Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 13. tbl. 72. árg.___________________________________FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Sigri fagnað Tancredo Neves, hinn nýkjörni forseti Brasilíu, hyggst sækja ráðamenn í Bandaríkjunum, Mexíkó og Argentínu heim, áður en hann verður formlega settur í embætti 15. mars nk. Það var blaðafuiltrúi forsetans, sem greindi frá þessu í dag. Á myndinni, sem tekin var þegar úrslit urðu ljós, eru Neves, eiginkona hans og samherjar að syngja þjóðsöng Brasilíu. Sjá: „Kjöri Neves fagnað um gjörvallt landið" á bls. 24. Breska ríkisstjórnin: íhugar að styrkja pundíð enn frekar l.undúnum, 16. janúar. AP. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra, lýsti þeirri skoðun sinni í viötali við Breska útvarpið í dag, að gengi sterlingspundsins hefði fallið of mikið á gjaldeyrismörkuðum að undanförnu, og ónafngreindur aðstoðarmaður ráð- herrans lét hafa eftir sér, að stjórnin kynni að grípa til nýrra ráðstafana til að styrkja stöðu gjaldmiðilsins. Utilokaði hann ekki að vextir yrðu hækkaðir á ný eða seilst í gjaldeyrisvarasjóði. Gengi sterlingspunds gagnvart bandaríkjadal hefur hrapað um 15 prósent undanfarna fjóra mánuði. Stafar það m.a. af mikilli gengis- hækkun bandaríkjadals samhliða lækkun olíuverðs, sem hefur rýrt tekjur Breta af Norðursjávarolíu. Sovétríkin: Gengi punds gagnvart dal hefur aldrei orðið jafn lágt og á mánu- dag þegar pundið var selt á 1,10 dal á gjaldeyrismörkuðum í Aust- urlöndum fjær. Þá greip Eng- landsbanki í taumana og fyrir- skipaði hækkun bankavaxta á Bretlandi, sem leiddi til þess að staða pundsins styrktist á ný. Þeg- ar gjaldeyrismarkaðir í Lundún- um lokuðu síðdegis var pundið selt á 1,1205 dal. Nigel Lawson, fjármálaráð- herra Breta, kom í dag til Wash- ington þar sem hann situr fund fjármálaráðherra fjögurra ann- arra iðnríkja, Bandaríkjanna, Frakklands, Japans og Vestur- Þýskalands. Þar verður m.a. rætt um stöðu sterlingspunds og bandaríkjadals, en þó einkum um hallann á fjárlögum Bandaríkja- stjórnar, sem stjórnmálaleiðtogar í Evrópu telja að ráði mestu um háa vexti í Bandaríkjunum og óeðlilega hátt gengi bandaríkja- dals. Lundúnablaðið Times: Khomeini gerir út sjálfsmorðssveitir Lundúnum, 16. januar. AP. LUNDÚNABLAÐIÐ The Times skýrir frá því í dag, að það hafi undir höndum leyniskjöl, er leiði í Ijós að ríkisstjórnin í Iran hafi komið á fót sérstakri hermálastofnun, sem hefur það verkefni að afla liðsmanna í sjálfs- morðssveitir, sem eiga að vinna hermdarverk í ríkjum, sem andsnúin eru Khomeini erkiklerki. Lönd þau, sem nefnd eru í skjöl- unum sem höfuðvettvangur hryðjuverkamannanna, eru Saudi-Arabía, Kuwait, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Jórdanía og Frakkland. Blaðið segir, að einn aðalmaður- inn á bak við hermálastofnunina sé Husain Musawi, sem er í for- ystu fyrir Jihad-samtökin, sem er félagsskapur herskárra múham- eðstrúarmanna. Jihad hefur lýst á hendur sér ábyrgð á sjálfsmorðs- árásum á mannvirki í eigu Banda- ríkjamanna og Frakka í Líbanon og Kuwait, sem gerðar hafa