Morgunblaðið - 05.03.1985, Side 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985
M Ei'9ib þifc -t’il jpo&vigt mc& dcmpconx ?*
\
tib
Mér má svo sem vera sama, en þú
Jæja? Pabbi minn er með miklu getur reynt að fá þá til að trúa því
haerra nafnnúmer en pabbi þinn! að þú hafir gengið á hurð!
HÖGNI HREKKVÍSI
z,... OG Fy/ZSTU VEfZPLAUN ERP SRÁWAI2FE fZp! "
ást er...
... að fá hjartað
til að slá hraðar
Ttl Rm. U.S. Pat on.-al rtahta raaarvgd
•1964 Loa Anpalaa Tknas syndlcata
1 Jr sólarlandaferð með Samvinnuferðum-Landsýn, en bréfritari kveðst hafa
átt mjög ánægjuleg viðskipti við þá ferðaskrifstofu.
Ómaklega vegið að
ferðaskrifstofunni
Lagfær-
ing þörf
Ragnar Benediktsson skrifar.
1. Alþingisgarðurinn, er ég
nefni því nafni, er aldamótaverk
Tryggva Gunnarssonar. Á síðari
árum hefur Reykjavíkurborg ann-
ast vörslu garðsins. Nokkrir bekk-
ir ætlaðir sumargestum eru í
garðinum. En þeir eru því miður í
hörmulegu ásigkomulagi, enda
ekki ætlaðir til vetrardvala. Þyrfti
nauðsynlega að fjarlægja þá, ekki
síst fyrir 17. júní nk. Málning er
t.d. flögnuð af og fjalir fúnar. Nýj-
um bekkjum þyrfti að koma fyrir í
garðinum fyrir næsta sumar.
2. Við Dómkirkjuna er minnis-
merki um Hallgrím Pétursson.
Það er reist árið 1885 og er því 100
ára á þessu ári. Þyrfti viðgerð að
fara fram á súlunni á næstunni
enda afmælisárið til þess kjörið.
Auk þess er skífan á minnis-
merkinu orðin illlesanleg.
3. Við Menntaskólann liggja
steinsúlur niðri við Amtmannsstig
og hafa legið þar lengi í lamasessi.
Þyrfti nauðsynlega að endurreisa
þær hið fyrsta. Þeir setja leiðan
svip á skólasvæðið.
Nýlega var forláta hurð Stjórn-
arráðshússins við Lækjargötu
sýnd í einu dagblaðanna, dýrgrip-
ur mesti. En járngrindurnar við
laugaveginn eru ekki eins glæsi-
iegar, það er ekki einu sinni húnn
í hliðinu. leyfi ég mér að skora á
húsameistaraembættið að gera
bragarbót þar á eða nema hliðin
hreinlega á brott. Þau eru jafn-
framt ryðguð.
Sennilega er auðvelt að benda á
veilurnar, en ég þykist vita að
ráðamenn taki þessar ábendingar
til greina.
Ég hef áhuga á að svara með
nokkrum orðum, Rannveigu í
Garðabæ, sem skrifaði í Morgun-
blaðið þann 26. febrúar þar sem
mér finnst ómaklega vegið að
ferðaskrifstofunni Samvinnu-
ferðir-Landsýn. Ég ásamt konu
minni hef þrívegis ferðast á veg-
um þessarar ferðaskrifstofu, fyrst
til Portoroz i Júgóslavíu, næst til
Vouliagmeni í Grikklandi og síð-
ast til Dubrovnik í Júgóslavíu.
Alltaf hafa þessar ferðir verið á
hagstæðasta verðinu í samanburði
okkar á milli ferðaskrifstofa og í
öll skiptin fengum við meiri þjón-
ustu heldur en okkur var lofað í
upphafi ferðar. Til dæmis í Porto-
roz, þar sem ein skoðunarferðin
þótti nokkuð dýr þá var hún
endurgreidd að hluta, óumbeðið,
þegar heim var komið og nú síðast
er von á endurgreiðslu vegna Du-
brovnik ferðarinnar þar sem
hagnaður var á rekstri ferða-
skrifstofunnar.
