Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 35» n~" f _crxr:i i -I »¦ \ / TT RENNSLISTJORN, SÉD NEÐAN FRÁ. O' \—~—I • ^L ÍJ RENNSJSTJORN SÉÐ FRÁ HLID Um laxeldi ..staðareldi - eftir Hauk Sveinbjarnarson Um margra ára skeið hef ég, hófundur þessarar greinar, varið frítíma minum að mestu til stangveiða. Jafnframt er ég áhugamaður um fiskrækt og fisk- eldi og er sá áhugi fyrst og fremst bundinn við lax- og vatnafisk. í um tvo áratugi hef ég í viðræð- um við menn kynnt skoðanir mín- ar i fiskeldismálum. Slíkar við- ræður verða oft mjög langar og hættir mönnum til að dveljast lengur við vissa þætti en aðra, ágreiningur kemur upp um ástæð- ur, afleiöingar og framkvæmdir svo viöræðurnar slitna oftast áður en heildarmyndin er fengin. Þess vegna er þessi grein skrifuð. Flestir sem viðriðnir eru veiði- félög, klak og útleigu vatnasvæða halda í ákveðnar kenningar og reynslu fiskifræðinga, kenningar sem hafa verið að mótast í árarað- ir og beinast fyrst og fremst að eldinu sjálfu. Menn vilja nota kenningarnar til þess að ná sem bestum árangri með sem minnst- um tilkostnaði í eldi og slepping- um seiða. Að mínu mati hefur þetta ekki tekist sem skyldi, fyrst og fremst vegna þess að við eldið er ekki tekið tillit til ratvísi seið- anna (laxins) og ekki er hugað nægilega að þreki þeirra og hæfni. Keppst er við að ná sem mestri stærð og þyngd á sem skemmstum tíma, og fiskurinn því einkum al- inn til slátrunar. í þessari grein hyggst ég fyrst og fremst fjalla um eldi göngu- fisks, þ.e. seiða sem eru alin upp með tilliti tií ratvísi. Við slíkt eldi þarf að stuðla að hreysti of lík- amlegum styrk seiðanna svo að það sé sem tryggast að ratvísin skili fiskinum aftur á bernsku- slóðir. Ég tel að bestum árangri verði náð með eldi sem ég nefni „staðareldi". En áður en ég lýsi nánar hvað í því felst tel ég nauð- synlegt að ræða nokkuð um slepp- ingu laxaseiða, sem að vísu er ljóst flestum áhugamönnum um þessi mál. Slepping laxaseiða Algild regla eða forskrift þar að lútandi hversu mörgum seiðum skuli sleppt í einhverja á, þetta og þetta árið, er ekki til. Til þess eru áhrifaþættirnir of margir og breytilegir. Með talningu er hægt að fá fjölda göngufiska og þegar frá eru dregnir veiddir fiskar er fjöldi klaklaxa fundinn. Þetta er það eina sem hægt er að miða við. Sums staðar er hægt að komast að því hversu klaklaxinn er dreifður, en hvort klakið heppnast og hvernig því muni reiða af er ekki hægt að vita fyrirfram. Þess vegna er erfitt að gera ráðstafanir beri eitthvað út af. Við sleppingu laxaseiða er því og verður alltaf nokkur óvissa um endurheimtur. Laxaseiði sem sleppt er í árnar skila sér (venjulega) verr, því fleiri seiðum sem sleppt er (hér er ratvísi seiðanna látin liggja milli hluta). Þetta stafar auðvitað af því að hæfari stofn er fyrir í ánni og að áin getur aðeins fætt ákveð- inn fjölda einstaklinga. Það eru sem sagt takmörk. Sé sleppt allt of mörgum seiðum er eins víst að ekkert skili sér aftur eða lifi vist- ina af, og það sem verra er, það getur veikt stofninn, sem fyrir er, og valdið honum miklu, jafnvel óbætanlegu tjóni. Lögmálið er, að því fleiri einstaklingar sem eru um fæðu árinnar, þeim mun fleiri einstaklingar verða óhæfari að standast óblíð náttúruöflin, hita- og vatnsbreytingar og verða frem- ur vargi að bráð. Slepping laxaseiða á heiðar, fyrir ofan ógenga fossa, í hliðar- læki og mýrartjarnir skilar yfir- leitt engum árangri (til lengdar, undantekningar eru pó til). Fyrir er ! allflestum tilfellum lífstofn sem er mun sterkari seiðunum sem sleppt er. Þau keþpa um sömu fæðuna við seiðin sem fyrir eru og fara fyrst í stað halloka og stór hluti verður urriða, bleikju, fugli