Morgunblaðið - 11.04.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.04.1985, Blaðsíða 24
 Ö8IÍI Jlll'lA .11 SUDAHtlTMMll JllUAJHkflJUJIUM Z4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDÁGUR 11. APRÍL 1985 Danski utanríkis- ráðherrann til Kína Kaupmannahofn. 10, aprfl. AP. DANSKI utanríkisráðhcrrann, Uffe Ellemann-Jensen, fer í opinbera heimsókn til Kína og mun dvöl hans þar standa frá 27. aprfl til 3. maí, að því er utanríkisráðuneytið tilkynnti f dag. I tilkynningu ráðuneytisins sagði, að Ellemann-Jensen myndi eiga viðræður við starfsbróður sinn, Wu Xueqian. Viðskiptanefnd er í för með ráðherranum. Frá Kína fer danski ráðherrann til Hong Kong, þar sem hann mun dvelja í einn dag, að því er sagði í tilkynningu ráðuneytisins. Rændu rúbínum fyr ir IV2 millj. punda London, 9. aprfl. AP. A miðvikudag fyrir páska stálu þrír menn rúbínsteinum að verð- mæti 1,5 milljóna punda úr sýn- ingarglugga gimsteinaverslunar í Knightsbridge. Er það í annað sinn á fimm mánuðum sem gluggi verslun- arinnar er rændur að sögn lögregl- unnar. Þjófarnir brutu rúðuna í glugg- anum, sópuðu saman rúbínunum og óku síðan á brott með ofsa- hraða. Þegar bíll þeirra stöðvaðist í umferðaröngþveitinu snöruðust þeir út og brutu rúðu í leigubifreið sem elti þá og hlupu á brott. Talsmaður Scotland Yard sagði að ránið hefði verið mjög í sama anda og ránið í sömu versluti í októbermánuði sl. Að sögn Scotland Yard tók ör- yggisvörður leiguhifreiðina til að veita þjófunum eftirför. Leggja varð leigubifreiðarstjórann inn á sjúkrahús vegna áverka sem hann fékk af völdum glerbrota. Tveir menn frá Chicago, Arthur Rachel og Joseph Scalise, afplána nú 15 ára dóma, sem þeir hlutu fyrir að ræna fyrrnefnda gim- steinaverslun í september 1980. Þeir stálu gimsteinum að verð- mæti 1,4 milljóna punda. Kramhúsið Norðmenn ætla ekki að hætta hvalveiðum Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, er nú á 11 daga feróalagi um ýmis Asíulönd. f gær átti hún viðræóur við Suharto, forseta Indón- esíu, en á myndinni sem hér fylgir er breski forsætisráðherrann að kanna heiðursvörð í Kuala Lumpur, höfuðborg Malaysíu, ásamt forsæt- isráðherra landsins, Mahathir Mohamad. hjá Alþjóða hvalveiðiráðinu og bandarískum yfirvöldum. Við munum hafa samband við báða þessa aðila í því skyni að reyna að finna lausn á málinu." Ýmis náttúru- og dýraverndar- samtök i Bandarikjunum hafa hótað að herða baráttu sína fyrir því að Noregur hætti hvalveiðum, m.a. með því að stuðla að innflutn- ingsbanni á norskar sjávarafurðir. Eftir að Japanir lýstu yfir, að þeir mundu hætta hvalveiðum, eru það aðeins Norðmenn, Sovétmenn og Perúmenn, sem neita að virða ákvörðun Alþjóða hvalveiðiráðs- ins um að öilum hvalveiðum skuli hætt. Dans- og leiksmiðja Bergstaðastræti 9b, (bakhús) Vornámskeið hefjast 15. apríl Thatcher í Kuala Lumpur Ódó, 9. apríl. Frá Ju Erik Unré, frétUriUr. Mbl. „Jafnvel þótt Japanir hafi látið undan þrýstingi Bandaríkjamanna um að stöðva hvalveiðar 1988, ætl- um við að leita lausnar sem gerir okkur kleift að halda veiðunum áfram,“ segir Thor Listau, sjáv- arútvegsráðherra Noregs. Ákvörðun Japana hefur veikt möguleika Norðmanna til áfram- haldandi veiða, en fyrrnefnd orð sjávarútvegsráðherrans gefa ákveðið til kynna, að Norðmenn ætli ekki að láta sig baráttulaust. Listau segir ennfremur: „Af- staða okkar er skýr. Svo lengi sem líffræðileg skilyrði leyfa og hvala- stofnum er ekki ógnað, teljum við rétt að halda áfram nýtingu þeirra. Við vonum, að þetta sjón- armið okkar mæti skilningi bæði Innritun í síma 15103. Fyrir börn og unglinga: Afrikudans, jassdans, leikræn tjáning. Kennarar: Hafdís Árnadóttir Hafdís Jónsdóttir Halla Margrét Jónsdóttir Elísabet Guðmundsdóttir Auöur Bjarnadóttir Abdul Dokr Sigríöur Eyþórsdóttir Margrét Pálmadóttir m # ‘ % AP/Símamynd Tangarsókn tudda Þessi nautabani ætlaði aldeilis að sýna listir sínar á fyrsta nautaati „vertíðarinnar" á Spáni nýlega. Þaut hann djarflega að nautinu og hugðist stinga spjótum sínum í bak tudda, en dýrið sneri taflinu við, krækti horni í síðu kappans og þeytti honum frá sér. Slapp hann betur en á horfðist í fyrstu, en nautið kembdi ekki hærurnar í ójöfnum leiknum. Sprengikúlur urðu fimm börnum að bana Þebu, (■rikkUndi, 10. aprfl. Sprengikúlur frá stórskotaliðsæf- ingu í nágrenni Þebu í Mið-Grikk- landi lentu í sígaunabúðum og sprungu þar. Fimm börn létu lífið, að sögn lögrcglunnar. Talsmaður lögreglunnar sagði, að allmörg börn, sem verið hefðu að leik við búðirnar, hefðu hlotið sár í sprengingunni. Hann sagði, að skotið hefði verið út fyrir æfingasvæði griska hers- ins nálægt þorpinu Neochoraki. Sígaunabúðirnar voru um 500 metra fyrir utan æfingasvæðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.