Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985
53
Valur vann kærumálió
Víkingur meö ólöglegt liö
VALSMENN unnu kæru þá er þeir
settu fram á hendur handknatt-
leiksliði Víkings er þeir töldu að
Víkingar heföu leikiö með ólög-
legu liði gegn þeim í íslandsmót-
inu á dögunum. Dómstóll HSÍ
kvað í gær upp þann úrskurð að
Svavar Magnússon væri ekki lög-
legur með liði Víkings þar sem
ekki heföi veriö staðið rétt að fé-
lagaskiptum hans. Stjórn HSÍ var
vítt fyrir afskipti af málinu, en
hún haföi gefið út leikheimild
fyrir Svavar með Víkingi, og jafn-
framt veitt rangar upplýsingar.
Leikurinn gegn Val sem Víkingar
unnu var því dæmdur þeim
tapaður og Valsmenn fá bæði
stigin.
Þetta er aö sjálfsögöu bagalegt
fyrir Víkinga þar sem liöin taka
stigin meö sér áfram í úrslita-
keppnina í vor. Að sögn Halls
Hallssonar munu Vikingar áfrýja
dómnum til dómstóls ÍSÍ sem er
æösti íþróttadómstóll í landinu.
Svavar Magnússon er dæmdur
ólöglegur og má ekkert leika meö
Víkingum á keppnistímabilinu. ÞR
UBK réð ekki við
KR-inga í gærkvöldi
KR-INGAR sigruöu Breiöablik í
gærkvöldi með 22 mörkum gegn
18 í 1. deildínni í handknattleik. f
hálfleik var staðan 10—9 fyrir KR.
Tölurnar í leiknum segja ekki allt
því að Breiðabliksmenn áttu sex
stangarskot í leiknum og eitt víti
fór forgörðum. Heppnin lék því
UBK
KR
18:22
Morgunblaðið/Bjami
• Eövarð Þ. Eðvarðsson sem hér sést á fullri ferð veröur meðal kepp-
enda á „Colden Cup“ mótinu í Frakklandi.
Þrír sundmenn keppa á
„Golden Cup“ í Strasbourg
í GÆRDAG, 16. janúar, héldu til
Strasbourg í Frakklandi þrír
keppendur og einn fararstjóri á
vegum SSÍ til að taka þátt í hinu
árlega Golden Cup-móti sem nú
fer fram í þriðja sinn. Aqua-sport,
umboðsaðili Golden Cup á ís-
landi, og Golden Cup buðu SSÍ
að senda þrjá keppendur og
fararstjóra SSÍ algjörlega að
STJÓRN Iþróttasambands fatl-
aöra heldur útbreiðslufund fyrir
Austfirði til kynningar á íþróttum
fatlaöra og annarri starfsemi IF á
Egilsstöðum laugaraginn 19.
janúar. Útbreiðslufundur þessi er
haldinn í samráöi viö UIA, sem
annast hefur kynningu og undir-
búning fundar þessa á Austfjörð-
um.
Á fundinum veröur farið yfir
flestar þær íþróttagreinar sem fötl-
uðum stendur til boöa aö stunda,
ásamt fyrirlestrum um gildi íþrótta
fyrir fatlaö fólk.
Vonast stjórn ÍF til þess aö
kostnaðarlausu. í framhaldi af
boði þessu ákvað SSÍ aö eftir-
taldir sundmenn færu á mótiö:
Eövarö Þ. Eövarösson, Ragnheið-
ur Runólfsdóttir og Ragnar
Guðmundsson sem keppendur
en fararstjóri og þjálfari veröur
Hafþór B. Guömundsson.
Golden Cup-mótiö fer fram dag-
fundurinn veröi til aö efla skilning
fólks á nauðsyn íþrótta fyrir fatlaöa
og veröi e.t.v. til þess aö aöildar-
félögum þess fjölgi. Fólk þaö er
áhuga hefur á málefni þessu er því
hvatt til aö koma á fundinn.
Laugardagur 19/1
Kl. 17.00—19.00. Eiðum.
Sund: Edda Bargmann.
Borðtannis: Guðnin Hallgrimadðttir og Bald-
ur Guðnaaon.
Þair aðilar sam t.h. ÍF halda útbraiðslutund
þannan varða: Ólatur Jansson. tormaður ÍF,
Guðrún HaNgrímadóttir, rítarí, Ólatur Magn-
ússon, framkvasmdasttðri, Bsldur Guðnason,
ÍFR, ksppandi é ÓL i Stoka Mandavilla. Edda
Bargmann, ÍFR, ksppandi á OL i Stoka
sa---s-
RNarNWVIIW.
ana 18.—20. janúar í Strasbourg
og er þetta mjög sterkt alþjóölegt
mót sem í taka þátt keppendur frá
flestum Evrópuþjóöunum, Banda-
ríkjunum, Kina og víðar. Golden
Cup treöur nokkuö nýjar leiöir í
mótshaldi til aö gera mótin enn
skemmtilegri fyrir áhorfendur, t.d.
meö skemmtidýfingum (trúöa-
dýfingar), listsundi og skemmtiat-
varður um kl. 16.00 töstudaginn 1». janúar.
