Morgunblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÚÍR l! JÚNÍ1985
Flugslysið á Grænlandsjökli:
Var áhöfnin að losa sig
við leyniskjöl er fyrri
björgunarvélin birtist?
Kaupmannahofn, 31. maí. AP.
BROTLENDING tveggja hreyfla flugvélar á Grsnlandi 22. apríl er enn í dag
hulin leynd, en fréttir herma, að áhöfn vélarinnar, þ.e. þeir tveir sem fórust í
lendingunni og hinir þrír, sem komust lífs af, hafi e.Lv. verið viðriðnir
alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar bar annar hinna látnu,
Ahmed Khalid, á sér vegabréf frá
fimm Midausturlöndum og per-
sónuskilríki gefin út af Frelsis-
fylkingu Palestínuaraba.
Embættismenn hafa staðfest,
að Fokker Friendship-flugvélin,
sem var 30 ára gömul, hafi verið á
leið frá Norður-Yemen til nýs eig-
anda, ríkisflugfélagsins í Nicar-
agua, Aero Nica. í áhöfninni voru
Bandaríkjamaður, Jórdaníu-
maður, Filippseyingur, Indverji og
fyrrnefndur Khalid.
Vélin brotnaði og gereyðilagð-
ist, þegar reynd var lending á
Grænlandsjökli, nálægt radarstöð
bandaríska hersins, vegna þess að
eldsneytið hafði gengið til þurrð-
ar. Khalid og Filippseyingurinn
létu lífið.
Bandaríska sendiráðið í Kaup-
mannahöfn staðfesti fréttir, sem
hafðar voru eftir Bandaríkja-
mönnunum, er tóku þátt í björg-
unaraðgerðum vegna slyssins, um
að áhöfnin hefði ekkert látið til
sín heyra, þegar bandarisk Herc-
ules-herflugvél flaug yfir slysstað-
inn einni klukkustund eftir brot-
lendinguna.
Bandaríkjamaðurinn, Dennis
Craig að nafni, gaf fyrst merki, er
önnur vél á vegum bandaríska
hersins flaug yfir staðinn nokkr-
um klukkustundum síðar.
Embættismenn hafa neitað að
staðfesta frétt danska dagblaðsins
Jyllands-posten um að allt bendi
til þess, að ástæðan fyrir því, að
fyrri björgunarvélinni hafi ekki
verið gefið merki, hafi verið sú, að
áhöfnin hafi þá verið að losa sig
við leyniskjöl.
Lögreglan í Kaupmannahöfn
játaði í byrjun maímánaðar, að
hún hefði komið fyrir hlerunar-
tækjum á sjúkrastofunni, þar sem
Jórdaníumaðurinn var að ná sér
eftir kal og meiðsli, er hann hlaut
í brotlendingunni.
Grikkland:
Umræða um heilsu-
far Papandreous
Aþenu, 31. nuí. AP.
TALSMAÐUR gríska sósíalista-
flokksins vísaði í dag á bug fréttum,
sem birst hafa í blöðum stjórnar-
andstöðunnar, um að Papandreou,
forsætisráðherra, gengi ekki heill til
skógar.
„Þetta er út í hött. Hann er bet-
ur á sig kominn en nokkur okkar. f
morgun byrjaði hann daginn með
sundspretti og það mun sjást í
sjónvarpinu í kvöld, að hann er við
hestaheilsu," sagði talsmaður
sósialistaflokksins við frétta-
menn. Orðrómurinn um það að
Papandreou væri ekki hraustur
komst fyrst á kreik fyrir þremur
vikum þegar hann hætti við kosn-
ingaferð til eyjarinnar Mytilene.
Kosningar verða í Grikklandi á
sunnudag en Papandreou boðaði
til þeirra sex mánuðum áður en
kjörtímabilið rann út. f blöðum
stjórnarandstöðunnar hefur verið
sagt, að forsætisráðherrann þjáð-
ist af streitu og þreytu og hefði
verið undir læknishendi að undan-
förnu. Er það raunar haft eftir
fyrrum samstarfsmönnum Pap-
andreous, að hann sé haldinn
Noregur:
Verkfall
boðað á
borpöllum
Osló, 31. maí. AP.
VERKALÝÐSFÉLÖG í Noregi
hafa boðað til verkfalls á olíbor-
pöllum í Norðursjó 13. júní nk.
nema áður hafi tekist nýir samn-
ingar um kaup og kjör.
Verkalýðsfélögin halda því
fram, að umbjóðendur þeirra á
bropöllunum hafi ekki fengið þær
launahækkanir, sem um samdist í
fyrra og er haft eftir Eivind Lönn-
ingen, formanni í félagi verka-
manna á olíborpöllunum, að verk-
fallið muni ná til 2—5.000 manna.
Ekki er vitað, að hve miklu leyti
olíuvinnsla Norðmanna mun
stöðvast ef til verkfallsins kemur.
sjaldgæfum húðsjúkdómi, sem
einnig leggst á nýrun og veldur
blóðrásarsjúkdómum.
