Morgunblaðið - 11.04.1985, Síða 4

Morgunblaðið - 11.04.1985, Síða 4
£ MÖRGTBNBLAÐH), PIMMTDDAGUR & APÍIÍL1985 Úthlutun úr Kvikmyndasjóði: 4 myndir hlutu 2,5 millj. hver Mikið vantar á að fjárþörf sjóðs- ins samkvæmt lögum sé fullnægt MorgunbUAið/Bjarni Frá vinstri Magnús Torfi Ólafsson, Húnbogi Þorstcinsson, Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra og nefndar- mennirnir Stefán Ingólfsson formaður, Gunnar Helgi Hálfdánarson, Friðrik Stefánsson og Jón Sveinsson. Greiðslujöfnun: Greiðslubyrði haldist í hend- ur við breytingar á launum — meðal tillagna nefndar sem félagsmálaráðherra fól að gera könnun á fasteignamarkaðinum KVIKMYNDASJÓÐUR íslands hef ur nú lokið úthlutun 18 milljóna króna til 20 aðilja samtals. í greinar- gerð úthlutunarnefndar segir meðal annars, að beinar styrkumsóknir hafi aldrei verið fleiri eða 52 alls. Því miður hafi fjárþörf sjóðsins sam- kvæmt lögum enn ekki verið full- nægt á þessu ári og vanti þar mikið á. Því hafi úthlutaðar upphæðir bæði orðið færri og lægri en vænzt hefði verið. Hæstur styrkur, 2,5 milljónir króna, kom í hlut framleiðenda Morgunbladiö/Júlíus í stað stöðumæla við hvert stæði hefur verið komið fyrir einum stöðumæli fyrir mörg bifreiða- stæði. Ný tegund stöðumæla f GÆR voru teknir í noktun tveir sjálfsalar í stæði fyrir bif- reiðir í stað stöðumæla. Annar er á bifreiðastæði Landsbank- ans við Laugaveg 77 en hinn á bifreiðastæði milli Grettisgötu 9 og 11, en á þessum stöðum eru nú alls um 70 stöðumælar. Gjald verður hið sama og á gömlu stöðumælunum og sömu reglur gilda um aukaleigugjald. Leiðbeiningar um notkun eru áletraðar á sjálfsalana, en stöðumælaverðir munu til að byrja með leiðbeina fólki um notkun þeirra. FÉLAGAR í Sjómannasambandi ís- lands hugðust í gærmorgun stöðva 50 þúsund lesta flutningaskip frá Pan- ama, sem var að losa súrál í Straumsvíkurhöfn, vegna þess að skipverjar jim borð höfðu ekki kjara- samninga, sem viðurkenndir eru af Alþjóðaflutningasambandinu. „Við urðum að láta undan síga, þar sem vafi lék á um laglegan rétt okkar,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannafélags Reykjavíkur, í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Unnið var um páskana við að losa flutningaskipið Spry Carrier, sem skráð er í Panama en eigendur eru í myndanna Atómstöðin, Á hjara ver- aldar, Hrafninn flýgur og Hvítir mávar. í greinargerð úthlutunarnefnd- ar segir ennframur, að nefndin hafi neyðzt til að hafna, að minnsta kosti í bili, mjög álitleg- um umsóknum vegna fjárskorts. Þar megi sérstaklega nefna um- sókn Ágústs Guðmundssonar, eins reyndasta kvikmyndaleikstjóra okkar, um styrk vegna myndar- innar „Skáldsögu", en þar sé um að ræða stórmynd á íslenzkan mælikvarða. Þá segir í greinargerðinni: „Þess er fastlega vænzt, að stjórnvöld standi við þær skuldbindingar við kvikmyndagerð í landinu, sem fel- ast í lögunum frá 1984, þannig að unnt reynist, þótt síðar verði á ár- inu, að veita eðlilegan stuðning, meðal annars við gerð fyrrnefndr- ar kvikmyndar Ágústs Guð- mundssonar." Auk fyrrnefndra leikinna kvik- mynda hlutu myndirnar Eins og skepnan deyr og Erindisleysan mikla tveggja milljóna króna styrk hvor um sig. Styrkveitingar, 150.000 krónur, vegna handrita og undirbúnings voru sem hér segir: Guðný Halldórsdóttir vegna myndarinnar Stella í orlofi; Þor- steinn Jónsson vegna myndarinn- ar Ljósbrot; Ásgeir Bjarnason og fleiri vegna myndarinnar Sólar- landaferðin; Þorsteinn Marelsson og fleiri vegna myndarinnar Línu- dans og Valgeir Guðjónsson vegna myndarinnar Maðurinn sem fékk högg á höfuðið. Þá hlaut Hrafn Gunnlaugsson 550.000 króna styrk