Með þessum orðum er ég ekki á
neinn hátt að níða Ingólf Guð-
brandsson niður. Hann er senni-
lega meðal duglegustu íslendinga,
einn af brautryðjendum íslenskra
ferðamála, stofnandi og stjórn-
andi Pólýfónkórsins og hafi hann
heiður fyrir. Ég vona bara að þess-
ar tvær ferðaskrifstofur haldi
áfram að keppa um ferðamarkað-
inn eins og áður, þá álít ég að hin-
um íslenska ferðamanni sé vel
borgið.
Páll Zophoníasson nnr. 7034-3584
Þessir hringdu . . .
Hvað vakir
fyrir þeim?
Kiríkur Finnsson hringdi:
Hvers vegna er verið að setja
myndbönd á bannlista sem sýnd
hafa verið fyrir stuttu í kvik-
myndahúsum borgarinnar. Sem
dæmi má nefna myndina „1
nautsmerkinu* sem sýnd var hér
í bíó en nú er kölluð klámmynd
og hefur verið bönnuð á mynd-
böndum.
Hvað gengur þessum mönnum
eiginlega til?
Útvarpssagan
bráðskemmtileg
Mörður, Keflavík hringdi:
Ég las í Velvakanda um dag-
inn að verið var að setja út á
útvarpssöguna Morgunverður
meistaranna eftir Kurt Vonne-
gut.
Mig langar til að segja mitt
álit á þessari sögu og öðrum sög-
um Vonneguts. Þær eru sniðugar
og skemmtilegar þó að kímnigáf-
an sé ekki alveg eins og við eig-
um að venjast. Því ekki að leyfa
þeim höfundum að komast að
sem eru víðfrægir erlendis en
lítt þekktir hér. Svona til til-
breytingar í staðinn fyrir að lesa
hefðbundna útvarpssögu eftir
einhvern vel þekktan og kynntan
rithöfund.
Þá vil ég þakka Birgi Svan
Símonarsyni fyrir þýðingu hans
á útvarpssögunni en hún er al-
veg til fyrirmyndar.
Loks langar mig til þess að
spyrja hvernig standi á því að nú
er verið að taka myndbönd úr
umferð sem þegar hafa verið
sýnd í hinum ýmsu kvikmynda-
húsum landsins og hljóta því að
hafa farið í gegnum kvikmynda-
eftirlitið?
Eitt verði látið
yfir alla ganga
Páfi hringdi:
Að gefnu tilefni er ég hér með
fyrispurn til Rafmagnsveitu
ríkisins. Hvernig bregðast
stjórnendur ríkisfyrirtækja við
broti ríkisstarfsmanna sbr.
starfsmenn RARIK á Austur-
landi sem gerðust lögbrjótar á
ríkisbifreið um smygl á Seyðis-
firði?
Að þessu er spurt vegna aug-
lýsingaherferðar ríkisins gegn
lögbrjótum um skattsvik. Eiga
ríkisstarfsmenn ekki að fá sömu
afgreiðslu og almenningur?
Góður þáttur
á rás 1
Flosi hringdi:
Ég hlusta nú oftar á rás 2 en 1
en varð þó á af rælni að skrúfa
frá útvarpinu á rás 1 um daginn.
Og viti menn þá kom í ljós að þar
var á ferðinni miklu betri þáttur
með mun skemmtilegri tónlist
en nokkurn tímann á rás 2. Á ég
þar við þátt Gests Jónassonar,
Við pollinn. Vil ég færa honum
þakklæti mitt fyrir þennan þátt
og hina góöu tónlist sem hann
leikur.
Mér finnst tónlistin sem leikin
er á rás 2 hafa versnað, maður er
orðinn svo leiður á þessu enda-
lausa vinsældalistavali og lögun-
um á honum. Þó vil ég þakka
fyrir hinn stórgóða þátt rokkrás-
ina, hann ber af öðrum á rás 2.
„Laus í rásinni“
Baldur hringdi:
Hvað er orðið um þáttinn Laus
í rásinni sem áður var reglulega
á dagskrá rásar 2?