Föstudagur 18/1
Kl. 20.00. Ótormlagur fundur msð formðnn-
um hinna ýmau télaga og télagaaamtaka.
Laugardagur 19/1
Kl. 10.00—12.00. Hótal ValaskiéH.
Inngangur: Startaami ÍF. Ólatur Janason.
GHdi íþrótta lyrir þé sam fatlaðir sru: Baldur
Guðnason, Edda Bargmann, Guðrún Hall-
grímsdóttir.
Kvikmynd: Boltinn ar þinn.
Hvað hafa íþróttir lattaðra gart tyrir mig:
Baktur Guðnaaon, Edda Borgmann.
Kl. 14.00—17.00 Varklsgt i aal; iþróttahúsið
Egilsstððum.
Boccia: Edda Bargmann.
Lyftingan Baldur Guðnason.
Friélaar íþróttir: Baldur Guðnason og Guðrún
Hallgrímédóttir.
riöum. Einnig hafa þeir lúörasveit
og hvatningarkóra til aö stjórna
hvatningaröskrum áhorfenda. Og
þess má geta aö uppselt var í höll-
ina siöastliöin ár á úrslitasundin en
höllin tekur um 2.000 áhorfendur í
sæti.
Sundsamband islands er þakk-
látt ofangreindum fyrirtækjum fyrir
boö þetta þar sem keppendurnir
fá þarna enn eitt tækifæriö til aö
spreyta sig og hentar þetta mót
einnig vel sem undirbúningur undir
Evrópumeistaramótiö i ár og 1987
þar sem Evrópumeistaramótið
1987 veröur haldiö í sömu laug.
Einnig má geta þess aö Golden
Cup hefur tekiö upp keppni í 1000
m skriðsundi, „Hinn gullni kíló-
metri", en ekki hefur veriö keppt í
þeirri grein til fjölda ára. Á þessu
ári kemur á markað í fyrsta sinn
íþróttafatnaöur frá Golden Cup hér
á Islandi en Golden Cup-íþrótta-
fatnaöur er framleiddur af Triumph
International sem er þekkt fyrir
framleiðslu á fatnaöi um allan
heim.
Mótinu veröur sjónvarpað beint
í Frakklandi.
ekki viö þá aó þessu sinni.
Björgvin Björgvinsson stjórnaói
liði UBK í leiknum í gær og var
þaó hans fyrsti leikur meó lióinu.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn og
spennandi og jafnt á flestum tölum
uppi 9—9, en KR átti síöasta
markiö í hálfleiknum. Varnir
beggja liða voru góöar og mikil
harka var í varnarleiknum.
I síöari hálfleik byrjuöu KR-ingar
vel og komust í 14—10 og síöan
hélst munurinn út leikinn. Leikur
beggja liöa var nokkuö góöur.
Bestu menn í liöi Breiöabliks
voru Kristján Halldórsson og Björn
Jónsson. Andrés Bridde lék sinn
fyrsta leik meö liöi UBK. Hinir mjög
svo hávöxnu leikmenn UBK voru
full ragir viö aö skjóta þeir heföu
mátt gera meira af því. Guömund-
ur í marki UBK varöi 10 skot og
stóö sig vel.
I liði KR var Jakob Jónsson
bestur. Þá áttu Ólafur Lárusson og
Jens Einarsson góöan leik. Jens
varöi 13 skot í leiknum.
Mörk UBK: Kristján Halldórsson
6 (1v), Björn Jónsson 5 (2v), Aðal-
steinn Jónsson 3, Brynjar Björns-
son 2, Jón Þ. Jónsson 1 og Andrés
Bridde 1.
Mörk KR: Jakob Jónsson 8, Páll
Björgvinsson 4, Ólafur Lárusson 4,
Haukur Geirmundsson 4 (1v) og
Jóhannes Stefánsson 2.
Dómarar voru Óli Olsen og
Gunnlaugur Hjálmarsson og
dæmdu þeir vel en voru full
strangir á brottrekstur í leiknum.
Leikmenn þurftu að hvila sig í 28
minútur. 14 mínútur í hvoru liöi.
VJ/ÞR
Kynning á íþróttum fatlaðra
AssHéður komutími hópsins tíl Egilsstéðs
18. og 19. þáttur
á Myndbandaleigur í dag
Einkaumboó
á íslandi
STIG hf.
Dreifing
sUínorhf