vegna handrits og undirbúnings myndarinnar Tristan og ísóld. Eftirfarandi aðilar fengu styrk vegna heimildarmynda: Kvik sf. (Saga hvalveiða við ísland) 500.000 krónur; Magnús Magnús- son (Lífríki Mývatns) 100.000 krónur; ísl. kvikmyndasamsteyp- an (Hringurinn) 200.000 krónur; ísmynd (Louisa Matthíasdóttir) 400.000 krónur; Baldur Hrafnkell Jónsson (Tryggvi ólafsson) 200.000 krónur; Sýn sf. (Flótta- menn frá fjarlægu landi) 200.000 krónur og Kristín Jóhannesdóttir (Pourqoui-pas-slysið) 100.000 krónur. Til útbreiðslu og kynn- ingar islenzkra kvikmynda var veitt einni milljón króna. í úthlutunarnefnd áttu sæti Friðbert Pálsson, forstjóri Há- skólabíós, Sveinn Einarsson, fyrr- verandi Þjóðleikhússtjóri, og Jón Þórarinsson, fyrrverandi dag- skrárstjóri sjónvarps, en hann var jafnframt formaður nefndarinnar. Hong Kong. Skipstjóri um borð er enskur, yfirmenn frá Hong Kong en undirmenn frá Kína. Að sögn Guð- mundar hafa undirmenn innan við dollar á dag í laun, en það brýtur í bága við hið „blá skírteini" Al- þjóðaflutningasambandsins, sem kveður á um lágmarkslaun far- manna. „Yfirvöld í Panama, Líberíu og fleiri ríkjum hafa boðið útgerðum að skrá skip sín gegn lágu gjaldi og skattafvilnunum, auk þess að far- menn séu á skammarlaunum. Þetta hefur skapað misvægi á hinum al- þjóðlega flutningamarkaði. Þessi ALEXANDER Stefánsson félags- málaráðherra skipaði sl. sumar nefnd, sem hann fól að kanna fast- eignamarkaðinn og gera tillögur til úrbóta. Nefndina skipa þeir Stefán Ingólfsson verkfræðingur, formaður, Friörik Stefánsson viðskiptafræðing- ur, Gunnar Helgi Hálfdánarson hag- fræðingur og Jón Sveinsson lögfræð- ingur. Þeir hafa nú skilað þremur áfangaskýrslum og voru þær kynnt- ar fréttamönnum í gær. Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 1980 til 1984 Nefndin leggur aðaláherslu á at- hugun á aldurssamsetningu fast- eignakaupenda og kaupgetu þeirra árin 1980 til 1984. 1 niðurstöðum skýrslunnar kem- ur m.a. fram að tæplega 700 íbúðir hafa verið seldar til fólks á aldrin- um 22 til 26 ára á höfuðborgar- svæðinu árið 1984 á meðan tæplega 200 íbúðir voru byggðar. Um helmingur allra kaupenda íbúðarhúsnæðis er á aldrinum 22 til 32 ára. En kaupgeta fólks á aldr- inum 22—26 ára hefur farið minnkandi og kaupendum á þess- um aldri hefur fækkað um 20% frá 1980 til 1984. Kaupendum á aldrinum 33—50 ára sem keyptu fjögurra herbergja íbúð eða stærri fjölgaði um 44% frá 1980—1984, en kaupendum sem eru 51 árs og eldri og keyptu litlar íbúðir, 2—3 herb., fjölgaði um rúmlega 60% frá 1980—1984. Á síöasta ári voru um 600 fbúðir á höfuðborgarsvæðinu seldar utan- bæjarfólki sem síðan flutti flest til Reykjavíkur. En utanbæjarmenn sem ekki flytjast til borgarinnar kaupa um 200 íbúðir á svæðinu á skip eru þekkt meðal sjómanna sem sjóræningjaskip og menn hafa tekið höndum saman til að sporna við þessari þróun. Þvl fórum við um borð og hugðumst stöðva skipið uns gengið hefði frá sómasamlegum kjarasamningum við skipverja. Við hverju ári. Áætlað er að um 2.000 íbúðir á svæðinu séu í eigu utan- bæjarmanna. Fleira fólk á aldrinum 22 til 32 ára kaupir nú í gamla bænum i Reykjavík en t.d. í Hraunbæ eða í Breiðholti. Á sama tíma virðast kaup þessa fólks á íbúðum í Garða- bæ og á Seltjarnarnesi hafa dregist saman. Niðurstöður skýrslunnar eru byggðar á könnun á kaupsamning- um sem gerðir voru á tímabilinu apríl, maí og júni árin 1980,1982 og 1984. Alls voru notaðir 786 kaup- samningar við lokaúrvinnslu skýrslunnar, en samtals voru kann- aðir meira en 1.000 samningar, eða um þriðji hver kaupsamningur sem gerður var á þessum tímabilum. Leiðir í