Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 29 mmmmmm<uM^ L-2r: inni röð kera og verða skálarnir samhliða þeim tveimur skálum, sem fyrir eru, nánar til- Morgunblaðið/RAX. lelming: ir tæpar 5000 idi gengi „Nei, Straumsvíkursvæðið getur borið tvöfalt stærri verksmiðju en nú er, eða 176.000 árstonna verk- smiðju. Eg tel liklegt að eftir 1990 verði farið að huga að því að staekka verksmiðjuna um önnur 44.000 árstonn og þar með fullnýta Straumsvík til álframleiðslu." Verður vinnsluaðferðin í nýju kerskálunum eitthvað frábrugðin því sem nú er í Straumsvík? „Nei, þar verður notuð sama að- ferðin og notuð hefur verið síðan 1886, er Bandaríkjamaðurinn Hall og Frakkinn Héroult fundu út, hvor í sínu lagi, að framleiða má ál með því að leysa upp súrál í bráðnu krýolíti, sundra síðan súr- álinu með rafgreiningu. Hins veg- ar verður framleiðslan hagkvæm- ari en nú, því að ráðgert er að nota 180 kA ker, þ.e.a.s. 80% stærri ker en þau sem notuð eru í dag og orkunotkun á kíló af áli verður um 13 kW á móti 15 kW nú. í stuttu máli má segja, að notuð verði nýj- asta tækni, þ.e. níunda áratugar- ins, en núverandi búnaður er í raun byggður á tækni þessa sjötta og sjöunda." Hve mikla viðbótarorku þarf ÍSAL að kaupa af Landsvkrikjun eft- ir fyrirhugða stækkun? „Áætlað er að ÍSAL þurfi að kaupa viðbótarorku á bilinu 600—700 gígawattstundir á ári (1 GWst = 1 milljón kílówattstundir). Á þessu stigi er auðvitað ómögu- legt ;ið segja til um á hvaða verði sú orka verður keypt, en ef við tniðum við orkuverðið sem ÍSAL greiðir í dag, um U millidali fyrir hverja kílówattstund (1 millidalur = einn þúsundasti úr Bandaríkja- dal) 350 ári. er hér um að ræða tæplega milljónir islenzkra króna á Hve margir eru starfsmenn ÍSAL nú og hve margir verða þeir eftir sUekkunina? „Starfsmenn ÍSAL eru nú um 600 talsins, en ársstörf eru um 650. Stækkunin krefst u.þ.b. 230 starfsmanna í viðbót þannig að þeir verða um 880 eftir að hún er komin í gagnið, en hluti þeirra vinnur eingöngu við afleysingar. Síðastliðið sumar voru t.d. um 120 afleysingamenn. Þá er ógetið þess mikla fjölda, sem hafa mun atvinnu af bygg- ingarframkvæmdunum bæði í Straumsvík og við Blönduvirkjun, en stækkunin í Straumsvík er for- senda fyrir virkjun Blöndu." StarfsmannafjöMi ÍSAL segir ekki alla söguna, því reiknað hefur verið út að hvert eitt starf í fram- leiðslu- og útflutningsiðnaði skapi lífsviðurværi fyrir allmarga fleiri. Hve margir hafa lífsviðurværi sitt af fSAL? „í grein, sem dr. Ágúst Valfells, núverandi formaður Verkfræð- ingafélags íslands, ritaði í Morg- unblaðið í júlí 1978 kemur fram, að fyrir hvern einstakling, sem starfar að grundvallarfram- leiðslustörfum, myndast atvinna fyrir aðra í ýmsum greinum. Að meðtöldum mökum og börnum allra aðila myndar grundvallar- starfið lífsafkomu fyrir sex ein- staklinga. Miðað við þetta er end- anleg tala þeirra sem af iðnaðin- um lifa sjöföld tala þeirra sem við hann vinna. Samkvæmt þessu hafa nú í það minnsta 4.550 manns lífsviðurværi af ÍSAL og um 6.200 manns eftir stækkunina. Til að undirstrika þetta enn betur má benda á, að frá því álverið tók til starfa árið 1969 hafa launagreiðsl- ur ÍSAL numið 145 milljónum Bandaríkjadala eða 5.933 milljón- um íslenzkra króna miðað við gengi nú." Hver hafa áhrif ÍSAL verið á þjóð- arbúið þau rúmlega 15 ár, sem ilver- ið hefur starfað í Straumsvík? „Frá upphafi hefur rúmlega Íriðjungur af öllum sölutekjum SAL runnið til íslenzka þjóðar- búsins. Alls eru þetta um 371 milljón Bandaríkjadala eða jafn- virði 15,2 milljarða króna á gengi um áramótin. Til samanburðar má nefna að fjárlög íslenzka ríkisins fyrir árið 1985 nema 25,3 milljörð- um króna. Af þessari upphæð eru launa- greiðslur 5.933 milljónir króna, sem fyrr segir, greiðslur fyrir orku 3.360 milljónir, framleiðslu- skattur 794 milljónir, annar inn- lendur rekstrarkostnaður 3.646 milljónir og fjárfestingarkostnað- ur, greiddur innlendum aðilum, 1.436 milljónir króna. Hlutdeild áls í heildarútflutn- ingi iðnaðarvara var að meðaltali 58,3% árin 1977-1983. Árið 1983 var hlutfallið 60,0%. Hlutdeild áls i heildarútflutningi landsmanna hefur verið að meðaltali 13% á sama árabili. Þegar hlutdeildar- tolurnar eru hæstar er verið að selja uppsafnaðar birgðir. Bygging álversins og hafnarinn- ar í Straumsvík, svo og bygging Búrfellsvirkjunar og tengdra