Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985
Menntamálaráð-
herra lætur kanna
árangur skólastarfs
MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Ragnhildur Hclgadóttir, hefur ákveðið
að láta fara fram heildarkönnun á árangri skólastarfs á íslandi og
gæðum menntunar. Hefur yfirstjórn verksins verið falin Þórólfi l»ór-
lindssyni, prófessor. Verður verkið framkvæmt í samvinnu við mennta-
málaráðuneytið, Rannsóknastofnun uppeldismála og menntunarsér-
fræðinga OECD. Miðað er við að fyrstu niðurstöðum könnunarinnar
verði skilað snemma í sumar og lokaskýrslu að ári liðnu, segir í frétt frá
menntamálaráðuneytinu.
Þrír leiðangursmenn, frá vinstri: Nigel Topping, lan Garnett aðstoðarleið-
angursstjóri og Tony Adams.
„Ætla að dvelja í tjöld-
um á Grænlandsjökli“
„Markmiðið með rannsókninni
er að auka þekkingu á árangri
skólastarfs, eðli þess og umfangi.
Ennfremur að gera grein fyrir
þróun og stöðu íslenzka mennta-
kerfisins borið saman við önnur
lönd. Gæði menntakerfisins verða
metin á tvo vegu. Annars vegar
með því að safna saman raunhæf-
um upplýsingum og vinna úr þeim
og hins vegar með því að kanna
viðhorf aðila, er einkum tengjast
skólastarfi. Sérstaklega verður
leitað eftir upplýsingum og hug-
myndum frá kennurum, nemend-
um og skólastjórum, en auk þess
verður leitað álits foreldra og að-
ila vinnumarkaðarins.
Víða um lönd fer nú fram
endurmat á menntastefnunni.
Skilningur manna á hugtakinu
auðlind hefur breyst verulega á
undanförnum áratugum. Sífellt
fjölgar þeim sem telja þekkingu
og menntun mikilsverðustu auð-
lind hverrar þjóðar. Athyglin hef-
ur beinzt að þessu vegna efna-
hagslegs árangurs þjóða, sem eiga
fáar náttúruauðlindir. Nægir að
nefna þjóðir eins og Japani, Dani,
Belga og Hollendinga, sem njóta
lífskjara eins og þau bezt gerast i
veröldinni. Sá árangur hefur eink-
um náðst vegna frábærrar beizl-
unar hugvits.
Menntamálaráðuneytið telur
tímabært að við íslendingar ger-
um okkur ljóst, að eigi okkur að
takast að búa við sambærileg
lifskjör og grannþjóðir okkar,
verðum við að vinna að breyttum
atvinnuháttum í kjölfar upplýs-
ingabyltingarinnar. Með því að
hlúa að menntakerfinu aukast lík-
urnar á því að okkur takist að
veita einstaklingum möguleika á
að búa hér við blómlegt menning-
arlíf og góð lífskjör. í því sam-
bandi er mjög mikilvægt að gera
sér grein fyrir menntastefnu
þeirra þjóða sem náð hafa góðum
árangri á sviði menningarmála,
tækni og vísinda jafnt sem í at-
vinnumálum, svo og að meta sem
gleggst upplýsingar um skólastarf
hjá þeim þjóðum.
Fyrir liggur ályktun Alþingis
frá 1981 þar sem menntamála-
ráðuneytinu er falið að kanna eða
láta kanna hvaða áhrif breytingar
á skólahaldi og skipulagi skóla
hafi haft á árangur og ástundun
nemenda. I könnuninni verður
m.a. fjallað um þetta atriði.
Með þeirri könnun sem nú er að
hefjast er annars vegar verið að
framkvæma vilja Alþingis og hins
vegar er stefnt að því að skapa
forsendur fyrir mótun mennta-
stefnu, sem stuðlar markvisst að
uppbyggingu atvinnulífsins um
leið og lögð er áherzla á að hver og
einn fái að njóta hæfileika sinna."
BRESKA Landkönnuðafélagið
sendi vísindaleiðangur, undir
stjórn David Mordent og Ian Garn-
ett, til Grænlands nýlega og hafði
hann viðkomu hér á leið sinni til
Grænlands.