húsnæðismálum í niðurstöðum áfangaskýrslu um leiðir í húsnæðismálum leggur nefndin aöaláherslu á að hverfa verði frá „nýbyggingastefnu“ und- anfarinna áratuga i húsnæðismál- um og taka í stað þess upp „húsnýt- ingarstefnu" með höfuðáherslu á nýtingu þess húsnæðis sem fyrir er í landinu. Með óbreyttri þróun stefnir í að 60—65% yngra fólks búi í eigin húsnæöi í stað 80—85% eins og nú er. Nefndin telur að nýting fjár sem veitt er úr hinu opinbera lánakerfi sé ekki nægileg góð. Um 25% lánsfjár til nýbygginga 1983 fóru til fjölskyldna, sem byggðu hátt í 60 fm af gólffleti á fjölskyldumeð- lim eða stærra. Háar útborganir, skammur láns- tími og miklar nýbyggingar valda því að fjárþörf húsnæðismark- aðarins er mjög mikil. Með breytt- létum undan siga en vonum að þetta verði til viðvörunar og að „sjóræningjaskip" verði ekki fengin til þess að sigla hingað til lands,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson. Spry Carrier sigldi úr Straumsvík- urhöfn snemma í gærmorgun. um greiðslukjörum og minnkun gólfflatar í nýbyggingum má minnka fjárþörfina um 25—40%. Nefndin telur rétt að nota þann möguleika að kaupa tilbúnar íbúðir á almennum fasteignamarkaði inn í félagslega íbúðakerfið. Það væri bæði ódýrara og hentugra og hækkar auk þess fasteignaverð sem gerir markaðsverð stöðugra en ella. Greiðslujöfnun Að beiðni félagsmálaráðherra tók nefndin sérstaklega fyrir þau áhrif sem verðþróun undanfarinna ára hefur haft á greiðslubyrði hins almenna kaupanda og lagði fram tillögur um fyrirkomulag sem létta mundi greiðslubyrði lántakenda. í skýrslunni um greiðslujöfnun segir m.a. að ef þær forsendur sem kaupendur ganga út frá við fast- eignakaup eiga að standast verður greiðslubyrði þeirra að breytast í samræmi við almenna þróun launa. Greiðslubyrði verðtryggðra fast- eignaveðlána hefur aukist um lið- lega 37% umfram launahækkanir frá árinu 1980. Nefndin telur að breyting raun- vaxta, afnám verðtryggingar og lenging lánstíma geti ekki einar sér leyst vandann. Mælt er með að tekið verði upp sérstakt fyrirkomulag til að reikna út afborganir af fasteignaveðlán- um sem nefnt er greiðslujöfnun og felst í því að tryggja lántakanda að greiðslubyrði fasteignaveðlána haldist í hendur við breytingar á launum. Þegar laun hækka minna en lánskjaravísitala minnka afborg- anir, en þegar launin hækka hlut- fallslega meira, er endurgreiðslu hraðað. Greiðslujöfnun verði beitt á verðtryggð og óverðtryggð fast- eignaveðlán. Ekki er talið unnt að nota óbreyttar þær „launavísitölur" sem nú eru reiknaðar út til að reikna út afborganir við greiðslujöfnun. Eyða verður stökkum, sem vísitöl- urnar taka og jafna þau út ef reikna á mánaðarlega samfellda vísitölu. Alexander Stefánsson félags- málaráðherra sagði á fundinum að hann teldi að vinna nefndarinnar ætti eftir að hafa jákvæð áhrif á þróun húsnæðismála. Hann sagði að þegar hafi verið reynt að hjálpa fólki í greiðsluerfiðleikum t.d. með lánafyrirgreiðslu, ráðgjöf Húsnæð- isstofnunar o.fl. Ráðherra sagði að lokum að starfshópur væri að vinna að til- lögum um skattaafslátt til að mæta umframgreiðslum húsnæðiskaup- enda og væru þær með svipuðu sniði og þær sem hópur áhuga- manna um úrbætur í húsnæðismál- um hefði lagt fram. Hann sagðist leggja fram frumvarp um þetta mál eftir næstu helgi. Sjómannasamband íslands: Reynt ad stöðva „sjóræningjaskipu Morgunblaðið/RAX Spry Carrier í Straumsvfkurhöfn. Félagar í Sjómannasambandi íslands reyndu að hefta for þess til þess að tryggja undirmönnum sómasamleg laun, en þeim er greitt innan við dollar á dag í laun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.