Veður
víða um heim
Lngtt Hmt
Akureyri 12
Amtterdam 16 21
Aþena 16 30
Barcelona 22
Berlin 12 23
BrUttel 16 22
Chicago 18 25
Dublin 12 20
Feneyjar 26
Frankfurt 10 21
Genl 11 20
Heltinki 12 22
Hong Kong 25 27
Jerútalem 15 25
Kaupm.höfn 10 18
Lat Palmat 23
Littabon 13 21
London 7 19
Lot Angelet 16 29
Luxemborg 24
Malaga 24
Maliorca 28
Miamí 26 29
Montreal 13 26
Motkva 15 28
New York 12 22
Otló 12 1 22
Parit 14 22
Pekíng 13 25
Reykjavík 10
Rio de Janeiro 16 30
Rómaborg 1S 27
Stokkhólmur 13 22
Sydney 13 19
Tókýó 14 21
Vínarborg 17 20
Þórthöfn 11
léttskýjað
Hefur þetta tilvik orðið til þess,
að í dag var samþykkt lagabreyt-
ing á danska þinginu, og eru þar
verulega þrengdar heimildir lög-
reglunnar til að beita hlerunar-
tækjum á sjúkrahúsum og í öðrum
opinberum byggingum.
Gagnrýnt hefur verið í dönskum
blöðum, að fyrri björgunarvélin
skuli ekki hafa lent á slysstaðnum.
í fréttum frá stjórnvöldum hef-
ur hins vegar komið fram, að
Bandaríkjamennirnir hafi horfið
frá því að lenda, þar sem þeir hafi
ekki séð neitt lífsmark á
slysstaðnum og myrkur hafi verið
að skella á, auk þess sem þeir hafi
ekki talið óhætt að lenda vélinni á
jöklinum.
Vestur-Þýskaland:
Mynd þessi er tekin á Briissel-nugvelli í gær er ættingjar ítölsku knatt-
spyrnuunnendanna, er létu lífið í óeirðunum á miðvikudgaskvöld, komu til
Belgíu.
Einnar mínútu þögn
á leikjum 1. deildar
í virðingarskyni við þá er létust í Briissel
Frankfurt, Róm og Vín, 31. maí. AP.
Vestur-þýsk knattspyrnufélög munu
gangast fyrir einnar mínútu þögn á
leikjum 1. deildarinnar á laugardag í
virðingarskyni við fórnarlömb upp-
þotsins í Bríi3sel, að því er v-þýska
knattspyrnusambandið tilkynnti í
dag.
Leikirnir verða stöðvaðir 10
mínútum eftir að flautað hefur
verið til þeirra í því skyni að
minnast þeirra sem létust, eftir að
áhangendur Liverpool-liðsins réð-
ust á stuðningsmenn ítalska liðs-
ins á Heysel-leikvanginum á mið-
Skotið afskammbyssu á
knattspyrnuleikvanginum
Þessar sjónvarpsmyndir frá Heysel-leikvanginum í Bríissel á miðviku-
dag sýna mann miða skammbyssu. (Sjá örina á efri mynd). Á neðri
myndinni má sjá blossann þegar byssumaðurinn hleypti af.
vikudagskvöld.
ítalski innanríkisráðherrann,
Oscar Luigi Scalfaro, sagði í dag,
að það væri „óskiljanlegt", hvað
belgíska lögreglan hefði verið van-
búin að bregðast við óeirðunum.
Hann kvað Bretana bera alla
ábyrgð í málinu, hvernig sem á
væri litið. „Breskir knattspyrnu-
áhangendur grípa til ofbeldis hvar
og hvenær sem er, hvað sem það
kostar," sagði hann.
Scalfaro talaði við blaðamenn,
áður en Bettino Craxi forsætis-
ráðherra setti sérstakan ríkis-
stjórnarfund, þar sem ræða átti
atburðinn í Brússel.
Neil Kinnock, leiðtogi Verka-
mannaflokksins í Bretlandi, sem
staddur er í Vínarborg, krafðist
þess í dag, að gerðar yrðu marg-
víslegar umbætur i málefnum
knattspyrnuíþróttarinnar, ekki
síst að því er varðaði öryggismál.
Hann kvað það mundu verða mik-
inn sigur fyrir „illþýðið, sem
framdi ódæðið í Brússel", að
banna breskum knattspyrnuliðum
þátttöku í Evrópukeppnum.
GENGI
GJALDMIÐLA
Dollarinn
óstöðugur
London, 31. maí AP.
GENGI Bandaríkjadollars var
óstöðugt í dag, eftir að stjórnvöld í
Washington höfðu tilkynnt, að dreg-
ið hefði lítillega úr eftirspurn eftir
verksmiðjuvörum í aprfl og að við-
skiptahalli Bandaríkjanna við útlönd
hefði numið nær 12 milljörðum doll-
ara í þeim mánuði.
Gengi sterlingspundins hækkaði
heldur og fengust fyrir það 1,2870
dollarar síðdegis í dag (1,2745).
Gengi dollarans gagnvart ýmsum
helztu gjaldmiðlum heims var
annars þannig, að fyrir hann feng-
ust 3,0675 vestur-þýzk mörk
(3,0810), 2,5965 svissneskir frank-
ar (2,5940), 9,3950 franskir frank-
ar (9,3787), 3,4840 hollenzk gyllini
(3,4675), 1.971,00 ítalskar lírur
(1,965,50), 1,3760 kanadískir doll-
arar (1,3745) og 251,78 japönsk jen
(251,63).