mannvirkja bættu verulega at- vinnuástandið i landinu á kreppu- árunum 1967—1970. Fjöldi mann- ára við byggingu ofangreindra mannvirkja var um 4.300, en frá Pann 7 nóvember náóisl sa merki alangi. að 1 mill/on tonna at ati noldu venð tramleidd i Straumsvik ril að gera ser grein fynr umfangi þessarar tramleidslu ma hugsa ser hana i ems ronna hlerfabuntum Sé byggður pyramidi ur mill/ón stikum búntum. yröi hann 123 m har og 1.5 hektan að grunnfleti Til samanburðar má netna aó hraelnageymarnir 3 fynr 110 000 tonn al surati eru 50 m hair og Keops pyramidinn i Egyptalandi er nú 137 m hár Sa pyramiói var hms vegar 146.5 m har nyreistur og 5.3 hektarar að grunnfleti Hundrað þusund manns byggðu hann a 20 arum ur 2 3 mill/onum sleina sem voru hver 2.5 tonn al pyngd ISAL parf þvi að tramleiða 3 millfónir tonna i viðbót tit að na stgerð Keops-pyramidans Bftir tynrhugaða stækkun átversins a næstu árum verður þaó væntanlega tlfottega upp ur næstu aldamútum A myndmni hér fynr olan hetur teiknannn sert hraefnageymana innan i alpyramidann Alls hefur þurft að fytla þá 18 sinnum og rumtak surálsins er ialnl 3 alpyramidum því að rekstur verksmiðjunnar hófst og til ársloka 1984 hafa um 9.600 mannár verið unnin hjá ÍSAL." Nú hafa áhrifin verið mest á Hafnarfjörð eins og gefur að skilja. Hefur þú upplýsingar þar að lút- andi? „Þegar byggingarframkvæmdir hófust í Straumsvík árið 1967 var fjárhagsstaða Hafnarfjarðarbæj- ar mjög slæm. Atvinnuleysi var í bænum og ýmis útgerðarfyrirtæki höfðu annað hvort stoðvazt eða voru að því komin. Atvinna við byggingarframkvæmdir í Straumsvík, bæði verksmiðjuna og höfnina, létti því undir hjá mörgum heimilum í Hafnarfirði og jók tekjur bæjarins. Frá því ál- verið hóf rekstur sinn hefur fjöldi Hafnfirðinga starfað bæði hjá ÍSAL og ýmsum þjónustufyrir- tækjum, sem ÍSAL skiptir við. Á síðustu árum hefur um helmingur starfsmanna ÍSAL verið búsettur í Hafnarfirði og voru útsvars- greiðslur þeirra um 11 milljónir króna á árinu 1984. Á síðustu árum hefur hvergi á landinu orðið meiri fólksfjölgun en í Hafnarfirði. íbúum í bænum hefur fjölgað úr 9.300 manns 1. desember 1968 í 12.700 manns 1. desember 1983, eða um 36% á 15 ára tímabili. Mikil fjölgun at- vinnutækifæri er forsenda fyrir slíkri þróun og skal fullyrt að ÍSAL eigi þar drýgstan hlut að máli. Á sama tímabili var fjölgun íbúa í Reykjavík aðeins tæplega 8%. Höfnin í Straumsvik er eign Hafnarfjarðarbæjar, en endanleg- ur byggingarkostnaður hennar var um 30,4 milljónir svissneskra franka eða um 480 milljónir króna á núverandi gengi. Þessa upphæð hefur ÍSAL nú greitt að fullu. Á móti kemur hins vegar, að ÍSAL er undanþegið vörugjöldum af inn- og útflutningi á þess vegum, sem fer um höfnina í Straumsvík, en skipagjöld renna óskipt til Hafnarfjarðarbæjar, svo og vöru- gjöld þegar Hafnarfjarðarhöfn er notuð vegna þess að önnur skip til íSAL eru í Straumsvíkurhöfn. Framleiðslugjaldsgreiðslur ÍSAL hafa frá upphafi numið um 19,4 milljónum Bandaríkjadala og hef- ur verulegur hluti þeirrar upp- hæðar, þ.e. 6,6 milljónir, eða 260 miUjónir íslenzkra króna, runnið til Hafnarfjarðarbæjar. Auk þess hefur fSAL greitt sérstök gatna- gerðargjöld án þess að Hafnar- fjarðarbær hafi þurft að kosta slíkar framkvæmdir á svæði ÍSAL." Liggur fyrir hver afkoma fSAL var áriðl984? „Áætlað er, að rekstur fSAL fyrir árið 1984 hafi verið á þessa leið: Alframleiðslan nam 82.300 tonnum, sú mesta frá upphafi. Ál- salan var 78.789 tonn. Vergar sölu- tekjur námu 3.558 milljónum ís- lenzkra króna, tap fyrir skatt 17 milljónum, framleiðslugjald 173,0 milljónum, en framleiðslugjaldið innifelur 121,6 milljónir króna, sem er jafnvirði 3 milljóna Banda- ríkjadala, sem samið var um að greiða sem sáttafé í samningi rík- isstjórnarinnar og Alusuisse frá því í nóvember 1984. Áætlað tap eftir skatt er 190 milljónir króna og fjárstreymi 319 milljónir króna," sagði Ragnar S. Hall- dórsson, forstjóri ÍSAL, að lokum. - SS. A úrunum 1979—82 var aettur npp fullkominn íreiasibúnaður í úlverinu iiúverandi ;»engi. Kerunum var oKað og jijónusta við |iau er nú Oölvustfrð betra í' kerskálunum þegar kerunum var fcokað. og var [lostnaður Í0 aúlljónir dollara eða um Í600 oilljónir islemkra króM u , Af myndunum iveimur má fTeinilega ajá |iá miklu 1 wevtingu, sem varð í.il lilne
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.