Morgunblaðið - 11.04.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.04.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐtÐ, FIMMTUDAGUR11. APRlL 1985 5 Utanríkisyiðskiptin 1984: Helmingur þjóðarfram- leiðslunnar fluttur utan Halli á viðskiptajöfnuði 4.130 m.kr. eða 6 % þjóðarframleiðslu Útflutningiir vöru og þjónustu í sl. ári nam um helmingi þjóóarframleiðsl- unnar. Utanríkisvióskipti vega því þungt í efnahagsafkomu íslendinga. Halli á vöruskiptajöfnuói við útlönd 1984 nam 332 m.kr., þrátt fyrir aó heildarútflutningur vsri 8,5% meiri á sambærilegu gengi en 1983, en þá var 544 m.kr. afgangur. Þetta kemur fram í skýrslu Geirs Hallgrímssonar utan- ríkisráðherra til Alþingis um utanrfk- ismál 1985, sem lögó var fram á Al- þingi í gær. Þess ber að geta að birgðir út- flutningsvara um sl. áramót vóru 692 m.kr. meiri en í ársbyrjun. Hinsvegar minnkuðu útflutnings- birgðir um 1.231 m.kr. 1983. Litil breyting var á viðskiptakjörum. — Greiðslur fyrir ýmis konar erlenda þjónustu vóru einnig hærri 1984 en 1983, einkum vegna vaxtagreiðslna og ferðalaga erlendis. Hallinn á við- skiptajöfnuðinum, bæði vegna vöru- skipta og þjónustu, var því 4.130 m.kr. en 1.260 m.kr. 1983 og sam- svaraði 6% af þjóðarframleiðslu samanborið við 2,4% árið áður. V öniinnflutningur jókst um 13% 1984 Sjávarvörur vóru 67% af heildar- útflutningi. Fryst fiskflök vóru langmikilvægasta útflutningsvaran, eða 28% af heildarútflutningi. Flutt vóru út 113.600 tonn af frystum fisk- flökum, 35.500 tonn af blautverkuð- um saltfiski, 114.000 tonn af loðnu- mjöli, 54.000 tonn af loðnulýsi og 12.700 tonn af nýjum fiski I kæli- gámum. Útflutningur iðnaðarvara nam um 29% af heildarútflutningi 1984, sem er svipað hlutfall og 1983. Út- flutningur á áli nam um 85.000 tonnum, sem er verulega minna magn en 1983. Útflutningur á kísil- járni jókst hinsvegar verulega. Ull- arvörur juku og hlut sinn í útflutn- ingi á árinu. Útflutningur á landbúnaðarvör- um var um 1,7% af heildarútflutn- ingi, sem er lítilsháttar aukning. Bandaríkin vóru sem fyrr lang- stærsta og hagstæðasta markaðs- land okkar, en þangað fóru 28,4% af heildarútflutningi 1984, sem er svip- að hlutfall og 1983. Evrópubanda- lagið er hinsvegar stærsta markaðs- svæði okkar með 38,3% heildarút- flutnings, en þar njótum við mikil- vægra tollfríðinda. Útflutningur til EFTA-ríkja nam 12,7% heildarút- flutnings, en þar hafði Portúgal nokkra sérstöðu sem stærsti kaup- andinn. Viðskiptin við A-Evrópu vóru svipuð og áður, en þangað fóru tæp 20% heildarútflutnings. Viðskiptin við Japan hafa farið vaxandi, en þangað er flutt hvalkjöt, fryst loðna, loðnuhrogn, frystur karfi, rækja, lagmeti og loks kísil- járn. f skýrslu utanríkis- riðherra segir m.a.: „Vegna þýðingar utanríkisvið- skipta fyrir þjóðarbúið hlýtur það að vera mikið hagsmunamál að standa vörð um það frelsi í alþjóða- viðskiptum, sem náðst hefur, og standa gegn tilraunum til að skerða þaö með höftum, tollum og ríkis- styrkjum. Þetta hefur verið afstaða islenzkra stjórnvalda á alþjóða- vettvangi. Á árunum 1980—83 hafa verið talverð brögð að því að lönd hafi gripið til verndaraðgerða vegna atvinnuleysis og erfiðleika í ákveðn- um atvinnugreinum þrátt fyrir yfir- lýsingar og aðvaranir GATT, OECD, EFTA og EB. Þessar aðgerðir hafa þó ekki haft bein áhrif á útanríkis- viðskipti íslands nema hvað varðar ríkisstyrki til sjávarútvegs í Kan- ada og Noregi. Viðskiptaráðherrar, sem sótt hafa ráöherrafundi OECD og EFTA, hafa margoft gagnrýnt styrkveitingar til sjávarútvegs sem raska samkeppnisstöðu á alþjóða- mörkuðum auk þess sem gagnrýni hefur verið borin fram við ráða- menn í Noregi og Kanada". Ljósm. Morgunblaðið/Július Nokkrir félagar íslensku hljómsveitarinnar, sem leika á tónleikum í Bústaðakirkju í kvöld. Mvndin var tekin á æflngu fyrr í vikunni. íslenska hljómsveitin: Frumflytur oktett eftir Þorkel Sigurbjörnsson ÍSLENSKA hljómsveitin heldur 13. tónleika sína í kvöld kl. 20.30. Á tónleikum þessum verða flutt tvö kammerverk, Óbókvartettinn eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Kvintettinn op. 16 eftir Ludvig van Beethoven, og frumfluttur oktett eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem hlotið hefur nafnið Áttskeytla. Á tónleikunum koma fram eft- irtaldir félagar íslensku hljómsveitarinnar: Kristján Þ. Stephensen, óbó, Sigurður I. Snorrason, klarinett, Björn Árnason, fagott, Lilja Valdi- marsdóttir, horn, Ánna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, Laufey Sigurðardóttir, fiðla, Hrefna Hjaltadóttir, lágfiðla, og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, selló. Tón- leikarnir verða haldnir í Bú- staðakirkju. Júlíus Geirmundsson seldi í Bremerhaven JÚLÍUS Geirmundsson ÍS seldi afla sinn í Bremerhaven í gær og fyrradag. Hann fékk nokkru lægra verð en fékkst við síðustu landanir fyrir páska, enda eftirspurn eftir flski nú minni. Þrjú önnur flskiskip selja afla sinn erlendis í þessari viku. Júlíus seldi alls 211 lestir, mest karfa. Heildarverð var 5.270,200 krónur, meðalverð 24,98. Dagstjarn- an KE landaði í gær og morgun í Cuxhaven. Karlsefni RE landar í Cuxhaven á föstudag og í dag, 'fimmtudag, landar Keilir RE í Grimsby. Nu ætlum við að sveigja greiðslukjörin að getu sem f flestra. w ^ ÍMYND EINSTAKRA GÆÐA 'f - MEST SELDI BÍLL Á ÍSLANDI Það er sagt að allir bílar séu jafnir en við vitum betur. Sumir eru og verða yfir aðra hafnir hvað varðar gæði kosti og verð og er UNO einmitt fremstur í þeim fiokki. NU GETUR ÞU EIGNAST FIAT UNO S 45 FYRER AÐEINS '•WVI A GÖTUNA MEÐ RYÐ- VÖRN OG SKRÁNINGU. Tökum fleiri bíla en Fiat uppínýjanUNO. Veglegt útlit og vöndud hönnun 1929 EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202 1985

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.