Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985
„Hrísorka“
Ekki verður annað sagt en að
hann ómar Ragnarsson sé
fundvís á hin fágætari tilbrigði
mannlífsins. Þannig stiklar hann í
Stiklum sínum allt frá hinum af-
skekkta dal þar sem einbúinn
Gísli hefir alið allan sinn aldur, og
nú til Hríseyjar þar sem lands-
frægur leikari, Árni Tryggvason,
eyðir sínu sumarfríi við skak, í
kallfæri við múkkann. Líf Gísla á
Uppsölum er fágætt enda nánast
úr kallfæri við 20. öldina, en ekki
8Íður sumarfríið hans Árna
Tryggvasonar. Því eins og Árni
segir: Þetta er mín „Hrísorka".
Eitthvað fannst mér nú búa undir
þessari replikku Árna, svona eins
og hann væri að segja: Ég þarf
ekki að fara til Majorka til að
endurnýja lífsorkuna. Persónu-
lega hefði ég nú fremur kosið að
bggja á sessum undir pálmatré
með bók í hönd og vínberjaklasa
innan seilingar, en að strita við að
draga ófrýnilega þorska.
Múkkinn
Þó öfundaði ég þá Árna og ómar
af þeim spegilfagra sólskinsdegi er
bar fyrir myndavélar „Stiklugengis-
ins“.
Og ekki spillti hinni sólbjörtu sýn
smá kraftaverk er gerðist þegar
Ómar var að kveðja, en þá beit einn
þorskurinn samtímis á báða öngla
þeirra hjóna, Áma Tryggvasonar og
Kristínar Nikulásdóttur. „Þetta hef-
ir bara aldrei gerst þessi þrjátíu ár
sem við höfum verið á þessu skaki
okkar hér við eyjuna," dæsti Árni.
En þarna hafa þau Ámi og Krist-
ín sem sé átt sameiginlegt viðfangs-
efni að kljást við í þrjá áratugi, sem
er blessaður þorskurinn. Ég er viss
um að fiskarnir em teknir að skynja
samtakamátt þeirra hjóna. Biða var
hér konungur sjávarins að senda
þeim sína kveðju og okkur hinum
ábendingu um að vinna nú saman
að einhverju, er tengir huga og
hönd? Þannig er ætíð smá boðskapn
ur í hverjum Stikluþætti ómars. Á
einum stað sýnir hann okkur ein-
yrkja er ræktar í frístundum fagran
trjáreit undir nánast ókleifu bjargi
á fljóts-bakka og nú sjáum við sam-
hent hjón hvílast frá dagsins arga-
þrasi í stríði við þann gula. Okkur
þykir kannski örlítið vænna um
landið okkar eftir að hafa stiklað
þannig um huliðsbletti þess.
Hermann:
Ég tel annars að við megum
þakka fyrir að ómar Ragnarsson
hangir enn í láglaunastarfinu hjá
Ríkissjónvarpinu. Sérstaklega held
ég nú að landsbyggðarfólkið megi
þakka fyrir að eiga sér þann mál-
svara, sem Ómar er. Á öld Reykja-
víkurdekursins tel ég raunar ömar
einn af „uppfinningamönnunum“ I
fjölmiðlaheimi okkar, á ég þá við að
hann hafi fundið upp nýjan frásagn-
armáta og tekið fyrir nýstárleg við-
fangsefni í Stikhinum. Ég hef þegar
vikið að viðfangsefnum ómars í
þessum þáttum, en frásagnarmáti
hans er sérstæður að því leyti, að
hann kynnir oftastnær í fáum orð-
um bakgrunn þess, sem við er rætt
hverju sinni, og er býsna nærgætinn
í spurningum. f þessu sambandi
dettur mér í hug annar „uppfínn-
ingamaður" I fjölmiðlaheiminum,
Hermann Gunnarsson íþrótta-
fréttamaður, er hefír innleitt hér
nýjan frásagnarmáta er einkennist
af hressileika og húmor, slíkum er
vart fyrirfannst áðurfyrr á frétta-
stofunni. Tel ég Hermann Gunn-
arsson manna hæfastan til að
stjórna hverskyns gamanþáttum og
spurningaþáttum í útvarpi og sjón-
varpi því í kringum slíkan mann er
sjaldnast nokkur lognmolla.
Ólafur M.
Jóhannesson
UTVARP/SJONVARP
Arne Treholt
Treholt-málið
í Kastljósi
Kastljós er síð-
00 30 ast á dagskrá
&& ~ sjónvarps í
kvöld. Þátturinn er um
erlend málefni og er um-
sjónarmaður hans ög-
mundur Jónasson.
Að þessu sinni verður
fjallað um Arne Treholt,
sem ákærður hefur verið
fyrir stórfelldar njósnir í
þágu sovésku leyniþjón-
ustunnar KGB og Iraks.