Að sögn Ian Garnett, aðstoð-
arleiðangursstjóra, er leiðangur-
inn farinn að ósk Kaupmanna-
hafnarháskóla auk danskra og
grænlenskra yfirvalda, en
markmiðið er að rannsaka mögu-
leika á vatnsaflsvirkjun á Græn-
landi. Þessi leiðangur er farinn í
framhaldi af samskonar leið-
angri, sem sömu aðilar stóðu að
1983, og er ætlunin að afla frek-
ari upplýsinga um virkjunar-
möguleika.
Leiðangurinn er skipaður 8
ungum mönnum, sem valdir hafa
verið vegna hæfileika til að
dvelja i einangrun á Grænlands-
jökli um lengri eða skemmri
tíma. Leiðangursmenn verða að
fjármagna þátttöku sína að
mestu leyti sjálfir en auk þess
styrkja Breska landkönnuðafé-
lagið og Kaupmannahafnarhá-
skóli leiðangurinn.
Aðalbækistöðvarnar verða í
Angmagssalik og verður farið
þaðan í nokkurra daga ferðir inn
á jökulinn og þá dvalið ýmist í
tjöldum eða snjóhúsum. Hópur-
inn sem fór héðan nú verður í
þrjá mánuði á jöklinum en þá
tekur annar hópur við og verður
fram í júlílok.
600. fundur
bæjarstjórnar
Ólafsfjarðar
— Samþykkt ad friö-
lýsa Skeggjabrekkudal
og gera að útivistarsvæði
^ Olafsfirói, 16. janúar.
í GÆR, þriðjudaginn 15. janúar,
hélt bæjarstjórn Olafsfjarðar sinn
600. fund og Þann 1. janúar sl.
voru liðin 40 ár liðin frá því
Ólafsfjörður fékk kaupstaðarrétt-
indi. I tilefni þessa hélt bæjar-
stjórnin fundinn í félagsheimilinu
Tjarnarborg, og var öilum Ólafs-
firðingum boðið til hans.
Þrjár tillögur voru á dagskrá
fundarins og voru þær sam-
þykktar samhljóða með atkvæð-
um allra bæjarstjórnarmanna.
Samþykkt var að friðlýsa
Skeggjabrekkudal, vestur af
ólafsfirði, og gera hann að úti-
vistarsvæði fyrir Ólafsfirðinga.
Samþykkt var að leggja 200 þús-
und kr. í nýstofnaðan sjóð til
minningar um Magnús Magn-
ússon, en hlutverk sjóðsins er
meðal annars að styrkja tækja-
kaup fyrir grunnskólann.
Þá voru tveir fyrstu bæjar-
stjórar Ólafsfjarðar, þeir Þórður
Jónsson sem var fyrsti bæjar-
stjórinn og Ásgrímur Hart-
mannsson sem var bæjarstjóri
samfleytt í 28 ár, gerðir að heið-
ursborgurum ólafsfjarðar. Öll-
um fjórum fyrrverandi bæjar-
stjórum kaupstaðarins var boðið
til fundarins, en þeir eru auk
Þórðar, sem ekki gat komið, og
Ásgríms: Pétur Már Jónsson og
Jón Friðriksson. Eftir fundinn
var öllum viðstöddum boðið til
kaffidrykkju í Tjarnarborg.
— Jakob
Æsispennandi svæðamót í Gausdal:
Hvað gerist
í dag?
Svæðamót Norðurlanda 1985
titill Elo- stig 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. vinn.
