Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 7 200 manns koma fram á skemmtun til styrkt- ar Eþíópíusöfnuninni FORSVARSMENN skemmtunar til styrktar Eþíópíusöfnun Hjálpar- . stofnunar kirkjunnar, telja að um 200 manns taki þátt í fjölbreyttri skemmtidagskrá sem ýmsir kunnir listamenn hafa sett saman og flutt verður í Háskólabíói í kvöld. Að sögn Guðmundar Einarsson- ar, framkv.stj. Hjálparstofnunar kirkjunnar, kom frumkvæðið frá listamönnunum sjálfum og gefa þeir allt vinnuframlag sitt og kunni hann þeim þakkir fyrir Meðal þeirra sem fram koma er kór Melaskólans, sem mun flytja lag eftir Magnús Pétursson er hann hlaut viðurkenningu fyrir í alþjóða texta- og lagasamkeppni í tilefni barnaárs 1979. Söngflokk- urinn Raddbandið skipaður nem- endum úr söngskólanum undir stjórn Jóns Kristins Cortes, mun taka lagið. Big band FÍH leikur nokkur lög, stjórnandi Björn R. Einarsson. Ennfremur mun Karlakór Reykja- víkur taka lagið undir stjórn Páls P. Pálssonar og Friðbjörn G. Jónsson syngur nokkur lög við undirleik hljómsveitar. Auk þessa mun íslenski dans- flokkurinn sýna tvo stutta þætti, “Vetrarnótt“ og “Draumsýn". Jón- as Þórir mun leika á stærsta rafmagnsorgel landsins nokkur lög. Einnig munu koma fram Ómar Ragnarsson og Haukur Heiðar Ingólfsson. Sinfóníuhljómsveit íslands flyt- ur blandaða dagskrá og slær á létta strengi. Sigurður Björnsson og Sieglinde Kahlmann synja dú- etta úr óperum, stjórnandi er Páll P. Pálsson. Skemmtuninni mun Ijúka með fjöldasöng. Er ljóst hvað hrjáði Egil í elli? í nýútkomnu tímariti, Skírni, leiðir prófessor Þórður Harðarson rök að því að Egill Skallagrímsson hafi verið haldinn beinasjúkdómi Pagets, osteitis deformas, kennd- um við breskan lækni. Sjúkdómurinn lýsir sér í því að beinvefir sýkjast. Bein geta bognað og afmyndast í fyrstu, en síðan tekur óeðlileg beinmyndun við, einkum á höfuðkúpuna. Af- leiðingin getur orðið heyrnar- leysi og blinda, auk þess sem sjúklingurinn á erfitt með allar hreyfingar. Sjúkdómsgreinig Þórðar bygg- ir á lýsingum af Agli í ellinni í lok Egilssögu. Þar er Agli lýst sem manni sem á erfitt um gang og þjáist af fótkulda auk þess að vera nær blindur og heyrnar- laus. Beinin voru meiri en ann- arra manna og höfuðkúpan ótrúleg, eða eins og segir í lok Egilssögu þegar lýst er upp- greftri á beinum Egils: „Var hausinn undarlega mikill, en hitt þótti þó meir frá líkendum, hve þungur var. Hausinn var all- ur báróttur utan svo sem hörpu- skel.“ Ævintýrið um Alísu í Undralandi FJÖLVI hefur gefið út bókina Alís í Undralandi eftir Lewis Carroll með myndskreytingum Jenny Thorne og í þýðingu Ingunnar E. Thorarensen. í formála rekur Þorsteinn Thor- arensen, hvernig ævintýrið um Al- ísu í Undralandi varð til og segir deili á höfundi þess, sem réttu nafni hét Charles Lutwidge Dodg- son og var stærðfræðikennari við Oxford-háskóla. Ævintýrið um Alísu í undralandi átti upphaf sitt í róðrarferð sem Dodgson fór í 1862 með þremur dætrum háskólarektors Krists- skóla í Oxford, þar sem Dodgson nam guðfræði. I þessari bátsferð hóf hann að segja þeim ævintýri og aðalsöguhetja þess var ein telpn- anna, Alís, sem þá var 10 ára, og það var hún, sem síðar fékk Dodg- son til skrifa ævintýrið niður. Það handrit er nú varðveitt í British Museum. Handrit þetta spurðist til Macmillan-útgáfunnar í London, sem eftir nokkra eftirgangsmuni fékk það til útgáfu, en höfundurinn Schauff-reið- hjóli stolið NÝJU Schauff-reiðhjóli var stolið um 11 leytið sl. mánudagskvöld fyrir utan húsið Bræðraborgarstíg 49. Hjólið er blátt að lit. Þeir, sem geta gefið upplýsingar um hjólið, eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 16937 eða til lög- regiunnar. neitaði að hans rétta nafn kæmi fram. Alís í undralandi kom svo út 1865. Útgáfa Fjölva er 120 blaðsíður og birtir hún söguna óstytta og með öllum ljóðum. Bókin er gefin út í samstarfi við Mondadori-útgáfuna á Ítalíu. Jafntefli í Moskvu EINVÍGIÐ endalausa um heims- meistaratitilinn hélt áfram í gær í Moskvu. Kasparov hafði hvítt og enn einu sinni tefldu þeir drottn- ingarbragð, Tartakower-afbrigðið. Skákin tefldist eins og skákir númer 38 og 39 fram að 15. leik svarts, en þá brá Karpov út af. Staðan, sem upp kom, var að áliti sérfræðinga í Moskvu talin gefa áskorandanum von um varanlegt frumkvæði, en Karpov byggði upp örugga varnarstöðu. Jafntefli var samið eftir 26 leiki. Staðan er því enn 5—1 fyrir heimsmeistarann, Karpov. Kór Melaskólans ásamt stjórnendum, Jónasi Þóri og Helgu Gunnarsdóttur. ri AMC Jeep 3000 EINSTAKT TÆKIFÆRI SEM EKKI BÝÐST AFTUR Viö höldum útsölu á varahlutum til þess aö ryma fyrir nyjum lager sem væntanlegur er á næstunni. Nú bjóöast ótrúleg verö á orginal hlutum, tækifæri sem þú skalt ekki láta ganga þér úr greipum. EGILL VILHJÁLMSSON HF. SMIÐJUVECI 18, SÍMI 79130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.