Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 Búvörur hækkuðu mun meira en laun LAUN hafa hækkað innan við helm- ingi minna en verð landbúnaðarvara síðustu 12 mánuði. Vísitala kaup- taxta hefur hækkað um tæp 23% frá því 1. mars í fyrra, en búvörur á bilinu 40—63% eins og fram hefur komið í Mbl. 1. mars 1984 var vísitala kaup- taxta, sem mælir almennar verð- hækkanir, 386,54 stig, en í dag er hún 475,30 stig. Hefur hún því hækkað um tæp 23%. Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði frá febrúar 1984 til febrúar í ár um 26,4%. Smásöluverð þeirra land- búnaðarvara sem sexmannanefnd reiknar út hefur hinsvegar hækk- að á bilinu 40 til 63% frá 1. mars í fyrra. Mjólk hefur til dæmis hækkað um 53% og dilkakjöt um 44%. Verðlagsgrundvöllur land- búnaðarvara, þ.e. það verð sem bændur fá greitt fyrir afurðir sín- „Talsmaður kommúnista- flokka á Norðurlöndum“ ar, hefur ekki hækkað í takt við smásöluverð varanna. Grundvöll- urinn hefur hækkað um 31% á þessu tímabili en launaliður bónd- ans í grundvellinum örlítið meira, eða um rúm 32%. Mismunurinn á hækkun grund- vallarins er annars vegar vegna lægri niðurgreiðslna á landbúnað- arvörum en hins vegar vegna meiri hækkunar á vinnslukostnaði og álagningu en nemur hækkun á búvöruverði til bænda. Niður- greiðslur sumra vörutegunda hafa staðið í stað að krónutölu en lækk- að verulega eða verið afnumdar af öðrum. Fyrir ári var mjólkurlítr- inn t.d. niðurgreiddur um 4,51 kr. en nú er niðurgreiðslan 2,60 kr. INNLENT MorgunblaðiS/Öl.K.M. Forsætisráðherrar Norðurlanda í gær. Frá vinstri: Olof Palme Svíþjóð, Steingrímur. Kalevi Sorsa Finnlandi, Káre Willoch Noregi og Poul Schlúter Danmörku. Forsœtisráðherrar á fundi Forsætisráðherrar Norðurlanda hittust á fundi í Ráðherrabústaðnum í gær. Á fundinum voru ræddar sameiginlegar aðgerðir þeirra gegn súru regni, en Steingrímur Hermannsson hafði í janúar síðastliðnum sent Margaret Thatcher erindi, þar sem kvartað var undan mengun frá Bretlandi. Thatcher svaraði því til að slíkt kæmi ekki frá Bretlandi. Við þetta svar var ákveðið að þeir hefðu ekki frekari orðastað við Breta um þetta mál, en mynduðu samtök með Bandaríkjastjórn um að minnka sýrustig regns um 30% fram til 1993 og að ná um það sem víðtækastri samvinnu. Bretar telja sig þegar vera búna að gera verulegt átak í þessum málum. Þá var rætt um Tardovsky-málið og Deli-málið sem ráðherrarnir töldu hvorugt efni til að hefja sameiginlega aðgerðir í. Þórður Ásgeirsson forstjóri OLÍS: Gert að gefa útgerðinni nokkra tugi milljóna — í formi vaxtaafsláttar vegna skuldbreytingarinnar ÞAÐ vakti nokkra athygli á þingi Norðurlandaráðs í gær, þegar Páll Pétursson, forseti ráðsins, kynnti Guðrúnu Helgadóttur sem sér- stakan talsmann vinstri sósíalista og kommúnistaflokka á Norður- löndum á þinginu. Guðrún sagði í samtaii við Mbl. að hún ætti erfitt með að henda reiður á hvaða eða hvers konar flokkar þetta væru. „Ég er andvíg því að skipta mönnum upp í hópa eftir óskýrum flokkslínum,“ sagði Guðrún. Morgunblaðið sneri sér til Svav- ars Gestssonar, formanns Alþýðu- bandalagsins og spurði hann hvort komin væri fram ný skilgreining á Alþýðubandalaginu, í ljósi kynn- ingar Páls Péturssonar á Guð- rúnu. „Svarið við þeirri spurningu er nei,“ sagði Svavar, „það væri nær að spyrja Pál Pétursson hvers vegna hann kynnti þingmann Al- þýðubandalagsins á þessa leið. Á því kann ég ekki skýringu." Sjá nánar bls. 58. „VIÐ vorum með skuldbreyt- ingunni látnir gefa útgerð- inni nokkra tugi milljóna í formi vaxtaafsláttar. Við fáum það aldrei aftur og njót- um einskis vaxtaafsláttar á móti. Skuldbreytingin kostar sitt og vindur upp á sig. Olíu- félögin hafa ekki bolmagn til þess að taka þetta á sig nema þeim verði ieyft að afla tekna á móti,“ sagði Þórður Ás- geirsson, forstjóri OLÍS, í samtali við Morgunblaðið. „Það liggur ekkert fyrir um þetta í raun og veru annað en það, að bankarnir okkar hafa neitað að taka þetta á sig að ein- hverju leyti. Eg held að þó sé einhver athugun á því í gangi að við fáum fyrirgreiðslu þar á móti, hugsanlega einhvers konar skuldbreytingu. Þetta er varla á umræðustigi enn sem komið er, en það er verið að kanna hina ýmsu fleti málsins. Það er alveg óljóst hvort þetta þarf að fara út í verðlagið. Við hefðbundna verðútreikninga er farið eftir ákveðinni aðferð, en þar er ekki gert ráð fyrir neinu svona. Ef við eigum að geta stað- ið undir þessum fjárgjöfum, verðum við að eiga möguleika á að minnsta kosti nægum hagnaði til að mæta vaxtaafslættinum og