Morgunblaðið - 11.04.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1985
35
Magnús Jónatans-
son — Minning
Fæddur 2. janúar 1897
Dáinn 30. mars 1985
Þeim fækkar ört aldamóta-
mönnunum á meðal okkar og nú
eru þeir fáir eftir sem litu fyrst
dagsins ljós hinum megin síðustu
aldamóta. Einn þeirra, Magnús
Jónatansson, kvaddi laugardaginn
30. mars sl. á Sólvangi í Hafnar-
firði.
Magnús fæddist að Ytri-Veð-
rará í Önundarfirði, sonur hjón-
anna Jónatans Magnússonar sem
þar var að taka við búi og Guðrún-
ar Jónsdóttur frá Vífilsmýrum.
Þeim hjónum fæddust 7 börn á
10 árum og komust 6 þeirra til
fullorðins ára. Magnús var elstur
og þegar hann var 9 ára fluttu
foreldrar hans með börnin að Hóli
í Firði þar sem þau bjuggu góðu
búi meðan lff og heilsa entist.
Barnahópurinn á Hóli var varla
í meðallagi fjölmennur miðað við
það sem gerðist á bæjunum f kring
en auk þeirra systkinanna nutu
þar fósturs nokkur börn vanda-
lausra um lengri eða skemmri
tima.
Þau Hólssystkin voru sögð hress
og fjörmikil og ég ímynda mér að
strax á unga aldri hafi þroskast
með Magnúsi sá föðurlegi mynd-
ugleiki, skilningur og umburðar-
lyndi gagnvart öðrum sem mér
eru einkar minnisstæðir þættir í
fari hans. Sem frumburðar fjöl-
skyldunnar voru vafalaust gerðar
til hans meiri kröfur um ábyrgð
og fyrirhyggju en hinna barnanna.
Óviðjafnanlegt var að alast upp
í Firðinum á fyrstu áratugum
þessarar aldar. Einir 14 bæir lágu
þétt saman i skeifulaga röð fyrir
botni fjarðarins sem fyrir löngu
hafði breyst í vel grónar flæði-
engjar. Nokkru utar, sinn hvoru
megin, voru svo Mosvellir og
Tannanes og að þeim meðtöldum
voru býlin 18. A flestum þeirra
voru stórir systkinahópar á líku
reki að vaxa úr grasi, allt hið
mannvænlegasta fólk.
Áratugum síðar þegar ég var
barn á þessum slóðum, skildist
mér af tali fullorðna fólksins að
úti á Hörðeyrum og í litla skólan-
um á Hesti hefðu gerst mörg dýr
ævintýr í söng, leik og dansi.
Mikil bjartsýni og framfarahug-
ur ríkti meðal ungs fólks á þessum
árum. Fólk skynjaði nýjan tíma og
breytta atvinnuhætti til sjávar og
sveita. Árið 1919 tóku þeir sig upp
4 bændasynir og jafnaldrar og
fóru til Hóla á bændaskólann. Meö
Magnúsi fóru Halldór Þorvaldsson
frá Efstabóli, Guðjón Guðjónsson
frá Ármúla og Skúli Guðmunds-
son frá Vífilsmýrum.
Magnús var prýðis námsmaður
og útskrifaðist með góðri ágætis-
einkunn frá Hólum eftir tveggja
vetra nám. Starfið í ungmennafé-
laginu og vistin á Hólum urðu
honum reynslu- og menntabrunn-
ur sem entist alla ævi.
Þrátt fyrir búfræðinámið stóð
hugur Magnúsar fyrst og fremst
til sjósóknar og veiðimennsku. Ég
minnist þess er hann lýsti fyrir
mér hvernig hann sem smástrák-
ur óð um skerin á Ytri-Veðrará,
tók rauðmagann og þræddi á seil
og dró á eftir sér.
Rauðmagaveiðin í ósnum á vor-
in var í senn yndi hans og íþrótt
þar sem enginn stóð honum á
sporði. Met Magnúsar, 1140 fiskar
á land um eina fjöru, veit ég ekki
til að hafi verið slegið og held að
svo muni seint verða.
Magnús eignaðist ungur skektu
en þá sem nú fóru ungir menn
ekki alltaf nógu gætilega. Enn á
unglingsaldri kollsigldu þeir sig
bræðurnir, hann og Jón, er þeir
vildu ná á undan öðrum til Flat-
eyrar. En Magnús var þá syndur
og má það hafa orðið þeim báðum
til bjargar.
