Morgunblaðið - 11.04.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.04.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR II. APRÍL 1985 raöauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar | húsnæöi i boöi | Skrifstofuhúsnæði Til leigu er skrifstofuhúsnæði, annað 50 fm og hitt 70 fm á 4. hæö, neðarlega við Lauga- veginn. Lyfta er í húsinu. Tilboöum merktum: „L - 2689“ skal skilaö á augld. Mbl. fyrir 19. apríl 1985. Lítið innflutningsfyrirtæki er til sölu. Goð umboö í vélum og ýmsu sem viökemur bátum. Áhugamenn leggi nöfn sín á augld. Mbl. merkt: „Framtíð 2441“. fundir — mannfagnaöir | Aðalfundur Sendibíla- stöðvar Hafnarfjarðar verður haldinn 11. apríl að Helluhrauni 7 kl. 8.30. Reikningar stöðvarinnar liggja frammi. Frönskunámskeið Alliance Francaise Sumarnámskeiö fyrir byrjendur og lengra komna verða haldin rrá 15. apríl til 27. júní 1(10 vikur). Innritun fer fram á skrifstofu A.F. að Laufás- vegi 12, alla virka daga frá kl. 17.00 til 19.00 og henni lýkur 12. apríl. Upplýsingar á staönum og í síma 23870, frá kl. 17.00 til 19.00 Námskeið fyrir innflytjendur Til sölu Til sölu New Holland 370 heybindivél árg. 1982, súgþurrkunarblásari H22 og 15 hestafla rafmótor 440 volt árg. 1981. Uppl. i sima 95-1579. Til sölu Bandaríska sendiráöið, Laufásvegi 21, býöur til sölu ýmsa notaða muni: ísskápa, frystiskápa, þvottavélar, þurrkara, allskonar húsgögn, skrifstofutæki svo sem CPT ritvinnslukerfi, Ijósritunarvélar, ritvélar, reiknivélar o.fl. Munir þessir veröa til sýnis aö Laufásvegi 21, laugardaginn 13. apríl, milli kl. 10.00 og 14.00. Lokuðum tilboðum í ofangreinda muni verður veitt móttaka i sendiráöinu frá kl. 14.00 tit 14.30. Tilboð opnnuö kl. 15.00 sama dag. Stjórnin Aðalfundur safnaöarins veröur haldinn í Grensáskirkju mánudaginn 15. apríl nk. kl. 18.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefndin. nauöungaruppboö Nauðungaruppboð á eigninni Miöengi 19. Selfossi. eign Benedikts Jóhannssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 12. april 1985 kl. 11.00, eflir kröfu Lands- banka íslands. Bæjartógetinn á Selfossi. Nauðungaruppboð Frjáls verömyndun og harönandi samkeppni í innflutningsverslun krefst nákvæmari áætlana á endanlegu söluveröi viö innkaup og markaösleit. Náin kynni af tollskránni eru þvi mikilvæg þeim sem þessi störf vinna. Félag isl. stórkaupmanna efnir til námskeiös í tollflokkun í samráöi viö Tollstjóraemb- ættiö. Námskeiöiö fer fram i húsakynnum FÍS i Húsi verslunarinnar dagana 15. og 19. apríl nk. og stendur yfir frá kl. 13.00 til 17.00 hvern dag. Leiðbeinendur: Jón Mýrdal, Ögmundur Guö- mundsson, Reynir Haraldsson og Sveinbjörn Guömundsson. Þátttökugjald kr. 3.500. Innritun í dag og á morgun í síma 10650. Ný heildsölumiðstöð Áhugamenn um byggingu heildsölumiöstööv- ar viö Sundahöfn koma saman í fundarsal FÍS í dag kl. 16.00. Félag islenskra stórkaupmanna. húsnæöi óskast íbúð óskast 4ra—5 herb. íbúö óskast til leigu frá 1. júní. Tilboö sendist augl.deild Mbl. fyrir 5. maí merkt: „í — 2476“. Geymsluhúsnæði Stofnun í Reykjavík óskar eftir aö taka á leigu geymsluhúsnæöi i borginni, aö stærö 60-100 fermetrar. Tilboö óskast send augld. Mbl. merkt: „Geymsluhúsnæði — 2440“ fyrir 15. apríl nk. annaö og siöasta á eigninni Lyngheiöi 20. Hverageröi eign Tómasar B. Ólafssonar en talin eign Þórunnar önnu Björnsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 17. aprll 1985 kl. 11.00. eftir kröfum lögmannanna Helga V. Jonssonar, Quömundar Jónssonar, Guö- mundar Péturssonar, Ævars Guömundssonar og Sigurmars K. Al- bertssonar og innheimtumanns rikissjóös, Veödeildar Landsbanka islands og Brunabótafélags íslands. Syslumaður Arnssýslu. Landsfundur — Laugardalshöll Landsfundur Sjálfstæöisflokksins hefst fimmtudaginn 11. april 1985 kl. 17.30 stundvislega meö setningarfundi i Laugardalshöllinni. Setningarfundurinn er opinn öllum sjálfstæöismönnum. Afhending gagna hefst kl. 13.00 flmmtudaginn 11. april og fer einnig fram i Laugardalshöllinni. Minning: Jónína María Pétursdóttir Fædd 11. júní 1905 Dáin 31. mars 1985 Þann 31. mars sl. lést í Borg- arspítalanum í Reykjavík tengda- móðir mín, Jónína M. Pétursdótt- ir. Hún fæddist að Skeiði í Álfta- firði 11. júní 1905, og hefði því orð- ið áttræð í júní