Morgunblaðið - 11.04.1985, Blaðsíða 33
MORGONBLAÐIÐ, FljlMTUDAGTlR'il.' ÁPRÍL19&
33
Anna Benedikts-
dóttir — Minning
Fsdd 25. febrúar 1898
Dáin 30. mars 1985
„Örlög velta á hending tveggja handa.
Hart slá nornir vef og þræði blanda.
Vefst í höggi hverju æfi kafli,
hljótt þær leiknum stýra í duliðskufli...
Einar Ben.
Þannig tekur Einar Benedikts-
son til orða. Þannig setjum við
mörg einnig upp okkar dæmi þeg-
ar þræðir vefjast saman og við
stöndum og bollaleggjum leið
þeirra í vefinn sem fyrst og síðast
verður jú það sem eftir stendur.
Anna Benediktsdóttir fæddist í
Grímstungu í Vatnsdal í Húna-
vatnssýslu. Foreldrar hennar voru
þau Guðrún Friðriksdóttir og
Benedikt Jóhannsson. Bæði af
húnvetnskum ættum. Ekki lágu
leiðir þeirra saman sem slíkra, en
giftust og eignuðust börn í hjóna-
böndum sínum. Guðrún giftist
Jóni Hjartarsyni og voru börn
þeirra: Helga, sem er látin, Hjört-
ur, kaupmaður í Olympíu hér í
borg, Guðrún, dó ung, og Margrét
gift Frederiksen.
Þau bjuggu fyrst í Saurbæ í
Vatnsdal. Fluttu þaðan til Reykja-
víkur og dvöldu þar uns þau
keyptu Skeggjastaði í Mosfells-
sveit, og bjuggu þar. Var alla tíð
náið og gott samband milli þeirra
mæðgna og heimila þeirra. Bene-
dikt giftist til Sauðárkróks. Börn
hans voru fjögur: tvíburar, Mar-
grét og Karólína, sem er látin, þá
Steingrímur, sem er látinn, og
Guðrún.
Eins og hálfs árs gömul var
Anna tekin í fóstur að Ási í
Vatnsdal af þeim hjónum Sigur-
laugu Guðmundsdóttur og Guð-
mundi Ólafssyni alþingismanni.
Með henni ólust þar upp frá
bernsku frændsystkini Guðmund-
ar, ólína og Guðmundur, seinna
prestur að Barði í Fljótum. í Ási
voru mörg fleiri börn um lengri
eða skemmri tíma.
Heimilið á Ási var mjög rómað
fyrir myndarskap og menning-
arbrag. Benedikt hafði dvalið
langdvölum í Ási og vissi því í
hvaða hendur hann var að láta
dóttur sína. Anna naut líka ástrík-
is og umönnunar sem hún minnt-
ist ávallt með gleði þegar hún
sagði frá uppvexti sínum seinna á
ævinni.
15 ára gömul fór hún í kvenna-
skólann á Blönduósi og var þá
yngsti nemandi sem setið hafði
skólann. Seinna sótti hun nám-
skeið í fatasaum og hannyrðum í
Reykjavík.
Það skyggði á ævi önnu að hún
var lengst af með skerta heilsu.
Hún veiktist bæði af barna- og
taugaveiki, mun það jafnvel hafa
skilið eftir þau spor er sköpum
skipti. Hún fatlaðist einnig af gigt
og háði það henni í mannlegum
samskiptum útí frá.
Eigi að síður, litla stúlkan sem
fæddist í Grímstungu og ekki var
að þeirra tíma yfirsýn borin til
drauma um stórbrotna veraldlega
framtíð, hún átti eftir að lifa í
glæsileik síns tíma. Henni voru
góðar gáfur gefnar bæði til munns
og handa og hún var falleg og
skemmtilega viðræðuhæf. Frá-
sagnargleði hennar var mikil og lá
það gamansama ekki í láginni.
20. september 1924 gekk Anna í
hjónaband hér í Reykjavík. Maður
hennar var Friðrik H. Ludvigsson
sonur hjónanna Jóhönnu Bjarna-
dóttur Þórðarsonar að Reykhólum
í Reykhólasveit og Ludvigs Haf-
liðasonar kaupmanns Guð-
mundssonar frá Engey.
Heimili sitt stofnuðu þau að
Vesturgötu 11 hér í Reykjavík og
stóð það þar æ síðan meðan bæði
lifðu. Mann sinn missti hún 4.
október 1961. Heimilið bar, að
marga mati, sömu reisn og Anna
var alin upp við. Guðmundur
fóstri hennar hélt jafnan til hjá
þeim hjónum þegar hann sat á al-
þingi. Honum fylgdi að vonum
mikil gestakoma af samþings-
mönnum hans, svo og heiman úr
héraði. Þá hélst samband milli
hennar stóra systkinahóps þó þrí-
skiptur væri og segir það sína
sögu um víðsýni og vináttubönd
sem henni fylgdu ævina á enda.
