Morgunblaðið - 05.03.1985, Síða 41

Morgunblaðið - 05.03.1985, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 41 Hvað eru fast- eignafermetrar? — eftir Friðrik G. Friðriksson Einn af þessum svokölluðu „löglegu" fasteignasölum (sam- anber Helgarpóstinn 7/2 ’85) aug- lýsti í byrjun janúar ca. 114 fm íbúð með stórum bílskúr (ca. 30 fm að sögn fasteignasalans), verð 2,8 milljónir. Ég bauð í eignina og fékk hana fyrir 2,7 milljónir, eftir að hafa selt mína íbúð á sambæri- legu verði miðað við fermetra- fjölda — hélt ég. Var hér um skólabókardæmi fasteignasala að ræða, 70% útborgun á ári, og síð- an restin á fjórum árum með 20% vöxtum. Hefð virðist vera hjá fasteignasölum að reikna bílskúra á 300 þúsund, þannig að 114 fm íbúð kostaði mig 2,4 milljónir eða rétt rúm 21 þúsund á fermetra, sem má kallast sanngjarnt miðað við opinberar tölur Fasteignamats ríkisins á verðgildi fermetra á frjálsum markaði. Ég seldi mína íbúð á 20,5 þúsund hvern fer- metra. Enn sem komið er virðist allt með felldu. Ég vaknaði upp við vondan draum þegar ég sá álagn- ingarseðil Gjaldheimtunnar fyrir fasteignagjöldum á nýju íbúðinni minni. Þar er íbúðin skráð sem 95,2 fm og bílskúrinn 22,5 fm! Fer- metraverðið á íbúðinni er í einu vetfangi komið úr 21 þús. í 25 þús- und, að ég minnist ekki á bílskúr- inn, sem skiptir mig minna máli. Ég hef sem sagt verið plataður um 400 þúsund krónur. Næsta skref var að kynna mér málið betur. Ég fékk teikningar af húsinu (ljósrit- ið fékkst strax fyrir 20 krónur) og bað lögfræðing að reikna út fer- metrana fyrir mig, því ég var far- inn að óttast að fleiri tegundir af fermetrum væru til. Ég bað hann að draga ekki af. Á meðan lög- fræðingurinn reiknaði fékk ég upplýsingar hjá Fasteignamati ríkisins hvers konar fermetrar þetta væru hjá þeim og um leið hvað væri að marka statistik þeirra eða tölur um flatarmáls- verð íbúða. Þeirra flatarmál er nefnt „innanmál" og könnuðust þeir ekki við neina skilgreiningu á „nettó“ eða „brúttó" flatarmáli. Innanmál er mælt út i miðjan vegg hjá samliggjandi íbúð og svo út fyrir útveggi. Þessa mælingu skildi ég. Þetta er ytri rammi þess svæðis sem búið er í — íbúð. Fast- eignamat ríkisins hefur prentaða bæklinga um hvernig reikna megi þetta út og ef um vafaatriði er að ræða, þá stendur sérfræðingur til boða hjá Byggingafulltrúanum í Reykjavík. Lögfræðingurinn, sem auk þess hefur stundað fasteignasölu um áratuga skeið, gat blásið íbúðina út í 105 fm með því að taka utan- mál alls grunnflatar, þ.e. með sameiginlegum stigagangi og tjáði mér um leið að þetta væru hinir venjulegu „brúttó" fasteignasala- fermetrar. Enn vantar 9 fm og eru það tæp 10% af íbúðinni eða um 200 þúsund krónur. Bílskúrinn varð lítið stærri. Nú hef ég samband við fast- eignasalann sem seldi mér og krafðist afsláttar, sem nemur 9 fermetrum, muninum á íbúðinni sem hann seldi mér og þeirri sem ég fékk. Fasteignasalinn sagðist ætíð fara eftir því sem eigendur söluibúðanna téðu sér um fer- metrastærð, þess vegna auglýsti hann alltaf með sirka (sa. 114 fm — sic!) til að fría sig allri ábyrgð, en auk þess benti hann mér á að éf ég reiknaði svalirnar utan á hús- inu með og eins geymsluna í kjall- aranum og svo hlutdeild mína i þvottahúsi væru þessir 114 fm komnir. Það getur verið að hann láti gott heita að búa úti á svölum, í stigagangi, í kjallarageymslu, að ekki sé minnst á part úr þvotta- húsi, en ég hef hingað til haft aðr- ar hugmyndir um íbúðir. Mér finnst þetta siðlaust og lögfróðir menn telja þetta svik. Þegar ég fer í verzlun og kaupi vöru, sem seld er á röngum for- sendum, fer ég auðvitað með vör- una aftur í verzlunina til að fá leiðréttingu minna mála en ekki til verksmiðjunnar, innflytjand- ans eða jafnvel bóndans. Fasteignasalinn sagði ennfrem- ur að þetta fermetravandamál væri mál allrar stéttarinnar og ef hann gerði ekki eins og hinir þá mundi hann ekki selja eins mikið. Einhvern tímann hef ég heyrt slíka röksemdafærslu áður! Fasteignasalinn byrjar á því að hrella öldruðu konuna, sem bjó enn í íbúðinni þvert ofan í beiðni mína. Skömmu síðar buðu ætt- ingjar hennar mér að rifta samn- ingi, en sáu sér ekki fært að veita afslátt enda hækka fasteignir nú óðfluga í verði. Þetta eru að mínu mati heiðarleg viðbrögð, en ég af- þakkaði boðið vegna þess að pen- ingar hafa