Morgunblaðið - 05.03.1985, Síða 20

Morgunblaðið - 05.03.1985, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ1985 Geir Hallgrímsson á fundi um ratsjárstöðvar á Þórshöfn Eigum ávallt að vera hús- bændur á okkar heimili — Það getum við aðeins verið, ef við viðurkennum þörfina á vörnum FYRIRHUGAÐAR eru byggingar tveggja nýrra ratsjárstöðva hérlendis á vegum AtlanLshafshandalagsins og Bandaríkjanna og endurnýjun stöðvanna á Stokksnesi við Höfn í Hornafirði og á Miðnesheiði á Suðurnesjum. Nýju stöðvarnar verða staðsettar á Norðausturlandi og Vestfjörðum. Staðsetning þar hefur ekki verið ákveðin og ekki hefur enn verið gengið frá formlegu leyfi íslenzkra stjórnvalda. Þetta kom fram á fundi sem utanríkisráðherra, Geir Hallgrímsson, hélt á Þórshöfn sl. fimmtudagskvöld. Fundinn sátu 160 til 170 manns. Auk utanríkisráðherra fluttu framsöguerindi og sátu fyrir svör- um þeir Þorgeir Pálsson dósent, Sverrir Haukur Gunnlaugsson deildarstjóri varnarmáladeildar og Haukur Hauksson aðstoðar- flugmálastjóri, en þeir áttu sæti i nefnd sem skipuð var til að fjalla um málið. Fundarstjóri var Þor- kell Guðfinnsson oddviti Þórs- hafnarhrepps. Ennfremur sátu hann þrír þingmenn, Þeir Halldór Blöndal og Björn Dagbjartsson Sjálfstæðisflokki og Steingrímur Sigfússon Alþýðubandalagi. Fund- urinn stóð frá kl. 20.15 til 1.15 og tóku 12 fundarmenn til máls, auk framsögumanna, og spurðu fjöl- margra spurninga. Velkomnir, þeir sem með friði fara Geir Hallgrímsson utanríkis- ráðherra bauð fundamenn vel- komna í upphafi fundar og lét í ljós þá ósk að þeir mættu ganga fróðari af fundi og sagðist hann hlakka til að heyra ábendingar þeirra. Þá gerði hann grein fyrir þróun mála og afstöðu sinni til ratsjárstöðvabygginganna. Hann sagði tilgang ratsjárstöðvanna að fylgjast með umferð umhverfis landið, einnig væri hlutverk þeirra að aðstoða við að fæla í burtu þá sem ekki eiga erindi innan 200 mílna lögsögu okkar. „Við bjóðum alla þá velkomna sem með friði fara. Það ætti því enginn að geta fundið neitt athugavert við þetta eftirlit, nema þeir sem ekki fara með friði," sagði hann, og kvað ratsjárstöðvarnar þannig varn- arráðstöfun en ekki tæki til árása. Utanríkisráðherra gerði síðan grein fyrir stórauknum umsvifum sovétmanna í kringum landið og yfir því, ennfremur umhverfis Sví- þjóð og Noreg og ráðstöfunum þjóðanna þar vegna þess. Þá gerði hann og að umtalsefni þær yfir- lýsingar, sem fram hafa komið, um að ratsjárstöðvar myndu auka hættu á árás á landið. Hann vísaði til álits sérfræðinga þess efnis að ratsjárstöðvar hefðu ekki slíkt að- dráttarafl. Þá sagðist hann yfir höfuð eiga erfitt með að tala um ratsjárstöðvarnar sem hernað- armannvirki. Þeirra hlutverk væri að koma í veg fyrir stríð, auk þess sem þær gegndu margháttuðu þjónustuhlutverki, sem hann rakti siðan. 10—12 íslendingar í stað á annað hundrað varnarliðsmanna Það kom og fram í máli utanrík- isráðherra, að ratsjárstöðvarnar verða reknar af íslendingum, 10—12 í hverri stöð, en e.t.v. starfa fyrst í stað bandarískir sér- fræðingar við þær til að þjálfa ís- lendingana. 1 dag starfa á annað hundrað varnarliðsmenn við hvora stöðina á Stokksnesi og Miðnesheiði, en þeir munu hverfa á brott eftir endurnýjun stöðv- anna. Næstur tók til máls Þorgeir Pálsson dósent við Háskóla Is- lands sem er einn nefndarmanna í ratsjárnefndinni. Hann gerði grein fyrir hlutverki stöðvanna, langdrægni þeirra, stærð o.fl. og sýndi teikningar af þeim á skyRgnum. Varðandi staðsetningu sagði Þorgeir, að á Norðaustur- landi væri helst rætt um Heiðar- fjall og Gunnólfsvíkurfjall, en ennfremur kom fram á fundinum, að þriðji staðurinn hefði verið nefndur, en það er Hellisheiði í nánd við Vopnafjörð. Á Vestfjörð- um væri helst rætt um Stigahlíð, sem væri heppilegri staður en t.d. Straumnesfjall vegna nálægðar við