Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985
Bókmenntaverðlaun
N oröur landaráðs
1984-85 1107. loRtyafarþinci — 339 mál.
Sþ. 541. Tillaga til þingsályktunar
um bi>kmenntaverölaun Norður’.andaráðs.
Hm : Halldór Blöndal. Arm Johnsen. Birfir Ísl. Gunnarsson.
Eyjólfur Konráð Jónsson. Salome Porkelsdóttir
Alþingi skorar á rikisstjórnina að beita sér fyrir þvi að reglum um lilhógun bok-
mcnntaverðlauna Norðurlandaráðs verði breytt á þann vcg að Islendingar leggi hok-
menntaverk sin fram a íslensku. Að öðrum kosti sé þeim heimilt að leggja fram þyðingar a
cnsku. frönsku cða þvsku engu siður en dönsku. norsku eöa sænsku.
Greinargerð.
Að því hníga þung rök að islensk skáld séu hjartfólgnari þjóð sinni en geríst með
milljónaþjóðum enda er skaldskaparhcfð okkar rík og jafngömul fyrstu byggð hér a landi.
Tungan er tortatrð og skiltn af fáum mönnum erlendum svo að þcir geti notið bókmcnnta
okkar til hlitar. Hvort tveggja vcldur því að þjoðinm er annt um sóma skalda smna a
erlcndum vcttvang, en þau eru hins vcgar ckki metin af verkum sínum þar etns og þau eru
skrifuð á íslensku. . ,
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráds eru veitt árlega og bcr hvern þjoð að leggja tram
tvö skáldrit á þcim tungum sem talaðar eru i Danmorku. Noregi eða Svíþjóð Kinnar hala þa
sérstöðu að rikismalin cru tvö. srenska og finnska. og margir þeirra jafnvigir a hvort þeirra
sem er. enda eiga þeit athyglisverða bókmennrahefð að baki á þeim tungum baðum
Kærevingar skrifa dönsku og færcvsku jöfnum höndum enn sem komið er Af þeim sokum cr
auðvelt fyrir finnskt skáld cöa færeyskt að fá verkum sinum snúið a sænsku eöa donsku og
leiðrétta þvðingarnar og lagfæra cftir því sem þörf krefur.
Þetta horfir öðruvíst við okkur Islcndmgum Donsk lunga hefur aldrei test hcr rætur og
enginn stafur et fyrir þvi að hun sc okkur tamari en til að mynda cnska. franska eða þvska.
þö svo að við höfurn dcilt konungi með Dónum svo oldum skiplir
Að sjálfsogðu hljótum við (slendingar að minna a að íslenskan geymir ein scm lifandi
mál elstu skáldvcrk og bókmenntir norrænna manna Kyrir þá sók ætti mctnaður allra
norrænna þjóða að standa til þess að íslensk tunga sé virt til jafns við aðrar tungur norrænar
þegar að því kemur að úthluta bókmenntaverðlaunum Noröurlandaraðs Skiptir i þvi etm
ekkí máli þótt fslendtngar séu færri en Danir. Norðmenn eða Sviar.
Þótt það sé glöggt af islenskum sjonarhól að islcnska skuli jalngild öðrum tungum
norrænum til bókmenntaverðlauna eru flutningsmcnn við þvi húnir að andmælum verði
hrevft ccgn þvi af mórgum þingmönnum i Norðurlandaráði svo aO máliO dagi þar uppi ».< •>
falli. Þær mótbárur hafa m ö. o. hcvrst að islenskan sníO. tK>rum þióóum á NorOurlondum
of þröngan stakk. þ. e. þær yrOu aO ganga undir þaO jaröarmen aö i domnetnd veldus
einungis þcir sem vald hefðu á þessari fjarlægu tungu. íslcnskunm. þvilikir menn seu fagatir
sso að valið vrði emhæft um of þegar til lengdar léti Með sömu rökum ma scg)a að urval
þeirra. scm færir eru um að snúa islenskum skáldntum á tungur Dana. Norðmanna eða Ssia
sé bundið við faa emstaklinga svo að hætt sé við að þýðingarnar verði cmhæfar þegar fran. i
sækir. Klutn.ngsmenn óttast m. ö. o. að íslenskan fá. ekk. að njöta sannmæl.s enn um sinn.
þó svo að íslcnsk skáld og rithöfundar gjaldi þess.
Halldór Blöndal hefur ásamt
nokkrum öðrum þingmönnum flutt
tillögu til þingsályktunar á Alþingi
íslendinga um bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs þar sem
skorað er á ríkisstjórnina „að
beita sér fyrir því að reglum um
tilhögun bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs verði breytt á
þann veg að íslendingar leggi
bókmenntaverk sín fram á ís-
lensku. Að öðrum kosti sé þeim
heimilt að leggja fram þýðingar á
ensku, frönsku eða þýsku engu
síður en dönsku, norsku eða
sænsku".
