Morgunblaðið - 11.04.1985, Blaðsíða 34
34
MÖRGUNBLAÐIÐ, FlMMTUDAGUR 11. APRÍL 1985
Minning:
Eyþór Kjaran
Fæddur 12. febrúar 1921
Dáinn 1. aprfl 1985
í dag fer fram jarðarför góðvin-
ar og leikbróður úr Vesturbænum,
Eyþórs Kjaran. Hann varð bráð-
kvaddur á heimili sínu hinn 1.
þ.m., á 65. aldursári.
Fæddur var Eyþór í Reykjavík
hinn 12. febrúar 1921, sonur hjón-
anna Soffiu (Franzdóttur) Siem-
sen sýslumanns i Hafnarfirði og
Magnúsar Kjaran stórkaupmanns.
Hann var yngstur fjögurra systk-
ina. Hin voru Þórunn, kona Péturs
ólafssonar forstjóra, Birgir al-
þingismaður, sem giftur var
Sveinbjörgu Blöndal, og Sigríður,
kona Sigurjóns Sigurðssonar lög-
reglustjóra. Er Sigriður nú ein á
lífi barna þeirra Soffiu og Magn-
úsar.
Ekki verða ættir Eyþórs raktar
hér utan að geta þess að hann var
að föðurkyni af Víkingslækjarætt
en móðurætt hans átti m.a. rætur
sínar að rekja til Finns biskups
Jónssonar.
Mann fram af manni höfðu for-
feður Eyþórs átt heima í Reykja-
vík og sjálfur var hann þar borinn
og barnfæddur. Hann var þvi
vissulega Reykvikingur í fyllstu
merkingu orðsins, enda mat hann
bæinn sinn öllum stöðum fremur.
Þegar Eyþór var á fyrsta ári
varð hann fyrir þvi áfalli að veikj-
ast af heiftarlegri heilabólgu. Um
skeið var honum vart hugað lif,
svo þungt lagðist sjúkdómurinn á
hann. Þá voru enn óþekkt hin mik-
ilvirku lyf, sem nú á dögum létta
baráttuna við slíkan vágest. En
mikið lifsþrek og frábær hjúkrun
leiddu hann þó yfir þyngstu þraut-
irnar. En veikindin urðu honum
örlagarik. Hann galt varanlega
hluta heilbrigði sinnar fyrir lífið.
Þegar veikinni slotaði varð ljóst
að Eyþór hafði skaddazt að þvi
marki að uggvænlega horfði um
nokkra bót Má segja af því efni
langa sögu. Hér verður það eitt
rifjað upp að fyrir þrotlausa bar-
áttu fjölskyldu Eyþórs, tókst að
endurhæfa margt, sem tvisýnt
þótti að næðist og þroska skynjun-
arsvið á ný, sem skaddazt höfðu.
Hann var alla ævi umvafinn ást-
ríki fjölskyldu sinnar.
En það sem trúlega hefur þó
skipt miklu máli er það að þessum
dreng hefur verið gefið óvenjulegt
þrek og þolgæði, sem að lokum
áttu drýgsta þáttinn í þvi að hann
komst til heilsu á ný, þótt skert
væri.
Hann lærði undirstöðuatriði i
almennum námsgreinum og hafði
til þess góða kennara. Var það auk
móður hans einkum Sigríður
Magnúsdóttir frá Gilsbakka, sem
rak einkaskóla í Reykjavík, sem
veittu Eyþóri tilsögn og kennslu.
Þótti honum ætíð mjög vænt um
Sigríði upp frá því og rækti vin-
áttu við hana meðan bæði lifðu.
Síðan tóku störfin við. Lengst af
starfaði Eyþór við fyrirtæki föður
síns, Heildverzlun Magnúsar
Kjaran hf., sem var til húsa i
Hafnarstræti 5. Síðar fór hann til
starfa hjá afgreiðslu Eimskipafé-
lags íslands hf. og starfaði þar unz
hann varð að hætta störfum alfar-
ið vegna heilsubrests, en sykur-
sýki hafði þá skert mjög starfs-
þrek hans.
