sviði og síðar leikstjóra. Anna átti eftir að giftast einum frægasta leikara Dana, Poul Reumert, sem varð uppfrá því ein- lægur Íslandsvinur og átti eftir að koma hingað ýmsar leikferðir með konu sinni og vinna allra hylli sem honum kynntust. Einhverjum lesanda þykir nú kannski, að sá sem þetta hripar sé farinn að tala meira um ættingja Emiliu Borg en hana sjálfa. En það stafar einfaldlega af því, að hennar stóra verkefni í lífinu varð ekki sjálf leiklistin, heldur að taka á herðar sér aðeins 24 ára gömul hlutverk móðurinnar á þessu stóra heimili, því frú Stefania lést eftir framangreindan uppskurð í Kaup- mannahöfn árið 1924. Faðir þeirra systkina, Borgþór Jósefsson, lést að vísu ekki fyrr en 1934, en frá láti móður sinnar varð það hlut- skipti hinnar 24 ára gömlu Emiliu að taka að sér hlutverk hennar. Það gerði hún af slíkri alúð, um- hyggju og ástúð, að öll systkini hennar töldu sig standa i óborg- anlegri skuld við hana. Að verða hin nýja móðir ættarinnar varð hennar stóra hlutverk og fyrir þvi varð allt að vikja, jafnvel leiklist- in, ef því var að skipta. Emilía fórnaði þannig með glöðu geði al- gjörlega einkalífi sínu og meðal annars var það ástæðan til þess að hún giftist aldrei, þótt hún hefði áreiðanlega oft átt þess kost. Af þessum ástæðum verður þessi ófullkomna minningargrein ekki i venjulegum stíl slíkra greina um látna leikara. Hér verða því ekki talin upp leikhlut- verk eða minnst á sérstaka frammistöðu í þeim, heldur er hér beint athyglinni að miklu stærra hlutverki en nokkur leikari getur tekið að sér, þegar það verður hlutskipti 24 ára gamallar stúlku að verða bókstaflega móðir allra systkina sinna við lát frú Stef- aníu, 1924. Þetta hlutskipti tekur hún svo alvarlega og fyllir það með slíkri trúmennsku og kærleik, að hún fórnar hiklaust til þess öllu einkalífi sínu án þess að taka eftir _____________________________33_ því sjálf. Þessi dásamlega kona, sem af þessum ástæðum hvorki giftist né eignast börn, verður hins vegar fyrirhafnarlaust „mamma Milla“ bæði systkina sinna og allra barna þeirra. Auðvitað varð það henni mikill styrkur að fá að hafa svo lengi við hlið sér elskaða systur sína, Þóru. En að lokum fór þó svo að jafnvel hún giftist líka og varð að stofna sitt eigið heimili. En þvi miður stóð það hjónaband stutt, því eig- inmaður Þóru var í misgripum skotinn af varnarliösmanni á Keflavíkurflugvelli þar sem hann vann og dró það voðaskot hann til bana. Svo Þóra var því fyrr en varði aftur komin í gamla húsið við Laufásveginn til Millu systur. En að einu leyti var líf þeirra systra þó breytt. Þóra hafði borið gæfu til þess að eignast barn með manni sínum i þessu skammvinna hjónabandi, drenginn Gunnar, og vitanlega varð Milla einnig mamma hans eins og allra hinna barnanna. Var það ekki lítils virði fyrir Gunnar, þegar móðir hans Þóra var önnum kafin við leiklist- arstörfin. Þessi drengur varð vit- anlega augasteinn þessara kær- leiksríku systra og fyllti heimili þeirra nýju lífi. Ekki brást hann þeim heldur eftir að hann óx úr grasi og eignaðist sjálfur börn og heimili. Hann var þeim báðum óendanlega góður, blíður og hugs- unarsamur. Þangað til árið 1984, þegar þær báðar kvöddu, áttu mömmurnar hans tvær, Þóra og Milla, helgan stað í hjarta hans. Hann hefur því misst mikið. Eins og getið var í upphafi þess- arar greinar varð sá sem þetta hripar snemma velkominn gestur í húsi Borgarættarinnar við Lauf- ásveg. Það var aðallega eftir leik- æfingar hjá Leikfélaginu. En þótt seint væri þangað komið var afar- erfitt að koma sér þaðan aftur, svo oft hékk maður þarna langt framá nótt. Það var erfitt að losa sig sök- um þess dásamlega andrúmslofts sem hvíldi yfir þessu heimili. Hef ég aldrei kynnst annarri eins ást og virðingu og þessar góðu systur sýndu minningu foreldra sinna. Ég fékk svo mikið um þau að heyra, að mér þótti ég næstum vera farinn að þekkja þau, þótt ég hefði hvorugt þeirra nokkru sinni augum litið. Já, svo greinileg þótti mér stundum návist þeirra á þessu gamla heimili, að þau hefðu tæpast komið mér mjög á óvart þótt þau eitt kvöldið hefðu gengið inn og ég getað kynnt mig fyrir þeim. Þetta voru dásamlegar og oft lærdómsríkar stundir. Þegar Borgþór dó, 1934, bað hann Emilíu sérstaklega um að reyna að halda öllu eftir mætti í sinu gamla horfi. Það gerði Emilia uppfrá því það sem eftir var ævinnar. En það hefði vitanlega ekki verið hægt nema með sam- þykki hinna systkinanna, eldri og yngri. En þau féllust öll ljúf- mannlega á þetta. Þess vegna hélst þetta merkilega heimili með öllu óbreytt áratugum saman. Systkinin hafa því vafalaust fund- ið þegar þau komu í heimsókn til Millu og Þóru, að þau væru að nýju komin í heimsókn til pabba og mömmu. Slik samheldni meðal náinna ættingja er vafalaust orðin mjög sjaldgæf. Yngsti bróðirinn í þessari fjölskyldu, Geir Borg, stendur nú einn eftir hér jarðar- megin í tilverunni og hefur verið dásamlegt að heyra hve fullan skilning hann hefur alla tíð haft á þessu mikilvæga hlutverki systur sinnar Emilíu, og hve dásamlega hún hefur rækt það. Ég hef verið beðinn að færa honum samúð- arkveðjur frá Félagi islenzkra leikara, en Emilía var einn af stofnendum þess félags. „Hver er sjálfum sér næstur" er oft sagt og á það víst við um all- flesta. En ekki um Emilíu Borg sem nú er að kveðja okkur. Henni tókst að ná þeim árangri sem ein- kennir göfugmenni: hún gjör- gleymdi sjálfri sér og fann sina lífsfyllingu í þvi að hugsa um vel- ferð annarra og taldi það jafnvel sjálfsagt hlutskipti sitt. Meira er ekki þörf að segja þegar slík kona kveður okkur. Hún hefur verið okkur öllum til fyrirmyndar. Ævar R. Kvaran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.