Bogi Ágústsson fréttarit-
ari sjónvarpsins er stadd-
ur í Osló þar sem réttar-
höldin standa yfir og
skýrir hann frá gangi
mála. Þá ræðir hann við
ýmsa þar í landi sem
fylgst hafa náið með Tre-
holt-málinu svonefnda.
Þá verður fjallað um
komandi afvopnunarvið-
ræður stórveldanna og
ætlunin er að líta við á
Norðurlandaráðsþingi.
Landið gulina Elidor
■■■■ „Skilaboð frá
onoo Malebron" heit-
£A3— ir 7. þáttur
framhaldsleikritsins
„Landið gullna Elidor"
sem er á dagskrá útvarps-
ins í kvöld kl. 20.00.
í 6. þætti gerðust ýmis
dularfull atvik. Hvað eftir
annað heyrðu krakkarnir
og foreldrar þeirra þrusk
fyrir utan útidyrnar, en
þegar að var gáð var þar
enginn. Róland hafði tekið
eftir því að fuglarnir virt-
ust forðast að koma nærri
rósarunnanum þó að
brauðmolar lægju þar.
Kvöld nokkurt þegar Ról-
and kom heim úr skólan-
7. þáttur
um sá hann aftur skugg-
ana tvo sem hann hafði
séð þegar hann sótti
dýrgripina frá Elidor upp
á háaloft í gamla húsinu
þeirra. Um nóttina lædd-
ist hann niður og kíkti í
gegnum bréfarifuna á úti-
hurðinni. Þá blasti við
honum landslag Elidor,
háar fjallshlíðar þar sem
hópar veiðimanna í forn-
um klæðum voru á ferð
með úlfhunda. En rétt
fyrir utan dyrnar sat
varðmaður við bál. Allt í
einu varð Róland ljóst að
útsendarar hins illa í Eli-
dor ætluðu sér að nota
dyrnar sem inngönguleið
yfir í nútímann og hann
ákvað að reyna að afmá
þær í huga sér.
Leikendur í 7. þætti eru:
Viðar Eggertsson, Emil
Gunnar Guðmundsson,
Kjartan Bjargmundsson,
Kristján Franklín Magn-
ús, Sólveig Pálsdóttir,
Hrönn Steingrimsdóttir,
Bjarni Ingvarsson, Vil-
borg Halldórsdóttir og
Gunnar Rafn Guðmunds-
son.
Tónlist samdi Lárus
Grímsson, leikstjóri er
Hallmar Sigurðsson og
tæknimenn eru Vigfús
Ingvarsson og Áslaug
Sturlaugsdóttir.
Ár æskunnar í Frístund
Eðvarð Ingólfason er stjórn-
andi þáttarins.
^■■B Unglingaþátt-
| ri 00 urinn Frístund
A • ” er á dagskrá
rásar 2 í dag kl. 17.
Stjórnandi er Eðvarð Ing-
ólfsson. Aðstoðarþulan í
dag er 14 ára stelpa frá
Selfossi, Þórunn Hauks-
dóttir að nafni. Þátturinn
verður að þessu sinni
helgaður Ári æskunnar.
Spjallað verður við Skúla
Björnsson, framkvæmda-
stjóra Árs æskunnar, um
tilgang þess og markmið.
Verður lítillega vikið að
framkvæmdum í tilefni
ársins.
Nú er það Grunnskólinn
í Garði sem sér um val
þriggja vinsælustu laga
vikunnnar og tveir full-
trúar þeirra, Rut og Bára,
kynna lögin og fylgja
þeim úr hlaði.
Eftir tónlistarkynning-
unni bíða flestir spenntir
og í dag verður vestur-
þýska söngkonan Nena
kynnt fyrir hlustendum.
Frá henni hefur lítið
heyrst að undanförnu en
þó virðist hún eiga mikl-
um vinsældum að fagna
meðal yngri kynslóðar-
innar.
Loks verða hinir föstu
þættir; lesið úr bréfum
hlustenda og létt lög af
ýmsu tagi leikin inn á
milli dagskrárliða.
UTVARP
ÞRIÐJUDAGUR
5. mars
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
Bæn. A virkum degi. 7.25
Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Valdimars
Gunnarssonar frá kvöldinu
áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15
Veðurfregnir. Morgunorð: —
Bryndls Viglundsdóttlr talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
.Plpuhattur galdrakarlsins"
eftir Tove Jansson. Ragn-
heiður Gyða Jónsdóttir end-
ar lestur þýðingar Steinunn-
ar Briem (14).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
10.45 .Man ég pað sem löngu
leið".
Ragnheiður Viggósdóttir sér
um þáttinn.
11.15 Við Pollinn.
Umsjón: Ingimar Eydal. (RU-
VAK.)