kostnaðinum við skuldbreyting- una,“ sagði Þórður Ásgeirsson. Borgarnes: Helgarsölu Shellstöðvar stolið í FYRRINÓTT var brotist inn í sölu- skála Olíufélagsins Skeljungs við Brúartorg í Borgarnesi og þaðan stolið yfir 200 þúsund krónum. Einn- ig voru unnar nokkrar skemmdir á söluskálanum við innbrotið. Að sögn lögreglumanns í Borgarnesi er þetU mesU innbrot í Borgarnesi í mörg ár, a.m.k. hvað verðmæti þýfis varð- ar. Innbrotsþjófurinn braut rúðu við sölulúgu á skálanum, tókst að opna lúguna og skríða þar inn. Hann braust inn í skrifstofu um- boðsmanns Skeljungs, og braut upp skrifborð sem þar var. Þar fann hann lykil að læstum pen- ingaskáp, opnaði hann og braut upp skuffu sem í honum var og tók hana ásamt öllu sem í henni var með sér. Að sögn Björns Arason- ar, umboðsmanns Skeljungs í Borgarnesi, voru yfir 200 þúsund kr. í skúffunni, í peningum og ávísunum, auk tékkhefta og fleiri verðmæta. Björn sagði að svo virtist sem viðkomandi hefði vitað hvar pen- ingarnir voru geymdir og gengið mjög ákveðið í þetta verk. Hins- vegar virtist sem hann hafi ekki hreyft við neinu öðru, og eru þó ýmis verðmæti í söluskálanum, eins og gefur að skilja. Söluskáli’ Skeljungs er nýleg bygging Sem stendur við sporð Borgarfjarð- arbrúarinnar í Borgarnesi. Er allt umhverfi skálans upplýst og blas- ir sölulúgan, þar sem innbrots- þjófurinn fór inn, við af Borgar- fjarðarbrúnni. Anker Jörgensen um ásakanir Jóns Baldvins: ,Vil ekki skipta mér af póli- ískum deilumálum á íslandiu og hætti því við að sitja stofnfund Samtaka um kjarnorkuvopnalaust ísland ER Jörgensen, formaður ' '"ÆSW; ''^SB^ttBSScSSSSSSSSáWKt0^l jl meirihluti þjóðarinnar er ANKER Jörgensen, formaður danska Jafnaðarmannaflokksins, segir „af og frá“ að þátttaka hans í stofnfundi Samtaka um kjarnorku- vopnalaust ísland jafngildi íhlutun um íslensk innanríkismál, eins og Jón Baldvin Hannibalsson, formað- ur Alþýðuflokksins, hefur sagt. Raunar varð ekki úr þátttöku Jörg- ensens í fundinum á sunnudaginn. „Ástæðan fyrir því að ég hætti við að koma á stofnfundinn var sú, að ég vildi ekki standa í deil- um við flokkssystkini mín á ís- landi né skipta mér af málum, sem hugsanlega geta verið póli- tísk deilumál á íslandi," sagði Jörgensen þegar blm. Morgun- blaðsins spurði hann hvers vegna hann hefði hætt við að sitja fund- inn. „Raunar hélt ég að Alþýðu- flokkurinn íslenski ætti aðild að þessum samtökum og ég veit ekki betur en að þingmenn hans hafi staðið að tillöguflutningi á Al- þingi um athugun þessara mála,“ sagði Jörgensen. „En þegar mér barst til eyrna, að flokkssystkini mín hér væru ekki alveg sátt við komu mína, þá hætti ég við. Um Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmennt var á stofnfundi Samtaka um kjarnorkuvopnalaust (sland á sunnudaginn. Anker Jörgensen kom ekki vegna gagnrýni alþýðuflokks- manna hér — en Erlendur Patursson, þingmaður frá Færeyjum, flutti ræðu á íslensku og færeysku. það er ekki meira að segja nema það, að ég er hlynntur málstað samtakanna hvað sem öðru líð- ur.“ — Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, sagði að þátttaka þín í fundinum jafn- gilti íhlutun um íslensk innan- ríkismál. Ertu sammála því? „Nei, það er af og frá,“ sagði Anker Jörgensen. Á fundi í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur sl. laugardag var lýst vanþóknun á „íhlutun skand- ínaviskra stjórnmálamanna um íslensk innanríkismál," eins og segir í samþykkt fundarins. Þar segir ennfremur: „Afstaða til utanríkis- og örygg- ismála er viðkvæmt deilumál meðal íslendinga. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er fylgj- andi aðild lslands að varnarsam- tökum vestrænna lýðræðisþjóða. Norðurlönd eru kjarnorkuvopna- laust svæði. Hins vegar stafar þeim ógn af kjarnaeldflaugum Sovétmanna, sem m.a. er beint að skotmörkum á Norðurlöndum. Þeirri ógn verð- ur ekki bægt frá nema með gagn- kvæmum samningum um útrým- ingu kjarnavopna. Einhliða yfirlýsingar eru til þess eins fallnar að rjúfa einingu lýðræðisríkjanna og veikja samn- ingsstöðu þeirra án þess að draga úr þeirri miklu ógn, sem lýðræð- isríkjunum í heild stafar af kjarnorkuvigbúnaði Sovétmanna og hernaðaryfirburðum þeirra í okkar heimshluta. Þátttaka norrænna stjórn- málaleiðtoga I stofnfundi stjórnmálasamtaka á íslandi, sem hafa að meginmarkmiði að breyta stjórnarskrá lýðveldisins íslands, er gróf íhlutun um við- kvæm og vandmeðfarin innanrík- ismál íslendinga," segir I sam- þykkt fundar í Alþýðuflokksfé- lagi Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.