Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 45 JÓNAS R. JÓNASSON „Markmiðið að fara út í frjálsan útvarpsrekstur" Eg var nú ekki lengi ao forða mér frá sjónvarpinu og ef ég á að segja þér eins og er, get ég tekið undir orð lítilla stráka sem sögðu við mig: „Þú varst ömurleg- ur, og afhverju varstu með hár- kollu?" Það var mjög skrítið að sjá sig svona eftir þennan tíma og ég hugsa að það að þátturinn var í svart-hvítu hafi haft sitt að segja." Jónas R. Jónasson, sem var að segja frá þætti með tónlist Sig- fúsar Halldórssonar, stýrði fyrir nokkrum árum þætti í sjónvarp- inu, sem endursýndur var nú fyrir stuttu. Blm. og ljósm. komu að máli við Jónas og spurðu hvað hann hefði verið að aðhafast undanfarin ár, þar sem hann hefði horfið af sjónvarpssviðinu. „Fljótlega eftir að ég var með þessa þætti fór ég að vinna við Hljóðrita og þar var ég til 1982 meira og minna. Síðan hef ég verið erlendis, nánar tiltekið við skólann U.C.L.A. í Kaliforníu við nám." — Hvaða nám stundar þú? „Ég er í námi sem tengist ein- göngu sjónvarpi og útvarpi þ.e.a.s. manni eru kynntar allar hliðar sem koma nálægt þeim rekstri. Og þessu námi lýk ég nú í vor." — Stefnirðu að loknu námi á starfi við útvarp eða sjónvarp? Lukkudagar „Já, það má segja það. Mark- miðið er að fara út í frjálsan útvarpsrekstur. Faðir minn tók við rekstri Hljóðrita er ég fór erlendis og það hefur ýmislegt verið að gerast þar síðan ég fór. í dag er það ósköp lítil fyrirhöfn að setja þar upp útvarpsstöð og segja má að það vanti tæpast nema loftnet og magnara." — Heldur þú að nýju út- varpslögin verði samþykkt? „Það er nú orðið tímabært að rekstur útvarps og sjónvarps verði gefinn frjáls. Ef vel ætti að vera þyrfti að vera útvarpsstöð í hverju plássi úti á landi sem t.d. skólar og einhver áhugafélög ættu að geta rekið. Það er gott og blessað að hafa fjórðungs- stöðvar, en hitt er líka nauðsyn að hafa á sem flestum stöðum staðbundið útvarp, þó ekki væri útvarpað nema hluta úr degi. Það virðist nú vera að rofa mikið til í þessum málum, enda ekki seinna vænna. Af hverju ætti landslýður að mega rita næstum hvað sem er, en ekki segja það? Það er fleira sem við erum með á prjónunum í Hljóðrita. Við ætlum t.d. að hlaða og fram- leiða VHS-myndbandaspólur og það eru ýmsar breytingar á stúdíóinú á döfinni sem ættu að gera okkur það kleift að vinna að tónsetningu videomynda og kvikmynda þar." — Þú stefnir ekki á sjónvarp- ið hér heima í bráð? „Alténd ekki fyrir framan myndavélina. Nú er það meira spennandi að fá að vinna á bak við. Það eru ýmsar hugmyndir sem maður hefur um þætti o.s.frv., en þetta á eftir að koma í ljós." Með það var Jónas rokinn, enda flugvélin að fara með hann eftir nokkrar klukkustundir í sólina í Kaliforníu. KÁTA EKKJAN JANNI Vill hafa þá með skalla og ístru Janni Spies, hin ásjálega ekkja ferðaskrifstofukóngsins og hins lygilega sérvitrings, Simons Spies, lýsti nýlega yfir að þrátt fyrir óskir síns látna eiginmanns um að hún gifti sig ekki á ný, COSPER o°o° °o o ° o ° ° o° o o °0° d o 0 s*a ; „- » - ; ~ ° ° o °. o ° o°: °- o Cosper 0 o 0 myndi hún gifta sig aftur og væri hún þegar farin að líta í kring um sig. Þá ætlar hún að eignast 3 börn. Nú fyrir skömmu lýsti Janni draumaprinsi sínum: Hann á að vera miðaldra eða eldri maður með skalla í miðju og ístru. Á annarri myndinni dansar Janni við mann sem hún sækir mikinn styrk til og margir álíta að gæti orðið hennar ektamaki. Hann heitir Werner Isager og var fjöl- skylduvinur. Á hinni er mjög kunnur sænskur leikstjóri að nafni Gunnar Hellström. Hann var festur á filmu á leið til fundar við Janni „vopnaður" miklum blómvendi. Gunnar er einn af mýmörgum sem ganga á eftir Janni með grasið í skónum. Ef marka má myndina á hann þó varla möguleika, hann er að vísu á réttum aldri, og trúlega með ístru, en hann er allt of iubbalegur. Kannski einhverjir myndu taka ofan gervihárið til að eignast Janni? Osóttir vinningar frá janúar til desember áriö 1984. Januar 3. 33504 12. 12112 Febrúar 3. 16003 11. 34160 14. 58611 17. 34657 Mars 8. 11236 10. 16657 11. 59395 12. 5735 14. 7364 21. 49304 22. 3882 27. 12084 Aprfl 1. 57343 21. 4730 Maí 9. 21182 12. 21000 14. 49950 17. 48378 23. 22540 29. 54371 Júní 2. 41708 8. 35724 12. 10004 17. 42559 22. 59668 23. 18646 30. 38226 Júlí 1. 14704 9. 48448 11. 4603 14. 54465 16. 24879 20. 2001 23. 5826 30. 12013 Agúst 3. 2374 17. 23190 18. 917 21. 36735 September 3. 4010 7. 47352 9. 40255 11. 3039 13. 37904 15. 33439 16. 3835 19. 216 25. 25894 26. 36118 28. 3279 30. 59528 Október 2. 48617 6. 5781 8. 53877 9. 984 17. 46305 23. 6 30. 18212 November 1. 832 4. 43443 7. 18273 10. 51655 18. 24366 21. 632 25. 12122 26. 20152 Desember 2. 41981 12. 44689 13. 55742 15. 21943 22. 41879 Vinningshafar hringi í síma 20068 (símsvari) og skilji vínsamlega eftir nafn og símanúmer en hefjiö ekki máls fyrr en eftir hljóomerkiö. Blakdeild Víkings og íþróttafólög um land allt þakka landsmönnum stuoninginn á liönu ári. Utsala Efni 50—190 kr. Gardínuefni 50—190 kr. Frotté-velour 100 kr. Jersey-velour 150 kr. Bútar — Bútar — Bútar Bútar — Bútar — Bútar Bútar — Bútar — Bútar vögue Skólavörðustíg 12 og Vogue, Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.