Morgunblaðið - 05.03.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985
23
Morgunbladið/ól. K.M.
Stjórn og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga. Taldir frá vinstri: Hafsteinn Hafsteinsson, fram-
kvæmdastjóri, Hallgrímur Sigurðsson, Gísli Ólafsson, formaður, og Ólafur B. Thors.
Samband íslenskra trygg-
ingafélaga tuttugu og fimm ára
ild okkar varðar, og þá tel ég að
þessi verðlaun missi verulega
gildi sitt. Ég tel að þetta eigi að
fara rétta boðleið og eigi að kom-
ast á dagskrá í menningarmála-
nefndinni, en hér er auðvitað
spurning um það hverja áherslu
við viljum leggja á bókmenntir
og gildi þeirra yfirleitt."
Eiður Guðnason sagði um
ræðu Sverris Hermannssonar:
„Vissulega væri það æskileg
skipan mála að geta hrint því í
framkvæmd að íslensku bók-
menntaverkin fengju meðhöndl-
un af íslenskumælandi mönnum
í dómnefnd. E.t.v. verður það
eitthvað erfitt í framkvæmd og
gæti orðið erfitt að finna rétta
menn í það hlutverk. Þýðing,
hversu góð sem hún er, verður
aldrei annað eða meira en þýð-
ing og það hlýtur að vera eðli-
legast að fjalla um bókmennta-
verkin á frummálunum."
Undir þessi orð tekur svo
Halldór Asgrímsson í samtali
við Morgunblaðið laugardaginn
13. mars 1982. Hann sagði: „Ég
tek heilshugar undir málflutn-
ing þeirra og er þeim fyllilega
sammála. Það er náttúrlega afar
slæmt að þeir sem eru að dæma
bókmenntaverk skuli ekki skilja
það mál sem þau eru skrifuð á,“
sagði Halldór Ásgrímsson for-
maður íslenzku þingmanna-
nefndarinnar á Norðurlanda-
ráðsþingi þegar Morgunblaðið
bar undir hann yfirlýsingar
Stefáns Jónssonar og Eiðs
Guðnasonar.
Að gefnu tilefni skrifaði Stef-
án Jónsson grein í Þjóðviljann 4.
apríl þetta sama ár og sagði þá
m.a.: „Ég læt sitja við að stað-
hæfa þá skoðun mína að þekking
á íslensku máli sé nauðsynleg til
þess að geta lesið íslenskar bæk-
ur og fellt dóm á gildi þeirra.
Eins hitt að finnist ekki á Norð-
urlöndum dómnefndarmenn
utan illa læsir á íslensku sem
riðlist á frumtextanum, þá ber
að líta á það hvort íslenskir höf-
undar skuli halda áfram að
leggja sæmd sína í kjöltu er-
lendra þýðenda svo sem þeir
hafa verið látnir gera.“ Og
ennfremur: „Ég þarf ekki að
endurtaka hér neitt af því sem
aðrir hafa skrifað skynsamlegt
og af sæmilegum metnaði um
sess íslenskrar tungu í norræn-
um bókmenntum, en það er skoð-
un mín að okkur beri að krefjast
þess að staðið verði að dómum
og verðlaunaveitingu af þess
háttar alvöru að íslenskir rithöf-
undar þurfi ekki að keppa þar í
neins konar hafti...“
Tillaga Halldórs Blöndal og
fleiri þingmanna nú er því beint
framhald af fyrri umræðu um
mál þetta bæði hér á landi og á
Norðurlandaráðsþingi í Helsinki
1982. Það er augljóst að margir
íslendingar hafa sitthvað að at-
huga við það hvernig staðið er að
úthlutun bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs og vilja rétta
hlut íslenzkra rithöfunda. f stað
Íess að gera það að skilyrði að
slendingar leggi bókmennta-
verk sín fram á íslenzku er gert
ráð fyrir því í þessari þings-
ályktunartillögu að þeim sé
heimilt að leggja fram þýðingar
á ensku, frönsku eða þýzku engu
síður en dönsku, norsku eða
sænsku. Sumir hafa jafnvel talið
að öll verkin sem lögð eru fram
til verðlauna ættu að vera þýdd
á eitthvert heimsmál svo að allir
sætu við sama borð. En slíkt
fengi vart byr.
SAMBAND íslenskra tryggingafélaga
varð 25 ára 1. mars, en sambandið var
stofnað 1. mars 1960. Stofnfélagar
voru tólf vátryggingafélög, en nú eru
félögin sem að sambandinu standa 15.
Tilgangur sambandsins er að stuðla að
heilbrigðri vátryggingastarfsemi í
landinu, þannig að hún skili sem best
þjóðfélagslegu hlutverki sínu, að gæta
hagsmuna aðildarfélaganna gagnvart
opinberum aðilum og öðrum í þeim
málum sem varða vátryggingafélögin
sameiginlega og að fræða starfsfólk
félagana og almenning um vátrygg-
ingar og rekstur vátryggingafélagana
meðal annars með rekstri trygginga-
skóla, fyrirlestrum og umræðufund-
um.
Fyrstu stjórn sambandsins skip-
uðu Ásgeir Magnússon, Gísli Ólafs-
son og Stefán G. Björnsson, sem var
formaður, en núverandi stjórn skipa
Ólafur B. Thors, Hallgrímur Sig-
urðsson og Gísli Ólafsson, sem er
formaður. Framkvæmdastjóri er
Hafsteinn Hafsteinsson, hrl.
Sambandið hefur rekið Trygg-
ingaskólann frá 1962 og eru haldin
tvo til þrjú námskeið á hverjum
vetri í hinum ýmsu vátrygginga-
greinum og lýkur þeim með prófi,
auk þess sem skólinn hefur gefið út
kennslubækur um vátryggingar og
erindi um tryggingamál eru haldin
á hans vegum.
Þá stofnuðu þau félög innan sam-
bandsins, sem annast vátryggingar
fiskiskipa yfir 100 brúttórúmlestir,
Björgunarfélagið hf. árið 1964 og
hafa þau rekið sérstakt björgun-
arskip fyrir íslenska fiskiskipaflot-
ann æ síðan.
SÍT hafði forgöngu um fyrsta
undirbúningin að lögum um vá-
tryggingastarfsemi, sem urðu lög
nr. 23/1973, sem með áorðnum
breytingum eru lög nr. 50/1978.
Sambandið er viðurkenndur aðili af
löggjafarvaldinu og því eru send
mál til umsagnar er varða aðildar-
félögin. Það tilnefnir einnig fulltrúa
í nokkrar stjórnir og ráð ríkisins,
t.d. Brunamálastofnun Islands,
stjórn viðlagatryggingar og Um-
ferðarráð.
Samband íslenskra tryggingafé-
laga hefur ekkert að gera með ið-
gjöld eða tjónauppgjör aðildarfé-
laga sinna.
Sambandið hefur gert tvo menn
að heiðursfélögum fyrir mikilvæg
störf í þágu íslenskrar trygginga-
starfsemi, þá Stefán G. Björnsson,
fyrrverandi forstjóra Sjóvátrygg-
ingafélags íslands, og K. Guðmund
Guðmundssonar, cand. act., fyrrver-
andi forstjóra íslenskrar endur-
tryggingar.