Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 Umfangsmiklar boranir eftir olíu á Bretlandi NÝ'ÍT olíuæði er um það bil að skella á í Bretlandi — að þessu sinni á landi. Hafa olíufélög hafið undirbúning að miklum borunum í leit að auðugum olíusvæðum og ekki færri en 84 aðilar hafa fengið leyfi til olíuleitar. Úthlutun á leyfum til að vinna olíu fer svo fram síðar á þessu ári. BP (British Petroleum) áform- ar að bora á 60 stöðum á ári næstu fjögur ár. Á árinu 1983 var borað á aðeins 21 stað alls í Englandi. Um helmingi alls Englands hefur verið skipt í stór ferhyrnd svæði til olíu- og gas- leitar og leit er einnig hafin á nokkrum stoðum í Skotlandi. Árið .1973 fannst olía nálægt Wareham í Dorset. Þar eru nú unnar 4500 tunnur á dag og BP hefur þegar byrjað vinnslu á öðru svæði í grenndinni, sem er svo oliuauðugt, að líkja má því við stóru olíusvæðin í Norðursjó. Olíuleitin á landi fer nú aðal- lega fram á svokölluðu „Gullna belti" milli Dorset og Kent og á svæðinu milli Leicestershire og Yorkshire, þar sem þegar hafa fundizt talsverðar oliulindir. Enda þótt olíufundirnir séu ekki eins miklir og í Norðursjó, þá er allt að því 20 sinnum ódýrara að vinna þessa olíu. Hagnaður af olíuvinnslunni á þessu svæði verður því að líkindum verulegur og áhugi olíufélaganna á svæð- inu að sama skapi mikill. En olíuleitin hefur ekki haft í för með sér eintóman ávinning. Margir ibúar á olíuleitarsvæðun- um óttast hávaða og mengun af olíuborununum og olíuvinnsl- unni siðar og þvi hafa mikil mót- mæli komið upp, einkum í suður- hluta Englands. Sumir halda þvi fram, að þar verði senn umhorfs eins og í Texas, þar sem olíu- borturnarnir þeki landið eins og skógar. Neil Macfarlane, ráðherra sá í brezku stjórninni, sem fer með þessi mál, vísar þessum staðhæf- ingum hins vegar alfarið á bug og segir, að fyllstu varkárni verði gætt til verndar umhverf- inu. Jafnframt leggur hann áherzlu á mikilvægi þess að vita, hve mikil olía kunni að vera þarna og hvernig unnt sé að vinna hana. Slíkt geti haft geysi- mikla þýðingu fyrir efnahag Bretlands á næstu áratugum. Bondi í Lincolnshire plægir akur sinn í skugganum af olfuturni. Á kortinu sést, hvar helztu olíusvæðin liggja. Eins og sjá má, þá eru þessi nýju olíusvæði á landi en ekki sjó, en fyrri olíufundir í Bretlandi hafa að mestu leyti takmarkast við Norðursjó. Tveir far- ast í spreng- ingu á olíu- borpalli Loiidon, 16. janúar. AP. SPRENGING varð á olíuhorpall- inum Glomar Arctic II í Norður- sjónum í morgun. Tveir menn lét- ust og tveir slösuðust. Sprenging- in varð í dælustöð horpallsins, en þar voru mennirnir fjórir að störf- um. Borpallurinn var við tilrauna- boranir á svokölluðum Jóhönn- uflekki, sem er miðja vegu milli Bretlands og Noregs. Eldur kom upp í kjölfar sprengingarinnar en tekist hefur að ráða niður- lögum hans og er pallurinn ekki í hættu. Starfsemi var þó hætt um stundarsakir og 43 af 84 starfsmönnum fluttir til annars borpalls, Glomar Arctic I, í 6 km fjarlægð. Glomar Arctic II er í eigu bandaríska olíufyrirtækisins Phillips Petroleum. Mannskæðasta slys á olíu- borpalli varð er Alexander I. Kielland pallinum, sem Phillips rak, hvolfdi á Ekofisk svæðinu við Noregsstrendur i óveðri í marzlok 1980. Fórust þá 123 menn. Kambódía: Óbreyttir ar hneppt Bangkok, Tailandi, 16. janúar. Al' Víetnamski herinn heldur um 100.000 kambódískum borgur- um í ánauð nálægt landamærum Tailands, þar sem fólkið er látið vinna við vegagerð og lagfæringu á girðingum. Eru framkvæmdir þessar liður í hernaðaraðgerðum Víetnama gegn skæruliðum í Kambódíu, að því er heimildir í andspyrnuhópi þeim er styður Norodom Sihanouk fursta, fyrr- um þjóðhöfðingja landsins, hermdu. Kváðu heimildirnar margt barna í hópi hinna ánauðugu, og fjölskyldur sem ekki gætu lagt til vinnuafl yrðu að bjarga sér á mútum. Þeir sem ekki vildu vinna með Víetnömum væru teknir höndum og líflátn- ir. Að sögn heimilda