Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANOAR 1985 Olíuleit hafin á Falklandseyjum Port Sunk-j, Fnlklandseyjnm, 7. jnnúnr. AP. OLÍULEIT er hafin á Falklands- eyjum þótt ekki þyki miklar líkur á að umtalsverð olía Hnnist þar. Hafa fréttir af leitinni borist til Argentínu og verið tekið illa. Olíunnar hefur m.a. verið leit- að í Goose Green og Port San Carlos, á stöðum, sem frægir urðu fyrir miklar orrustur í Falklandseyjastríðinu, en ekk- ert hefur frést um árangur af leitinni. Fréttir um leitina birt- ust í argentínskum blöðum í síð- ustu viku og var þá haft eftir Dante Caputo, utanríkisráð- herra, að argentínsk stjórnvöld myndu aldrei viðurkenna leyfið, sem Firstland-olíufélagið breska fékk til að leita að olíu á landi. Jarðfræði Falklandseyja bendir til, að þar kunni að leyn- ast olía í jörðu en vísindamenn eru þó vantrúaðir á að hún muni finnast þar í verulegu magni. Taka Kínverjar upp atvinnuleysisbætur? Pckiag, 7. jinúir. AP. MEÐAN Mao formaður réð ríkjum prentuð í blaði sem er gefið út á í Kína átu kínverskir verkamenn ensku í Peking. f Kaupmannahöfn liggja flestir bátar bundnir við bryggju og geta sig hvergi hrært. Dönsku sundin er farið að leggja og ekki nema öflug skip geta brotist í gegnum ísinn. úr „sama stóra pottinum“, fengu sömu laun og héldu starfi sínu ævilangt. En í nýjum atvinnumála- og efnahagstillögum Dengs Xiaop- ings er gert ráð fyrir, að þau fyrirtæki ein megi halda áfram rekstri sem skili hagnaði og sýni góða skipulagningu og fyrirtækj- um verði heimilt að segja upp vinnukröftum sem standa ekki fyrir sínu. Því væri ekki úr vegi að verkamenn greiddu frá 5—8 prósentum til ríkisins í atvinnu- ley sistryggi ngar sj óð. Svo segir í dagblaði I Peking fyrir helgi og var greinin endur- Þar er bent á að allt að 20—30 prósent ríkisfyrirtækja í Kína hafi verið rekin með halla síð- ustu ár og það sé þjóðinni til hagsbóta, ef þessi mál verði endurskipulögð. Tæknibúnaður verksmiðja er sagður úreltur og ófullkominn og verði Kínverjar að leggja allt kapp á að færa þessi mál í viðunandi horf. í septembermánuði sl. voru birtar tölur sem gáfu til kynna að um 2,7 milljónir Knverja væru atvinnulausar í kínverskum borgum. Það eru um 2,3 prósent af 117 milljónum atvinnufærra manna. Vestur-Evrópa í greipum kuldans Loadon, l'arta, Róm o* viAar, 7. janúar. AP. GfFURLEGIR kuldar eru nú á meg- inlandi Evrópu og víða meiri en mælst hafa áóur. Stafa þeir af köld- Tvisvar lá við stór- á Arlanda-velli slysi Stokkhólmi, 7. janúar. Frá Erik Liden, frétta riura Mbl. TVÖ alvarleg tilvik á Arlanda-flugvelli sem leitt gátu til árekstra milli þéttset- inna SAS-flugvéla á jörðu niðri hafa sætt rannsókn hjá rannsóknarnefnd flugslysa. Hinn 18. október sl. lagði SAS- flugvél, sem var að fara til Óslóar, af stað eftir akstursbraut á vellin- um, en þar sem skuggsýnt var í morgunskímunni, tók flugmaður- inn ekki eftir viðvörunarmerki, sem gaf til kynna að akstursbraut endaði. Allt í einu tók flugmaður- inn eftir að hann var að fara inn á aðalflugbraut og sveigði inn á akst- ursbrautina á nýjan leik. Við snún- inginn gekk annar vængurinn langt inn á flugbrautina, þar sem SAS-flugvél á leið til Málmeyjar var að hefja sig til flugs I sömu mund. Hefði Málmeyjar-vélin komið sekúndu fyrr, hefði hún rekist á Óslóar-vélina. Talsmaður rannsóknarnefndar flugslysa, Göran Steen, kvaðst telja þennan atburð mjög alvarleg- an; svo og atburð sem gerðist þar með svipuðum hætti nokkrum vik- um seinna, einnig í slæmu skyggni. Gefin hefur verið fyrirskipun um að merkingar milli akbrauta og flugbrauta verði bættar, svo og lýs- ing. Meðan á framkvæmdunum stendur hefur tveimur akbrautum verið lokað að hluta. Verið er að setja upp ratsjá á Arlanda-flugvelli, sem gerir flug- umferðarstjórninni kleift að fylgj- ast með öllu sem fram fer á vellin- um og í nágrenni hans. Er flugvöll- urinn, sem sinnir bæði innanlands- og utanlandsflugi, orðinn hinn stærsti á Norðurlöndum. Búist er við, að um níu milljónir farþega fari um völlinn á árinu 1985. um vindum, sem blása frá Síberíu og segjast veðurfræðingar ekki sjá fyrir endann á veðrinu á næstunni, spá raunar meiri snjókomu og meiri kulda. í dag, mánudag, snjóaði annan daginn í röð á Suðaustur-Englandi og eru skaflarnir víða orðnir hálf- ur annar metri á dýpt. Yfirgefnir bilar eru á öllum vegum og í gær varð að loka Gatwick-flugvelli vegna snjókomunnar. í