Morgunblaðið - 11.04.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.04.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRlL 1985 Á rekafjöru minninganna Bókmenntlr Erlendur Jónsson Strandapósturinn er í tölu elstu héraðsritanna. Nú er hann kominn út i átjánda sinn. Efnið er að venju bland- að: frásögur, endurminningar, ljóð. Það gefur endurminning- um margra Strandamanna aukið gildi að þeir eru — um leið og þeir rekja minningar frá bernsku og æsku — að lýsa atvinnu- og lifnaðarháttum á slóðum sem nú eru eyddar. Ekkert hérað hefur orðið harðara úti í þjóðlífsbyltingu þessarar aldar en Stranda- sýsla. Því valda augljósar, landfræðilegar orsakir. Bú- skapur á Ströndum byggðist verulega á hlunnindum sem útheimti margar hendur. í af- skekktustu byggðum sýsl- unnar varð því bæði erfitt og áhættusamt að búa við fá- menni. Strandapósturinn hefur frá fyrstu tíð haft góðum fræði- mönnum á að skipa. Fremstur þeirra var Jóhannes Jónsson frá Asparvík. Hann féll frá í fyrra og er hans minnst í riti þessu. En lengsti þátturinn er að þessu sinni eftir Sveinsínu Ágústsdóttur frá Kjós (systur Símonar Jóh. Ágústssonar). Bernsku- og æskuminningar. Sveinsína segir vel frá. Heið- ríkja er yfir minningum henn- ar. Hún minnist blómlegra tíma fyrir fyrra stríð. Vitur maður kallaði þaö síðustu ár hinna rósömu tíma. Með árinu 1914 var hliðum lokað fyrir veröld sem var. »Mamma las stundum smásögur og sagði okkur krökkunum svo efnið,« segir Sveinsína. Hvert heimili Ingólfur Jónsson fri Prestsbakka. varð sjálft að skapa sér sína menning. Það fór svo saman að skuggi fyrri heimsstyrjald- arinnar lagðist yfir og faðir Sveinsínu lést af lungnabólgu. Lungnabólgan lagði þá marg- an í gröfina fyrir aldur fram. Sveinsína segir að æska barnanna hafi liðið »í leik og starfi*. Og margt þurfti að starfa. Hver og einn varð að taka til hendinni um leið og kraftar leyfðu. Meðal annarra þátta í þess- um Strandapósti nefni ég Minningar og sagnir eftir Ingv- ar Agnarsson en hann hefur áður lagt efni til ritsins. Landslag er stórbrotið i Strandasýslu og hlaut að orka sterkt á ímyndunina. Eins og fram kemur í þáttum Ingvars var bilið ekki alltaf breitt á milli veruleika og þjóðsögu. Þjóðsögur tengdust gjarnan örnefnum. En þau gátu svo aftur gefið sögum byrr yndir vængi eins og »Þrjátíudala- stapi« svo dæmi sé tekið. Margvíslegt annað lausa- málsefni er í þessum Stranda- pósti; einnig kveðskapur gam- all og nýr. Skemmtileg er Ald- arspá 1900 eftir Guðmund Scheving Bjarnason, héraðs- lækni á Hólmavík, ort um aldamótin siðustu og í tilefni af þeim. Guðmundur læknir horfir fram á veginn til kom- andi aldar og lætur sem flest muni fara batnandi. Meðal annars verða þá allir bændur »orðnir jarðeigendur*. Bragur Guðmundar er ellefu vísur og flest tínt til sem horfa mætti til framfara. Sú var tíðin að margur fékkst við að setja saman gamanbragi af þessu tagi og mætti gjarnan halda þeim betur til haga en gert hefur verið því þar koma fram viðhorf líðandi stundar sem síðar vildu fyrnast í endur- minningunni. Þá eru hér kvæði eftir Ing- ólf Jónsson frá Prestsbakka en hann hefur frá fyrstu tíð verið einn ötulasti liðsmaður Strandapóstsins og lagt hon- um til margvíslegt efni í lausu máli og bundnu. Einnig er hér ljóð eftir Guð- rúnu Jónsdóttur frá Prests- bakka, Kveðja. Guðrún byrjaði kornung að skrifa og sendi frá sér skáldsögur tvær, Fyrstu ár- in og Ekki heiti ég Eiríkur. Hygg ég að hún hafi ekki þurft að kvarta undan viðtökunum. En síðan eru liðin harla mörg ár svo að skáldkonan hefur lftt eða ekki látið frá sér heyra. Það var leitt því hún hafði mikið að segja og fagleg tök á söguforminu. Eins og að líkum lætur eru flestir komnir á efra aldur, þeir sem efni eiga i riti þessu. Gamli tíminn með sínum fornu lífsháttum er enn sem fyrr helsta frásagnarefnið. Strandamenn hafa gengið vel og skipulega um rekafjöru minninganna og dregið á land margt sprekið sem ella hefði grafist í sand. Og ársrit með blönduðu efni eins og Stranda- pósturinn mun vissulega