Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 4
4 MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 Samingar undirritaðir í húsnsdi ríkissáttasemjara í gærmorgun. MorKunbladid/Friöþjófur „Kennarar hafa nú þegar unnið fyrir þessum Iaunum“ „Það sem hægt var að komast“ — segir Óskar Vigfússon, forseti SÍ „ÉG HELD ég svari því á þá lund, að menn séu sáttir við þennan samning miðað við aðstæður. Þetta var það sem hægt var að ná að svo komnu máli,“ sagði Óskar Vigfússon, forseti Sjómannasambands íslands, að lokinni undir- ritun samnings sjómanna og útvegsmanna í gærmorgun. „Við fengum í gegn kröfu sem brýtur blað og við höfum barist fyrir í áratugi, en hún er sú að út- vegsmenn taki að einhverju leyti þátt í kostnaði af hlífðarfötum sjó- manna," sagði Óskar ennfremur. „Það er erfitt að horfa á eftir félögum sínum ganga út úr sam- starfi sem unnið hefur verið að að byggja upp. En það var þeirra mat, að ekki skyldi lengra haldið, og um það er út af fyrir sig ekki margt að segja,“ sagði Óskar aðspurður hvort samningar yfirmanna á fimmtudag hefðu haft áhrif á samningsstöðu undirmanna. Óskar kvað það helsta sem náðst hefði í samningunum vera að kaup- tryggingin hefði hækkað verulega og umfram það sem um hefði sam- ist á almennum vinnumarkaði, þó ekki hefði náðst fram að öllu leyti, það sem Sjómannasambandið hefði stefnt að. Þá hefðu náðst fram auknar lífeyrisgreiðslur og sér- samningur hefði verið gerður fyrir línubáta með beitingavél um borð. „Endanlegur dómur yfir þessum samningum er í hendi félaga okkar. Við munum mæla eindregið með samþykkt samninganna á þeim fé- lagsfundum sem nú eru framund- an,“ sagði Óskar að lokum. — segir formaður HÍK um launagreiðslur til kennara hinn 1. mars „Metum mikils að hafa náð sáttuma — segir Kristján Ragnarsson, framkv.stj. LÍÚ „VIÐ METUM mikils að hafa nú náð sáttum við viðsemjendur okkar. Það er ekki svo mikið sem hefur tapast á þessum tíma, sakir þeirra skorða sem okkur eru settar af fiskveiðikvótanum, nema hvað varðar loðnuna og þá einkum loðnu til frystingar," sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, að lokinni undirritun samninga við undir- „UMSÖGN Sigurðar Líndal byggist á misskilningi, því það á í raun eftir að gera upp við kennarana, þó að þeir hafi fengið greidd laun núna,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður Hins íslenska kennarafélags, þegar hann var inntur álits á ummælum lagapró- fessorsins varðandi launagreiðslur til „NEMENDUR komu í skólann í morgun, völdu sér verkstjóra úr eig- in hópi og hófu síðan nám,“ sagði Tryggvi Gíslason, rektor Mennta- skólans á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þessi fyrsti dagur hefur gengið með ágætum og nemendur hafa gaman af þessari nýju skipan námsins," sagði Tryggvi. „Við köllum þetta sjálfsnám nemenda undir stjórn kennara, því nemend- ur geta leitað til þeirra kennara sem enn eru við störf. Þessi skipan var samþykkt af nemendum og kennurum á föstudag, þegar ljóst var að kennarar gengu út. Nem- endur vinna að sameiginlegum verkefnum á sjálfstæðan hátt og þessi fyrsti dagur hefur lofar góðu, þó að þetta komi auðvitað ekki í stað reglulegs skólahalds. Það setur enginn nemendunum fyrir og þeir hafa gaman af því að reyna þetta um tíma,“ sagði rektor MA að lokum. í Menntaskólanum í Reykiavík er ekki sama skipan mála. „I tvi- setnum skóla