nk. Foreldrar hennar voru Friðgerður Sam- úelsdóttir og Pétur Fr. Jónsson, sem lengst af bjuggu á ísafirði. Systkinin voru fimm, Guðmunda Jóna, Jón Benóný, Jónína María, Kristján Karl og Hrólfur. Af þeim eru eftirlifandi Guðmunda Jóna orðin 84 ára og Hrólfur rúmlega sjötugur. Mikill kærleikur var alltaf á milli systkinanna, Hrólfur býr á ísafirði, en Guðmunda að Hrafnistu í Reykjavík. Síðustu ár- in eftir að systurnar gátu lítið heimsótt hvor aðra töluðust þær saman í síma nær daglega. Jónína giftist ung Heíga Bene- diktssyni skipstjóra sem látinn er fyrir nær tíu árum, áttu þau sam- an sex börn, en eina dóttur átti Jónína sem Helgi gekk í föðurstað. Börn þeirra voru: Benedikt sem lést í janúar 1979, eftirlifandi kona hans er María Pálsdóttir, þau eignuðust þrjú börn, en hann átti eina dóttur áður. Guðmundur Eyberg sem lést í maí 1979, eftir- lifandi kona hans er Ingibjörg Kristjánsdóttir, börn þeirra eru sjö. Guðmundur, kona hans er Jó- hanna Markúsdóttir, börn þeirra eru fjögur. Pétur Geir, kona hans er Ósk Óskarsdóttir frá Hrísey, börn jæirra eru fjögur. Lúðvig Thorberg, kona hans er Ásthildur Mikkelsen, börn þeirra eru fimm. Sigríður, gift Jóni Valdimarssyni og eiga þau eina dóttur. Birna Jó- hanna, gift undirrituðum og eru börn þeirra fjögur. Barnabörnin eru því orðin 27 talsins, og fjöldi barnabarna þannig að það eru orðnir margir afkomendur Jónínu. Þau Jónína og Helgi voru kennd við ísafjörð, þótt hún væri fædd í Álftafirði og hann að Dönustöðum í Dalasýslu. Þau bjuggu fyrst framan af á ísafirði, og svo um nokkur ár í Álftafirði en fluttust alfarið til Reykjavíkur 1938 eftir að Helgi hætti allri sjósókn. Jón- ína var fríð kona og glaðleg, hrók- ur alls fagnaðar í vina- og kunn- ingjahópi, hún var sérlega við- kvæm kona og mátti ekkert aumt sjá, að hún reyndi ekki að rétta hjálparhönd. Fjölskyldutengslum hélt hún mjög vel við óg fylgdist vel með öllum sinum börnum og barna- börnum, marga sokkana og vettl- ingana prjónaði hún á barnabörn- in og reyndi að sjá um að engir yrðu útundan, enda voru bæði börn og barnabörn oft á tíðum í heimsókn, og þá sérstaklega seinni árin, eftir að hún gat ekkert farið um nema með hjálp, því sið- ustu árin voru fæturnir farnir að gefa sig, og þurfti hún þá að nota göngugrind til að komast um inn- an húss. Jónínu kynntist ég fyrst árið 1945 er ég tengdist henni, með því að kvænast dóttur hennar Birnu. Alla tíð fór sérlega vel á með okkur, Jónína dvaldi oft á tíðum smátíma á heimili okkar, fór einn- ig mjög vel á með henni og börn- um okkar, sem allt vildu fyrir hana gera, og ekki var hún síðri gagnvart bamabörnunum, sem sóttu mjög í að heimsækja lang- ömmu, þannig laðaði hún þau að sér. Jónína var mjög minnug og ættfróð, oft var rætt um gamla vini og kunningja, einnig um ýmsa eldri samtíðarmenn hennar. Þær systur ræddu mikið þessi mál og held ég að þótt Jónína væri mjög glögg, hafi Guðmunda systir hennar ekkert gefið henni eftir í þeim efnum nema síður væri. Son- ur Jónínu, Pétur Geir, ólst að mestu upp hjá Guðmundu móð- ursystur sinni, ekki var hægt að sjá að hann gerði upp á milli þeirra, því aldrei kom hann svo að vestan, að hann heimsækti þær ekki báðar mömmurnar. Jónína las mikið fram á síðasta dag, hún var trúrækin kona þótt hún færi ekki oft til kirkju, en þar held ég að næst henni hafi staðið Hjálpræðisherinn sem hún starf- aði í sem ung kona á ísafirði. Allt- af bað hún mig um að setja í jóla- pottinn hjá þeim á jólum, og vitn- aði oft í þá sem hún kynntist þar. Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar og sálmabókinni kunni hún mikið í og vitnaði oft í þá. Þá las Jónína töluvert ljóð og var hún mjög ljóðelsk, en ég held að mest hafi hún haldið upp á Þorstein Erlingsson, það sá ég best þegar ég fyrir nokkru færði henni „Eið- inn“ eftir hann, hvað hún ljómaði af ánægju þegar hun tók við hon- um, því sá sem hún átti fyrir var ef segja má upplesinn. Með Jónínu er gengin góð kona og móðir, sem skilur eftir sig skarð minninganna, og eyðu í sunnudagana, því ekki getur mað- ur lengur notið þess að drekka kaffi hjá henni og spjalla um líð- andi stund. Megi mín kæra tengdamóðir heil fara á fund æðri máttarvalda. Ég veit að vel verður tekið á móti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.