Morgunblaðið - 01.06.1985, Side 6

Morgunblaðið - 01.06.1985, Side 6
6 MÖRdUNBLADlD, LAUGAKDAGUR j. JÚNl 1985 Hrafnaþing 2 Nú verður haldið þaðan sem frá var horfið með spjall Hrafns Gunnlaugssonar um stöðu íslensku kvikmyndarinnar, en eins og sjónvarpsáhorfendur muna fór það spjall fram síðastliðinn þriðjudag og tóku þátt í leiknum ýmsir valinkunnir menn, svo sem Markús Örn útvarpsstjóri, Frið- bert Pálsson bíóstjóri og kvik- myndaleikstjórarnir Þorsteinn Jónsson og Björn Björnsson. Þá skaut Hrafn inní þáttinn viðtölum við ýmsa einstaklinga er tengjast á einn eða annan hátt kvikmynda- gerð hérlendis. í fyrra spjalli mínu um fyrrgreint rabb Hrafns og félaga minntist ég á eitt atriði er þar bar oft á góma, mynd- bandafárið, sem lokkaði hvorki meira né minna en 1,4 milljarða króna uppúr buddum landsmanna síðastliðið ár. Tja, þar hafa nú sumir verið stórtækir og eru ekki öll kurl komin til grafar, enda fullyrti Markús Örn að mynd- bandamarkaðurinn væri helsti keppinautur sjónvarpsins um áhorfendur. Vísa ég til miðviku- dagspistilsins vilji menn fræðast frekar um þetta efni, en sný mér þess í stað að næsta máli á dagskra. Menningarstefnarv Eins og ég sagði áðan ræddi Hrafn ekki bara við fyrrgreinda fjórmenninga heldur skrapp með hljóðnemann og myndaugað út í bæ að spyrja tíðinda. Var staldrað við hjá Jóni Ragnarssyni, eiganda Regnbogans, en Jón hyggur á rekstur einskonar myndbanda- sjónvarpsstöðvar í samvinnu við einn stórtækasta umboðsmann Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins. Er gleðilegt til þess að hugsa, að ríkisstyrkur sá er hefir runnið með samþykki hins háa Alþingis í vasa þess umboðsmanns í gegnum árin, kunni nú að renna til menn- ingarmála, sum sé öflugrar inn- lendrar dagskrárgerðar nýfrjálsr- ar sjónvarpsstöðvar. Heyrðist mér á Jóni að þeir félagar hygðust máski í framtíðinni bjóða út gerð léttra skemmtiþátta... annars verður efnið að mestu erlent og án íslensks tals eða texta. Ja, sjaldan launar nú kálfurinn ofeldið. En við eigum til allrar hamingju enn víkinga á eyju vorri er kunna að bíta í skjaldarrendur þá gullkálf- urinn baular. Þannig tjáði Árni Johnsen, alþingismaður, Hrafni að hann legði á það þunga áherslu í menningarmálanefnd að allt sjónvarpsefni hinna nýfrjálsu sjónvarpsstöðva yrði með íslensk- um texta. Já, það er margt að var- ast í heimi þar sem gullkálfurinn sækir stöðugt fram, ekki bara gagnvart tungu vorri og menn- ingu, heldur er hann býsna laginn við að koma sér og sínum á fram- færi. Þannig rakst ég nú nýverið á haganlega gerða áfengisauglýs- ingu í ónefndu tímariti en þeirri auglýsingu var ætlað að vekja at- hygli á öðru ágætu tímariti lúxus- fólks. Það verður ekki erfitt að margfalda umboðslaunin frá fjár- málaráðuneytinu, þegar styrkþeg- arnir hafa náð undirtökunum í fjölmiðlaheiminum. Hlutur leiklistar- skólans: Ég sé að ég kemst ekki yfir að rekja hér í dálki nema brot af því er ég hraðritaði eftir Hrafni og félögum í fyrrgreindum þætti, en það efni mun seitla fram um síðir. Vil ég bara að lokum taka undir með Þráni Bertelssyni er taldi regin hneyksli að Leiklistarskóli ríkisins byði ekki nemendum sín- um uppá nám í kvikmyndaleik, eða hvað þætti mönnum ef öku- kennarar kenndti bara á gamla Ford? Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP t Tatum O’Neel (Sara) ásamt gæöingi sínum. „Ég berst á fáki fráum“ — bresk bíómynd frá 1978 Bresk bíómynd OOOO frá árinu 1978, "" — „Ég berst á fáki fráum" er mynd kvölds- ins. Leikstjóri er Bryan Forbes og með aðalhlut- verkin fara: Tatum O’Neal, Christopher Plummer, Anthony Hopk- ins og Nanette Newman. Kvikmyndahandbókin okkar gefur myndinni tvær og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum. Söguþráðurinn er á þá leið að ung stúlka, Sara að nafni, missir foreldra sína. Hún er send til frænku sinnar, sem var annáluð fyrir hesta- mennsku á sínum yngri árum. Það líður ekki lang- ur tími uns áhugi vaknar hjá Söru á hestum og reiðmennsku. Sara stefnir hátt. Hún setur markið á að komast í keppnissveit Breta á Ólympíuleikun- um. Þýðandi myndarinnar er Rannveig Tryggvadótt- ir. Gestir hjá Bryndísi Gestir heim- Ol 05 sækja Bryndísi ^ 1- ““ Schram í sjón- varpssal í kvöld klukkan 21.05 og eru þeir að þessu sinni allir sjómenn í til- efni af sjómannadeginum á morgun. Bryndís tekur nú líka á móti gestum sínum í veit- ingahúsinu Naustinu þar sem margt minnir á sjó- sókn. Gestirnir verða: Ásta Thorarensen, mat- sveinn á farskipum, Kristín Hálfdánardóttir, skútueigandi frá ísafirði, Sigurjón Gíslason, grá- sleppukarl í Reykjavík, og Teitur Þórðarson frá Akranesi, fyrirliði knatt- spyrnulandsliðsins. Auk gestanna kemur fram í þættinum Herbert Guðmundsson og syngur frumsamið lag af vænt- anlegri plötu með undir- leik nokkurra helstu poppara landsins. Með söngnum dansar flokkur frá Kramhúsinu sem Abd- elilah Dhour stjórnar. Bryndís Schram Sambýlingarnir frá vinstri: Diana, Murray, Marsha og Paul. „Kalli og sælgætisgeröin“ — sænsk teiknimyndasaga ■■■■ Sænsk teikni- | Q 25 myndasaga í tíu þáttum hef- ur göngu sína í sjónvarp- inu í kvöld klukkan 19.25. Sagan heitir „Kalli og sælgætisgerðin" og er hún gerð eftir samnefndri barnabók eftir Roald Dahl. Teikningar eru eftir Bengt Arne Runneström og þýðandi er Jóhanna 36- hannsdóttir. Sögumaður er Karl Ágúst Úlfsson. „Sambýlingar — breskur gamanmyndaflokkur ■i Breskur gam- 35 anmyndaflokk- — ur í sex þáttum hefst í kvöld í sjónvarpinu klukkan 20.35. Hann ber nafnið „Sambýlingar". Þátturinn er um ungt fólk, tvær stúlkur og tvo karlmenn, sem kaupa sér húsnæði í sameiningu. Leikendur eru: Christo- pher Strauli, Sabina Franklyn, Natalie Forbes og Brian Capron. Þýðandi er Guðni Kolbeinsson. í kynningu segir að eft- ir að hafa verið gift í þrjú ár þá séu nú Paul og Marsha komin í þörf fyrir að fá sér húsnæði til að búa saman í. Þegar þau svo loksins finna sitt draumahús, þá líti út fyrir að vandamálið sé leyst — eða eiginlega öll. Þau eiga varla fyrir því. En Murray og Diana eru um sömu mundir að glíma við sama vandamálið svo að þau fjögur slá öll sam- an. ÚTVARP LAUGARDAGUR 1. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.20 Leikfimi. Tón- leikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá Morgun- orð. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöldinu áöur. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Öskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir.) Oskalög sjúklinga frh. 11.20 Umferöarkeppni skóla- barna. Umsjón: Ragnheiður Davlösdóttir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 Hér og nú. Fréttaþáttur I vikulokin. 