eða mink að bráð, sérstaklega fyrst eftir sleppingu. Seiði, sem sleppt er í framandi vatn, verja sig ekki fyrst í stað, þau eru mis- kunnarlaust hrakin frá einum stað í annan og eru lengi vel í fel- um. Mýrartjarnir eru mjog mis- jafnar, jafnvel sömu tjarnirnar frá ári til árs og stafar það af mismunandi gegnumstreymi vatnsins eða öllu heldur súrefn- ismagninu. í þurrkum verða þess- ar tjarnir staðnar og fúlar og seið- in sljó og auðveld bráð. Til eru nokkrir staðir hér á landi, frá náttúrunnar hendi, þar sem lax og silungar alast upp samtímis, eins og t.d. í Meðalfellsvatni. Þar er auðvelt að ganga á silungastofn- inn án þess að tjón hljótist af. Til greina kemur að fóðra hann áður en grisjun fer fram. Slepping gónguseiða i ár og vatnasvæði hefur lítinn sem eng- an árangur í för með sér. Er það vegna þess að seiðin eru yfirleitt ekki alin upp í þvi vatni sem þau eiga að ganga í aftur. Þeim mun yngri sem seiðin eru þegar þeim er sleppt í framandi vatn, þeim mun meiri líkur eru á ratvísi þeirra, og er rétt að taka tillit til þessa þegar laxinn þarf að ganga í gegnum margar ár. Endurkoman er örugg- ust ef seiðin klekjast út í vatninu sem þau eiga að ganga aftur í, eyða þar kviðpokanum og æsku- ævi. Seiði, sem klekjast út í nátt- úrunni, verða strax næm fyrir keim vatnsins og eykst næmin alla tíð þar til þau yfirgefa ána, og lengur að mínu mati. Hér vil ég staldra við og skýra nánar þær ályktanir sem ég dreg af eigin athugunum á hegðun seiða í náttúrulegu umhverfi og á hegðun laxins þegar hann gengur í árnar. Ég tel að ratvísi laxins stafi af því að hann myndi efnislög, af keim vatnsins sem hann lifir i, í mjög blóðríkum taugavefjum sem liggja umhverfis og útfrá nefgöng- unum. Nefgöngin, sem liggja bak við augun að heila, stækka með fiskinum. í fullorðnum laxi verða þau nokkrir mm á breidd og nokkrir sm á lengd. Taugavefirnir umhverfis nefgöngin geta því geymt aragrúa efnisöreinda. Nef- göngin stækka framávið, ef svo mætti að orði komast, þannig að vefurinn sem seiðið mettaði fyrst efniseindum, verður vefurinn innst í nefgöngunum næst heila þegar fiskurinn stækkar. Nýir vef- ir myndast um leið og nefgöngin stækka og lengjast, sem fiskurinn mettar jafnt og þétt þannig að efniseindir þess vatns sem fiskur- inn er i er í nýjustu vefjunum, sennilega fremst við nefgöngin. Þetta gerir fiskinum kleift að nema einn keim eða alla í senn. Þegar laxinn snýr við á göngu sinni um úthöfin er engu líkara en að hann vindi ofan af því efnis- mynstri sem hann byggði áður upp. Lfkingin er ef til vill ekki al- veg rétt því að efnisbankinn eyðist ekki, getur ef til vill dofnað, en laxinn virðist bæta það upp á leið- inni til baka, því þegar hann geng- ur í annað sinn í árnar er hann mun ákveðnari og öruggari. Að mínu mati byggist ratvísi laxins eingöngu á efniseindum þess vatns sem hann lifir í, og það er því óhugsandi annað en að hann rati í bernskuvatnið aftur. Aðeins tvennt getur komið í veg fyrir ratvísina, náttúruhamfarir, jarð- rask eða rangt uppeldi i eldis- stöðvum, eins konar „röng for- skrift". Ég get ekki sannað það sem ég llaukur Sveinbjarnarson „Slepping gönguseiða í ár og vatnasvæði hefur lítinn sem engan árang- ur í för með sér. Er það vegna þess að seiðin eru yfirleitt ekki alin upp í því vatni sem þau eiga að ganga í aftur. Þeim mun yngri sem seiðin eru þegar þeim er sleppt í framandi vatn, þeim mun meiri líkur eru á ratvísi þeirra." hef hér sett fram. Til þess hef ég ekki aðstöðu. En eins og ég minnt- ist á áður byggi ég á hegðun laxins og þeim athugunum sem ég hef gert með frumstæðum tækjum á vitum fisksins. Ef til vill hafa ein- hverjir aðrir komist að sömu eða réttari