Morgunblaðið - 05.03.1985, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985
Tölvur ’85
TÖLVUSÝNING verður haldin í
anddyri Laugardalshallar og
stendur hún frá fimmtudeginum
7. mars fram til 10. mars. Hún
ber nafnið Tölvur ’84 og er í
umsjá tölvunarfræðinema við
Háskóla íslands.
I fréttatilkynningu frá tölvu-
fræðinemum segir m.a:
Þetta er í annað sinn sem félag-
ið stendur fyrir slíkri sýningu en
fyrir tveimur árum var haldin
tölvusýning á vegum þess. Sýning-
in núna verður með öllu stærra
sniði en seinast. Sýningarsvæðið í
heild er um 1000 fm að flatarmáli
á tveimur hæðum sem er það
stærsta sem hefur verið lagt undir
tölvusýningu hér á landi. Auk þess
Tölvunarfræðinem-
ar efna til tölvusýn-
ingar í anddyri
Laugardalshallar
er hluti af hliðarsal Laugardals-
hallar tekinn undir fundarsal.
Fjölmörg fyrirtæki taka þátt í
sýningunni og munu þau bjóða
upp á margt nýtt. Sem dæmi má
nefna að sett verður upp nú
MINI-tölva með um 10 skermum.
Er þarna sýnd athyglisverð lausn
fyrir fyrirtæki af meðalstærð og
upp úr. Sýndir verða laser-
prentarar, sem nýkomnir eru á
markað. Vekja þeir athygli fyrir
mjög góð leturgæði, mikinn hraða
og fyrir að vera algjörlega hljóð-
lausir. Mikið verður um nýjar
einkatölvur af IMB-PC-stærðar-
flokknum en auk þess kennslutölv-
ur tengdar saman með neti, ferða-
tölvur, setningartölvur, heimilis-
tölvur og sérhæfður tölvubúnaður
fyrir hreyfihamlaða. Margvíslegur
hugbúnaður verður sýndur t.d.
bókhaldskerfi, ritvinnslukerfi,
reiknilíkön, CAD/CAM-teiknifor-
rit, samskiptaforrit og kennslu-
forrit svo eitthvað sé nefnt. Hug-
búnaðariðnaður hér á landi er í
míkilli framsókn og sér þess
greinileg merki þar sem mikið
verður af íslenskum hugbúnaði á
sýningunni.
Bryddað verður upp á þeirri
nýjung að sett verður upp örtölvu-
ver með einkatölvum sérstaklega
fyrir sýningargesti. Þar geta þeir
sest niður og prófað sjálfir hinar
ýmsu tölvutegundir og hugbúnað.
Samfara örtölvuverinu verður
sýnt það nýjasta af skákforritum.
I tengslum við sýninguna verður
staðið fyrir fyrirlestrahaldi.
Sjötugs-
afmæli
70 ára er í dag, 5. mars, Arnleif
Kteinunn Höskuldsdóttir. Hún er
dóttir hjónanna Höskuldar Sig-
urðssonar og Þórdísar Stefáns-
dóttur sem bjuggu að Höskulds-
stöðum, Djúpavogi.
Arnleif er gift Agli Gestssyni,
tryggingamiðlara og búa þau að
Klapparbergi 23 hér í Reykjavík.
Börn þeirra eru Örn, Höskuldur,
Ragnheiður og Margrét Þórdís.
Arnleif tekur á móti gestum
ásamt manni sínum í Lions-hús-
inu Reykjavík nk. föstudag þ. 8.
mars, milli kl. 17.00 og 19.00.
JL/esió af
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er22480
■* ijpi tj* * i
. ** '
* v ,, d * 4 . 4 - 1 't.. * ■
^ * r+J5 J ,
f m
9 "f
&**> %
% >
I '■ I
^ 4
■ •! *#■
L *
%...
v.
gólfdúknm mottdi
á einoi
I *
stað
t A
.V
r **
góð þjónnsta
vanir menn vöndnð vinna
...
1% ••
1. <
yf 1 J #*
’l
MMt /
V
\
stær$ta teppavershm laudsins
gg?
SUÖURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVlK - SÍMI 84850
- 4 m Wk
* +■■■'
4 «ii • , 'r - ’ 1 igs
«4 .
V Khb X
■ C;
** *■