Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 17
frekari ákvarðanir fram á nýjan
formannafund, eftir Dagsbrúnar-
aðalfundinn. Karl Steinar til-
kynnti þá að hann myndi flytja
tillögu sína á ný á formannafund-
inum í gær.
Jón Karlsson
lét blekkjast
Stuðningsmenn Guðmundar
gegn viðræðum við VSÍ eru fáir í
framkvæmdastjórn VMSÍ eins og
að framan greinir og í viðtölum
við framkvæmdastjórnarmenn
eftir fundinn á þriðjudag kom
fram, að menn telja sig greina þar
ákveðnar pólitískar línur. Jón
Kjartansson og Sigrún Clausen
eru talin standa nærri stjórn-
málaskoðunum Guðmundar J.,
ennfremur Kolbeinn Friðbjarn-
arson í Siglufirði, sem stutt hefur
Guðmund. Þá vakti afstaða Al-
þýðuflokksmannsins Jóns Karls-
sonar á þessum fundum athygli.
Karl Steinar Guðnason varaformað-
ur VMSf hefur verið nefndur sem
hugsanlegur eftirmaður Guðmundar
J. Guðmundssonar í formannsssti í
Verkamannasambandinu, en Guð-
mundur lýsti því yfir á síðasta þingi
þess, að hann myndi ekki gefa kost
á sér að nýju í haust.
Hann var meðflutningsmaður að
tillögunni á formannafundi VMSÍ
19. mai en stóð síðan með meiri-
hlutanum í framkvæmdastjórn-
inni á þriðjudag. t viðtali við Mbl.
sl. fimmtudag segir Jón fyrri af-
stöðu sína hafa byggst á því, að
Guðmundur J. hafi blekkt sig.
Forustumenn og þingmenn Al-
þýðubandalagsins komu saman í
húsakynnum Dagsbrúnar eftir að
yfirlýsing Jóns Karlssonar og af-
staða meirihluta framkvæmda-
stjórnar birtist í Mbl. á fimmtu-
dagsmorgun. Guðmundur J. sagði
í viðtali við blaðamann, að hann
hefði sjálfur ekki setið þann fund.
Þá kom fram í viðtölum við verka-
lýðsleiðtogana, að menn telja að
Alþýðuflokksmenn hafi ákveðið að
standa stíft saman um að ganga
til viðræðna við VSÍ og reyna að
ná samningum. Sumir vilja meina,
að Karl Steinar hafi rætt við Jón
Karlsson undir fjögur augu milli
VMSÍ-fundanna. Þama megi því
greina mjög ákveðnar pólitískar
lfnur.
Forvitnilegir gestir á
aðalfundi Dagsbrúnar
Aðalfund Dagsbrúnar sem hald-
inn var í fyrrakvöld í Súlnasal
Hótel Sögu sóttu aðeins rétt rúm-
lega eitt hundrað manns. Það
vakti athygli að rétt áður en fund-
urinn var settur gengu saman í
salinn þau Jón Kjartansson frá
Vestmannaeyjum, Sigrún Clausen
frá Akranesi og Kolbeinn Frið-
bjarnarson frá Siglufirði, en þau
sátu fundinn sem gestir. Þeir Öss-
ur Skarphéðinsson ritstjóri Þjóð-
viljans og Haukur Már Haralds-
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JtJNl 1985
t91'
17
son blaðafulltrúi Dagsbrúnar
höfðu á orði, er þremenningarnir
tóku sér sæti á næsta borði við þá,
að umráðasvæði Dagsbrúnar væri
aldeilis að stækka í skjótri svipan.
Guðmundur J. Guðmundsson og
Þröstur Ólafsson framkvæmda-
stjóri Dagsbrúnar höfðu orð fyrir
stjórninni í umræðum um stöðu
kjaramála og gerði Þröstur grein
fyrir tillögu þeirri sem samþykkt
var í lok fundarins og sagt er frá í
frétt Mbl. í dag. Nokkuð kvað við
annan tón í Guðmundi, en fram að
fundinum hvað varðar viðræður
við VSÍ, en hann lét ekki af
skömmum í garð VSÍ. Sagði hann
m.a. er hann flutti skýrslu stjórn-
ar ekki er hægt að bera for-
ustumönnum VSÍ það á brýn að
þeir hafi verið samvinnuþýðir.
VSÍ hefur beinlínis svikið og dreg-
ið samninga sem handsalað loforð
var fyrir á timabilinu frá síðustu
samningum." Þröstur hafði fram-
söguerindi um kjaramálin og aðal-
röksemd hans fyrir því að gengið
yrði til viðræðna við VSt var sú,
að ef Dagsbrún sæti eftir færu
önnur félög fram úr, t.d. Verzlun-
armannafélagið, sem áreiðanlega
myndi semja á næstu dögum,
þannig að það yrði þá komið með
13—19% hærra kaup en Dagsbrún
í árslok. Þröstur sagði tilboðið
ekki af hinu góða, en tillagan gerði
ráð fyrir að reynt yrði að ná fram
ýmsum grundvallarbreytingum.