IM 2500 X 1 1 1 0 0 1 1 1 'k 0 6'k
FM 2325 0 X 0 0 0 'k 0 0 0 0 0 'k
IM 2455 0 1 X 1 'k 'k Vl 0 ‘k 'k 0 5>/j
GM 2420 0 1 0 X ‘k Vi 0 'k •k 'k 4
GM 2520 1 1 'k 'k X ‘k 0 0 1 1 1 6>/j
IM 2515 1 'k 'k Vl ‘k X 'k 'k ‘k 1 0 5>/j
IM 2530 0 1 'k 1 'k X ‘k 1 'k 0 1 6
IM 2535 0 1 1 1 'k ‘k X ‘k 1 •k 'k 6>/j
IM 2505 0 1 ‘k 1 >/j 0 'k X ‘k 1 0 5
IM 2500 'k 'k ‘k 0 0 'k 0 ‘k X 1 0 3>/j
IM 2450 1 'k 'k 0 1 1 Vl 0 0 X 'k 5
FM 2325 1 1 0 ‘k 0 0 'k 1 1 ‘k X 5>/j
IX. Styrkleikaflokkur FIDE, stórmeLstaraárangur = 8 vinningar, alþj. meLstaraárangur = 5>k vinningur.
ELLEFTA og síðasta umferð svæða-
mótsins verður tefld í dag. Mótið er
svo jafnt, að 7 keppendur eiga enn
möguleika á tveim efstu sætunum,
sem barist er um. Staðan fyrir síð-
ustu umferð er þessi:
1.—3. Margeir, Larsen og Agde-
stein, 6‘Á v.
4. Jóhann Hjartarson, 6 v.
5.-7. Helgi ólafsson, Schússler
og Östenstad, 5‘Æ v.
8.-9. Hansen og Ernst, 5 v.
10. Vesterinen, 4 v.
11. Yrjola, 3Vfc v.
12. Moen, 'k v.
Mótið er svo jafnt, að líklega
þarf aukakeppni til að útkljá
keppnina um efstu sætin. í síðustu
umferð tefla saman (þeir sem
taldir eru á undan hafa hvítt):
Margeir — Vesterinen
Jóhann — Larsen
Helgi — Östenstad
Ernst — Agdestein
Hansen — Schússler
Yrjola — Moen
Við skulum nú velta fyrir okkur
möguleikum efstu manna, þótt
það hafi verið gert lauslega í gær.
Margeir stendur best að vigi.
Hann hefur hvítt gegn finnska
stórmeistaranum Vesterinen, en
Finninn hefur ekki teflt vel á mót-
inu til þessa. Margeir hefur þann-
ig mjög góða möguleika á að verða
fyrsti Islendingur í rúm 23 ár til
að vinna sér rétt til þátttöku á
millisvæðamóti!! Friðrik ólafsson,
stórmeistari, vann sér þennan rétt
síðast í Tékkóslóvakíu árið 1961.
Jóhann hefur hvítt gegn gömlu
kempunni Bent Larsen. Larsen
hefur verið einn sterkasti skák-
maður Norðurlanda síðustu 30 ár,
og var um tíma ásamt Fischer tal-
inn sterkasti skákmaður utan Sov-
étríkjanna. Larsen er ekki öfunds-
verður af hlutskipti sínu í síðustu
umferð, en hann er reyndur bar-
áttumaður, sem alltaf teflir til
vinnings.
Bæði Jóhann og Larsen tefla ör-
ugglega til vinnings í dag, og verð-
ur viðureign þeirra áreiðanlega
mögnuð baráttuskák. Sterkasti
skákmaður Noregs í dag, hinn 17
ára gamli Agdestein, hefur góða
möguleika á að komast áfram.