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar Tón-
leikar
13.20 Barnagaman.
Umsjón: Anna Ringsted.
(RUVAK.)
14.00 „Blessuð skepnan"
eftir James Herriot. Bryndls
Vlglundsdóttir les þýðingu
slna (19).
14.30 Miödegistónleikar.
David Geringas leikur á selló
með Utvarpshljómsveitinni I
Berlln; Lawrence Foster
stjórnar.
a. „Melódla" op. 20 nr. 1
eftir Alexander Glasunow.
b. „ Rondó" op. 94 eftir Ant-
onln Dvorák.
14A5 Upptaktur.
Guömundur Benediktsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar.
a. Sinfónla nr. 2 eftir Hilding
Rosenberg. Fllharmónlu-
sveitin I Stokkhólmi leikur;
Herbert Blomstedt stjórnar.
b. „Iris”, sinfónlskt tónverkt
eftir Per Nörgaard. Sinfónlu-
hljómsveit danska útvarpsins
leikur; Herbert Blomstedt
stjórnar.
17.10 Slðdegisútvarp.
— 18.00 Fréttir á ensku. Til-
kynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.30. Bein útsending úr Há-.
skólablói vegna afhendingar
bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráös.
21.00 Barna- og unglingaleikrit:
„Landið gullna Elidor" eftir
Alan Garner. 7. þáttur:
Skilaboð frá Malebron.
Utvarpsleikgerð: Maj Sam-
zelius. Þýðandi: Sverrir
Hólmarsson. Leikstjóri: Hall-
mar Sigurðsson. Tónlist:
Lárus Grlmsson. Leikendur:
Viðar Eggertsson, Emil
Gunnar Guðmundsson,
Kjartan Bjargmundsson,
Kristján Franklln Magnús,
Sólveig Pálsdóttir, Hrönn
Steingrímsdóttir, Bjarni
Ingvarsson, Vilborg Hall-
dórsdóttir og Gunnar Rafn
Guðmundsson.
21.30 Utvarpsagan:
„Morgunverður meistar-
anna" eftir Kurt Vonnegut.
Þýðinguna gerði Birgir Svan
Slmonarson. Glsli Rúnar
Jónsson flytur (23).
22.00 Lestur Passlusálmanna
(26).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 Kvöldtónleikar.
Öratorlan „Sál" eftir Georg
Friedrich Hándel. Flytjendur:
SJÓNVARP
19.25 Geimferjan Kólumbla —
fyrri hluti. Norsk sjónvarps-
mynd fyrir börn og unglinga
um bandarlsku geimferjuna
Kólumblu og undirbúning
geimferðar. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir. (Nord-
vision — Norskasjónvarpið.)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Skyndihjálp.
Annar þáttur af sex um
markvissa skyndihjálp ger-
ÞRIÐJUDAGUR
5. mars
öur I samvinnu viö Rauöa
kross Islands. Umsjónar-
menn: Ómar Friðþjófsson og
Halldór Pálsson.
20.50 Heilsaö upp á fólk.
9. Sigrlður Sigurjónsdóttir,
Hurðarbaki. A haustmánuð-
um heilsuðu sjónvarpsmenn
upp á Sigrlði Sigurjónsdóttur
frá Alafossi, nú húsfreyju á
Hurðarbaki I Borgarfirði. Sig-
rlður var áður landskunn
sunddrottning og forstjóri
Sundhallar Reykjavlkur. Um-
sjónarmaður Ingvi Hrafn
Jónsson.
21.30 Derrick.
8. Tilræöi viö Derrick. Þýskur
sakamálamyndaflokkur I
sextán þáttum. Aðalhlut-
verk: Horst Tappert og Fritz
Wepper. Þýöandi Veturliði
Guðnason.
22.30 Kastljós.
Þáttur um erlend málefni.
Umsjónarmaður ögmundur
Jónasson.
23.00 Fréttir (dagskrárlok.
Thomas Hemsley, Helen
Watts, Herberg Handt,
Jennifer Vyvyan, Laurence
Dutoit, Peter Wimberger,
Margareta Sjöstedt, Erling
Thorborg, Anton og Erna
Heiller, drengjakórinn I
Kaupmannahöfn og
Sinfónluhljómsveitin I Vlnar-
borg; Mogens Wöldige
stjórnar. Kynnir: Guömundur
Gilsson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Páll Þorste
son.
14.00—15.00 Vagg og velta
Stjórnandi: Glsli Sv<
Loftsson.
15.00—16.00 Með slnu lagi
Lög leikin af Islensl
hljómplötum.
Stjórnandi: Svavar Gests
16.00—17.00 Þjóðlagaþátti.
Stjórnandi: Kristján Sij
jónsson.
17.00—18.00 Frlstund
Unglingaþáttur.
Stjórnandi: Eðvarö lng<