í Tailandi, bar víetnamskt herlið í dag eld að brú á landamærum Kamb- Fjöldagröf finnst í Perú AfMOKbo, Perú, 16. JMnúnr. AP. FUNDIST hefur ný fjöldagröf með 29 sundurskotnum líkum á svæði, þar sem skæruliðar hafa látið til skarar skríða, að sögn ríkissaksókn- ara. Fjöldagröfin fannst í gær. Hinir látnu voru með hendur bundnar aftur fyrir bak og voru á líkunum áverkar er bentu til pyntinga. Fjöldagröfin fannst á sömu slóðum í Andesfjöllunum í sunn- anverðri Mið-Perú og gröf með 50 líkum fannst í ágúst sl. Grunur leikur á að þar hafi stjórnarher- menn verið að verki. Saksóknara hafa borist á annað þúsund kvart- anir frá ættingjum manna, sem týnst hafa í tengslum við fjögurra ára átök stjórnarhersins og skæruliða. borgar- ir í ánauð ódiu og Tailands og gerði skot- árásir á aðsetur skæruliða í því skyni að koma í veg fyrir að þeir næðu aftur á sitt vald búðum sem þeir höfðu misst. Uppþot vegna benzín- hækkunar Kingston, Jamaíku, 16. janúar. AP. UPPÞOT urðu í kjölfar umfangs- mikilla mótmælaaðgerða þús- unda manna, sem mótmældu óvæntri stórhækkun á benzíni og gasi. Vitað er um þrjú dauðsfölí tengd óeirðunum. Reistir voru vegtálmar og flestum helztu vegum landsins lokað. Kveikt var í hrúgum af hjólbörðum. Loka varð skólum og opinberum skrifstofum vegna ástandsins. Flugsam- göngur lögðust niður. Binnig var ferðum járnbrautarlesta aflýst þar sem rusli var fleygt á járnbrautarteina víðs vegar um land. Að sögn logreglu var allt varnar- og lögreglulið landsins sent á götur út til að halda aft- ur af óeirðaseggjum. Beitt var táragasi til að dreifa hundruð- um manna, sem marséruðu að húsi forsætisráðherra, Edward Seaga, árla á þriðjudag. Henti fólkið brennandi drasli inn á lóð bústaðarins. Lögregla skaut til bana mann, sem sagður var hafa skotið á lögreglusveit frá veg- tálma. Tveir aðrir féllu fyrir byssukúlum, annar í Kingston og hinn í Maypen, en ekki er vitað hverjir banamenn þeirra eru. Embættiseiðurinn svarinn Fyrir nokkrum dögum sóru forsetar og aðrir embættismenn nýkjörins þings í Nicaragua embættiseiða sína og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Ystur til vinstrí er Carlos Nunez, forseti þingsins, þá Leticia Herrera, varaforseti, Clemente Guido, varaforseti, Mauricio Diaz, varaforseti og Rafael Solis ritari. Noregur: PLO fær ekki að reka upplýsingaskrifstofu Ósló, 16. janúar. Al\ FRELSISSAMTÖK Palestínumanna, PLO, fá ekki að koma á fót og reka upplýsingaskrifstofu í Noregi. í gær ákvað dómsmálaráðuneytið að verða ekki við umsókn Abdul Rahman Alawi um dvalarleyfi og leyfi til að starf- rækja slíka skrifstofu. Mona Rökke, dómsmálaráð- herra (Hægri flokknum), sagði að málið hefði verið rætt í rfkis- stjórninni og utanríkisráðuneyt- inu. Kvað hún ákvörðunina hafa verið tekna á breiðum pólitískum grundvelli. Mona Rökke lagði áherslu á, að Alawi lægi alls ekki undir grun um að vera hryðjuverkamaður eða hafa aðhafst nokkuð ólöglegt í Vestur-Þýskalandi, þar sem hann býr nú. Hún kvað ráðuneytið hafa kannað hvernig farið hefði í öðr- um löndum, þar sem PLO hefði sett á fót upplýsingaskrifstofur, og væri reynslan af starfseminni alls ekki neikvæð alls staðar, en sums staðar hefðu PLO-fulltrú- arnir orðið að fá lögregluvernd. „Þess vegna var einnig tekið tillit til öryggissjónarmiða, þegar gert var út um málið," sagði dóms- málaráðherrann. Ákvörðunin hefur mætt harðri gagnrýni frá vinstri flokkunum, þar á meðal Verkamannaflokkn- um. Þá halda norsk-palestínsk vináttusamtök því fram, að það sé algjör hneisa að beiðninni skuli hafa verið hafnað. Hart hefur verið deilt um það mánuðum saman, hvort veita bæri PLO leyfi til að reka upplýs- ingaskrifstofu. Gyðingar í Noregi og norsk-ísralesk vináttusamtök halda því fram, að PLO hafi stundað og stundi enn hryðju- verkastarfsemi, og þess vegna eigi ekki að leyfa neina starfsemi á þeirra vegum í Noregi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.