Sigurlaugu fóstru sína tók hún á
heimili sitt þegar hún var orðin
ekkja og hafði hana til dauðadags
hennar.
Anna og Friðrik eignuðust dótt-
ur og son bama. Guðrúnu, f. 1926,
hún er gift Brian Holt f.v. ræð-
ismanni Breta á Islandi, þau eiga
tvo syni. Patrik, hann er kvæntur
og á tvær dætur. Hann býr í Eng-
landi. Anton sem einnig er kvænt-
ur og á tvær dætur. Hann býr á
Seltjarnarnesi. Guðmund ó. f.
1928. Hann fluttist til Kanada árið
1956. Hann kvæntist Margréti,
konu af skoskum ættum. Þeim
varð ekki barna auðið. Guðmund-
ur átti við langvarandi vanheilsu
að stríða. Hann andaðist þar ytra
13. október 1984.
Heimili sitt á Vesturgötunni
hélt Anna nokkurn tíma eftir að
hún varð ekkja, en þar kom að hún
flutti alfarin til dóttur sinnar og
lifði í skjóli þeirra hjóna uns hún
andaðist eftir stutta legu á sjúkra-
húsi.
Líf hennar þar er kapítuli útaf
fyrir sig. Hann gæti verið skóla-
bókardæmi nú þegar mest er gert
í því að ráðstafa gömlu fólki sem
afgangsverum og jafnvel líkt við
stórt þjóðfélagsvandamál. En
Anna var þar engin hornreka, all-
ar hennar þarfir voru mínútu sett-
ar. Vegna heilsu sinnar sat hún
langdvölum í stól og hún átti sinn
stól, það settist enginn í hann, hún
þurfti aldrei að biðja um að staðið
væri upp fyrir sér.
Anna átti því láni að fagna að
vera vernduð alla sína ævi. Hún
lifði í farsælu hjónabandi og dótt-
ir hennar og tengdasonur hlúðu að
henni á þann fullkomnasta máta
sem ég hef séð um mína daga. Þau
miðuðu sínar ferðir og gjörðir við
hennar hagsmuni. í banalegu
hennar vék fjölskyldan ekki frá
henni hvorki nótt eða dag, það var
haldið í höndina á henni uns yfir
lauk.
Eflaust hefur Anna átt sínar
efasemdir um tilgang lifsins. Vef-
ur hennar slóst saman á þann
máta að vart mun heimasætan í
Ási haft sett hann svo glögglega
upp fyrir sér. Þó afkomendur
hennar séu ekki margir miðað við
langa ævi, má segja að þeir hafi
verið gefnir hinum stóra heimi
sem var svo óra langt frá Vatns-
dalnum kæra. Það útaf fyrir sig er
hljómur margra strengja sem
fylgja móðurhjartanu og mun ég
ekki ætla mér þá dul að færa þá
þaðan.
Frá því við kynntumst eru
meira en 15 ár. Hún er mér minn-
isstæð falleg eldri kona að ytri sýn
en ung að allri innri gerð, hún var
svo andlega hress. Fyrir ánægju-
iegar stundir er ég henni þakklát
nú að leiðarlokum. Ég bið henni,
hennar fólki og minu sem henni
tengdist, allrar blessunar.
Friður sé og veri með þeim öll-
um. Jónína Jónsdóttir
henni þar. Hafi hún þökk fyrir allt
og allt.
Blessuð sé minning Jónínu, sem
lengi mun geymast í hugum okkar.
Góður Guð geymi hana.
Ólafur Jónsson
Mín bíður ei hin djúpa, dimma gröf,
því drottinn sjálfur bjó mér aðra leið,
og bak við dauðaiis breiðu, myrku höf,
þar bíður annað fagurt lífsins skeið.
En gröfin þögul, geigvænleg og kðld,
hún geymir aðeins það, sem jörðin á.
Mín leið er yfir hel og harma völd
til hans, sem andi minn og líf er frá.
Eg veit, að þú minn guð, er gafst mér líf
og gafst mér ódauðleika, von og trú,
á framhaldslífsins vegi verður hlíf,
- á vegunum, er sjálfur lagðir þú.
Og þegar opnast dauðans dimmu hlið,
þá degi þinum mæti eg á ný.
