Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JUNÍ 1985
AF INNLENDUM
VETTVANGI
FRÍÐA PROPPÉ
ar í vikunni og aðalfundar
Dagsbrúnar á fimmtudagskvöld.
Eins og minki hafi
verið hleypt inn
í hænsnahús
Framkvæmdastjórn VMSÍ kom
síðan saman sl. þriðjudag og var
þar hart deilt. Mikill meirihluti
fundarmanna vildi þegar ganga til
viðræðna við VSÍ en formaðurinn,
Guðmundur J. Guðmundsson, var
þungorður í garð forustumanna
VSÍ, sagði engan árangur geta
orðið af viðræðum. Beitti hann
fyrir sig samþykkt formannafund-
arins frá 19. maí, sem hann sagð-
ist þá hafa lofað úr ræðustóli að
haldin yrði. Karl Steinar Guðna-
son varaformaður hafði orð fyrir
þeim sem vildu þegar ganga til
viðræðna við VSÍ, en af ellefu
manna framkvæmdastjórn lýstu
aðeins tveir fundarmanna yfir
stuðningi við skoðanir Guðmund-
ar, þau Jón Kjartansson úr Vest-
mannaeyjum og Sigrún Clausen
frá Akranesi. Halldór Björnsson
varaformaður Dagsbrúnar sat og
þagði, en talið er að hann hefði
vart komist hjá að styðja Guð-
mund, ef til atkvæðagreiðslu hefði
komið.
Menn voru orðnir þungorðir
þegar forustumönnum meirihlut-
ans leiddist þófið og Karl Steinar
lagði fram tillögu sem hafði svip-
uð áhrif, að sögn heimildarmanns
blaðsins, og að minki hefði verið
hleypt inn í hænsnahús. Hún fól í
sér að framkvæmdastjórnin
óskaði þegar eftir viðræðum við
VSÍ um samningstilboðið og leit-
aði eftir upplýsingum um nokkur
tilgreind atriði. Lokaorð tillög-
unnar voru þau að framkvæmda-
stjórnin liti á slíkar viðræður sem
undirbúning að næsta for-
mannafundi VMSÍ, þ.e. þeim sem
síðan var ákveðið að halda í gær-
dag.
Guðmundur J. var lítið ánægður
með þessa tillögu og bað menn
lengst allra orða að stinga henni
undir stól. Hann benti mönnum á
að aðalfundur Dagsbrúnar væri á
fimmtudagskvöld og bað um frest
á ákvarðanatöku fram yfir hann.
Lyktir málsins urðu þær að meiri-
hlutinn féllst á, með vísan til
nauðsynlegrar samstöðu verka-
lýðshreyfingarinnar, að bíða með
Morgunblaðid/Bjarni Eiríksson
Verkalýðshreyfingin er eins og gamalt og gigtveikt tröll í augum hins almenna félags-
manns, sagði varaformaður Verkamannasambands íslands, Karl Steinar Guðnason, á fundi
formanna landssambanda Alþýðusambands íslands sl. miðvikudag. Hann hefur ennfremur
sagt það mikið áhyggjuefni að Vinnuveitendasambandið hefði nú tekið allt frumkvæði, en
„tröllið hökti bara og gáði til veðurs“. Ummæli Karls Steinars eru tilkomin vegna þeirrar
ósamstöðu sem verið hefur innan verkalýðshreyfingarinnar um hvernig svara eigi tilboði
Vinnuveitendasambandsins um kjarabætur. Tilboð VSÍ barst ASÍ 23. maí sl. en í því var
gert ráð fyrir að fyrstu launahækkanir tækju gildi í dag, 1. júní. Þegar þetta er ritað, um
miðjan dag í gær, föstudag, stóð yfir formannafundur hjá Verkamannasambandi íslands,
sem taka mun ákvörðun um hvernig svara skuli tilboðinu og bíða önnur landssambönd
úrslita þar.
Ver kalýðshrey fingin
sem gamalt gigtveikt tröll
Forustumenn í verkalýðshreyf-
ingunni eru yfirleitt á einu máli
um að tilboð VSÍ hafi komið þeim
í opna skjöldu og hafa margir átt
erfitt með að ná áttum. Á ýmsu
hefur gengið og enn á ný tala for-
ustumennirnir um ítök og afskipti
stjórnmálaflokkanna og úrelt,
þunglamalegt skipulag, eins og
orð varaformanns VMSÍ hér að
framan bera vitni um. Hér á eftir
verður gerð nokkur grein fyrir
gangi mála á nokkrum fundum í
verkalýðshreyfingunni í þessari
viku, sem varpa nokkru ljósi á þá
togstreitu sem ríkir meðal kjör-
inna fulltrúa launafólks sem fara
með samningsumboð þeirra.
Verkamannasamband fslands
hefur verið langáhrifamesta aðild-
arsambandið innan Alþýðusam-
bandsins og þar gegnir Guðmund-
ur J. Guðmundsson þingmaður Al-
þýðubandalagsins og formaður
Dagsbrúnar i Reykjavík for-
mennsku, en Karl Steinar Guðna-
son þingmaður Alþýðuflokks og
verkalýðsleiðtogi í Keflavík vara-
formennsku. I ljósi reynslunnar af
afstöðu Guðmundar J. í fyrri
kjarasamningum í tíð þessarar
ríkisstjórnar, sem ekki verður
rakin hér, beindust augu manna
strax að VMSÍ og Dagsbrún. For-
mannafundur VMSÍ haldinn 19.
maí sl. fjallaði um stöðu kjara-
mála, áður en tilboð VSl barst.
Þar var samþykkt tillaga þess efn-
is að þegar skyldi hefja undirbún-
ing að kjarabaráttu á komandi
hausti, þar sem viðræður við VSÍ
virtust nú árangurslausar. Tillag-
an var flutt af Guðmundi J. Guð-
mundssyni, Jóni Karlssyni Sauð-
árkróki, Hrafnkeli Jónssyni Eski-
firði og Kolbeini Friðbjarnarsyni
Siglufirði. f umræðum á fundinum
lýsti Guðmundur því yfir, að hann
teldi viðræður við VSl vonlausar
þar sem þeir hefðu ekki áhuga á
nokkrum kauphækkunum. Hann
bar þar við, sem víðar, að VSÍ
hefði margsvikið og frestað hand-
söiuðum loforðum frá síðustu
kjarasamningum um sérsamninga
við einstaka hópa innan Dags-
brúnar.
Tilboð VSÍ barst síðan 23. maí.
Stjórn Dagsbrúnar kom saman
daginn eftir, 24. maí, og þar var
samþykkt tillaga þess efnis að
stjórnin teldi tillöguna óaðgengi-
lega og að stjórnin muni ekki
leggja til að hún verði samþykkt. I
viðtali við blm. Mbl., sem birt er
25. maí, segir Þröstur Ólafsson
framkvæmdastjóri Dagsbrúnar,
aðspurður um hvað niðurstaða
stjórnarinnar þýði, að stjórnin
muni bíða niðurstöðu fram-
kvæmdastjórnarfundar VMSÍ síð-
Morgunbladið/Bjarni
Þessir gestir vöktu athygli á aðalfundi Dagsbrúnar, en þeir eru talið frá vinstri: Jón Kjartansson Vestmannaeyjum,
Sigrún Clausen Akranesi og Kolbeinn Friðbjarnarson frá Siglufirði.
Guðmundur J. Guðmundsson í ræðustól á aðalfundi Dagsbrúnar sl. fimmtudagskvöld.