Sem starfsmaður reyndist Ey-
þór viljugur og samvizkusamur.
Hann gerði aila hluti eins og hann
bezt gat. Meira verður ekki með
réttu krafizt af mönnum. Hann
kom sér vel á vinnustað og var
öllum hlýtt til hans, sem honum
kynntust.
Það var og gæfa Eyþórs að hann
var mjög músíkalskur. Þá gáfu
þroskaði hann mjög og bætti hún
Eyþóri undursamlega annað, sem
hann hafði glatað í veikindum sin-
um. Foreldrar hans hvöttu hann
mjög í þeim efnum og studdu að
því með ráðum og dáð að vel
mætti til takast. Átti hann og
marga hollvini meðal annarra
tónlistarunnenda og reyndar lista-
manna, sem bæði kynntu honum
margar hliðar tónlistar og greiddu
götu hans við kaup á hljómplötum
og söfnun þeirra. Eignaðist Eyþór
býsna stórt og vandað plötusafn,
sem hann lét sér mjög annt um.
Hann skráði það bæði I almenna
spjaldskrá en hélt einnig höfunda-
registur og skrá eftir heiti
verkanna. I senn snyrtilegt og
skipulagt.
Allt varð þetta Eyþóri til mikill-
ar gleði og gæfu. Hann sótti alla
tónleika, sem við varð komið og
kynntist þannig smám saman
helstu tónsmíðum og höfundum
þeirra. Ræddi hann þetta hugðar-
efni viö vini sína og samtíðarfólk
og var honum ætíð mjög hugleikið.
Fyrir okkur, sem fylgdumst með
Eyþóri frá vöggu til grafar, er nú
lokið áfanga. Við gleðjumst yfir
sigrum hans i baráttunni við
heilsubrest. Við erum þakklát
fyrir að hafa verið vitni að því
hvernig honum tókst að rækta
með sér gott innræti, þar sem allt
byggðist á því að láta gott eitt af
sér leiða. Það er mikils virði að
geta með sanni sagt um þennan
látna leikbróður að ég heyrði hann
aldrei hallmæla fólki. Oftast leit-
aði hann að einhverju jákvæðu að
segja um menn eða málefni. Væri
betur ef allir þeir, sem heilir
ganga til skógar, hefðu tamið sér
þvílíkan lífsmáta.
Það var stór hópur unglinga,
sem ólst upp í hverfinu vestan
Suðurgötu og norðan kirkjugarðs-
ins á árunum eftir 1920. Var ætíð
mikill samgangur milli heimilis
okkar á Hólavöllum og fólksins á
Hólatorgi 4. Bæði voru foreldrarn-
ir vinafólk og börnin léku sér sam-
an og áttu samfylgd i skóla. Hygg
ég að heimili Soffiu og Magnúsar
hafi verið annað húsið, næst á eft-
ir Skólabænum, sem ég kom I, þá
líklega á þriðja ári. Og þar vorum
við systkini ætíð velkomin. Eigum
við þaðan margar góðar endur-
minningar, sem gaman væri að
rifja nánar upp.
Og umhverfið var hagstætt
fyrir unglinga, jafnt vetur sem
sumar. Hæfilegar sleðabrekkur og
stutt að renna sér niður á Tjörn-
ina á skauta. Á vorin voru Landa-
kotstún og Sólvellir vettvangur
margra leikja. í öllum leikjum var
Eyþór þátttakandi. Skærist i odda
var honum ekkert hlíft og giltu
um hann allar sömu leikreglur og
um aðra drengi. Hann varð líka
knár og lét ekki hlut sinn. Ekki
átti hann langt að sækja það, son-
ur hins þjóðkunna glímukappa,
Magnúsar Kjaran.
Foreldrar Eyþórs gerðu sér
grein fyrir því að boð og bönn voru
ekki einhlítt ráð til uppeldis. Eft-
irdæmið skipti mestu máli. Trygg-
lyndi þeirra við börnin, síðan
unglingana og loks unga fólkið
varð Eyþóri gott fordæmi. Sjálfur
rækti hann ætíð vináttu við forn-
vini og leikbræður. Það fann ég
enn glöggt á afmælisdaginn minn
í marz sl., þegar hann hafði sam-
band við mig. Hann vissi lika að
vinátta án tryggðar er einskis
virði.
