Morgunblaðið - 05.03.1985, Side 15

Morgunblaðið - 05.03.1985, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 15 Stóriðjufundur á Sauðárkróki ^ Sauðárkróki, 1. mars. í GÆRKVÖLDI var haldinn fundur í Safnahúsinu, sem Sjálfstæðisfélag Sauðárkróks boðaði til um stóriðju og orkufrekan iðnað. Frummælend- ur voru Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður og formaður stóriðju- nefndar, og Ragnar Halldórsson, forstjóri ÍSAL. Bæjarstjórn Sauðárkróks sam- þykkti nýlega einróma tiilögu full- trúa Sjálfstæðisflokksins um að rannsakaðir verði til hlítar mögu- leikar á staðsetningu orkufreks iðnaðar í Skagafirði. Til fundarins í gærkvöldi var boðað til að kynna almenningi þessi mál og hrinda af stað umræðum um þau. Nú hafa Húnvetningar gert samþykktir í svipuðum anda og bæjarstjórn Sauðárkróks svo áhugi virðist mikill á Norðurlandi vestra fyrir orkufrekum iðnaði. Knútur Aadnegard, formaður Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks, stjórnaði fundinum, sem var vel sóttur. Margir tóku til máls, báru fram fyrirspurnir og gerðu athugasemdir við ræður frum- mælenda, sem þeir svöruðu skil- merkilega. KÁRI. Jón Ásbergsson í ræðustól, Knútur Aadnegard, fundarstjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson og Ragnar Halldórsson. Rússneski harmonikkuleikarinn Viateslav Semionow. Norræna húsið: Rússneskur harmonikku- leikari heldur tónleika RÚSSNESKI harmonikkuleikar- inn Viateslav Semionow er vænt- anlegur hingað til lands og mun hann halda tónleika í Norræna húsinu, fimmtudaginn 7. mars næstkomandi. Semionow hefur í mörg ár verið talinn einn fremsti listamaður á hljóðfæri sitt og hefur hann unnið til verðlauna í alþjóðlegum keppn- um, m.a. í Sofía, Berlín og Kling- entahl. Árið 1967 lauk hann loka- prófi frá Gnessin-tónlistarskólan- um í Moskvu og frá þeim tíma hef- ur hann farið víða og haldið hljómleika. Nú starfar hann við tónlistarskólann í Rostov. Viateslav Semionow kemur hingað til lands fyrir milligöngu Tónskóla Emils Adólfssonar og að því er segir í fréttatilkynningu frá skólanum er hér um að ræða tón- listarmann á heimsmælikvarða og því sé þetta tónlistarviðburður sem enginn ætti að missa af. Tón- leikarnir hefjast klukkan 20.00 hinn 7. mars nk. og verður efn- isskráin mjög fjölbreytt. (Úr fréltalilkynnín^u) Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! I iku - tílboð! KALMAR Við rýmum fyrir nýrri línu og seljum nokkrar syningareldhusinnretting- ar með allt að 30% alslœtti asamt ýmsu íleiru á tilboðsverði. Greiðslukjör. Skeifan G.A. HUSGOGN H.F. SIMI 39595 Kaimar SÍMI 82011 SIMI 685822 PállJóhann Þorieiísson hf SIMI 82660

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.