Morgunblaðið - 11.04.1985, Blaðsíða 50
50
MÓRGUNéLAÐIÐ, FI^MtUDAÓUR 11. ÁPRÍL1985
Vésteinn
náðaður
Véstainn Haftteinsson
kringlukastari úr HSK hefur
verið néðaður af hélfu Al-
þjóðafrjélsíþróttasambands-
ins (IAAF), en hann féll é lyfja-
prófi é Ólympíuleikunum í Los
Angeles. Alþjóóaólympíu-
nefndin setti Véstein í lífstíó-
arbann, an IAAF hefur mildaö
refsínguna i 18 ménaóa bann.
Vegna néóunarinnar getur Vé-
steinn þvf hafið keppni aó
nýju í febrúar næsta ér.
Aö sögn Guóna Halldórsson-
ar formanns FRÍ náöaöi stjórn
Alþjóðafrjálsíþróttasambands-
ins Véstein í marzlok. Hefur
ákvöröunin veriö tilkynnt FRÍ
simleiöis en formleg staöfest-
ing er ókomin. FRÍ fór þess á
leit viö IAAF í janúarmánuöi aö
Vésteinn yröi náöaöur og hefur
nú veriö fallizt á erindið.
Samkvæmt heimildum
Morgunblaösins hefur Vésteinn
æft af fullum krafti í þeirri von
aö hljóta náöun. Hann stundar
háskólanám í Alabama-ríki í
Bandaríkjunum.
10 leikmenn á Polar Cup
— pressuleikur í Keflavík annað kvöld
EINAR Bollason, landsliósþjélfari
í körfuknattleik, hefur tilkynnt
liöiö sem fer til Finnlands og
keppir í Polar-Cup sem byrjar é
fimmtudag í næstu viku.
Þaö veröa 10 leikmenn sem fara
þessa ferö, þeir eru:
Torfi Magnússon, Val.
Valur Ingimundarson, Njarövík.
Pálmar Sigurösson, Haukum.
ivar Webster, Haukum.
Jón Kr. Gíslason, ÍBK.
Tómas Holton, Val.
Guöni Guönason, KR.
Birgir Mikaelsson, KR.
Hreinn Þorkelsson, ÍR.
Gylfi Þorkelsson, ÍR.
Þjálfari liöslns er Einar Bollason
og aöstoóarþjálfari veröur Gunnar
Þorvarðarson.
Mótiö fer fram í Kouvola ca. 100
km frá Helsinki í Finnlandi. Mótiö
stendur yfir frá 18. apríl til 21. apríl
nk.
Næsta verkefni landsliösins
veröur svo 3—4 landsleikir viö
Lúxemborg hér á landi 25.-28.
apríl. Þá veröa landsleikir settir á í
Keflavík, Hafnarfiröi, Selfossi og
Akureyri.
í föstudagskvöld fer fram
pressuleikur i Keflavík. Iþrótta-
fréttamenn hafa valiö pressuliöiö,
þaö skipa eftirtaldir leikmenn: Pét-
ur Guömundsson, áöur Sunder-
land, Jónas Jóhannesson, Njarö-
vík, Jón Steingrímsson, Val, Þor-
steinn Gunnarsson, KR, Arni
Lárusson, Njarövík, isak Tómas-
son, Njarövík, Kristján Ágústsson,
Val, Leifur Gústafsson, Val, Hreiö-
ar Hreiðarsson, Njarövík og Half-
dán Markússon, Haukum.
Valsmenn ólög-
legir í 6. flokki?
LEIÐINDAMÁL hefur komiö upp i
6. flokki pilta í handknattleik.
Kæra hefur borist fré nokkrum
félögum um aó Vaiur hafi veriö
með ólöglegt lið, þar sem fimm
leikmenn liðsins sem leikur i úr-
slitakeppni 6. flokks séu eldri en
gefið er upp é leikskýrslu. Þessir
leikmenn ættu því aó leika í 5.
flokkL
Kæran hefur borist dómstóli
HSÍ, sem enn hefur ekki dæmt í
málinu. Kæran er lögö fram og er
vitnað í þjóðskrána þar sem kemur
í Ijós aö þessir fimm leikmenn eru
of gamlir til aö leika meö 6. flokki.
Þetta er í fyrsta sinn sem svona
mál kemur upp hjá HSl, áður hefur
veriö vafamál með einn leikmann,
en ekki svona marga. Dómsúr-
skuröar í þessu máli er aö vænta
um næstu helgi.
Morguhblaöiö/Július
• Valur Ingimundarson fjölhæfasti körfuknattleiksmaóur é íslandi í
dag. Á honum mun mikió mæóa é Polar Cup.
ÚTSALA
á skíðum og vetrarfatnaði
20-50% ÍSSt
Nokkur dæmi: Nú Áöur
Loftpúöaskíöaskór 3.990 4.950
Dúnhúfur 599 799
Dúnlúffur 599 799
Snjósleöalúffur 935 1.245
Vatthúfur 445 595
Gönguskíöapakki meö öllu 3.375 4.500
Stretsbuxur 1.700 2.900
Nokkur dæmi: Nú Áður
Gönguskíöagallar 900 1.980
Unglingaskíöaskór nr. 32—39 850 1.290
Skíöasamfestingar nr. 36—44 1.950 3.850
Dúnúlpur 3.000 3.950
Udis anorakkar 950 2.150
Barnakuldaskór 500 799
Unglingaskíöi 1.950 2.450
3 „Látið ekki happ úr hendi sleppa“
P6«»endum « hummel
SPORTVÖRUBÚOIN
ÁRMÚLA 38 — SIMI 83555.
»>»»»»»