Morgunblaðið - 11.04.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FDBMTUDAGTJR ll. APRlL'1985
Þriggja
mínútna
fréttir
Það er svolítið nýjabragð af
þriggja mínútna fréttatímum
ríkisútvarpsins sem sendir eru út
klukkan 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00
hvern virkan dag. Þannig skjota
þeir fréttastofumenn inn í þessa
fréttatíma millifyrirsögnum í
dagblaðastil og flokka þannig
fréttaskotin afar skilmerkilega.
Dæmi: Afganistan: ölóðir sovéskir
hermenn ráðast inn á einkaheimili i
Kabúl og skjóta til bana 19 manns.
ísrael: Israelskar flugvélar gerðu í
dag árás á þorp í Líbanon og jöfn-
uðu við jörðu hús sem þeir töldu
vera aðalbækistöð palestínuskæru-
liða. Átta óbreyttir borgarar létust.
Eins og lesendur sjá eru hér á
ferð býsna hnitmiðuð fréttaskot,
enda bunar þulurinn þessu út úr sér
líkt og hríðskotabyssa. Samt gaf
hann sér nú tíma til að hnýta við
eitt fréttaskotið skondinni athuga-
semd frá eigin brjósti. Þannig var
það, að í 11.00 fréttatímanum á rás 2
nú á þriðjudaginn smaug inn f
hlustir útvarpshlustenda eftirfar-
andi frétt Feneyjar: Steingrímur
Hermansson forsætisráðherra er
þessa dagana á fundi í Feneyjum.
Hann er í hópi þriggja forsætis-
ráðherra Evrópurikja að ræða
framtíð álfunnar. 1 þriggja mínútna
fréttatímanum á rás 1 klukkan 16.00
sama dag barst síðan eftirfarandi
pistill: Veður: I Köben eru 9 stig, í
Godthaab gráður, Reykjavik 10
og i Feneyjum 17 stiga hiti ... og
hér bætir þulur við frá eigin brjósti:
Góður hiti þar sem hann Steingrím-
ur Hermannsson forsætisráðherra
er þessa dagana á fundi um framtíð
Evrópu.
Hressir
fréttamenn
Ég kann vel við slíkar athuga-
semdir. Þulir eiga að minu mati að
leggja sig fram um að segja fólki
tíðindi, fremur en að romsa þeim
upp úr sér eins og róbótar. Súper-
þulirnir Pétur og Jón Múli hafa oft
á tíðum lífgað við fréttatímana með
sinum smá athugasemdum og leik-
rænum tilþrifum. Slikt fer fyrir
brjóstið á ýmsum, enda má kannski
segja að þulir séu ekki ráðnir til að
viðra sínar persónulegu skoðanir í
fréttatímum, og auðvitað er ekki við
hæfi að þeir stundi þá iðju að koma
með fréttaskýringar af pólitiskum
toga, en af hverju öll þessi alvar-
legheit í þjóðlífinu? Er nauðsynlegt
að stilla pólitfskum varðhundum
upp á stall hvenær sem eitthvað
óvænt og skemmtilegt á sér stað? Af
hverju mega langþreyttir ríkis-
starfsmenn ekki tala af sér og reita
í leiðinni alls óvænt af sér brandara
í ríkisútvarpið svona tvisvar á ári
án þess að pólitískar múmiur risi úr
gröf sinni fullar vandlætingar?