Eyþór Kjaran dó eins og hann
hafði lifað, glaður og sáttur við
allt og alla.
Síðustu árin átti Eyþór sitt ann-
að athvarf og heimili hjá Sigriði
og Sigurjóni á Ægissiðunni.
Reyndust þau honum öll frábær-
lega vel og var mjög kært með
þeim öllum, ekki sist ungu frænd-
systkinunum. I dag senda vinir
Eyþóre Sigríði og fjölskyldu henn-
ar og frændfólki einlægar samúð-
arkveðjur.
Ásgeir Pétursson
t
Dóttir min, móöir okkar, tengdamóðir. amma og systir,
ANNIE B. FRIÐRIK SDÓTTIR,
•júkraliói,
Tjarnarbóli 14,
lést aö morgni 5. april i Landspitalanum Útförin fer fram i Lang-
hoitskirkju mánudaginn 15. april ki. 15.00.
Friörik Jóhannsson,
Sólveig H. Jónsdóttir, Þór Axelsaon,
Sigrún D. Jónadóttir,
Friörik H. Jónaaon, Dröfn Palmbarg,
barnabörn og aystkini hinnar látnu.
t
KRISTJANA SIQURÐARDÓTTIR,
Skúlagötu 60,
lést á Hrafnistu 9. april.
Vandamann.
t
VILBORG JÓNSDÓTTIR
fré Hofi é Skagaströnd,
til heimilia é Droplaugaratööum Reykjavik,
lést á Borgarspítalanum 9. apríl. Útförin veröur auglýst siöar.
Fyrlr hönd vandamanna,
Sigrfður Nieladóttir.
t
Sambýliskona min og móöir okkar,
GUOBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR,
Héaleitisbraut 32.
lést á Grensásdeöd Borgarspitalans aö kvökti þriöjudagsins 9. april.
Ari Agnarsson
Haukur Haraldsson
Leonhard I. Haraldason.
t
Maöurinn minn og faöir okkar,
SIGURGEIR SIGFÚSSON,
Langholtsvagi 58,
lést i Landspitalanum 8. aprfl.
Hlff Gastsdóttir og synir.
t
ELÍSABET JÓNSDÓTTIR,
Miðbraut 30,
Saltjarnarnasi,
lést i Borgarspitalanum 9. april.
Systkini hinnar létnu.
t
Eiginmaöur minn,
TRYGGVI ÓLAFSSON,
mélaramaistari,
fré Garöhúsum, Vestmannaeyjum,
Reynigrund 73, Kópavogi,
andaöist i Borgarspitalanum 9. april.
Þórhildur Stafénsdóttir.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
INGÓLFUR KRISTJÁNSSON
■kipstjóri,
Boöahlein 19, Garöabrs,
sem lóst 4. april, veröur jarösunginn frá Hallgrimskirkju föstudaginn
12. þ.m. kl. 15.00.
Aöalheióur borsteinsdóttir
Aóalsteinn Birgir Ingólfsson. Sigurlaug Fjeldsted.
Örn Ingóttsson Ása Matthiasdóttii.
Anna Ingólfsdóttir Jones Stephen Jones,
Guömundur Ingóitsson Hanna Ágústa Ásgeirsdóttir.
barnabörn og barnabarnabðm.
Eyþór Kjaran móðurbróðir
okkar er allur. Hann var yngstur
af fjórum börnum Soffíu og Magn-
úsar Kjaran, fæddur 12. febrúar
1921. Hann var því 64 ára að aldri
er hann lést 1. apríl síðastliðinn.
Lengst af starfaði Eyþór við
heildverelun föður síns, en vann
svo um nokkurra ára skeið hjá
Eimskipafélagi íslands við af-
greiðslustörf. Á báðum þessum
vinnustöðum eignaðist hann
marga hollvini, enda var Eyþór fé-
lagslyndur maður. Við ættingjar
hans munum minnast hans sem
trygglynds ástvinar, sem lét sig
miklu varða hag okkar og liðan.