lifa lengur en mörg bókin. Morgunn Myndllst Valtýr Pétursson t Það var einn morgun endur fyrir löngu, að sólin breiddi geisla sina yfir Markúsartorgið í Feneyjum. Það var fámennt á torginu og nýbúið að koma þar fyrir borðum og stólum fyrir utan frægt veit- ingahús, sem ég nú man ekki leng- ur, hvað þeir nefna þar i sveit. Eg var óvenju snemma á ferð þennan morgun og ætlaði mér víst dags- verk, sem ekki gat hafizt fyrr en visst safn listaverka opnaði dyr sínar fyrir almenningi. Á veit- ingastaðnum þarna á Markúsar- torgi var aðeins einn viðskiptavin- ur, fullorðinn maður með flaksandi hvitt hár, f leðurjakka, bindislaus og afar frjálsmannlegur til fara. Þegar ég hafði setið i návist þessa eina gests í veitingahúsinu nokkra stund, rann allt i einu upp fyrir mér, að ég kannaðist eitthvað við manninn, en eftir nokkra stund kviknaði á perunni, eins og sagt er, og ég fann það út, að þarna var enginn annar en sjálfur Marc Chagall í eigin persónu. Það var nú raunar ekki fyrr en hann fór að tala við dúfurnar og smáfugla, sem ég ekki kunni að nefna, að ég varð viss um hver maðurinn var. Þeir syngja i morgunsárið, sagði hann. Þeir narta i brauðmolana sem ég læt detta, það er hljóm- kviða í loftinu. Þeir eru dásamleg- ir, þessir litlu fleygu söngvarar. Þeir eru að fá sér morgunskattinn, og þeir eru að leika fyrir okkur morgundramað. Dýrðlegir söngv- arar, sem vitna um mátt náttúr- unnar og undur sköpunarinnar. Hérna, svona nú, þetta er góður biti, ekki rifast um brauðið, syngið heldur og dansið, loftið er fullt af sól og morgunninn spilar á harm- ónfku. Það er vor á Markúsartorgi, og þið eruð vorið, þið eruð tilveran og dramað í morgninum. Það eru hljómar i lofti, og það er ilmur i lofti, það er morgunn í Feneyjum. Það var auðheyrt að þessi maður kunni að tala við fugla, og það fór ekki milli mála að hann kunni að njóta samvistanna við hina smáu vini sína. Chagall sá póesiuna i öll- um hlutum og hann var partur af þeirri veröld sem var. Ósnert sköp- unarverkið var umhverfi hans og ástin á þvi, sem dregur lffsins anda, er einkennandi fyrir verk þessa mikla meistara. Það er sögð sú saga, að þegar Matisse lézt fyrir mörgum árum, hafi Picasso hringt til Chagalls, sagt honum fráfall Matisse og bætt við: — Nú erum við bara tveir eftir. — Nú er eng- inn til að hringja i. Chagall er lát- inn 97 ára að aldri, og enginn til að tala við smáfuglana á Markúsar- torgi í þeim tón, sem Chagall gerði þennan morgun fyrir löngu. Fréttabréf úr Reykhólasveit MMráum, 31. nun. ÞAÐ eru ekki svo mörg ár síðan að skrifa varð allar fréttir I bréfaformi sem komu utan af landsbyggðinni. Þá voru bréfin löng og það tók líka nokkra daga frá því að bréfið var skrifað og þar til það birtist á prenti. Nú er síminn nær eingöngu notaður og fréttir bundnar við ákveðið verk- efni. Auðvitað er þetta kostur og mikil framför. Galli er að um misheyrn getur orðið að ræða, en það hefur minnkað með tilkomu sjálfvirka símans. Einnig held ég að það sé skárra að taka á móti frétt símleiðis vegna þess að þá þarf blaðamaður ekki að kljást við stafsetningarvillur okkar sem fréttirnar sendum, en margur lesandinn er svo gerður að finni hann fölnað laufblað eitt þá fordæmir hann skóginn. Hér kemur svo eitt fréttabréf eins og ég skrifaði þau fyrir nokkrum árum. Kaupfélagsstjóraskipti. Við Kaupfélag Króksfjarðar urðu kaupfélagsstjóraskipti um síð- ustu mánaðamót. Friðbjörn Ní- elsson lét af störfum og tók við kaupfélagsstjórastarfipu í Vík í Mýrdal. Héðan fylgja honum og fjölskyldu hlýjar kveðjur. Við kaupfélagsstjórastarfinu tók Sigurður R Bjarnason frá Reykjavík. Við bjóðum hann velkominn til starfa. Góufagnaður. Kvenfélagið i Geiradal fagnaði góu og var skemmtunin vel sótt og fór vel fram. öll skemmtiatriði voru framkvæmd af heimafólki. Guðfræðinemar í heimsókn. Sunnudaginn 17. mars komu hingað góðir gestir, en það voru guðfræðinemar og stóðu þeir fyrir guðsþjónustu í Reykhóla- kirkju. Sóknarpresturinn, séra Valdimar Hreiðarsson, þjónaði fyrir altari. Messan var vel