Þó gott væri undir bú í Firðin-
um fór því fjarri að jarðnæði væri
þar fyrir allt það fólk sem var þar
fulltíða. Þau tíndust því burt eitt
og eitt og stundum tvö og leituðu
lífsrýmis annars staðar. Magnús
virtist vera einn af þeim heppnu,
hann fékk leigða jörð og hóf bú-
skap í Tungu. Alsiða var að ungir
menn færu til róðra á veturna og
ynnu með því búi foreldra sinna.
Magnús hélt sjósókn áfram eftir
aö hann hóf sjálfur búskap og
liafði þá á heimilinu fólk sem ann-
aðist búið í fjarveru hans. Á Flat-
eyri var hann formaður nokkrar
vertíðir, fyrst á Rut sem hann átti
með öðrum og síðar á Hinrik litla.
Sjórinn hefur oft verið önfirðing-
um gjöfull en hann hefur líka
krafist margra stórra fórna fyrr
og síðar sem alkunnugt er. Veður
eru válynd fyrir Vestfjörðum á
vetrum og með tilkomu vélbát-
anna hætti mönnum til að sækja
lengra og tefla enn djarfar en áður
við Ægi. Aðeins með ærinni giftu
og fyrirhyggju, kjarki og harðfylgi
sigla menn skipi sinu heilu frá
þeim leik.
Á þessum árum gerðist það aö
yngsta barn Guðjóns og Helgu
Einarsdóttur sem bjuggu handan
ár og var bara stelpa um fermingu
er hann kom frá Hólum var orðin
fulltíða fríðleikskona og eftirsókn-
arverður félagi. Jóna Guðjóns-
dóttir og Magnús giftu sig í Tungu
í ársbyrjun 1932 og þar fæddist
þeim 2 árum síðar einkadóttirin
Hulda sem verið hefur mesta
hamingjan í lífi þeirra. Jóna lifir
mann sinn með 53 kærleiksrlk
hjúskaparár að baki.
Nokkru síðar stofnuðu þau ný-
býlið að Grund i landi Hóls en
brátt dró bliku á loft. Magnús
kenndi sér meins i baki sem ágerð-
ist brátt heiftarlega og leiddi til
þess að hann lá i 2 ár rúmfastur á
sjúkrahúsinu á Ísafirði en Jóna
var með telpuna heima á Grund og
vænti bóndans heim innan tveggja
til þriggja mánaða allan tfmann.
Eg minnist þess úr bernsku
minni að oft var gestkvæmt á Hóli
á sunnudögum á sumrin. Oft voru
þar á ferð gamlir vinir og æskufé-
lagar. Þá var alltaf glatt á hjalla
og þjóðmálin rædd af mikilli
þekkingu og andagift, einkum ef
þeir voru þar samtimis bræðurnir,
Magnús, Jón og Bóas. Mér skildist
síðar að þessar kappræður voru
þátttakendum meiri íþrótt en al-
vara. Ég hef orðið þess margoft
var að einstaklega sterk bönd vin-
áttu og gagnkvæmrar virðingar
tengja fólkið sem ólst upp saman i
Firðinum.
Ári eftir að Magnús losnaði af
sjúkrahúsinu fluttu þau til Flat-
eyrar. Ég held að þó hann hafi
komist til heilsu eftir veikindin
hafi hann aldrei orðið samur mað-
ur aftur. Á Flateyri gerðist hann
trillukarl með daglaunavinnu i
ígripum svo sem þar var títt.
Félagsmálaáhugi Magnúsar var
alltaf mikill. Fyrst var ungmenna-
félagið og síðar sem búandi í
Mosvallarhreppi átti hann þar
sæti i hreppsnefnd, langyngstur
meðal virðulegustu bænda sveit-
arinnar. Á Flateyri var hann öll
árin í stjórn verkalýðsfélagsins
Skjaldar og eftir að hann flutti
suður held ég að hann hafi ekki
látið sig vanta á marga Dagsbrún-
arfundi meðan honum entist
heilsa. Magnús var alla tið ötull
stuðningsmaður Ásgeirs Ásgeirs-
sonar fyrrum forseta en hann var
eins og kunnugt er lengi þingmað-
ur Vestur-ísfirðinga.
Ákaflega er mér minnisstætt er
ég heyrði hann eitt sinn á sjó-
mannadaginn mæla fyrir minni
óþekkta sjómannsins við leiði sem
þannig var helgað í kirkjugarðin-
um heima á Flateyri. Þar kom
skýrt fram rík samúð hans með
öðrum og sterk ást til átthaganna.