rýrnað á þessu verð- bólgutímabili, fasteignir hækkað og auk þess nenni ég ómögulega að verzla aftur í bráð við einhvern fasteignasalann eftir þessa reynslu. Ég vil á engan hátt áfellast þá heiðurskonu, sem býr enn í íbúð- inni minni þó hún hafi haft ein- hverja fermetratölu frammi eftir minni og vil ég biðja hana afsök- unar á óþægindunum. Ég lýsi fast- eignasalann að öllu leyti ábyrgan fyrir röngum upplýsingum. Hinn lögfróði reiknimeistari minn sagði mér að málarekstur í svona tilfellum tæki nokkur ár og ég hef annað og betra við tímann að gera. Ef kerfið ynni eins fljótt að ná rétti þegna sinna í þessum málum og þeir eru að auglýsa upp- boð eigna vegna vangoldinna opinberra gjalda, þá væru senni- lega færri skúrkar á markaðinum. Með svona fölsunum geta fast- eignasalar í raun ráðið miklu í verðmyndun á hinum frjálsa markaði fasteigna og niðurstöður og upplýsingar Fasteignamats ríkisins verða þá ekki annað en tæki fasteignasala til að maka krókinn. Þeir fá prósentuþóknun af söluverði. Ég færi Neytenda- samtökunum eintak af þessu bréfi auk allra gagna ef þau kæra sig um. Það sama fær Verðlagsstofn- unin. Löglegir eða ólöglegir er því í raun alls ekki málið, þetta er fyrst og fremst spurning um heiðar- leika og þar með réttlæti. Ekkert sirka. Friðrik G. Friðriksson Fridrik G. Fridriksaon er télags- sálfrædingur. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OGÁKASTRUP- FLUGVELLI Creiðslur almennings fyrir læknishjálp og lyf (skv. reglugerö nr. 436/1984) (Geymíð auglýsinguna) 1. Greiðslur hjá heimilislækni og heilsugæslulækni 75 kr. - Fyrir viðtal á stofu læknis. Innifalin er ritun lyfseöils. 45 kr. - Fyrir símaviðtal viö lækni og/eða endurnýjun lyfseðils. (Sé þessi þjónusta innt af hendi eftir kl. 18.00 eða á laugardögum og helgidögum má læknirtaka alltað 75 kr. fyrir). 140 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðlr, og má læknir ekki krefja sjúkling um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. 2. Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir og röntgengreiningu 270 kr. - Fyrir hverja komu til sérfræðings. 100 kr.- Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrstu 12 skiptin hjá sérfræðingi á hverju almanaksári, síðan ekkert. (Sjá nánar hér að neðan). Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiðslu fVrir hverja komu ásamt rannsókn/röntgengreiningu í framhaldi af henni. Til nánari skýringar er eftirfarandi tafla: Greíðslur almennings fyrlr sérfræðílæknishjálp, nokkur dæml. TAFLA Heimilis- læknir Sérfræð- ingur Rannsókn/ Röntengr. Sérfræð- ingur Aðgerð hjá. Svæfing/deyfing sérfræðingi hjá sérfræðingi Dæmi 1 75 270 Dæmi 2 75 195 Dæmi 3 75 270 270 Dæmi4 75 270 0 Dæmi 5 75 270 0 270 Dæmi 6 75 270 0 270 0 270 Skýringar-. Taflan lesistfrá vinstri til hægri og sýnir samskipti við a.m.k. tvo lækna. Dæmi 4: Sjúklingur leitar til heimilislæknis og greiðir þar 75 kr. Heimilislæknir vísar síðan sjúklingi til sérfræðings, og þar greiðir sjúklingur 270 kr. Þessi sérfræðingur sendir sjúkling í röntgengreiningu, og þarf sjúklingur ekki að greiða sérstaklega fyrir hana, þar sem hún er í beinu framhaldi af komu til sérfræðings. Ofangreindargreiðslur eru hámarksflárhæðlr, og má læknirekki krefja sjúkling um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. Allir eiga að fá kvittanir fyrir greiðslum sínum hjá sérfræðingum. Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem leggja fram hjá sjúkrasamlagi sínu kvittun fyrir 12 greiðslum á sérfræðilæknishjálp á sama ári, fá skírteini, sem veitir þeim rétt á þessari þjónustu ókeypis það sem eftir er ársins. 3. Greiðslur fyrir lyf 120 kr. - Fyrir lyf í lyfjaverðskrá I og innlent sérlyf. 240 kr. - Fyrir lyf í lyfjaverðskrá II. 50 kr.- Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf í lyfjaverðskrá I og innlent sérlyf. 100 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf í lyfjaverðskrá II. Eitt gjald greiðist fyrir hvern 120 daga lyfjaskammt, eða brot úr honum. Cegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfjabúð fást ákveðin lyf, við tilteknum langvarandi sjúkdómum, ókeypis. Læknar gefa vottorð til sjúkrasamlags í þeim tilvikum, sem réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi. TRYGGINGASTOFN U N RÍKISINS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.