Morgunblaðið - 01.06.1985, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1985
—
írakar halda
áfram loftár-
ásum á Iran
Níkósíu, 31. maí. AP.
HERÞOTUR íraka gerðu enn í dag harðar loftárásir á Teheran,
höfuðborg írans, og tvær aðrar borgir þar í landi. Skýrði IRNA, hin
opinbera fréttastofa írans, frá þessu í dag. Ekki var skýrt frá
manntjóni. Teheran hefur orðið fyrir loftárásum íraka hvað eftir
annað undanfarna daga, en hlé var á loftárásum íraka í 7 vikur, unz
þeir hófu stórfelldar loftárásir á íranskar borgir á ný sl. sunnudag.
Hashemi Rafsanjani, talsmað-
ur íranska þingsins, sagði í dag,
að eldflaugum yrði skotið á
Bagdad og aðrar borgir í írak, ef
írakar héldu áfram loftárásum á
íranskar borgir. Þá sagði hann
ennfremur, að Irönum hefði tek-
ist að efla loftvarnir sínar, sem
ætti að gera þeim það kleift að
koma í veg fyrir loftárásir íraka.
„Þeir munu ekki framar verða
þess megnugir að fara til loft-
árása langt inn í Iran,“ sagði
Rafsanjani.
Talsmaður írösku herstjórnar-
innar sagði í dag, að íraskar her-
þotur hefðu gert loftárásir á
þrjár íranskar borgir, þeirra á
meðal Teheran, og hefðu auk
þess skotið niður eina flugvél ír-
ana.
Giftust þrátt fyrir 64 ára aldursmun
Það er ekki að sjá annað en að vel fari á með þessum nýgiftu hjónakornum þrátt fyrir 64 ára aldursmun. Hún
heitir Ruth Kimber og er 92 ára að aldri, en eiginmaðurinn heitir Kevin Friday og er 28 ára gamall. Þau
kynntust fyrir þremur mánuðum, en hann kom á heimili hennar til að hreinsa gólfteppi. Þau höfðu ekki mikinn
viðbúnað við giftinguna og létu borgaralega vígslu nægja, enda hálfsmeyk við að ættingjar Ruthar færu að
blanda sér í málið.
Sprengja
grandaði
lögreglu-
manni og
barni
Pamplona, Spáni. 31. mai. AP.
ÖFLUG sprengja sprakk á fjölfar-
inni götu í spænsku borginni Pampl-
ona í raorgun og létust tveir, lítið
bam og spænskur öryggisvörður.
Tveir öryggisverðir og gömul kona
slösuðust að auki alvarlega.
Lögreglan fékk ábendingu um
sprengjuna er maður sem vildi
ekki láta nafns getið hringdi og
sagði allt af létta. Benti hann á
ákveðinn bíl sem lagt hafði verið
við stöðumæli. Er lögreglumenn-
irnir þrír nálguðust bílinn sprakk
sprengjan með framangreindum
afleiðingum. Talið er víst, að að-
skilnaðarhreyfing Baska, ETA,
hafi staðið á bak við hryðjuverkið,
en með þessum tveimur dauðsföll-
um hafa alls 14 manns látið lifið í
pólitískum hryðjuverkum það sem
af er þessu ári á Spáni.
Nokkrum klukkustundum áður
en að sprengjan sprakk var
spænskur lögreglumaður myrtur í
borginni Marquina, eigi langt frá
Pamplona. Þar voru ETA-skæru-
liðar á ferðinni.
w mstúS
JUSTICI
p, /'kuLdd
i mttTFF
Stroessner, þú lýgur!
Nasistaveiðarinn Beate Klarsfeld er hér ásamt vinum og stuðnings-
mönnum að mótmæla fyrir framan aðsetur hæstatéttar í borginni As-
unction, höfuðborg Paraguay. Þar var þess krafist að stjórn Alfredo
Stroessners hershöfðingja gæfi upplýsingar um verustað stríðsglæpa-
mannsins Josefs Mengele. A skiltinu sem Klarsfeld heldur á stendur:
„Stroessner, þú lýgur!“
Voru blóðsugur
og varúlfar hald-
in sjaldgæf-
um sjúkdómi?
EÐLISFRÆÐINGAR nokkrir telja að sannleikskorn sé trúlega að finna í
frásögnum um vampírur og varúlfa í þjóðsögum. Telja þeirað það fólk sera var
álitið í umræddum hópi kunni að hafa verið haldið sjaldgæfum en arfgengum
sjúkdómi sem lækning er til við nú tii dags, en var alls ekki á miðöldum og allt
fram á þessa öld. Fólk haldið þessum sjúkdómi verður loðið, tannbert og
finnur til ef það fer út í dagsbirtu eða fær á sig hvítlauk, sem þótti jafnan
brúklegur sem vopn gegn blóðsugum.
Alþjóðlegt þing eðlis- og efna-
fræðinga stendur nú yfir í Los
Angeles og þar hafa verið haldnir
nokkrir fróðlegir fyrirlestrar; einn
þeirra flutti David Dolphin frá
Bresku Kólombíu í dag. Dolphin
sagði að umræddur sjúkdómur héti
„porphyria". „Ef fólk haldið þess-
um sjúkdómi fór út 1 sól eða venju-
legt dagsljós, leið það vítiskvalir,
það afmyndaðist allt, húðin flagn-
aði af og það gat jafn vel misst
fingur og nef. Hendurnar urðu eins
og hrammar, hárvöxtur jókst og þó
tennurnar stækkuðu ekki í raun,
strekktist svo á húðinni í gómun-
um, að tennurnar urðu meira áber-
andi,“ sagði Dolphin.