Hann talaði um þau grimmu örlög
sem legðu menn til hinstu hvíldar
fjarri eigin átthögum, en þetta
mun hafa verið í stríðslok. Samt
taldi Magnús það nokkra huggun
að hljóta slíkan legstað sem
kirkjugarðinn á Flateyri. Hann
lýsti síðan I myndríku og fögru
máli umhverfinu öllu. Augu okkar
margra sem á hlýddu opnuðust þá
áreiðanlega fyrir einstæðum
þokka þessa byggðarlags.
Árið 1949 eftir 8 ár á Flateyri
flutti fjölskyldan til Reykjavíkur.
í Efstasundi 90 byggði Magnús sér
hús af litlum efnum öðrum en
verklagni eigin handa og ýtrustu
útsjónarsemi í smáu sem stóru.
Hann eignaðist fljótlega trillu hér
fyrir sunnan og hafði hana I
nausti í Vatnagörðum meðan
heilsan entist. Það gat verið gam-
an að skreppa með öngul og línu
út á Sundin og leggja netstubb
fyrir rauðmagann í Kollafirðinum
þegar vel viðraði.
Hér fyrir sunnan gerðist Magn-
ús starfsmaður frystihússins á
Kirkjusandi. Samstarfsfólk hans
þar fékk fljótt traust á þessum
fullorðna manni aö vestan og var
hann alla tíð trúnaðarmaður
verkalýðsfélagsins á sinum vinnu-
stað. Eg er viss um að þar hafa
eðliskostir hans notið sín vel.
Hann gaf sér góðan tíma til að
tala við fólk og átti auðvelt með að
setja sig í annarra spor.
I mínum huga er Magnús hinn
fjölmenntaði alþýðumaður sem
einarður og upplitsdjarfur kann
vel að vera með höfðingjum en
hefur öðru fremur skilning og
samúð með högum þeirra sem
bera skarðan hlut frá borði f lífs-
baráttunni.
Þegar Magnús hætti að vinna
fyrir 10 árum fluttu þau hjónin til
Hafnarfjarðar þar sem þau hafa
síðan átt eigið heimili í nábýli við
Huldu dóttur sína og eiginmann
hennar, Hinrik V. Jónsson vél-
smið. Þau hafa ásamt sonum sin-
um þremur og þeirra fjölskyldum
sameinast um að búa gömlu hjón-
unum ástríkt ævikvöld.
Það var mínu fólki, sjálfum mér
og minni fjölskyldu mikil gæfa að
njóta skjóls og einstakrar hlýju
Magnúsar og heimilis hans.
Við fjölskylda mín og systkini
vottum þeim mæðgum og ástvin-
um þeirra öllum dýpstu samúð og
þakklæti fyrir allt.
Genginn er góður drengur sem
lagði drjúgt af mörkum til að létta
samferðafólkinu vegferðina.
Erling S. Tómasson
t
Þökkum innllega auösynda samúö og vlnóttu viö andlát og útför
eiginmanns mins, fööur okkar og sonar,
JÓNS GRÉTAR8ÓSKARSSONAR,
lífeölisfrteöings.
Kristfn Jónsdóttir,
Óskar örn Jónsson,
Arna Björk Jónsdóttir,
örvar Jónsson,
Óskar Ágústsson, Anna Jónsdóttir.
t
Þökkum innilega hlýhug og samúö viö andlát bróöur okkar,
HINRIKS JÓNS GUOMUNDSSONAR,
Bugóulask 14,
Reykjavfk,
fyrir hönd ættlngja.
Margrét Guómundsdóttir,
Bjarni Guómundsson.
t
Innilegar þakkir sendum viö þeim öllum, sem sýndu okkur samúö,
hlýhug og vinsemd vegna andláts
GUDMUNDAR H. ARNÓRSSONAR,
Snorrabraut 67,
Reykjavfk.
Asta Bogadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum öllum sem sýndu okkur samúö vegna fráfalls móöur
minnar, tengdamóöur og ömmu,
INGU K. ÞORSTEINSDÓTTUR,
Nýbýlavegi 58.
Þór Erling Jónsson, Guöný Sverrisdóttir,
og barnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát
JÓNS ÞÓRARINS HALLDÓRSSONAR
fré Bolungarvfk,
Drápuhlfö 6,
Reykjavfk.
Guömunda Oddsdóttfr,
Halldór G. Jónsson, Svava Svavarsdóttir,
Kransar, kistuskreytingar
VLT HRAÐABREYTAR
fyrir: dælustýringar,
færibönd, loftræstingar,
hraðfrystibúnað o.fi.
Danfoss VLT hraðabreytar fyrir þriggjafasa
rafmótora allt að 30 hö.
Hraðabreytingin erstiglaus frá 0-200% og mótorinn
heldur afli við minnsta snúningshraða.
Leitið frekari upplýsinga í söludeild.
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA