Morgunblaðið - 05.03.1985, Síða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985
33. þing Norðurlandaráðs
Matthías A. Mathiesen, formaður ráðherranefndar Norðurlandaráðs:
Arið 1984 ár tímamóta
í norrænni samvinnu
Matthías Á. Mathiesen
formaður ráðherranefndar
Norðurlandaráðs flytur
ræðu sína. Til vinstri er
nýkjörinn forseti Norður-
landaráðs, Páll Pétursson.
MorgunblaAið/ÓI.K.MaK*
Markvisst unnið að sameiginlegri áætlun
um að efla hagvöxt og tryggja atvinnu
„Árið 1984 var í ýmsu tilliti ár tímamóta í norrænni samvinnu. Unnið var
markvisst að mótun sameiginlegrar áætlunar um að efla hagvöxt og tryggja
atvinnu. Áætlun þessi er yfirgripsmeiri og tekur til fleiri þátta í samskiptum
þjóðanna en áður hefur þekkst. Þær hugmyndir sem búa að baki slíkri
áætlun undirstrika í raun mikilvægi norrænnar samvinnu og þess samstarfs
sem ríkir milli þingfulltrúa Norðurlandaráðs og ráðherranefndarinnar.“
Þannig komst Matthías Á.
Mathiesen viðskiptaráðherra og
formaður ráðherranefndar Norð-
urlandaráðs að orði í upphafi
ræðu sinnar á þingi Norðurlanda-
ráðs í gær. Þar gerði hann grein
fyrir þeim málum, sem ráðherra-
nefndin leggur fyrir Norðurlanda-
ráð að þessu sinni, en þar ber hæst
auk samstarfsáætlunarinnar um
efnahagsþróun tillögur um skipu-
lagsbreytingar á starfsháttum
Norðurlandaráðs.
Varðandi samstarfsáætlunina
gerði hann grein fyrir sérstökum
fjárveitingum í fjárlögum Norður-
landaráðs til viðbótar fjárveiting-
um einstakra aðildarríkja til að
stemma stigu við atvinnuleysi svo
og til að endurbæta og samhæfa
ráðstafanir til atvinnuaukningar,
auk sérstakrar afmarkaðrar áætl-
unar að þessu sinni um fjárfram-
lög til samgöngumála í Dan-
mörku, Finnlandi, Noregi og Sví-
þjóð til að stuðla að framförum í
farþega- og vöruflutningum og
auka umferðaröryggi. Þarna eru
leyst sameiginlega ýmis verkefni
sem fram að þessu hafa talist í
verkahring hverrar þjóðar um sig.
Um skipulagsmál Norðurlanda-
ráðs var þess getið að á grundvelli
álits Benkow-nefndarinnar um
skipulagsbreytingar á samstarfi
innan Norðurlandaráðs hefði
ráðherranefndin fyrir sitt leyti
sett fram tillögur að nýjum
starfsreglum fyrir Norðurlanda-
ráð. Ríkisstjórnirnar hafa enn
fremur gert grein fyrir hvernig
þær leitast við að styrkja skipulag
norrænnar samvinnu og bæta um-
fjöllun norrænna málefna í eigin
stjórnkerfi. Tillögur samstarfs-
ráðherranna, sem mesta athygli
hafa vakið, eru annars vegar um
sameiningu almennu fjárlaganna
og menningarmálafjárlaganna og
hins vegar sameining þeirra
tveggja skrifstofa, sem starfrækt-
ar eru á vegum ráðherranefndar-
innar, í eina skrifstofu í Kaup-
mannahöfn. Samhliða þessu hefur
ráðherranefndin samþykkt að
koma á fót iðnþróunarmiðstöð í
Osló og flytja Norræna iðnaðar-
sjóðinn þangað. Sameining skrif-
stofanna auðveldar meðferð mála
sem spanna yfir fleiri en eitt svið
og stuðlar að markvissri stjórnun.
Er hún raunar forsenda fyrir að
hægt sé að ráðast í svo viðamikil
verkefni og áður getur, þ.e. sam-
starfsáætlun um að efla hagvöxt
og tryggja atvinnu.
Varðandi fjárhagsáætlun
nefndarinnar var þess getið að al-
mennu fjárlögin hækka um 17,8%
vegna samstarfsáætlunarinnar
um eflingu hagvaxtar og atvinnu.
Þrátt fyrir aðhaldssemi í efna-
hagsstefnu aðildarrikjanna hefur
tekist að útvega fjármagn til
þessa verkefnis án þess að til
skerðingar þurfi að koma á öðrum
verkefnum Norðurlandaráðs.
Af málefnum sem ráðherra-
nefndin og samstarfsráðherrarnir
hefðu sérstaklega látið til sín taka
var getið um frumkvæði þeirra að
alþjóðasamvinnu til að stemma
stigu við spillingu skóga af völd-
um brennisteinsmengunar. Tutt-
ugu þjóðir hafa nú einsett sér að
koma brennisteinsinnihaldi í út-
blæstri frá orku- og iðjuverum í
30% árið 1993. Hafa forsætisráð-
herrar Norðurlanda eindregið
hvatt bresku stjórnina til að gera
slíkt hið sama.
Á sviði menningar- og fræðslu-
mála var unnið kappsamlega á ár-
inu. Var bent á sérstakt átak til að
treysta menningartengsl Græn-
lands innan Norðurlanda. 1 tilefni
af Alþjóðaári æskunnar hefur
ýmsum verkefnum verið hrint í
framkvæmd á Norðurlöndum til
að bæta aðstöðu æskufólks. í
þessu sambandi hafa mennta-
málaráðherrar Norðurlanda veitt
sérstök fjárframlög til staðbund-
ins og svæðisbundins æskulýðs-
starfs.
Að því er félagsmálasamstarf
varðar var því fagnað hve stétt-
arfélög á Norðurlöndum og Nor-
rænu félögin eru óþreytandi að
minna á mikilvægi þess að þjóðir
Norðurlanda starfi saman og til-
löguflutning í þeim efnum. Þá
hafa allmargir atvinnurekendur á
Norðurlöndum bundist samtökum
við fulltrúa stéttarfélaga, sveitar-
stjórna og samvinnufélaga til að
leggja á ráðin um hvernig sam-
starfi ríkjanna fimm væri best
fyrir komið í Ijósi vaxandi skiln-
ings á mikilvægi norræna heima-
markaðarins.
Auk þeirra tveggja tillagna sem
áður er getið leggur ráðherra-
nefndin fram eftirfarandi tillögur:
10 ára samstarfsverkefni á sviði
jarðræktar og skógræktar. Auk þess
að hlynna að frumframleiðslu-
greinum og stuðla að gróðurvernd
er með tiilögunni markvisst stefnt
að því að mennta fólk til rann-
sóknarstarfa og auka alla rann-
sóknarstarfsemi.
Samnorrænt átak í viðureigninni
við vímugjafa. Aformað er að sam-
stilla ráðstafanir sem torvelda
mönnum að afla sér eiturlyfja og
dragi jafnframt úr ásókn í þau.
Verði þetta gert með því m.a. að
efla sem allra nánast samstarf
lögreglu- og tollyfirvalda og
endurbæta upplýsingamiðlun.
Þjóðirnar munu kosta þetta verk-
efni hver hjá sér eftir að sameig-
inlegu undirbúningsstarfi er lokið.
Tvær tillögur eru lagðar fram
varðandi vestursvæðið sem er
stærsti en jafnframt strjálbýlasti
hluti Norðurlanda:
Kfling svæðisbundins starfs til
aukningar fjölbreytni í atvinnulíf-
inu. Til að ná viðunandi jafnvægi í
atvinnulífinu á þessum slóðum
verði leitast við að styrkja flutn-
inga og samgöngur, ferðaþjón-
ustu, verlsun, iðnað o.fl. í stað þess
að leggja einhliða kapp á hefð-
bundnar atvinnugreinar (fiskveið-
ar og hvers konar sjávarnytjar).
Norrænn þróunarsjóður fyrir vest-
ursvæðið. Vegna örrar fólksfjölg-
unar og margvíslegra þjóðlífs-
breytinga er enn brýnna að koma
nýjum atvinnuskapandi fyrirtækj-
um á fót þar en annars staðar á
Norðurlöndum. Sparnaður heima-
manna dugir hvergi eins og sakir
standa til að fjármagna nauðsyn-
legar endurbætur eða hrinda í
framkvæmd nokkurri nýsköpun í
atvinnulífinu. Þá er ljóst að
styrkja þarf og efla rannsóknar-
starfsemi, vöruþróun, verkmennt-
un, skipulag og markaðfræðslu
o.s.frv. Grannþjóðirnar gætu orðið
að miklu liði með ráðgjöf o.fl. á
þessum sviðum. Með þessar þarfir
í huga hefur ráðherranefndin
ákveðið að gera tillögu um að
stofnaður verði norrænn þróun-
arsjóður fyrir vestursvæðið. Verði
viljayfirlýsing þess efnis sam-
þykkt á þinginu verður sérstök til-
laga gerð um stofnun sjóðsins. Sú
tillaga verður þá lögð fyrir efna-
hagsmálanefndina síðar á árinu
svo að sjóðurinn geti tekið til
starfa snemma á árinu 1986.
