Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 Sjóræningjar á Skaganum Tónlistarskólinn á Akranesi setur upp söngleikinn Sjóræningarnir frá Pensance eftir Gilbert og Sullivan Hópur skuggalegra náunga og sakleysislegra ungra stúlkna hefur upp á síðkastið sést skjótast inn og út um dyr Bíóhallarinnar á Akranesi, oftast eftir að tektó er að skyggja á Skaganum. Þessi umgangur um bakdyr Bíó- hallarinnar hefur þó ekki skotið íbúum bæjarins tiltakanlegum skelk í bringu. Þeir vita sem er, aö hér eru á ferðinni nemendur Tón- listarskólans á Akranesi, ásamt nokkrum hraustum mönnum úr Karlakór Járnblendiverksmiðjunn- ar, félögum úr kirkjukór staðarins og óteljandi hjálparkokkum. Og þó að sumir góðborgarar á Skaganum séu hárprúðari og úfn- ari á að líta þessa dagana en sam- borgarar þeirra eiga að venjast, er eini „skrekkurinn" sem liggur í loftinu væntanlega örlítill frum- sýningarskrekkur. Ástæðan fyrir öllu tilstandinu er söngleikurinn Sjóræningjarnir frá Pensance, sem Tónlistarskólinn frumsýnir í Bíóhöliinni í kvöld, klukkan 20.30, eftir langar og strangar æfingar. Það er í mikið ráðist að setja upp sýningu áhuga- manna á þessari vinsælu óperu þeirra Gilberts og Sullivans, en þetta er í fyrsta skipti sem hún kemst á fjalirnar á íslensku leik- sviði. Eins og nauðsyn krefur, hefur mikið lið vaskra manna og kvenna lagt nótt við dag til þess að koma sjóræningjaskútunni á flot og þeg- ar Morgunblaðsfólk átti dagstund með hópnum í vikunni, varð ekki annað séð en að téð skúta svifi segl- um þöndum um svið Bíóhallarinn- ar. Þátttakendur í söngleiknum eru rúmlega þrjátíu, auk allra þeirra, sem lagt hafa hönd á plóginn utan sviðs, en allir búningar eru t.d. heimasaumaðir af staðarkonum. Unnur Jensdóttir, söngkona og söngkennari Tónlistarskólans á Akranesi, hefur æft sónginn og er jafnframt undirleikari sýningar- innar, Andrés Sigurvinsson leik- stýrir og Magnús H. Ólafsson, arki- tekt, er framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar og yfirhönnuður. „Bíóhöllin var einu sinni af- bragðs tónleikahús," segir Magnús. „En eftir þvi sem kvikmyndatækn- in batnaði, versnaði hljómburður- inn í húsinu. Því hefur orðið að gera ýmsar breytingar og endur- bætur, m.a. setja upp hljóðdeyfi- plðtur og gera nýtt gólf á sviðið og nú held ég, að okkur hafi tekist að Morgunblaoið/Bjarni. Slakað á í miðri æfingu. Fremstur krýpur kapteinninn á skútunni, konungur sjóræningjanna og skólastjóri Tónlistarskólans, Jón Karl Einarsson, fyrir aftan hann standa þeir Sveinn Gunnarsson og framkvæmdastjórinn Magnús H. Ólafsson, þá leikstjórinn, Andrés Sigurvinsson, sóngstjórinn, Unnur Jensdóttir, Helgi Þórhallsson og Leif Steindal. Sjóræningi og herforingjadóttir, Hörður Jónsson og Pálína Fanney Skúla- dóttir. ná aftur u.þ.b. tveimur þriðju af upphaflegum hljómburði í húsinu." „í þessari sýningu eiga allir að fá að njóta sín," segir Jón Karl Ein- arsson, skólastjóri Tónlistarskól- ans og jafnframt sjóræningjakóng- ur í sýningunni. „Það kom ekki til greina að ráða atvinnusöngvara, þá hefði tilgangur sýningarinnar fall- ið um sjálfan sig," segir hann. „Þetta er nemendasýning og við höfum veitt okkur það frjálsræði að færa til eitt og eitt einsöngsat- riði svo að allir fái að eiga sín „sóló". Jón Karl hefur verið skólastjóri Tónlistarskólans sl. sex ár, en skól- inn á þrjátíu ára afmæli í ár. Skólastjórinn kveðst ánægöur með þann áhuga, sem ríki á Tónlist- arskólanum meðal bæjarbúa, nú þegar skólinn er að ráðast í stærsta verkefni sitt til þessa, en hann set- ur markið hátt og bætir því við, að takmarkið sé „að Skagamenn fái jafnmikinn áhugi á tónlist og þeir hafa á fótbolta". „Við höfum verið heppin með fólk og haft góðan tíma til æfinga," segir Jón Karl, sem er