Fjöldi manns stendur utan stjórn-
málaflokka en samt gjamma þessir
pólitísku varðhundar ætfð i nafni
þjóðarinnar. Það liggur við að þetta
ástand minni mig stundum á
ástandið í Póllandi, þar sem hinn
siminnkandi kommúnistaflokkur
fer með síaukið vald. Má ég þá frek-
ar biðja um bandaríska húmorinn,
en ég heyri ekki betur en að frétta-
menn og fréttastjórar f Kananum
séu oft býsna frjálslegir. Þannig
hnýtti einn slíkur, að visu ekki
fréttamaður en þulur samt, eftirfar-
andi athugasemd aftan við bréf, sem
hann var að lesa f þætti sinum, en
bréf þetta var frá hlustanda sem
kvartaði ákaft yfir því að makinn
væri hættur að gefa sér gaum; tæki
ekki einu sinni eftir þvi þótt keypt
væru ný föt og hárgreiðslunni
breytt. Það er annað en konan mín
... segir þáttastjórinn ... hún tek-
ur eftir ljósu hári í jakkanum min-
um á tíu metra færi. Geri aðrir bet-
ur! ,
ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP/SJÓNVARP
Spjallaö
við Megas
■I Siðast á
00 dagskrá rásar 2
— í kvöld er
tveggja klukkustunda
langur þáttur Júlíusar
Einarssonar með hljóm-
listarmanninum Megas.
Megas, réttu nafni
Magnús Þór Jónsson, er
óþarft að kynna. Þó þykir
rétt að stikla litillega á
ferli hans sem tónlistar-
manns. Ferillinn hófst á
sjöunda áratugnum og gaf
hann út sina fyrstu plötu
skömmu síðar, 1972, sem
nefndist Megas. Siðan
komu plöturnar ein af
annarri, og nú eru þær
orðnar sex. Þær eru Milli-
lending, Fram og aftur
blindgötuna, Á bleikum
náttkjólum, Nú er ég
klæddur og kominn á ról
(barnaplata) og Drög að
sjálfsmorði.
Þegar hér var komið
sðgu (árið 1979) tók Meg-
as sér hlé frá tónlistinni
en er nú aftur kominn
fram á sjónarsviðið i fullu
fjöri. Megas hélt tónleika
í nóvember sl. og nú um
páskahátíðina söng hann
Passíusálma Hallgríms
Péturssonar í Gamla biói
við góðar undirtektir.
í þættinum i kvöld mun
Július ræða við hljómlist-
armanninn um allt milli
himins og jarðar, tónlist-
arferil hans o.fl. Þá verða
leikin óútgefin lög Megas-
ar og jafnvel verður um
einhvern frumflutning í
útvarpssal að ræða. Áð
siðustu velur Megas tón-
list sem hann kann vel að
meta og verður hún leikin
fyrir hlustendur.
Megas, Magnús Þór Jónsson, ásamt stjórnanda þáttarins,
Júlíusi Einarssyni.
F.v. Sveinn Óli Jónsson, Árni Scheving, Kristján Magnús-
son og Þorleifur Gíslason.
Kvartett Kristjáns
Magnússonar leikur
■■■■ Þátturinn
0/4 00 „Djassað í
' Djúpinu" er á
dagskrá útvarps í kvöld og
hefst þátturinn kl. 24. Áð
þessu sinni verður bein
útsending frá jasstónleik-
um Kvartetts Kristjáns
Magnússonar i Djúpinu
við Hafnarstræti.
Er þetta í þriðja sinn
sem slík uppákoma á sér
stað. Kvartett Kristjáns
skipa þeir Árni Scheving
á bassa, Sveinn óli Jóns-
son á trommur, Þorleifur
Gíslason á saxófón og
Kristján sjálfur á píanó.
Kynnir er Vernharður
Linnet og umsjónarmaður
er Ólafur Þórðarson.
(Jtsendingin stendur í
45 til 50 minútur og næsta
jasskvöld í Djúpinu á veg-
um Ríkisútvarpsins verð-
ur 25. april nk.
„John hat-
ar Mary“
■■■■ í kvöld kl. 20.00
9ft00 verður flutt út-
mU —— varpsleikritið
„John hatar Mary“ eftir
breska leikritahöfundinn
Owen Holder í þýðingu
Torfeyjar Steinsdóttur.
Þetta leikrit er fyrsta
leikritið sem tekið er upp
hjá RtJVAK á Akureyri.