Eg geng þar inn með fullum sálarfrið,
því, faðir, eg er skjóli þínu í.
Eg veit, að bak við lífið kemur líf,
sem lífgar það, sem hér á jörðu kól.
Og þú ert, Guð minn, hverri veru hlff
og hverju barni þínu kærleikssól.
í ógnum dauöans, eins og sonur þinn,
eg anda minn í þínar hendur fel.
Eg veit mér bregzt ei föðurfaðmurinn
og forsjón þinni’ og líkn eg treysti vel.
(Höf. Einar M. Jónsson)
Ég þakka elsku ömmu minni
fyrir allt.
GJ.Ó.
Fiskiðn gengst fyrir
námstefnu um fiskiðnað
FISKIÐN, fagfélag fiskiðnaóarins, gengst i morgun, fostudag, fyrir nám-
stefnu um fiskiðnað. Verður hún í Hreyfilshúsinu við Grensásveg og hefst
klukkan 10 árdegis.
Námstefnan hefst með fram-
söguerindum en að þeim loknum
verða umræður. Framsöguerindi
flytja: Lárus Björnsson, kennari
við Fiskvinnsluskólann, Einar G.
Hjaltason, verkstjóri Hraðfrysti-
húss Hnífsdals, dr. Ingjaldur
Hannibalsson, forstjóri Iðntækni-
stofnunar íslands, dr. Grímur
Valdimarsson, forstjóri Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins, og
Gísli Erlendsson, forstjóri Rekstr-
artækni. Ráðstefnuna setur Finn-
ur Ingólfsson, aðstoðarmaður
sjávarútvegsráðherra, en fundar-
stjórar verða Aðalsteinn Gott-
skálksson og Jón Geirsson.
Hjól í óskilum
NÝLEGT reiðhjól af gerðinni DBS
er i óskilum í Hlíðargerði 6 í
Reykjavík, en þar hefur það verið
í nokkrar vikur. Húsráðendur,
sem hafa símann 84529, vilja
gjarnan að eigandinn sæki hjólið,
en þeir telja að því hafi verið stol-
ið og síðan skilið eftir í Hlíðar-
gerðinu.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíðum Moggans!
STJÓRNUNAR
STJÓRNUN
BREYTINGA
Management of change
Stöðugar breytingar í vinnuumhverfi stiórnenda
leiða til meiri krafna og auka vinnuálag. Til þess að
ráða við þetta þarf nýjar aðferðir og nyja hæfni sem
ekki er tif staðar nema að litlu leyti i dag. Breytingar
eru eðlilegur hluti af lífinu, en hinar öru tæknifram-
farir á unaanförnum árum hafa aukið hraða breyt-
inganna og áhrif þeirra fara vaxandi.
Vaxandi skilningur er á því innan atvinnulífsins að
aeta fyrirtækjanna til þess að lifa af, velti mjög á
næfninni til þess að stjórna breytingum á árangurs-
ríkan hátt. Engin einfold leið er til.
Markmið námskeiðsins er m.a. að:
- greina eðli breytinga og þau vandamál
sem þær skapa
- yfirfara aðferðir við stjórnun breytinga
- greina vandamál sem við er að etja í dag
vegna breytinga
Efni námskeiðsins er m.a.:
- þörfin fyrir breytingar og framtíðarspár
- nin raunverulegu vandamál breytinga
- þróun bestu aostæðna
- skipulagning og framkvæmd á árangurs-
ríkum stjórnunaraðferðum
- helstu lykilatriði við stiórnunbreytinga
- markvirkar stjórnskipulagsbreytingar
Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað öllum stjórn-
endum fyrirtækja og stofnana, sem á einhvern hátt
þurfa að stjórna breytinqunr námskeiðið hentar
einnig mjöq vel rekstrarráogjöfum, sem óska að ná
tökum á víofangseefninu.
Leiðbeinandi: Mike Fischer, starfar sem stjórnun-
arráðgjafi hjá fyrirtækinu Organisation Dynamics.
Sérsvið hans eru stefnumótun og markmiðasetning
fyrirtækja, framleiðniaukandi aogerðir og bættar
samskipta- og hvatningaraðferðir. Hann hefur 17
ára starfsreynslu við Teiðbeiningarstörf í breska
flughernum og hjá breska varnarmálaráðuneytinu,
oa starfaði sem aðalleiðbeinandi á þjálfunarnám-
skeiðum hersins.
Staður og tími: 23.-24. apríl 1985 í Krist-
alssal Hótels Loftleiða.
TILKYNNIÐ ÞATTTÖKU
í SÍMA 82930
MARFÉLAG
ISLANDS ICSíí,23