eru ekki til stólar fyrir alla nemendur í einu, ef þeir ætla að fara að stunda hópvinnu," sagði Guðni Guðmundsson, rektor skólans, í gærkveldi. „Við kennum eftir stundatöflu, langflestir fá einhverja kennslu, en hún er stop- ul. Einn eða tveir bekkir fá alls enga kennslu," sagði Guðni. „Við reynum að færa til tíma, svo kennsla verði eins samfelld og unnt er. Krakkarnir mæta hins vegar vel og flensan virðist meira að segja vera í rénun. Þessi skipan Þriggja ára drengur fékk reykeitrun ÞRIGGJA ára gamall drengur var fluttur í slysadeild Borgarspítal- ans og síðan í gjörgæzludeild vegna reykeitrunar, sem hann hlaut þegar eldur kom upp í her- bergi í íbúð við Yrsufell í Breið- holti. Slökkvilið ð var kallað á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Meiðsli drengsins munu ekki vera alvarleg. framhaldsskólakennara. Sigurður Líndal, prófessor, sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir helgina, að hann teldi kennara veikja málstað sinn enn frekar með því að taka við launum hinn 1. mars, ef þeir ætli ekki að vinna starf sitt. Hann taldi kennara eiga mála verður til að byrja með, en ég er heldur dapur eftir tilboð ríkisins til kennaranna, því ég sé ekki hvernig í ósköpunum það á að ná saman. Það virðist allt stefna í kjaradóm og þá er spurningin hversu lengi hann verður að kom- ast að niðurstöðu," sagði Guðni Guðmundsson að lokum. að hafa frumkvæði að því að endur- greiða þessi laun. Kristján Thorlacius sagði að laun kennara væru reiknuð þannig, að þeir væru nú búnir að vinna 6 mánuði af skólaárinu, sem er 9 mánuðir og þeir ættu því inni 6/9 af sumarkaupi. „Þeir kennarar, sem eru ráðnir frá 1. september eiga því inni tvenn mánaðarlaun og þeir sem eru ráðnir frá 1. ágúst eiga ein mánaðarlaun inni,“ sagði Kristján. „Allir kennarar eiga því inni laun, jafnvel þó þeir komi ekki aftur til starfa, því þeir eru búnir að vinna þetta af sér. Vinnutími kennara er umreiknaður og er 48,6 klukku- stundir á viku. Þennan tíma erum við búnir að inna af hendi núna og getum auðvitað þegið laun fyrir." Kristján sagði, að ekki væri reiknað með þvi af hálfu kennara að þeir væru frá vinnu lengur en einn mánuð, svo þeir væru ekki farnir að huga að launum sínum um næstu mánaðamót, jafnvel þótt sumir hverjir gætu þegið laun þá á sömu forsendum og nú. menn. Kristján sagði að ekki ætti að koma til kostnaðarauka íslenskrar útgerðar vegna þessara samninga, ef rikistjórnin stæði við þau fyrir- heit sem hún hefur gefið. Hann sagði að þeir hefðu loforð fyrir því að opinber gjöld yrðu felld niður af olíu, sem myndi valda því að olía lækkaði nú þegar um 2%. Þá hefði verið tryggt að olía hækkaði ekki í verði fram í miðjan maí og þá stæðu vonir til að olía á Rotter- dam-markaði hefði lækkað aftur, vegna minni eftirspurnar þegar voraði í Evrópu. „Hækkun kauptryggingar í þess- um samningum nemur hærri upp- hæð en sú launahækkun sem varð á almennum vinnumarkaði í vetur, en þar sem við byggjum á hluta- skiptakerfi, er útgjaldaauki útgerð- arinnar vegna þessa óviss og við vonum að hann þurfi ekki að vera mikill. Það er vilji okkar að áfram verði byggt á aflahlut í sem flest- um tilfellum og við teljum annað óeðlilegt," sagði Kristján. Afmælisrit til heiÖurs Klemensi Tryggvasyni MonmnblaÖið/ól.K.M. Klemens Tryggvason tekur við afmælisritinu úr hendi formanns ritnefnd- ar, Jónasar H. Haralz. Klemensarbók, afmælisbók til heiðurs Klemensi Tryggvasyni, fyrrum hagstofustjóra, er komin út. Bókin er gefin út í tilefni sjö- tugsafmælis Klemens hinn 10. september síöastliðinn og er þar að finna 23 greinar eftir íslenska og erlenda hagfræðinga, samtals 365 blaðsíður. Bókin er gefin út í tvenns konar bandi, rexini og vönduðu skinnbandi. