Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 8. JANÚAR 1985 Á þessari myndasyrpu sést er vélin kemur inn til lendingar frá hægri og fellur sraám saman fram yfir sig. MorgunblaöiS/FnSþjófur. Giftusamleg nauðlending MIKILL viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli í gær er tveggja hreyfla flugvél frá leiguflugi Sverris Þóroddssonar nauðlenti þar um klukkan 16 með 8 farþega innan borðs. Að sögn kunnáttumanna tóks lendingin með afbrigðum vel og enginn farþeganna varð fyrir meiðslum. Vélin hafði verið í áætlunar- flugi fyrir Arnarflug áleiðis að Holti í Önundarfirði. Er flugmað- urinn hóf undirbúning lendingar þar kom í ljós að nefhjólið var ekki í lagi. Var þá gripið til þess ráðs að fljúga aftur til Reykja- víkur og nauðlenda þar. Var eng- an bilbug á farþegum að finna eftir þessa óvenjulegu lendingu og sögðust þeir allir myndu reyna á ný á morgun, er Morgunblaðið ræddi við þá í gær. Líkamsþjálfun — Leikfimi Jassballett NJARÐVÍK: Nýtt leikfiminámskeið hefst 15. janúar í íþróttahúsi Njarðvíkur. Dagtímar — Kvöldtímar — Tvisvar í viku. Styrkjandi og liökandi æfingar fyrir dömur á öllum aldri. — Byrjendur og framhaldsflokkar. — Topp aöstaöa. — Topp kennsla. „Lausir" tímar fyrir vaktavinnufólk. KEFLAVÍK: Nýtt leikfiminémskeiö hefst 14. janúar í Barnaskóla Keflavíkur. Kvöldtímar tvisvar í viku. — Leikfimi fyrir dömur á öllum aldri. Byrjendaflokkar.— Rólegar æfingar viö allra hæfi. Framhaldsflokkar. Strangir tímar. Dríföu þig í fjöriö, þú finnur flokk viö þitt hæfi. Upplýsingar og innritun í afma 6062. JASSBALLETT í íþróttahúsi Njarðvíkur 12 vikna námskeiö fyrir dömur og herra, 13 ára og eldri. Tímar tvisvar í viku. Góö aöstaöa meö speglum. Einnig fyrir börn frá 6 ára aldri. Kennsla hefst 15. janúar. Innritun í síma 6062. Birna Magnúsdóttir Reynum aftur við fyrsta tækifæri Farþegahópurinn samankominn í afgreiðslu Arnarflugs. Frá vinstri: Sigríður Magnúsdóttir, Elva Björg Þráins- dóttir, Karl Jóhannsson, Elsa Björnsdóttir með soninn Arnar Stein, og aftan við þau Kristjana Magnúsdóttir, Þórunn Jónsdóttir, Þórir Sveinbjörnsson og Kolbrún Sverrisdóttir. Þau sögðust öll myndu reyna að fljúga á morgun, er Morgunblaðið ræddi við þau í gær. Var efst í huga að farþegar yrðu ekki fyrir skakkaföllum — segir Halldór Árnason, flugmaður „MÉR var það nú efst í huga meðan á þessu stóð að farþeg- arnir yrðu ekki fyrir skakkafóll- um. Hitt verður alltaf bætt, en meiðsli er erfitt að bæta. Ég færði farþegana til í vélinni til að létta hana aó framan fyrir lend- inguna, síðan drap ég á hreyflun- um áður en vélin féll fram yfir sig og þetta gekk allt vel,“ sagði Halldór Árnason, flugmaður. „Við vorum á leið að Holti í önundarfirði og þegar ég ætl- aði að setja hjólin niður fyrir lendingu, kom í ljós að ljós fyrir nefhjólið kviknaði ekki. Eg tók hjólin upp aftur og reyndi á ný án árangurs. Þá reyndi ég að nota sveif, sem er til þess ætluð að setja niður hjólin, bregðist annar búnað- ur, en það dugði ekki heldur. Það hafði greinilega eitthvað inni. „Við vissum ekkert um þetta fyrr en komið var yfir Flateyri. Þá var okkur sagt að eitthvað væri að og auðvitað var mér ekki sama. Mér brá talsvert og varð dálítið hrædd. Það er hins vegar ekki hægt að kenna neinum um svona hluti, svona gerir enginn viljandi. Þetta kemur ekki í veg fyrir að ég fljúgi aftur, en ég held ég fari tæplega með svona vél aftur,“ sagði Sigríður. Varla hægt að lenda vélinni betur — segir Karl Jóhannsson „FLUGMAÐURINN vissi greinilega hvað hann var að gera. Öryggi hans var slíkt að það kom í veg fyrir allan ótta meöal okkar og ég er viss um að ekki hefði verið hægt að lenda vélinni betur en hann gerði við þessar aðstæður,“ sagði Karl Jóhannsson. Karl, sem er frá Suðureyri, var á leið heim ásamt konu sinni, Elsu Björnsdóttur og fjögurra mánaða syni, Arnari Steini, sem skírður var sunnan heiða um jól- in. Karl sagði, að flugmaðurinn hefði verið mjög yfirvegaður all- an tímann og gert farþegum fylli- lega grein fyrir því, sem var að gerast. Hann hefði fært farþega til í vélinni til að létta hana að framan. „Þetta virtist allt svo einfalt og lendingin tókst svo vel, að ég held ekki að nokkur farþeg- anna hafi orðið hræddur,“ sagði Karl. Halldór Árnason, flugmaður. farið úr sambandi, en enn er ekki vitað hvað biluninni olli. Þá var ekkert annað að gera en halda aftur til Reykjavíkur og nauðlenda þar. Þar var kallað út tilheyrandi lið til að vera til taks. færi eitthvað úrskeiðis. Við lendinguna hugsaði ég fyrst og fremst um það, að ekkert kæmi fyrir farþegana. Það tókst að minnsta kosti það vel, að ég held að allir hafi sloppið með skrekkinn. Mér tókst að halda vélinni nógu lengi á afturhjólunum og drap á hreyflunum um leið og vélin var að detta fram yfir sig svo þetta fór allt vel,“ sagði Hall- dór. Stóð engan veginn á sama — segir Sigríður Magnúsdóttir „MÉR STÓÐ engan veginn á sama um þetta. Ég fann það á mér strax og ég kom upp í flugvélina, að eitt- hvað færi úrskeiðis," sagði Sigríður Magnúsdóttir, einn farþeganna í vél-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.