Morgunblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 13
MORCUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ1985 ia spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hafliöi Jónsson, gardyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur tekið að sér að svara spurningum lesenda Morgunblaðsins um garöyrkju. Þau verða síðan birt eftir því sem spurn- ingar berast. Lesendur geta lagt spurningar fyrir Hafliða, jafnt um ræktun matjurta sem trjárækt og blómarækt. Tekið er á móti spurningum lesenda á ritstjórn Morgun- blaðsins í síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, mánu- daga til fóstudaga. Laugardalur — stærsti trjágarður í Reykjavík Allir landsmenn kannast við Laugardal í Reykjavík, sem er orðið fast nafn á lægðinni, sem áður var nefnd Þvottalaugamýri eða Laugarnesmýri. Það var ekki fyrr en 1920 sem Laugardalsnafn- ið varð til, en þó hafði Sigurður Guðmundsson málari að vísu haft á orði að réttnefni á þesu svæði væri Laugardalur, þegar hann spáði um framtíð Reykjavíkur. Hér var hinsvegar frá fornu fari beitiland og útengjar frá hinni kunnu bújörð á Laugarnesi. í mýr- inni niðri voru laugar og frá þeim stóð gufustrókur á lognkyrrum dögum og sást vítt að og vísaði ferðalöngum leiðina til Reykjavík- ur. Hér var hinsvegar frá fornu fari beitiland og útengjar frá hinni kunnu bújörð í Laugarnesi. í mýr- inni miðri voru laugar og frá þeim stóð gufustrókur á lognkyrrum dögum og sást vítt að og vísaði ferðalöngum leiðina til Reykjavík- ur. Um 300 m austan við laugarnar var Eiríki Hjartarsyni, 35 ára raf- fræðingi, og konu hans, Valgerði Halldórsdóttur, úthlutað 2,6 ha. landspildu í miðri mýrinni og er þau hófust handa við að grafa grunn fyrir bæ sínum kom í ljós, að hversu djúpt sem þau grófu, með tækni þess tíma, var engan fastan botn að finna í þessari mýri. Þeim hugkvæmdist þá, að hafa sama háttinn á og mófugl- arnir, sem hvarhvetna í kringum þau áttu sér hreiður. Húsið, sem þau höfðu flutt tilhöggvið til landsins frá Ameríku, létu þau fljóta ofan á mýrinni. Inn í þetta hús fluttu þau 1929 og þar ólu þau upp sinn barnahóp, sjö dætur og einn son. Húsið stendur ennþá og vaggar stundum á sama hátt og hreiður fuglanna í trjánum, sem þau Eiríkur og Valgerður gróður- settu kringum húsið með hjálp barna sinna. í aldarfjórðung sátu þau að bú- jörð sinni, sem þau nefndu Laug- ardal, og öll kvosin milli Álfheima og Sundlaugavegar hefur nú dreg- ið nafn af, þótt þar hafi fyrrum verið mörg býli, hvert með sínu heiti, sem flest hafa nú horfið og gleymst. Börnin voru flogin út og suður, eins og lögmál lífsins gerir ráð fyrir. Tvö sátu þau eftir Valgerður og Eiríkur. Byggðin hafði færst nær þeim hröðum skrefum, kyrrð- in var ekki hin sama og fyrrum, en samt var haldið áfram að sá til nýrra trjáa, planta þeim og hlú að. En norður í Svarfaðardal, í fæð- ingarsveit Eiríks, var víða berang- ur og þó kom þar græn jörð undan vetri. „Þar sem gras vex og dafn- ar, vaxa líka tré,“ sagði Eiríkur af sannfæringarkrafti. Vor eftir vor fór hann með hundruð eða þús- undir trjáplantna og gróðursetti á æskuslóðum. Þar átti hann áður en lauk stóran skógarreit, sem hann fól Skógræktarfélagi Eyfirð- inga til varðveislu, en Reykjavík- urborg tók við trjágarðinum í Laugardal 1955. Þar er nú stærsti trjágarður borgarinnar. Meðan líf og heilsa entust komu þau hjón á afmælisdegi Eiríks, sem var 1. júní, í garðinn sinn i Laugardag og nutu þess að sjá að hann hélt áfram að vaxa og dafna. Hér var haldið áfram ræktunar- starfi því, sem þau hófu, frá býl- inu þeirra í botnlausu mýrinni voru fóstruð upp tré, blóm og runnar til að rækta og prýða alla borgina. Nú á aldarafmæli Eiríks er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa notið þeirrar gæfu að kynnast honum, að hafa notið þeirrar blessunar að lifa í þeirri fegurð og kyrrð, sem þau lögðu grunn að með ræktun sinni hér í Laugardal, og að hvern einasta dag í 30 ár fundið til nálægðar þeirra við hvert fótmál, sem ég hef gengið hér um, hvort heldur verið í hús- um þeirra eða undir krónum trjánna, sem þau gróðursettu af bjartsýni sinni og trú á gróður- mátt þess lands, sem við byggjum. Maríuhænur góð- vinir garðanna Helga Björg Ingvadóttir, Rimasíðu 10, Akureyri, spyr: 1. Eru maríuhænur til góðs í görð- um? Það er allt morandi af þeim í garðinum hjá mér og ég hef heyrt að þær éti lýs. Er það rétt og ef svo er, hvað lýs éta þær þá helst? Svar: Sjaldan er nægilega mikið um maríuhænur til að halda blómum og runnum fríum frá blaðlús, en þær lifa af þeim. Hér syðra eru þessar bjöllur næsta fágætar og mætti gjarnan safna einhverju af þeim á