„Á erfitt með að henda reiður
á hvaða flokkar þetta eru“
— segir Guðrún Helgadóttir sem kynnt var
sem sérstakur talsmaður kommúnistaflokka
og vinstri sósíalista á Norðurlöndum
„Sannleikurinn er sá, að sjálf á ég í erfiðleikum með að henda reiður á
hvaða eða hvers konar flokkar þetta eru og ég vil, að það komi fram, að ég er
andvíg því að skipta mönnum upp í hópa eftir óskýrum flokkslínum. Þróun
mála á Norðurlandaráðsþingum veldur því hins vegar, að þingfulltrúar neyð-
ast til að hafa með sér slíkt samstarf,“ sagði Guðrún Helgadóttir alþingis-
maður, þegar hún var innt eftir þeim orðum Páls Péturssonar, forseta
Norðurlandaráðs, að hún væri sérstakur talsmaður kommúnistaflokka á
Norðurlöndum.
„Upphafið að þessari skiptingu
er að finna hjá jafnaðarmönnum,
sem eins og allir vita eru flokks-
lega langsterkastir á Norðurlönd-
um, og síðan komu íhaldsflokk-
arnir á hæla þeim. Þá vildu mið-
flokkarnir ekki láta upp á sig
standa, samtals 17 flokkar á Norð-
urlöndum, og þá voru eftir átta
flokkar á vinstra kantinum, Al-
þýðubandalagið, Þjóðveldisflokk-
urinn í Færeyjum, SV í Dan-
mörku, SF í Noregi, Ataqatigiit í
Grænlandi og tveir kommúnista-
flokkar, sá sænski, sem er í flokks-
legu sambandi við Sovétríkin, og
finnski kommúnistaflokkurinn,
eða sá armur hans, sem andvígur
er of nánu sambandi við Sovét-
menn.
Innan þessa hóps, sem ég tek
þátt í, er ekki mikil samvinna um
málefni og ég vil nefna það, að nú
liggur fyrir þinginu tillaga um að
Norðurlandaráð leggi þessum
flokkahópum til fé til að kosta rit-
ara þeirra t.d., og undir hana settu
allir í hópnum nafn sitt nema ég.
Eg er andvíg þessari skiptingu,
eins og ég hef áður sagt. Menn
héldu hér einu sinni, að tillögu-
flutningur yrði pólitískt markviss-
ari ef menn skipuðu sér saman
eftir flokkslínum, en reyndin hef-
ur ekki orðið sú, að mínu mati.
Það, sem veldur hins vegar, að erf-
itt er að standa utan þeirra, er, að
þeir sjá um að skipa fólki í ráð og
nefndir og þeir, sem ekki vilja
verða fyrir borð bornir i þeim efn-
um, verða því að hafa nokkra sam-
vinnu við aðra."
— Svo vikið sé að öðru, Guðrún.
Þú virðist hafa ýmislegt að athuga
við Gyllenhammar-hópinn svo-
kallaða, ef marka má fyrirspurn
þína á þinginu nú.
„Já, það var á þinginu í Stokk-
hólmi í fyrra, að greint var frá því
frumkvæði Pehrs Gyllenhammar,
forstjóra Volvo, og Finnans Ulfs
Sundquist að kalla saman hóp
manna, helstu frammámenn í at-
vinnulífi landanna, sem áttu að
vera Norðurlandaráði til aðstoðar
og ráðgjafar í því efnahagslega
samstarfi sem að er unnið. Eg
kvaddi mér hljóðs utan dagskrár
og spurði m.a. um hver kæmi til
með að fjármagna starfsemi hóps-
ins og fékk það svar daginn eftir,
að það yrði ekki hlutverk ráðsins,
einstakra ríkisstjórna eða eftir
öðrum „samnorrænum leiðum“.
I yfirliti Norræna fjárfestinga-
bankans fyrir 1. janúar til 31. ág-
úst á sl. ári kemur hins vegar
fram, að Gyllenhammar-hópnum
hafi verið lagðar til 750.000 nkr. og
ennfremur lofað öðrum 750.000.
Fyrirspurn mín nú var í þrennu
Guðrún Helgadóttir
lagi. Fyrir það fyrsta, hver hefði
átt hugmyndina að stofnun
Gyllenhammar-hópsins; í öðru
lagi hvert starfssvið hans væri og
fyrir hið þriðja, hvað Fjárfest-
ingabankinn hefði haft til hlið-
sjónar þegar framlagið var ákveð-
ið. Frá þessum hópi hefur raunar
enn ekkert komið," sagði Guðrún
Helgadóttir.