Hann hefur svart gegn Svíanum,
Ernst, en sá síðarnefndi hefur
lækkað flugið mjög, eftir glæsi-
lega byrjun. í þessari skák getur
það þó skipt miklu máli, að Norð-
maðurinn er að tefla um efsta
sætið, en Svíinn er búinn að missa
af lestinni. Ernst er mjög hættu-
legur sóknarskákmaður, og ekki er
ólíklegt, að Agdestein fái að svitna
í skák þeirra. Möguleikar Helga
ólafssonar eru varla miklir. Hann
á þó enn von, ef svo ólíklega vildi
til, að Margeir, Agdestein og Lar-
sen töpuðu allir! Skák Helga og
norska „barnsins", Östenstad,
verður örugglega tefíd til þrautar,
því þeir eiga enga von, verði skák-
in jafntefli. Berge Östenstad, hinn
16 ára gamli skákmeistari Noregs,
hefur komið mjög á óvart í þessu
móti. Hann er eini keppandinn á
mótinu, sem nær áfanga að titli,
en hann hefur þegar tryggt sér
1. Agdestein (Noregi)
2. Moen (Noregi)
3. Schiissler (Svíþjóð)
4. Vesterinen (Finnlandi)
5. Larsen (Danmörku)
6. Helgi Ólafsson
7. Jóhann Hjartars.
8. Margeir Pétursson
9. Hansen (Danmörku)
10. Yrjola (Finnlandi)
11. Ernst (Svíþjóð)
12. Östenstad (Noregi)
áfanga að alþjóðlegum meistara-
titli fyrir síðustu umferð (rang-
lega var sagt í blaðinu í gær, að
hann vantaði 'k v.) Góðkunningi
okkar Islendinga, Svíinn Harry
Schússler, hefur jafn marga vinn-
inga og Helgi og östenstad, og
hefur því aðeins fræðilega mögu-
leika á að komast áfram. Aðrir
keppendur eiga enga möguleika,
en slök frammistaða heimsmeist-
ara unglinga, Curt Hansen, og
hins sterka Finna, Yrjola, hefur
vakið undrun margra.
Við skulum nú sjá skákir frá
mótinu. Fyrri skákin er talin
besta skák mótsins, en þar sýnir
heimsmeistari unglinga sitt rétta
andlifc
Hvítt: Thomas Ernst
Svart: Curt Hansen.
N imzoindversk-vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3 —
Bb4,4. a3 - Bxc3+, 5. bxc3 — c5,6.
13-
Yrjola velur mjög hvasst af-
brigði, sem þekktast er úr frægri
vinningsskák rúmenska stór-
meistarans Gheorghiu gegn Bobby
Fischer á Kúbu 1966.
6. — d5, 7. cxd5 — Rxd5, 8. dxc5 —
f5, 9. Dc2 —
Þessi leikur reynist illa, en ör-
uggasta leiðin er sennilega 9. e4 —
fxe4,10. Dc2 - e3,11. Bd3 - Rd7,
12. c4 - Rf4,13. Bxe3 - Da4+, 14.
Kf2 - Rxd3+, 15. Dxd3 - 0-0
o.s.frv. (Furmann — Polugajevsk-
ij, Sovétríkjunum 1963).
9. - f4!7
Skemmtileg peðsfórn, sem gefur
svörtum mikið forskot í liðsskip-
un.
10. Bxf4 — Rxf4, 11. Da4+ — Rc6,
12. Dxf4 — e5, 13. Da4 — De7
Svartur hótar 14. — Dxc5, en
við það kemst svarta drottningin á
svörtu skálínuna, a7 — gl, en þar
er hvítur mjög veikur, því hann
hefur látið biskupinn, sem gengur
á svörtu reitunum.
14. Db5 — a6, 15. Db6 — e4, 16. g3
Hvítur á í miklum erfiðleikum
með að koma mönnum sínum út á
borðið.
16. — exf3, 17. Rxf3 — CH), 18. Bg2
— De3, 19. Db2 — Bg4, 20. Dd2 —
Dxc5, 21. Rd4 -
Erfitt er að benda á betri leik
fyrir hvítan. Kóngur hans stendur
á miðju borði, og svartur hótaði
m.a. að koma fleiri mönnum í
sóknina með Ha8-d8.
Eftir þennan leik á hvíti kóng-
urinn hvergi griðland.
22. Kxe2 —
Eða 22. Dxe2 — Dxc3+ ásamt 23-
— Dxal+ o.s.frv. Engu betra er 22-
Rxe2 - Df2+, 23. Kdl - Dxg2, 24.
Kc2 (24. Hgl - Hfl+, 25. Hxfl -
Dxfl+, 26. Del — Hd8+ o.s.frv.) 24-
— Had8 og hvítur er varnarlaus.
22. — Rxd4+, 23. Dxd4 — Hae8+.
24. Be4 — Dh5+, 25. g4 — Dg6
Eftir 25. - Dxg4, 26. Kd3 á
hvítur ef til vill einhverja von
26. Ke3 —
Eða 26. Kd3 — Hf3+ og svartur
vinnur biskupinn á e4 með vinn-
andi sókn.