sótt. Kennaranemar í heimsókn hjá Reykhólaskóla. Þrjár stúlkur sem eru kennaranemar hafa ver- ið hjá okkur við Reykhólaskóla síðustu þrjár vikurnar og hafa þær aðallega helgað sig kennslu í 5. og 6. bekk. Með ungu fólki kemur alltaf ferskur blær og svo held ég að það sé viss lífsreynsla fyrir kennaraefni að kynnast að- stæðum í dreifbýlinu. Við vonum bara að þær og önnur kennara- efni eigi eftir að kanna slóðir sveitanna. Kennaraskipti. Mikil kennara- skipti eru fyrirsjáanleg við Reykhólaskóla næsta skólaár. Við höfum verið heppin með kennara og það er ánægjulegt þegar þeir hyggja á framhalds- nám. Að Reykhólum hefur oftast vantað kennara sem getur haft með höndum tónlistarfræðslu. Vitað er að sveitaskólar eru þar verr settir en þéttbýlisskólar. Því miður má rekja þessa þróun til þeirra sem eiga að sjá um framkvæmd grunnskólalaga og þar á ég fyrst og fremst við Menntamálaráðuneytið. Árshátíð Reykhólaskóla var á fimmtudagskvöldið. Allir nem- endur skólans sáu um skemmti- atriði og stóðu þau yfir i hálfa aðra klukkustund. Foreldrafé- lagið sá um kaffiveitingar. Allur ágóði rann í ferðasjóð nemenda. Króksfjarðamesskóli. í gær hélt svo barnaskólinn i Króks- fjarðarnesi sína árshátíð. Góð samvinna er á milli skólanna eins og vera ber. Garpsdalskirkja. Á þessu ári verður Garpsdalskirkja 50 ára og mun vera í athugun að halda upp á afmælið í sumar. Geirdæl- ingar hafa haldið kirkju sinni vel við eins og menningarfólki sæmir. Dansnámskeið. Geirdælingar hafa líka fleiri járn í eldinum og eru þeir með dansnámskeið og kennir prestfrúin á Reykhólum, Eygló Bjarnadóttir, þeim að stíga sporið. Vegamál. Sennilega eru það vegamál sem mest eru rædd hér manna á meðal. Þess vegna kem- ur það svolftið spánskt fyrir sjónir að á þær raddir hlustar vegamálastjórnin alls ekki. Hér hafa orðið vegaverkstjóraskipti. Ólafur Torfason lætur af störf- um eftir 12 ára starf og við tekur Guðmundur Hjartarson Reyk- hólum. Við þökkum ólafi fyrir samstarfið og bjóðum Guðmund velkominn til starfa. Kristniboðssambandið. Nýlega kom hingað i Reykhólaskóla Kjartan Jónsson prestur og kristniboði. Hann flutti fróðlegt erindi um starf kristniboða i Afríku. Einnig sýndi hann myndir frá starfseminni. Mál kristniboðans átti líka erindi til hinna fullorðnu og hefðu fleiri mátt kynnast þvi starfi sem kristniboðssambandið sér um i Afríku. Sjónvarpið. Sjónvarp sést illa síðan rétt eftir áramót og er sí- felld snjókoma á skerminum. Þrátt fyrir kvartanir til sjón- varpsins hefur ekkert verið gert til þess að bæta úr þessum galla. Samúel í Djúpadal. t stuttu samtali sagði Samúel Zakarías- son bóndi í Djúpadal að hann hefði veitt 19 refi á síðasta ári og síðan um áramót væri hann bú- inn að veiða 6 minka. Þessum dýrum fjölgar ár frá ári og sér- staklega sækir minkurinn í veiðiár. Samúel fræddi fréttarit- ara um það að örninn hefði verið að veiða silung í Djúpadalsánni, en í vetur hefði silungurinn ekki gengið til sjávar vegna hinnar góðu veðráttu. Samúel sagðist hafa horft á örn veiða stóran fisk, sem gæti hafa verið lax. óvenju mikið hefur verið í vetur um slóðir eftir minka og refi. Samúel sagðist muna vel þá tíð er sauðfé fannst tætt eftir tóf- una. Veórið. Nú er búið að vera leið- inda veður síðustu dagana. Gils- fjörður er lokaður. Segja má að við séum einangruð vegna þess að allar samgöngur okkar eru á landi. Stundum virðist islenskt hugvit ekki í askana látið fyrir tslendinga sjálfa. Aldrei hefur ráðamönnum dottið í hug að skipuleggja landið allt með tilliti til búsetu. Milli þéttbýlisstaða ætti ekki að vera meira en 100 km og þeir ættu að vera með 1000 til 2000 íbúum. Bændum væri nær að snúa sér að því verkefni heldur en að láta sam- tök sín flytja jafnt og þétt fjár- magn sitt til Reykjavíkursvæðis- ins. Heilbrigðisþjónustan verður að vara i byggðarlögunum sjálf- um. Þegar ég horfi út í nátt- myrkrið og skafmoldina þá finnst mér ansi langt til lækn- anna í Búðardal þó góðir séu. Sveinn Guómundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.