Hann nefndi nokkur atriði sem
hann sagði hvað verst, til dæmis
að lokað væri á alla sérsamninga
og að með því væru allar opnunar-
leiðir nánast ófærar. Þá sagði
hann útreikninga VSt um verð-
bólguþróunina ekki rétta.
Lokaniðurstaða hans var sú, að ef
gengið yrði að samningnum yrði
verkalýðshreyfingin aftur í ná-
kvæmlega sömu sporum í lok
næsta árs. Þá kæmu forustumenn
VSÍ aftur og segðu, mikil ósköp er
að sjá þetta, þið hafið misst 5%,
við verðum að bæta úr því.
t umræðum um stöðu kjaramála
tóku nokkrir til máls, en umræður
voru efnislega litlar um tilboð
VSÍ. Mátti greina nokkra óánægju
í málflutningi nokkurra ræðu-
manna í garð forustu Dagsbrúnar.
Fundinum lauk með því að tillag-
an var samþykkt samhljóða.
Reiknað var með fyrir fund for-
manna VMSt í gær, að niðurstaða
þess fundar yrði í samræmi við
vilja meirihluta framkvæmda-
stjórnarfundar fyrr í vikunni.
Dulbúin hótun
í garð ASÍ?
Verkalýðsleiðtogar sem rætt
var við í gær töldu að Guðmundur
J. hefði gefið nokkuð eftir í tillögu
sinni á Dagsbrúnarfundinum, en
hann héldi þar samt öllu opnu. I
niðurlagi þeirrar tillögu segir, að
fundurinn ítreki skyldur félagsins
til að semja sjálft um kaup og kjör
Dagsbrúnarmanna. t þessu felst
ódulin óánægja flutningsmanna
með leiðandi öfl verkalýðshreyf-
ingarinnar, sem vilja samninga-
viðræður, og viðmælendur Mbl. úr
hópi verkalýðsleiðtoga sögðu í
gær, að túlka mætti þessa setn-
ingu sem vissa hótun. Guðmundur
J. sagði sjálfur i viðtali við grein-
arhöfund, að þessari setningu
væri beint gegn ASÍ.
Nokkrir verkalýðsleiðtogar
höfðu orð á því að VSÍ hefði sýnt
mikla snilli með tilboði sínu og
tekið með því frumkvæði sem
ruglað hefði verkalýðsleiðtoga í
ríminu. Samlíking Karls Steinars
Guðnasonar á verkalýðshreyfing-
unni og gömlu gigtveiku trölli seg-
ir sína sögu. Þjóðsögurnar herma
að afdrif margra slíkra vætta hafi
orðið sú að daga uppi er fyrstu
sólargeislarnir náðu til þeirra.
Hvað verður um þetta „tröll" kem-
ur væntanlega í ljós í dögun, þ.e.
þegar ljóst verður um framhald
málsins.
0
jineis
l’ílll
L/innB*31
3 vikur í ólympíuborginni
Brottför 24. júlí
Kennsla í öllum hugsanlegum og óhugsan-
legum íþróttagreinum, hressandi utivist,
spennandi frönsk menning, glampandi
sólskin og geislandi líf og fjörl
Þessi ferð er einstök i sinni röð. Þú slæst í för með Jónínu
Benediktsdóttur og Jóni Þáli Sigmarssyni og kynnist
sannkölluðum ævintýraheimi hollrar hreyfingar og
skemmtilegra íþrótta; McGill háskólanum í Montreal í Kanada
Þar nýtur þu gistingar og fagurs umhverfis og velur það sem
þér hentar af tugum íþróttagreina þar sem þú færð
handleiðslu færustu kennara og afreksmanna. Þess á milli
baðarðu þig í sólinni, dólará milli kaffihúsa, veitingastaða og
verslana, upplifir heimsviðburði í listalífinu, gleymir þér í
skemmtigörðum eða tívolíi eða lætur þig einfaldlega fljóta í
sundlauginni skammt frá háskólanum, hugsandi um ókomin
afrekog ævintýri. Það gildireinu hvort þú ert í góðri líkamlegri
þjálfun eða ekki. Þú velur það sem þér hentar og verður aldrei
minna en meistari I hollri hreyfingu!
Þetta er frábært tækifæri fyrir hresst fólk af öllum stærðum
og gerðum, einstaklinga, fjölskyldur, starfsfélaga og hópa.
• 4
EIWl*
|U1
úr nógu er að velja:
Yoga Karate Aerobic
vaxtarrækt Júdó Aeroblc dans
Slgllngar Golf Sund
Seglbrettaslgllngar Tal Chl Jassbailett ____
Lelkflml sjálfsvðrn fyrlr konur veggtennls \i
Skylmlngar Lyftlngar Tennls . '
o.fl. o.fl. Hjólrelðar Badmlnton
Skoðunarferðir og
skemmtilegar uppákomur
Farið verður í léttar kynnisferðir um nágrennið og m.a. í
æsispennandi hraðbátaferð um flúðir Lachine fUóts.
Verðkr. 29.650"
innifalið: Flug Keflavík-Toronto-Keflavík, lestarferð
Toronto - Montreal - Toronto, gisting, hraðbátaferð og
islensk fararstiórn.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SlMAR 21400 8 23727
Metsölublaó á hverjum degi!