Frændfólk Eyþórs og fjöldi vina
kveðja hann nú með söknuði.
Barn að aldri veiktist Eyþór al-
varlega og náði ekki fyllsta þroska
af þeim sökum. í samfélagi nú-
tímans er oft rætt um nauðsyn
þess að hver og einn fái menntun
og verkefni við sitt hæfi. Eyþór
var svo heppinn að fá allan þann
skilning og aðhlynningu á heimili
foreldra sinna sem best varð á
kosið. Hæfileikar hans fengu því
notið sín þrátt fyrir skerta starfs-
orku.
Meðan heilsan leyfði hafði hann
atvinnu sem hæfði honum vel.
Hann gat stundað áhugamál sín,
en meðal þeirra var sígild tónlist
efst á blaði. Það var einn af merki-
legum eiginleikum hans aö skrá
hjá sér alls konar upplýsingar um
hugðarefni sín. Hann fylgdist vel
með samtíðarmönnum og öllu at-
hafnalífi, og má nefna að hann
hafði brennandi áhuga á skipum.
Fáir af hluthöfum Eimskipafé-
lagsins hafa verið þvf jafn hug-
umhollir og Eyþór.
Eyþór var gæfumaður. Hann
naut góðs viðmóts hvar sem hann
kom. Ástæðan var sú að hann var
maður hjartahreinn og vildi öllum
vel, glaðlyndur og hvere manns
hugljúfi. Gæfa hans var að hann
kallaði fram það besta í hverjum
þeim sem hann hitti fyrir.
Frændsystkinin á Ægissíðu 58.
Eyþór var léttur i bragði á
sunnudaginn. En aðfaranótt
mánudags gerði margra ára göm-
ul sykursýki skyndihrfð að honum.
Eyþór lést heima hjá sér í vestur-
bænum árla morguns 1. apríl.
Á árum áður, er hann starfaði
hjá föður sinum f Hafnarstræti
eða hjá Eimskip, mátti oft sjá
hann málhressan og litið eitt há-
væran i miðbænum, heilsandi á
báðar hendur, því kunningjahóp-
urinn var stór. Einbeitnin var
mikil, þótt líkaminn væri ekki
sterkur og öllum vildi hann vera
góður.
Á kvöldin sat hann gjarnan
heima hjá sér og hlýddi á Mozart
og Beethoven af hljómplötum.
Hljómplötusafn hans var gott,
enda til þess vandað um margra
áratuga skeið. Eyþór átti einnig
góðar bækur, margar bundnar i
vandað handband. Handbandið
fékk hann ýmist hjá góðum vin-
konum sinum i Grjótagötu eða hjá
vinum sínum i Odda og ísafold.
Gamlir samstarfsmenn gleymdu
honum ekki og reyndu að gleðja
hann.
Eyþór var óforbetranlegur safn-
ari og skrásetjari, hann hélt
spjaldskrá yfir alla skapaða hluti,
átti gömul prógrömm, gömul
boðskort, myndir af sjósetningu
skipa, sumt úr safni föður sins,
sem fágætt var, og ítarleg
spjaldskrá yfir fæðingar- og tylli-
daga ættingja og vina kom mörg-
um að haldi. Ekki gleymdi Eyþór
kunningjum sínum er sorgin
kvaddi dyra, en hann kunni einnig
að hlæja dátt þar sem gleði ríkti.
Eyþór var 64ra ára gamall,
fæddur 12. febrúar 1921. Foreldrar
hans voru Soffía, fædd Siemsen
(dáin 1969) og Magnús Kjaran
(dáinn 1962). Af systkinum Ey-
þórs létust tvö á undan honum,
Þórunn og Birgir. Eftir lifir Sig-
ríður, eiginkona Sigurjóns lög-
reglustjóra t Reykjavfk.
Eyþór var alla sína tfð á vissan
hátt eins og barn. Ofar öllu öðru i
lifinu setti hann foreldra sina, lífs
og liðna.
Pétur Olafsson