Leikstjori er Jónas Jón-
asson og flytjendur eru
leikarar úr Leikfélagi Ak-
ureyrar.
Leikritið fjallar á gam-
ansaman hátt um rithöf-
und nokkurn sem er orð-
inn þreyttur á konunni
sinni og ákveður að losa
sig við hana á mjög svo
frumlegan hátt.
Leikendur eru: Þráinn
Karlsson, Guðlaug María
Bjarnadóttir, Sigurður
Hallmarsson, Þórey Aðal-
steinsdóttir, Pétur Egg-
erz, Marínó Þorsteinsson
og Gestur Einar Jónasson.
Tæknimenn eru: Frið-
rik Stefánsson, Björn Sig-
mundsson og Bergsteinn
Gíslason.
Ótroðnar slóðir
■i „Ótroðnar slóð-
00 ir“, þáttur um
kristilega popp-
tónlist, er á dagskrá rásar
2 í dag kl. 15. Stjórnendur
eru þeir Andri Már Ing-
ólfsson og Halldór Lár-
usson.
Að venju verður kynnt
og leikin ýmis kristileg
tónlist f þættinum. Meðal
þeirra tónlistarmanna
sem kynntir verða má
nefna Bob Dylan, Michael
W. Smith, Debby Boon,
Kathy Troccoli o.fl. Þá
verður og leikin ýmiss
konar dreifbýlistónlist
(country).
Þá verður þátturinn
kryddaður með ýmsum
punktum sem nú eru tald-
ir ný sannindi af fræði-
mönnum en biblían er
löngu búin að greina frá I
raun og veru.
ÚTVARP
FIMMTUDAGUR
11. aprfl
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
A virkum degi. 7.20 Leiktimi.
Tilkynningar.
7.55 Málræktarþáttur. Endurt.
þáttur Baldurs Jónssonar frá
kvöldinu áöur.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorö: — Hörður As-
kelsson talar.
9.00 Fréttir.
94)5 Morgunstund barnanna:
„Kalli ullarskott" eftir R.W.
Escameyer.
Guðrún Snæbjörnsdóttir les
þýöingu Eyjólfs Guömunds-
sonar (2).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.). Tónleikar.
1045 Málefni aldraöra.
Þáttur I umsjá Þóris S. Guö-
bergssonar.
114)0 „Ég man þá tlö“.
Lög frá liönum árum. Um-
sjón: Hermann Ragnar Stef-
ánsson.
1120 „Sagt hefur það veriö".
Hjálmar Arnason og Magnús
Glslason sjá um þátt af Suö-
urnesjum.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tll-
kynningar.
1120 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.20 Barnagaman.
Umsjón: Sigrún Jóna Krist-
jánsdóttir.
13.30 Tónleikar.
144)0 „Eldraunin" eftir Jón
Björnsson.
Helgi Þorláksson les (13).
14J0 A frlvaktinni.
Þóra Marteinsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
15J0 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16J20 Slödegistónleikar.
a. Fjórir þættir op. 81 fyrir
strengjakvartett eftir Felix
Mendelssohn. Melos-kvart-
ettinn leikur.
b. Planótrló I g-moll op. 8
eftir Frédéric Chopin. Wlad-
yslaw Szpilman. Tadeusz
Wronski og Aleksander
Ciechanski leika.
17.10 Sfðdegisútvarp
Tilkynningar
1845 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Siguröur G.
19.15 A döfinni.
Umsjónarmaöur Karl Slg-
tryggsson.
Kynnir Birna Hrólfsdóttir.
1925 Knapaskólinn.
Fjóröi þáttur.
Breskur myndaflokkur I sex
þáttum um unglingsstúlku
sem langar til aö veröa
knapi.
Þýöandi Guöni Kolbeinsson.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur.
2020 Auglýsingar og dagskrá.
2040 Kastljós.
Þáttur um innlend málefni.
Tómasson flytur þáttinn.