verið á undanförnum þremur árum. The Times segir, að íranskir stjórnarandstæðingar, sem lúta forystu Shapour Bakhtiar, fyrrum forsætisráðherra landsins, hafi komið leyniskjölunum um sjálfs- morðssveitirnar á framfæri við blaðið. Símamynd/AP. Lestarslysið mikla Talið er að ekki færri en 449 manns hafi beðið bana og á sjötta hundrað slasast á sunnudag, þegar fjórir vagnar járnbrautarlestar, sem var á leiðinni til Addis Ababa, höfuðborgar Eþiópíu, hröpuðu ofan af brú niður í 12 metra djúpt gil, skammt frá borginni Awash, sem er í um 200 km fjarlægð frá höfuðborginni. Myndin er tekin á slysstað, stuttu eftir að harmleikurinn varð. Hundruð létust í sprengingu í skotfærasmiðju Lundúnum, 16. janúar. AP. VIKURITIÐ Jane's Deíense í Lund- únum, sem þykir mjög áreiðanlegt, skýrði frá því í gær, að hundruð manna hafi látið lífið síðla í desem- ber þegar sprenging varð í skotfæra- verksmiðju sovéska hersins í Síb- eríu. Líkir blaðið atviki þessu við sprenginguna í dotastöð Sovét- manna í Severomor.sk á Kólaskaga í maí í fyrra, en talið er að þá hafi um tvö hundruð manns týnt lífi. Verksmiðjan, sem um ræðir, er neðanjarðar skammt frá borginni Leninsk-Kuznetskiy í Síberíu. Þar er jöfnum höndum unnið að til- raunum með ný skotvopn og fram- leiðslu þeirra. Stjórnvöld í Moskvu hafa það fyrir reglu að skýra aldrei frá slysum og óhöppum, sem verða í herstöðvum eða hergagnaverk- smiðjum Sovétmanna. Rætt um að hrinda séra Popieluszko út úr lest Réttarhöldin í Torun: Torun, Póllandi, 16. janúar. AP. JOSEF Baczynski, ofursti í innanríkisráðuneyti Póllands, skýrði réttinum í Torun, sem rannsakar morðið á séra Jerzy Popieluszko, frá því í dag, að á fundi í ráðuneytinu 9. október í fyrra, sem hann sat ásamt þremur öðrum mönnum, hefði Grzegorz Piotrowski höfuðsmaður haft orð á því, að kasta mætti prestinum út úr lest á fullri ferð. Baczynski kvaðst hins vegar ekki vita hvort hann hefði meint þetta bókstaflega eða verið að tala líkingamál. Annar ofursti í ráðuneytinu, Leszek Wolski, sem einnig bar vitni fyrir réttinum í dag, kvaðst hafa setið tvo fundi, 25. sept- ember og 9. október, þar sem viðbrögð leynilögreglunnar við andófsaðgerðum presta landsins hefðu verið rædd, og sagði hann að aldrei hefði komið til tals að beita ofbeldi eða öðrum ólög- mætum aðferðum. „Ég heyrði aldrei neinn minnast á að fleygja einhverjum út úr lest,“ sagði hann enn fremur. Auk þeirra Baczynski, Wolski og Piotrowski sat Adam Pietr- uszka ofursti fundina tvo, en hann er sakaður um að hafa hvatt þrjá undirmenn sína til að ræna séra Popieluszko. Piotr- owski höfuðsmaður er hins veg- ar ákærður fyrir að hafa myrt prestinn í félagi við tvo foringja í leynilögreglunni. Ákæruvaldið heldur því frani, að það hafi verið Pietruszka ofursti, en ekki undirmaður hans, Piotrowski höfuðsmaður, sem hafi lagt til á fundinum 9. október að séra Popieluszko yrði hrint út úr lest á fullri ferð. Pietruszka segist hins vegar vera saklaus og þvertekur fyrir að hafa nokkru sinni haft á orði að beita prestinn ofbeldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.