Greinargerð fylgdi tillögu
þessari og var hún birt hér í
blaðinu sl. föstudag, en þar segir
m.a. að flutningsmenn óttist að
íslenzkan fái ekki að njóta
sannmælis enn um sinn, þó svo
að íslenzk skáld og rithöfundar
gjaldi þess, og því sé m.a. lagt til
að leggja megi fram íslenzk verk
til verðlauna á heimstungunum
þremur.
Ritstjóri Morgunblaðsins
hreyfði þessu máli hér í blaðinu
30. janúar 1982 og gerði kröfur
til þess að íslenzkir rithöfundar
sætu við sama borð og starfs-
bræður þeirra á Norðurlöndum
þegar verðlaunum væri úthlut-
að. Nauðsynlegt væri að fyrir-
komulaginu yrði breytt. Þar er
einnig talað um að bezt færi á
því að íslendingar gætu lagt rit
sin fram á íslenzkri tungu en að
öðrum kosti á einhverju heims-
Islenzk ritverk
eiga undir
högg að sækja
málanna. Þórarinn Þórarinsson
ritstjóri Tímans tók undir þetta
sjónarmið í forystugrein blaðs-
ins 26. febrúar 1982 og sagði þá
m.a.: „Það er eðlileg krafa af
hálfu íslendinga, að þeir menn,
sem hafa það hlutverk að ráð-
stafa bókmenntaverðlaunum
Norðurlandaráðs, hafi þekkingu
til að meta verkin á frummálinu
en ekki eftir misjöfnum þýðing-
um...“
Á Norðurlandaráðsfundi í
Helsinki þetta sama ár, eða
þriðjudaginn 2. marz 1982, gerði
Sverrir Hermannsson bók-
menntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs að umræðuefni og vakti at-
hygli á því að Norðurlöndin sætu
ekki við sama borð þegar verð-
launum væri úthlutað. Hann
vitnaði í Morgunblaðsgreinina
og skrif Þórarins Þórarinssonar
í Tímanum og vakti athygli á því
að í tillögunni um bókmennta-
verðlaunin sem samþykkt var á
fundi Norðurlandaráðs í Kaup-
mannahöfn 1961 sé ráð fyrir því
gert að verðlaunin séu veitt ár-
lega „fyrir afburða skáldverk rit-
að á tungu einhvers Norðurland-
anna...“ eins og komizt er að
orði. Síðan segir Sverrir Her-
mannsson: „Gagnrýni mín bein-
ist að því að í þessum efnum
sitja Norðurlöndin alls ekki við
sama borð. í tillögunni sagði að
verðlaunin skyldu veitt fyrir
bókmenntaverk „skrevet pá et av
de nordiske landes sprog“. Þar
segir ekkert um, að verðlaun
skuli veitt fyrir misjafnlegar
góðar þýðingar á verkum skálda
eða rithöfunda á önnur mál,
enda hefir það vissulega ekki
verið ætlan flutningsmanna. Því
síður að með því móti yrðu mörg
frábær verk og skáld með öllu
útilokuð frá að koma til greina
við verðlaunaveitingu. Það má
öllum augljóst vera, að margt af
því bezta og nærfærnasta i ís-
lenzkum skáldskap kemur aldrei
til álita við verðlaunaveitingu
þessa með því móti að verkunum
þurfi fyrst að snara á skandin-
avísku áður en þau eru metin til
verðleika...“
í tilefni af ræðu Sverris Her-
mannssonar birtir Morgunblaðið
samtöl við Stefán Jónsson þáver-
andi alþingismann og Eið
Guðnason formann menningar-
málanefndar Norðurlandaráðs
og taka þeir báðir undir orð
Sverris Hermannssonar. „Ég tek
undir það með Sverri Her-
mannssyni, að þeir sem láta sig
bókmenntir nokkuð varða eru
þeirrar skoðunar að íslensku-
mælandi menn sitji í dómnefnd
vegna bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs og menn gera
sér jafnframt Ijóst að það getur
kostað einhverja fjármuni að
kippa þessu í lag,“ sagði Stefán
Jónsson. „Sverrir Hermannsson
vakti máls á því í almennum um-
ræðum á þingi Norðurlandaráðs
í Helsinki á dögunum, að ís-
lenskir rithöfundar sætu vart
við sama borð og aðrir Norður-
landabúar þar sem dómnefnd-
armenn, aðrir en íslenskir, yrðu
að lesa islensku bókmennta-
verkin í þýðingum. Sverrir flutti
þarna góða ræðu og ég styð þessi
sjónarmið heilshugar," sagði
Stefán Jónsson ennfremur. „Við
megum ekki láta frændum okkar
haldast það uppi að fara með
okkur eins og einhverja annars
flokks þjóð. En ef menn þurfa
hér að horfa í kostnað er spurn-
ingin hvort þessi verðlaun falla
bara ekki niður, a.m.k. hvað að-
Listamaðurinn Karl Lagerfeld hefur í samvinnu við CHLOÉ-saínið í Paris hannað þessi
gullfallegu matar- 05 kaíTistell ..Kalablómið' sem Hutschenreuther framleiðir úr postulini
af bestu gerð.
SILFURBÚÐIN
Laugavegi 55, Reykjavík Sími 11066