Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 24
24______ Brazilía: MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 Kjöri Neves fagnað um gjör- vallt landið Krasilíu, Brazilíu, 16. janúar. AP. TAN('REIK) Neves, sem á þriðjudag var kjörinn fyrsti borgaralegi forseti landsins í tvo áratugi, bað landa sína um hjálp til að gera Brazilíu að „fyrirmyndarríki". Hann kvað fyrsta verk sitt verða að kalla saman þing til að semja nýja stjórnarskrá. „Við skulum sameinast um þetta verkefni," sagði Neves við fagnandi mannfjölda, í ræðu sem hann flutti eftir að hann hafði verið kjörinn til að gegna forseta- embættinu næstu sex ár. Hefst kjörtímabil hans 15. mars nk. Neves, sem verið hefur borgar- fulltrúi, þingmaður, ríkisstjóri og forsætisráðherra, fékk 480 kjör- mannaatkvæði í þessu óbeina for- setakjöri, sem haldið var sam- kvæmt tilskipun herforingja- stjórnarinnar. Hinn frambjóðand- inn, Paulo Maluf, þingmaður úr flokki Jafnaðarmanna, fékk 180 atkvæði. Kosningaúrslitunum var fagnað víða um landið. Flugeldum var skotið á loft, bílflautur þeyttar og sambabumbur barðar. Skoðanakannanir hafa sýnt, að jafnvel þótt Brazilíumenn, sem eru um 134 milljónir talsins, hafi langað til að kjósa forsetann bein- Ummæli Time ærumeiðandi New Vork, 16. janúar. AP. KVIÐDÓMUR í New York kvað í dag upp þann úrskurð, að þau um- mæli í bandaríska vikuritinu Time, að Ariel Sharon; fyrrverandi varn- armálaráðherra Israels, hefði vísvit- andi látið hersveitir kristinna manna í Líbanon fremja fjöldamorð á óbreyttum Palestínumönnum árið 1982, væru ærumeiðandi. Niðurstaðan þykir sigur fyrir Sharon, en kviðdómurinn á þó enn eftir að taka afstöðu til þess hvort vikuritið hafi birt ummælin gegn betri vitund, eða hvort það hafi talið sig hafa fyrir þeim óyggjandi heimildir. um kosningum í blóra við vilja herforingjastjórnarinnar, nýtur kjör Neves stuðnings yfirgnæf- andi meirihluta þjóðarinnar. Veður víða um heim tægst Hasst Akureyri 3 léttskýjað Amsterdam -15 +5 skýjaó Aþena 3 10 skýjaó Barcelona 2 mistur. Berlín -13 -7 skýjaó Briissel -12 -9 heiöskirt Chicago +20 -10 skýjaó Dublin -3 3 snjókoma Feneyjar 0 frostregn Frankfurt -6 snjókoma Genf +9 -5 skýjað Helsinki -7 +6 skýjaó Hong Kong 14 17 skýjaó Jerúsalem 6 16 skýjaó Kaupm.höfn -4 -1 heióskírt Las Palmas 18 léttskýjað Lissabon 1 8 skýjaó London -6 -2 skýjaó Los Angeles 6 21 heióskirt Luxemborg 7 heióskirt Malaga 9 léttskýjaó Maltorka 7 skýjaó Miami 14 23 skýjað Montreal -23 -16heióskirt Moskva -10 -8 skýjaö New York +7 2 snjókoma Osló -10 +7 heióskírt París -13 -6 skýjað Peking -11 0 heióskírt Reykjavik 4 léttskýjaó Rio de Janeiro 19 32 skýjaó Rómaborg 3 18 rígning Stokkhólmur -8 -5 skýjað Sydney 21 28 skýjaó Tókýó 1 14 skýjaó Vinarborg +7 -8 heiðskírt Þórshöfn 4 súld Snjór og harðindi hrjá Suður-Texas Undanfarið hafa fannkyngi og harðindi hrjáð íbúa í Suður-Texas. Þessi mynd var tekin á hraðbraut við borgina San Antonio og sýnir vegartálma sem settir hafa verið upp til að koma í veg fyrir að ökumenn önuðu út í ófærðina. Þá var San Antonio-borg, sem vönust er sólskini og blíðu, hálflömuð eftir stórviðri sem gekk yfir og hafði ekki komið verra í heila öld. Kuldakastið í Evrópu: Neyðarástand á Norður-Ítalíu Mílanó, 16. janúar. AP. ÞÚSUNDIR hermanna voru kvaddir til að vinna að snjóruðningi á Ítalíu í dag, en síöustu daga hefur þar fallið mesti snjór í 40 ár. Hefur neyðarástandi verið lýst víðs vegar á Norður-Ítalíu. Snjór tók að falla í Mílanó og Tórínó á sunnudag og er nær ófært í borgunum tveimur í dag. Vörubílar komast