„Porphyria" var og er arfgengur
sjúkdómur og stafar af því að lík-
aminn nær ekki að framleiöa rauð
blóðkorn sem skyldi. í dag er hægt
að hafa hemil á sjúkdómnum með
því að byggja upp rauð blóðkorn.
Dolphin sagði vel hugsanlegt að
skilningur hafi rikt f Mið- og
Austur-Evrópu um það af hverju
Smábörnin skynugri
en ætlað hafði verið
Lw Angeles, 31. mnf. AP.
NÝJUSTU rannsóknir hafa leitt í Ijós, að 14 mánaða gömul börn geta
munað og líkt eftir atferli annarra þótt sólarhringur sé liðinn frá því þau
sáu fyrirmyndina. Þykir það benda til, að hugarstarfsemi smábarna sé
miklu þroskaðri en fyrr var talið.
Sá, sem rannsóknirnar annað-
ist, Andrew Meltzoff, sálfræð-
ingur við Washington-háskóla,
hefur áður sýnt fram á, að
þriggja daga gömul börn geta
líkt eftir svipbrigðum fólks og
þótti það á sínum tíma nokkuð
byltingarkennd uppgötvun og
brjóta í bága við fyrri kenning-
ar, sem flestar eru komnar frá
barnasálfræðingnum Jean Piag-
et.
„Piaget og fleiri töldu, að geta
barna til að líkja eftir svipbrigð-
um markaði tímamót á þroska-
ferli þeirra vegna þess, að þá
þyrftu þau að notast við tvö
skilningarvit. Barnið sér svip-
brigðin en ekki sitt eigið andlit
og verður því að nota snertiskyn-
ið til að líkja eftir svipnum,"
sagði Meltzoff. Piaget var hins
vegar viss um, að börn gætu ekki
líkt eftir svipbrigðum fyrr en
þau væru ársgömul.
Við rannsóknir Meltzoffs var
14 mánaða gömlum börnum sýnt
leikfang, sem tekið var í sundur
að þeim ásjáandi, og þau síðan
send heim með foreldrum sínum.
Næsta dag var komið með þau
aftur og leikfangið sett í hend-
urnar á þeim. Langflest börnin
tóku leikfangið í sundur strax á
sama hátt og þau höfðu séð dag-
inn áður. Þótti þetta sýna, að Pi-
aget hefði haft rangt fyrir sér
þegar hann sagði, að minni
barna þroskaðist ekki fyrr en
þau væru orðin 18-24 mánaða-
Ekki eru allir sálfræðingar á
sama máli og Meltzoff um hug-
arþroska smábarna. Eugene
Abravamel, sálfræðingur við
George Washington-háskólann,
reyndi að endurtaka tilraunir
Meltzoffs en ekki kveðst hann
hafa haft erindi sem erfiði nema
að litlu leyti. Var það helst, að
litlu börnin rækju út úr sér
tunguna framan í hann til að
svara honum í sömu mynt.
sjúkdómurinn stafaði, því hafi
sjúklingarnir verið á stjái á nótt-
unni og þar eð ekki var hægt að fá
blóðkornagjafir, hafi legið beinast
við að drekka eins mikið blóð úr
öðru fólki og kostur var.
Dolphin sagði að gamla þjóðsag-
an um að hvítlaukur fældi blóðsug-
ur frá gæti átt við rök að styðjast,
því í hvítlauk væru efni sem æstu
mjög sjúkdóminn sem hér um ræð-
ir. Því væri alls ekki fráleitt að
„blóðsugur" í gamla daga hefðu
hljóðað og hörfað er hvítlauk var
skvett á þær. Ýmsir sem hlýddu á
fyrirlestur Dolphins voru yfir sig
hrifnir af því að komin væri fram
skýring, sem gerði þjóðsögur á borð
við þær sem fjalla um blóðsugur og
varúlfa, trúanlegar í vissum skiln-
•ngi- _____^_________
Lítið
hraungos
í St. Helens
Vancouver, Wnshington. 31. mní. AP.
ÖRYGGIS- og almannavarnir eru í
viðbragðsstöðu allt í kringum eld-
fjallið mikla St. Helens í Washing-
tonríki. Þar hefur verið búist við
gosi, e.t.v. sprengigosi, síðustu daga
þar sem kambur fjallsins hefur
bólgnað út síðustu vikur, alveg eins
og þegar fyrri gos hafa brotist út,
sum hver með skelfilegum afleiðing-
um. Jarðvísindamenn sem voguðu
sér á lítilli flugvél ofan í gíginn í dag
sáu dálítið af nýrunnu hrauni sem
benti til þess að gos sé þegar hafið
þó það hafi hljótt um sig.
Þetta er fyrsta eldvirknin í 8
mánuði, en aldrei hefur fjallið sof-
ið svo lengi í einu síðan virknin
mikla hófst með stórgosi í mars
1980. Mesta gosið var svo í maí á
því ári, þá létust 57 manns, hraun
og aska þöktu þúsundir ferkíló-
metra og aska féll um allan heim.
Steve Brantley, jarðfræðingur í
Washington, sagði að þó gosið
virtist lítið og ómerkilegt, mætti
alls ekki vanmeta fjallið. „Það
gæti enn orðið sprengigos," sagði
Brantley.