reyndar einnig þýðandi verksins, ásamt Unni Jensdóttur. Söngæfingar hafa staðið alveg frá haustinu '83 og segja þau það hafa létt á leikstjór- anum, hvað söngurinn var kominn á góðan rekspöl þegar hann kom til sögunnar. „Svo getur hann Andrés nú líka lokkað fram leik hjá fólki, Ntetursöngur umhverfis herforíngjann. Hershófðinginn, Pétur Jénsson. sem aldrei hefði þorað slíkt áður, jafnvel ekki í felum," segir Jón Karl. Nú hefur leikurinn borist niður í Bíóhöll, bæjarbúar tínast inn og taka á sig mynd sjóræningjakónga og -drottninga, eða saklausra smá- meyja og herforingjadætra, án þess að nokkru verði upp Ijóstrað um efni leiksins. Leik- og söng- Þessi tvö ráða ríkjum á skútunni. stjórinn setja sig í stellingar, hvort í sínum enda salarins og pexa góð- látlega um það hvort ráði hverju á sviðinu. Áður en hjólin fara að snúast fyrir alvöru tökum við tali þrjá fulltrúa þess fjölbreytilega hóps, sem hér er saman kominn. „Við erum hér fimm úr hinum heimsfræga Grundartangakór," segir sá sem fyrstur verður fyrir valinu, Helgi Þórhallsson, verk- fræðingur við Járnblendiverk- smiðjuna á Grundatanga, og brosir bakvið myndarlegt sjóræningja- skegg. „Við erum með karlakór við verksmiðjuna og þegar farið var að æfa sjóræningjana bárust boð um að þeir okkar, sem hefðu áhuga á að vera með, gætu fengið að spreyta sig. Mér þótti það fýsilegt og spennandi og var ekki einn um það, þó að hópurinn frá Grundar- tanga hafi nú týnt tölunni frá því sem var í upphafi. Þetta hefur ver- ið mjög sérstök upplifun og andinn góður. En vinnan hefur verið það mikil, að hefði mig rennt grun í það væri ég varla hér í dag. Hún Unnur hefur unnið mikið þrekvirki við þessa sýningu og þó að stundum hafi gripið um sig vonleysi og mann hafi langað að eiga frí, hefur það aldrei staðið lengi. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á söng og hefur orðið til þess að við erum komnir í söngnám, nokkrir úr kórnum," segir Helgi. „Að vísu hef- ur það orðið til þess að maður upp- götvar sér til mikillar skelfingar, að maður kann ekkert að syngja," bætir hann við. „En þetta verkefni hefur verið mér stórkostleg andleg upplyfting og þroskað mig félags- lega," segir Helgi Þórhallsson, öðru Byggingarframkvæmd- ir við nýtt mötuneyti Klettjirnarejkjum, 9. jinúar ÁRIÐ 1984 KVADDI okkur með sæmilegu veðri en veðurfarslega var ekki eftirsjá í árinu, fyrst með afbrigðum snjóþungt og rigning seinnipart sumars. Þó verður að viðurkenna góða kafla í vor og haust. Tíðindallitið var hér á síðast- liðnu ári. Þó má geta þess að eins og menn muna lentu tveir breskir ævintýramenn á Eiríksjökli á leið sinni til Grímseyjar. Þeim var þó bjargað á elleftu stundu. Mun þessi leit að mönnunum vera ein sú fjölmennasta sem farin hefur verið fram til þessa. í Reykhoiti voru hafnar bygg- ingaframkvæmdir við nýtt mötu- neyti og er verið var að grafa fyrir því kom í ljós gufustokkur, senni- lega frá tímum Snorra Sturluson- ar. Nýbyggingin í Reykholti er um 600 m2 að grunnflatarmáli og í fyrsta áfanga verður byggður kjallari og ein hæð. Byggingar- verktaki er Guðmundur Samúels- son frá Akranesi en arkitektar eru Helgi og Vilhjálmur Hjálmars- synir frá Teiknistofunni Óðins- torgi. Við barnaskólann á Klepp- járnsreykjum er búið að steypa sökkla undir búningsklefa og íþróttasal. Heitt vatn er nú komið á Grímsstaði, Skáney og Nes og er vatnið mikil búbót fyrir þessa bæi. Garðyrkjubændur eru byrjaðir að undirbúa ræktunina fyrir næsta sumar, útlitið er gott og flestir eru mjög tímanlega, því öll verk hafa Byggingarframkvemdir í Reykholti unnist vel sökum blíðviðris undan- farna daga. Reykdælir óska öllum lands- mönnum árs og friðar á komandi árum. Fréttaritari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.