hægt áfram á hraðbrautum á Norður Ítalíu og mikil röskun er á ferðum járn- brautarlesta, en af þeim sögum óttast menn matvæla- og olíuskort ef breytingar verða ekki á veðrinu. Aðeins þrjár lestir af hverjum 10 voru í ferðum til og frá Mílanó í dag og mikil seinkun er á áætlun þeirra. Snjókeðjur seldust upp í borginni og verð á ávöxtum og grænmeti hefur rokið upp úr öllu valdi vegna veðursins og tjóns á uppskeru í frostunum frá áramót- um. Mikil bílaþvaga myndaðist á hraðbrautinni milli Feneyja og Trieste við Bologna eftir árekstur á ísilögðum veginum, en fregnir fara ekki af manntjóni. Allir vegir yfir Dólómítafjöllin eru lokaðir vegna snjóa og í alpahéruðunum er mikil snjóflóðahætta þar sem 150 sentimetra djúpur nýfallinn snjór hefur hrannast upp, ofan á fastara snjólagi. Mörg fjallaþorp eru einangruð. Alþjóðaflugvellirn- ir í Mílanó, Linate og Malpensa voru lokaðir þriðja daginn í röð vegna fannfergis, en tekist hefur að opna að nýju flugvellina í Tór- ínó og Genúa. Tekið er að hlýna á Mið- og Suður-Ítalíu og var úrhellisrign- ing í Rómaborg í dag, en þar snjó- aði mikið í síðustu viku. Afganistan: Slökkviliðsmenn í Briissel berjast við elda í kjölfar gassprengingarinnar, sem þar varð í gær. Mikil sprenging í Brussel Brus-sel. 16. janúar. AP. ÞRIGGJA ára gamalt barn og kona létu lífið þegar sprenging af völdum gasleka varð í íbúð- arhverfi í norðausturhluta Brussel í nótt. Átta aðrir slösuð- ust, en enginn þeirra er í lífs- hættu. Fjögur íbúðarhús hrundu til grunna í sprengingunni og eldur kviknaði í tveimur öðr- um húsum. Miklar vetrarhörkur hafa að undanförnu verið í Belgíu og er talið að rekja megi gas- lekann til þeirra. Rússar viour- kenna liðhlaup Moskvu, 16. janúar. AP. SOVÉTMENN hafa nú í fyrsta sinn bandaríska utanríkisráðuneytið viðurkennt, að sovéskur hermaður gerði allt hvað það gæti til að hafi hlaupist undan mcrkjum í Afg- þvælast fyrir í því efni. anistan. Kemur þetta fram í grein, sem Tass-fréttastofan hefur sent frá sér, en hingað tii hefur því ávallt verið haldið fram, að liöhlauparnir hefðu fallið í hendur skæruliðum og verið neyddir til að biðja um hæli á Vesturlöndum. Mitterrand fer til Nýju í grein Tass er sagt frá tveimur mönnum, Nikolai Ryzhkov, sem er tvítugur að aldri og nú kominn aftur til Sovétríkjanna, og Alex- ander Voronov, sem býr í Banda- ríkjunum, en vill snúa heim að sögn Tass. Um Ryzhkov segir, að hans mál sé „alger undantekning“. Hlutskipti hermannsins hafi reynst honum ofraun og þess vegna hafi hann gengið skærulið- um á hönd og beðið þá að koma sér til Bandaríkjanna. Tass rekur síð- an raunir Ryzhkovs í Bandaríkj- unum en þar á hann að hafa verið leiksoppur bæði karla og kvenna, sem öll voru á snærum CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Að lokum hafi hann fengið sig full- saddan og snúið heim. Um Voronov sagði Tass, að hann vildi einnig snúa heim en Mitterrand fer til Nýju Kaledóníu París, 16. janúar. AP. FRANCOIS Mitterrand Frakk- landsforseti skýrði frá því í kvöld, að á morgun, fimmtudag, hyggðist hann fara til Nýju Ka- ledóníu í Suður-Kyrrahafi, til að sýna landsstjórninni þar stuðn- ing sinn. Miklar viðsjár hafa að und- anförnu verið á eynni, sem lýt- ur stjórn Frakka, og 20 manns látið lífið átökum andstæðra fylkinga. Deilt er um hvort eyjarskeggjar eigi að sam- þykkja tillögu frönsku stjórn- arinnar um sjálfstæði eyjar- innar í kosningum, sem verða í júlí, en sumum eyjarskeggja þykir hún ganga of skammt, öðrum að hún gangi of langt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.