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga ákvað í samráði við vini og samstarfsmenn Klemens að gangast fyrir út- gáfu þessa afmælisrits honum til heiðurs. í þessu skyni var sett á lagg- irnar ritnefnd til að annast út- gáfuna. Ritnefnd skipa Jónas H. Haralz formaður, Bjarni Bragi Jónsson, Ingimar Jónasson, Jó- hannes Nordal, Jón Sigurðsson, Ólafur Björnsson, Torfi Ás- geirsson, Tryggvi Pálsson og Þórður Friðjónsson. Ritnefnd fól Sigurði Snævarr að hafa með höndum ritstjórn og gerði samninga við Almenna bókafé- lagið um útgáfu og dreifingu. Um Klemens Tryggvason sjö- tugan er fjallað í inngangsgrein ritsins af Ólafi Björnssyni próf- essor. Skipta má öðru efni rits- ins í þrjá hluta. Sjö greinanna fjalla um hagskýrslugerð (stat- istik) og þá sérstaklega á verk- sviði Hagstofu íslands. Hér má finna greinar um þjóðhags- reikninga, um manntöl, um nemendaskrá, um lögheimilis- lög, um tölvuvinnslu Hagstof- unnar, um grunn framfærslu- vísitölunnar og um þróun hag- skýrslugerðar í Danmörku. I annan stað eru sex greinar um hagþróun. Fjallað er um þróun búskapar hins opinbera 1945—1982, um opinbera þjón- ustu á Norðurlöndum, um sögu gengismála 1922—1973, um verðlagsbreytingar á tímabilinu 1900—1938, um þróun stjórn- sýslu í þágu hagmála og um stöðu þjóðarbúsins út á við. Níu greinar eru um ýmis hagfræði- leg viðfangsefni. Fjallað er um vexti og gengi, verðmyndun og verðlagsákvæði, hagsveiflur og gengismál, um fiskihagfræði, um kenningar Ricardos, um reikningsskil og verðbólgu, um framtíðarkönnun, um mark- aðssósíaiisma og um hagfræði stofnana. Höfundar Klemensarbókar eru auk Ólafs Björnssonar þeir Bjarni Bragi Jónsson, Brynjólf- ur Sigurðsson, Aage la Cour, Gamalíel Sveinsson, Guðmund- ur Magnússon, Tór Einarsson, Guðni Baldursson, Gylfi Þ. Gíslason, Hallgrímur Snorra- son, Haraldur Jóhannsson. Hjalti Kristgeirsson, Poul Hest-Madsen, Ingimar Jónas- son, Jóhannes Nordal, Ólafur Tómsson, Jón Sigurðsson, Jón Þór Þórhallsson, Jón Zophoní- asson, Jónas H. Haralz, Ingvar Ohlsson, Torfi Ásgeirsson, Vilhjálmur ólafsson, Þórður Friðjónsson, Þórir Einarsson og Þráinn Eggertsson. Klemens Tryggvason fæddist að Hesti í Borgarfirði þann 10. september 1914, sonur hjón- anna Tryggva Þórhallssonar og Önnu Klemensdóttur. Árið 1933 sigldi hann til Kaupmanna- hafnar og hóf nám í hagfræði við háskólann þar. Hann lauk kandidatsprófi í hagfræði sumarið 1940 með hárri fyrstu einkunn. Eftir heimkomuna réðst Klemens til starfa í Landsbanka íslands og stjórn- aði hann hagdeild bankans eftir að sú deild var stofnuð árið 1942. Klemens tók við starfi hagstofustjóra árið 1950, er Þorsteinn Þorsteinsson lét af því starfi fyrir aldurs sakir. Starfi hagstofustjóra gegndi Klemens um nær 34 ára skeið, en skemmtileg tilviljun er það, að stofnunin er nákvæmlega jafngömul Klemensi og mun vera sjaldgæft, að 70 ára gömul stofnun hafi aðeins haft tvo for- stöðumenn. Menntaskólinn á Akureyri: Sjálfsnám nemenda undir stjórn kennara

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.