byggð. Þá gerði hann grein fyrir gagnsemi stöðvanna, auk varnarhlutverks þeirra þ.e. aukið flugöryggi o.fl. Varðandi eftirlit með siglingum sagði Þorgeir, að nú væri talið betra að hafa sér- stakar siglingarratsjár í stöðvun- um fremur en að breyta þeim bún- Frummælendur ásamt utanríkis- ráðherra. Talið frá vinstri: Haukur Hauksson aðstoðarflugmálastjóri, Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra, Sverrir Haukur Gunn- laugsson deildarstjóri varnarmála- deildar utanríkisráðuneytisins, Þorgeir Pálsson dósent og Jón Eg- ilsson starfsmaður varnarmála- deildar utanríkisráðuneytisins. aði sem tilheyrir þeim. Þá munu stöðvarnar geta annast veðurat- huganir a.m.k. hvað varðar úr- komusvæði og e.t.v. hafís. Koma í auknum mæli í opna skjöldu Sverrir Haukur Gunnlaugsson deildarstjóri varnarmáladeildar utanrikisráðuneytisins tók næstur til máls og gerði grein fyrir varn- armikilvægi íslands í Atlants- hafsbandalaginu. Það kom fram í máli hans, að til þessa hefðu fyrstu upplýsingar um sovéskar flugvélar á leið til Islands yfirleitt borist frá Noregi. Vélarnar kæmu okkur nú oftar en áður í opna skjöldu vegna þess að þær færu norðar og vestar en áður frá flug- völlum á Kolaskaga yfir landið. Til þess þyrftu þær fyrst að fljúga langt norður í Barentshaf í fylgd eldsneytisflugvéla og yrðum við þeirra því ekki varið fyrr en þær kæmu yfir landið, nema ratsjár- vélar varnarliðsins væru á lofti og næmu flug þeirra. Tilkoma rat- sjárstöðva á Norðurlandi myndi auka viðvörunartíma varnarliðs- ins gagnvart þessum óboðnu flugvélum. Sverrir lauk máli sínu á því að segja, aö hann gæti ekki skilið hvernig mönnum væri ógnað með því að setja upp tvær eftirlitsstöðvar, Eftir að fyrirspurnir voru leyfð- ar tók fyrstur til máls Steingrím- ur Sigfússon þingmaður Alþýðu- bandalagsins. Hann gerði fyrst grein fyrir afstöðu sinni gagnvart ratsjárstöðvunum, sem hann sagði hernaðarmannvirki, kostuð af út- lendingum til hagsbóta fyrir út- lendinga. Ef við þyrftum rat- sjárstöðvar þá ættum við að byggja þær sjálfir. Hann bar síð- an fram 16 fyrirspurnir. Þær fjöll- uðu m.a. um hvort nýjar flugvélar varnarliðsins tengdust „geim- stríðsáætlun Ronalds Reagan“, tengsl ratsjárstöðva hér og er- lendis; vaxandi hættu á kjarn- orkustríði og „kjarnorkuvetri". Þá lék þingmanninum hugur á að vita afstöðu utanríkisráðherra til um- ræðna I Bandaríkjunum og- Kan- ada um varnarmál, ennfremur um það hvort hann hefði ekki áhyggj- ur af því að leggja „alíslenzk fyrir- tæki, eins og Póst og síma og Landhelgisgæzluna undir hernað- arleg afnot,“ eins og hann orðaði það. Ægir Lúðvíksson spurði hvort ákvörðun lægi fyrir um á „hvoru fjallinu stöðin yrði staðsett á Norðurlandi eystra". Hann spurði hvort heimamenn fengju að ann- ast framkvæmdir við stöðina og hvort mikið fjármagn væri i húfi, ef eftirlit yrði ekki aukið með til- komu nýrra ratsjárstöðva. Þá vildi hann vita hversu mikið gagn væri í undirskriftalistum. Jóna Þorsteinsdóttir spurði m.a., hvort Alþingi kæmi til með að taka ákvörðun um smíði nýrra rat- sjárstöðva. Dagný Marinósdóttir gerði að umræðuefni samþykkt friðarsamtaka kvenna á svæðinu og spurði síðan um afstöðu ráð- herra til kjarorkuvopnalausra Norðurlanda o.fl. Undirlægjuháttur og óheilindi Kristinn Pétursson spuröi m.a., hvort hægt væri að hafa frið án frelsis. Hann sagðist líta á NATO sem almannavarnir Vesturlanda og spurði síðan af hverju ekki væru bornar fram kvartanir við sovétmenn vegna óheimilaðra ferða þeirra í íslenzkri lögsögu. Guðmundur Stefánsson sagði ís- lenzk yfirvöld sýna undirlægju- hátt gagnvart útlendingum og óheilindi gagnvart landsmönnum í máli þessu. Ragnar Sigfússon sagði vissan skyldleika milli utan- Sjón er sögu ríkari. Timburiðjan hf. Sími 91-44163 og 91-44788

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.