20.00 Leikrit: „John hatar
Mary" eftir Owen Holder I
þýöingu Torfeyjar Steins-
dóttur.
Leikstjóri: Jónas Jónasson.
Leikendur: Þráinn Karlsson,
Guölaug Marla Bjarnadóttir,
Siguröur Hallmarsson, Þórey
Aðalsteinsdóttir, Pétur Egg-
erz, Marlnó Þorsteinsson og
Gestur Einar Jónasson.
Kynnir: Sigrún Siguröardótt-
ir. (RÚVAK.)
214)5 Einsöngur I útvarpssal.
Kolbrún av Heygum syngur
færeysk og sænsk lög. Ólaf-
ur Vignir Albertsson leikur á
planó.
2125 „Logn", smásaga eftir
Helen McCloy.
Anna Kristln Arngrlmsdóttir
les þýðingu Ragnars Þor-
12. aprll
Umsjónarmaöur Sigrún Stef-
ánsdóttir.
21.15 Skonrokk.
Umsjónarmenn Haraldur
Þorsteinsson og Tómas
Bjarnason.
2140 Baráttan um brauöiö.
Bresk heimildarmynd um
offramleiöslu á landbúnaö-
arvörum og baráttu vest-
rænna þjóöa um markaöi
fyrir korn og önnur matvæli.
Þýöandi Bogi Arnar Finn-
bogason.
2220 Martröð (I Wake up
Screaming).
steinssonar.
2145 Samleikur f útvarpssal.
Gunnar Björnsson og David
Knowles leika á selló og pl-
anó Sellósónötu nr. 2 op. 5
eftir Ludwig van Beethoven.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orö kvöldsins.
2225 Aöfluttir yrkja um
Reykjavfk.
Anna Marla Þórisdóttir tók
saman. Lesari: Guöbjörg
Þórisdóttir.
23.00 Músfkvaka.
Umsjón: Oddur Björnsson.
24.00 „Djassaö f Djúpinu".
Bein útsending.
Kvartett Kristjáns Magnús-
sonar leikur. Kynnir: Vern-
haröur Linnet. Umsjón: Ölaf-
ur Þóröarson.
0045 Fréttir. Dagskrárlok.
Bandarlsk bfómynd frá
1941, s/h.
Leikstjóri: H. Bruce Humb-
erstone.
Aöalhlutverk: Bette Grable,
Victor Mature, Carole Land-'
is, Laird Cregar.
Ung og falleg stúlka á upp-
leið I skemmtanaheiminum
finnst myrt. Lðgreglumaöur-
inn sem hefur rannsókn
málsins með höndum reynir
eftir bestu getu aö koma
sökinni á velgjörðarmann
hinnar látnu.
Þýöandi Kristmann Eiösson.
23.55 Fréttir I dagskrárlok.
FIMMTUDAGUR
11. aprd
10.00—12.00 Morgunþátt-
ur
Stjórnendur: Kristján Sigur-
jónsson og Slguröur Sverr-
isson.
144)0—15.00 Dægurftugur
Stjórnandi' Leópold Sveins-
son.
15.00—16.00 Ötroðnar slóöir
Kristileg popptónlist.
Stjórnendur: Andri Már Ing-
ólfsson og Halldór Lárusson.
16.00—17.00 Jazzþáttur.
Stjórnandi: Vernharöur Llnn-
et.
174)0—18.00 Gullöldin.
Lög frá 7. áratugnum.
Stjórnandi: Þorgeir Ast-
valdsson.
Þriggja minútna fréttir sagö-
ar klukkan 11.00, 15.00,
16.00 og 17.00.
Hlé
204)0—21.00 Vinsældalisti
hlustenda rásar 2
10 vinsælustu lögin leikín.
Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
21.00—22.00 Rökkurtónar
Stjórnandi: Svavar Gosts.
22.00—24.00 Megas
Stjórnandi: Júlfus Einarsson.
SJÓNVARP
FÖSTUDAGUR