niðurstöðu sem þeir geta visindalega sannað, en það hefur þá farið fram hjá mér og þætti mér það miður. Það sem mér finnst skipta höfuðmáli er að rat- vísin er fyrir hendi og á henni vil ég byggja og taka meira tillit til en gert hefur verið til þessa. Dæmi um hegðun seiða og göngulaxa: Klekist seiðið út í læknum eða alist þar upp er það keimur þess vatns sem sest fyrst í minni fiskins. Siðar, við aukinn vöxt og þroska, færir fiskurinn sig til, t.d. í hliöarána fyrir neðan. Hvort sem keimskil vatnsins eru glögg eða ekki heldur fiskurinn sig lengi vel þeim megin sem og meðan bernskuvatnsins gætir. Hann venst umhverfinu, verður djarfari, fer hinum megin í annan vatns- keim og er venjulega hrakinn það- an, en sækir af sjálfsdáðum alltaf í bernskuvatnið aftur. Með bernskuvatnið í vitunum færist hann niður vatnasvæðið, keimur bernskuvatnsins dvínar og að lok- um fjarar hann út, fiskurinn hættir að nema hann einan. Fisk- urinn dvelur nógu lengi á hverjum stað til þess að nýtt efnislag bæt- ist við þau sem fyrir eru í efnis- neti hans, með nýjum vatnskeim. Bernskuvatnið er laxaseiðunum mjog mikilvægt, einskonar lífæð. Það veitir þeim öryggiskennd og áræði. Séu þau skyndilega flutt í framandi vatn eru þau fyrst í stað ráðvillt og eru misjafnlega lengi að jafna sig til að geta hafið ætis- leit. Lengst dvelja seiðin í bernskuvatninu, gegnum allar árstíðirnar, en síðan virðist dvölin styttast á hverjum stað, enda stækkar efnisnetið með fiskinum og styttri tíma tekur að metta það. Það virðist því bæði vera tíma- lengd (bragðefnismettun) og vöxt- ur (hæfni + þroski) sem ráða mestu um endurkomu seiðanna (laxins). Af þessum ástæðum er ekki rétt að hraða eldi um of. T.d. er hæpið að gönguseiði alin upp í keri á Húsavík skili sér í Miðfjarð- ará, eftir mánaðarveru þar og jafn- vel þótt þau væru þar lengur, vegna þess að forniinni fiskins er mettað öðrum efniseindum annars vatnskeims, minnið er á vissan hátt brenglað, forskriftin röng og hæfni í lágmarki. Hins vegar er hugsanlegt að þessi seiði (lax) skili sér neðst í viðkomandi á, en þar verða þau (þeir) áfram leit- andi eða ráðvillt(ir). Enn frekar um hegðun, til að renna stoðum undir það sem að framan er sagt: Þar sem tvær ár renna saman í eina eru seiðin sem ganga niður þeim megin í ánni er vatnskeims þeirra gætir. Þegar laxinn kemur til baka hagar hann sér nákvæm- lega eins. Hann þarf stundum að biða, oft svo vikum skiptir, áður en hann gengur í hliðarána og virðist því þurfa ákveðna mettun eða eitthvað nákvæmara en það sem fyrir er. Hann bíður flóðs eða breytinga ekki vegna vatnsmagns- ins, heldur vegna keimsins og gengur oft ekki fyrr en flóð eru afstaðin. Dæmi: Austurá og Vesturá sam- eina og mynda Miðfjarðará. Lax- inn gengur yfirleitt viðstoðulaust upp í Vesturá. í Austurá rennur Núpsá og laxinn bíður oft lengi við ármótin (Austurá/Vesturá). Sé keimur Núpsár lítill er næstum öruggt að Núpsárlaxinn bíður þar til keimurinn verður ákveðnari og sterkari, og fer þá saman sterkari keimur og meira vatn. NB: Þetta vatnasvæði, Miðfjarð- arársvæðið, er eitt hið ákjósan- legasta til rannsókna á göngufiski sem fyrir finnst. Þar renna þrjár ár saman í eina. Við það myndast 5 vatnasvæði og hugsanlega eru 6 laxastofnar á svæðinu. Fyrsti stofn gengur í Austurá, annar stofn í Núpsá, þriðji stofn í Aust- urá/Núpsá, fjórði stofn í vesturá, fimmti stofn í efri hluta Miðfjarð- arár og sennilega sá sjötti í neðri hluta Miðfjarðarár. Gönguseiði. Árangurs er aðeins að vænta ef seiðin eru alin upp í því vatni sem þau eiga að ganga aftur í. Til bóta er að sleppa þeim eins ofarlega í vatnasvæðið og hægt er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.