nótt mældist fjögurra stiga frost í London og þykir svo mikill kuldi tíðindum sæta í borginni á sama hátt og snjókoman. í Frakklandi hafa kuldarnir verið miklu meiri en í Bretlandi og vitað er um a.m.k. níu manns, sem ERLENT Rússland Peters Ustinov" Ustinov fær heimild til þess að gera sjónvarpsmyndaflokk í Rússlandi , 7. janúar. AP. PETER Ustinov vill, að heimurinn sjái „Rússland, eins og það er“ og í næsta mánuði ætlar hann einmitt að gera tilraun til að ná þessu mark- miði. Þe8si kunni leikari og leikritahöfundur, sem tvisvar sinnum hefur hlotið Óskarsverðlaunin, hyggst byrja myndatökur í Moskvu 26. janúar nk. á sjónvarpsmyndaflokknum „Rússland Peters Ustinov“, sem byggður verður á bók hans „Mitt Rússland". Áformað er að verja 2 millj. dollara til verksins og eru það aðilar í Kanada, sem leggja þetta fjármagn til. Ætlunin er síðan að sýna sjónvarpsþætti þessa á árinu 1986 um allan heim, þar á meðal í Rússlandi. „Mér sýnist þetta gefa til kynna geysimikla löngun til hláku i milliríkjasamskiptum," sagði Ustinov í fréttaviðtali fyrir nokkrum dögum. „Rúss- land Peters Ustinov" verður fyrsti vestræni sjónvarpsmynda- flokkurinn um Rússland, sem sýndur verður í Sovétríkjunum. Ustinov heldur því fram, að Rússlandi hafi verið ýtt út í ein- angrunina. „Ég er sannfærður um, að Rússland myndi þróast í aðra og frjálslyndari átt, ef þessi gífurlegi vestræni þrýstingur á landið væri ekki til staðar allan tímann." Ustinov fæddist í London, en móðir hans var rússnesk og fað- irinn þýskur. Ustinov heldur því fram, að hann „hafi komið undir I Leningrad" og hann á enn marga ættingja í Rússlandi. Hann telur sig hafa nána þekk- ingu á Rússlandi og hyggst því láta bók sína og sjónvarpsþætti leiðrétta það, sem hann álitur vera rangar vestrænar skoðanir á Sovétríkjunum. „í hreinskilni sagt þá einbeita fjölmiðlar sér fyrst og fremst að því sem aðgreinir okkur, sem hefur það í för með sér, að menn undrast, hve margt er líkt með okkur, þegar þeir koma til Rúss- lands.“ Ustinov, sem gerði sérstakan sjónvarpsþátt með nafninu „Leningrad Ustinovs" fyrir nokkrum árum, hefur fengið leyfi til þess að kvikmynda víða um Sovétríkin og vonast til þess að fá rússneska leikara til þess að sviðsetja sögulega atburði og koma þar fram. „Ég ætla mér ekki að vera ögr- andi af ásettu ráði,“ segir Ust- inov. „En um leið ætla ég ekki að vera feiminn við hluti, sem raun- verulega gerðust. Ég á við, að Trotsky var til í raun og veru og hann verður ekki klipptur út hjá mér bara af þvi að hann hefur verið klipptur burt annars stað- ar.“ hafa orðið úti síðustu fjóra dag- ana. Vatn hefur farið af húsum þegar frosið hefur í leiðslum og víða verið rafmagnslaust að auki. í Suðaustur-Frakklandi hefur frostið verið 20 stig síðustu dag- ana og jafnvel á Miðjarðarhafs- ströndinni, i Nissa, var tveggja stiga frost í nótt er leið. Þar snjó- aði líka sl. laugardag. Á allri Ítalíu rikir heljarkuldi og snjóað hefur allt frá ölpunum i norðri til Sikileyjar í suðri. í Róm snjóaði í fyrsta sinn i 14 ár og varð af þeim sökum að loka skólum og miklar truflanir urðu á samgöng- um, bæði i lofti og á landi. Vitað er um nokkur dauðsföll vegna veð- ursins. í Sviss eru kuldarnir líklega hvað mestir, en i bænum La Brev- ine í Vestur-Sviss mældist 41,2 stiga gaddur í nótt sem leið. Er það raunar ekki mesti kuldi, sem þar hefur mælst, þvi að hann komst í 42,6 stig árið 1962. í Tékkóslóvakiu mældist víða met- kuldi í nótt og i Finnlandi, í þorp- inu Salla í Lapplandi, var kuldinn meiri en áður hefur mælst á öld- inni eða 50,7 stig. Mesti kuldi i Finnlandi mældist 51,3 stig árið 1862 í Sodankylá í Lapplandi. Ráðstefna um framtíð Suður- skautslands á Suðurskauti (lirintthurrh, Nýja SjáUndí, 7. janúar. AP. VÍSINDAMENN, diplómaUr og skólamenn frá 25 þjoðum hófu í dag fund á Suðurheimskautsland- inu til þess að ræða um framtíð þess. Sextíu fulltrúar sem hafa und- irbúið fundinn munu sitja ráðstefn- una í vísindastöð á Beardmore-jökli sem er um 700 km frá suðurpóln- um. f forsvari á fundinum er James Zumberge og sagði hann að meðal þess sem myndi verða rætt á fundinum væri leit og hugsanleg vinnsla málma og annarra auð- linda sem kynnu að vera á Suður- heimskautslandinu. Rannsókna- ráð Bandarikjanna skipulagði fundinn, en fulltrúarnir sem sækja hann eru þó ekki opinberir fulltrúar landa sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.