15.20 .Fagurt galaöi fuglinn sá". Umsjón: Sigurður Ein- arsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Svanurinn I sögnum og Ijóðum. Lesari: Herdls Björnsdóttir. Umsjón: Sigur- laug Björnsdóttir. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Slðdegistónleikar. a. Trló nr. 4 I B-dúr op. 70 nr. 1 eftir Ludwig van Beet- hoven. Wilhelm Kempff, Henryk Szeryng og Pierre Fournier leika á plnaó, fiðlu og selló. b. Strengjakvartett I B-dúr op. 67 eftir Johannes Brahms. Meloskvartettinn I 17.30 iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 19.25 Kalli og saelgætisgerðin. Sænsk teiknimyndasaga I tlu þáttum gerð eftir samnefndri barnabók eftir Roald Dahl. Teikningar: Bengt Arne Runneström. Þýöandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. Sögu- maður Karl Agúst Úlfsson. (Nordvision — Sænska sjón- varpið.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sambýlingar. Stuttgart leikur. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Til- kynningar. 19J5 Þetta er þátturinn. Umsjón: örn Arnason og Sigurður Sigurjónsson. 20.00 Harmonikuþáttur. Umsjón: Sigurður Alfonsson. 20.35 Sjálfstætt fólk I Jökul- dalsheiði og grennd. 3. þáttur. LAUGARDAGUR 1. júní (Full House.) Nýr flokkur — Fyrsti þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur I sex þáttum um ungt fólk sem kaupir sér húsnæöi I samein- ingu. Leikendur: Christopher Strauli, Sabina Franklyn, Natalie Forbes og Brian Capron. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.05 Gestir hjá Bryndlsi. Kvöldstund með Bryndlsi Schram. Gestir hennar verða að þessu sinni allir sjómenn. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 22.00 Ég berst á fáki fráum. Gunnar Valdimarsson tók saman. Lesarar: Guðrún Birna Hannesdóttir, Hjörtur Pálsson og Klemenz Jóns- son. (Aður útvarpað I júll 1977.) 21.45 Kvöldtónleikar. Þættir úr sigildum tónverk- um. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Uglan hennar Mlnervu. Samræöa Lúklans frá Sam- (International Velvet.) Bresk blómynd frá 1978. Leikstjóri Bryan Forbes. Aðalhlutverk: Tatum O’Neal, Christopher Plummer, Anthony Hopkins og Nanette Newman. Þegar Sara missir foreldra slna er hún send til frænku sinnar sem var annáluð fyrir hesta- mennsku á yngri árum. Brátt vaknar hjá telpunni áhugi á hestum og reiðmennsku. Takmark hennar verður að komast l keppnissveit Breta á Ölympluleikunum. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. 00.10 Dagskrárlok. ósata um einfaldleikann. Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason. Lesari ásamt hon- um Ólafur Sveinn Glslason. 23.15 Gömlu dansarnir. 24.00 Miðnæturtónleikar. Umsjón: Jón Örn Marirtós- son. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl 03.00. 14.00—16.00 Múslk og sport Stjórnandi: Jón Ólafsson ásamt Ingólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni iþróttafréttamönnum. 16.00—17.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00—18.00 i tilefni dagsins Stjórnandi: Inger Anna Aikman. Hlé. 24.00—04.00 Næturvaktin Stjórnandi: Margrét Blöndal. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.