Akureyri og senda okkur hingað suður, við munum sjálfsagt ekki amast við þeim. Klipping á greni og brekkuvíði Tryggvína Steinsdóttir, Blönduhlíð 12, spyr: 1. Má klippa grenitré og þá á hvaða tíma árs? 2. Má klippa brekkuvíði og birki á þessum árstíma? Svar 1. Ekki er æskilegt að ganga nærri með klippingu, en talsverða skerðingu þola þau, og er hyggi- legt að framkvæma hana að vetri til. Svar 2. Brekkuvíði má klippa því sem næst á öllum árstíma, þó er réttara að draga það meðan hann er að Iaufgast. Hið sama gildir um birki, það er að sjálfsögðu eðli- legast að klippa það að vetri með- an það er lauflaust, en eftir miðj- an júlí, ef það stendur með laufi. Komið í veg fyr- ir grassprettu Jenný L. Lárusdóttir, Starmóa 1, Njaróvík, spyr: Ég var að taka upp hluta af gras- flötinni hjá mér þar sem ég hyggst setja hellur og möl i staðinn. Er gott að setja plast undir mölina til að aftra því að grasið spretti aft- ur, eða er betra að bera graseyði í moldina? Svar: Sé sand- og malarfylling undir hellunum 25 sm eða meira á það að vera nægjanlegt til að verj- ast grasi. Hinsvegar getur gras- fræ borist í raufar milli hellna, en þá er auöveldast að fjarlægja slík- an gróður með búrhníf eða sterk- um vírkróki. Fíflana burt Arnbjörn Kristinsson, Mávanesi 9, spyr: Hvað er besta ráðið til þess að útrýma fíflum af grasfleti? Svar: Árangursríkast er að leyfa fíflunum aldrei að vaxa óáreittum. Plokka þá upp, strax og þeir skjóta upp kollinum. Með góðri áburðargjöf og reglulegri umhirðu j dregur fljótlega úr vexti fífla og annarra villtra blómjurta, sem herja á grasflötina. Öll útrým- ingarefni, sem auglýst eru til bjargar við illgresisvandanum, eru vandmeðfarin, einkum í ná- lægð við tré og runna eða fjölærar blómjurtir, sem við viljum ógjarn- an missa. Maðkur í brekkuvíði Valur Guðnason, Bollagörðum 19, Seltjarnarnesi, spyr: 1. Hvaða aðferð er best að beita við að eyða maðki á brekkuvíði, hvaða efni skal nota og hvenær er best að úða? 2. Er óhætt að klippa brekkuvíði niður oft yfir sumarið? Svar 1. Eins og Seltjarnarnesbúar hafa flestir reynt er brekkuvíðir einhver harðgerðasta planta, sem þeir geta ræktað, og sem þolir norðannepju og sælöður af Faxa- flóa. Og brekkuvíðir hefur enn- fremur það til síns ágætis, að hann er afar blaðfallegur runni og með honum er hægt að rækta skjól fyrir annan viðkvæmari gróður. Hann er því nánast brim- varnargarður fyrir þá, sem nálægt úthafi búa. Með hliðsjón af þess- um miklu kostum brekkuvíðisins er talsvert í sölurnar leggjandi til að halda honum lausum frá þeirri „óværu“, sem á hann vill sækja. Það gerum við best með því að sinna honum, eins og hann á fylli- lega skilið. 1 mars og apríl, þegar gefur lognkyrran frostlausan dag og þurran, þá eigum við að baða hann rækilega með svonefndri vetrarúðun. Það er olíuefni eða tjöruefni, sem framleitt hefur ver- ið og hægt er að blanda saman við vatn. Efni þetta leysir upp og tor- tímir eggjum skordýra, sem það kemur í snertingu við. Þar með losnum við að mestu við lús og skaðlegar fiðriidalirfur, sem herja á lauf trjánna yfir sumarmánuð- ina. Nægi þessi vörn ekki fullkom- lega er sjálfsagt að eiga handhæga úðunardælu (sem er garðeigend- um jafn nauðsynleg og ryksuga á hverju heimili) og hafa tiltæk eit- urefni, sem dregið geta úr skor- dýraplágunni, ef okkur þykir hætta á ferðum. Stundum þarf ekki að úða nema eitt eða tvö tré eða fáeina runna (það þarf ekki alltaf að snýta öllum börnun, þótt eitt hafi hor í nös) og það er auð- velt að fá efni, sem hægt er að nota til úðunar og nægja til að halda óþrifunum niðri, þannig að gróðurinn missi ekki öll sín lauf í bitvarginn. Nöfn þessara eiturefna geta verið mismunandi, en sjaldnast er mikill munur á áhrifamætti þeirra. Kannski þurfum við að vera á ferðinni með varnaraðgerð- ir tvisvar eða þrisvar i viku, en með því að bæta sápulegi saman við úðunarvökvann getum við auk- ið áhrifamátt hans. Skordýrum þykir á sama hátt og mannfólkinu ekki gott bragð af sápu. Við skul- um þegar hefjast handa við varn- araðgerðir um leið og við sjáum einhverja hreyfingu á laufblaði í garðinum okkar, jafnvel þótt við þurfum að hafa stækkunargler til að sjá hverskyns skordýr er á ferðinni. Þetta er þáttur í því, að rækta garðinn sinn. Svar 2. Hyggilegt er að fram- kvæma allan meiriháttar niður- skurð á trjám og runnum meðan gróðurinn er blaðlaus. Minnihátt- ar skerðingar er vel hægt að fram- kvæma, eftir að full laufgun hefur átt sér stað og vöxtur er hafinn. ST0R4R SUÐReWR ponk PLONTUR EINNIG FALLEGIR KERAMIKPOTTAR BORGARBLOMÍÐ SKlPHOLTl 35 SÍMh 3ZZI3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.