Morgunblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aóstoóarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Bjðrn Bjarnason. Þorbjörn Guómundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiósla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 30 kr. eintakió. ^ BÚR og ísbjörninn Umsjónarmaður Gísli Jónsson 289. þáttur Fyrir frumkvæði Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, hefur verið efnt til viðræðna milli stærstu útgerðarfyrir- tækjanna í Reykjavík, Bæjar- útgerðar Reykjavíkur (BÚR) og ísbjarnarins hf., til þess að kanna hvort unnt sé að endur- skipuleggja þau og freista þess að nýta betur fjárfestingu þeirra og gera rekstur þeirra hagkvæmari og traustari. Með þessu frumkvæði sínu hefur Davíð Oddsson hrundið af stað tímabærri athugun á því, hvernig við þeirri staðreynd skuli brugðist í Reykjavík að þangað berst nú minni fiskafli en áður. Undir stjórn Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra BÚR, hefur verið farið inn á nýjar brautir í rekstri þessa stóra borgarfyrirtækis sem er mikil- vægur vinnuveitandi í höfuð- borginni og leggur drjúgt af mörkum til gjaldeyrisöflunar fyrir þjóðarbúið. Tapið á rekstri BÚR hefur verið skorið niður með aukinni hagræðingu og nýjungum í framleiðslu- háttum. ísbjörninn er stórveldi í fiskvinnslu og útgerð á ís- landi. Þetta einkafyrirtæki hefur verið byggt upp af mikilli elju. Vegna mikilla fjárfest- inga og minnkandi fiskafla eft- ir að í þær var ráðist hafa rekstrarforsendur ísbjarnarins breyst til hins verra undanfar- in ár. Jón Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri ísbjarnarins, sagði í Morgunblaðsviðtali á miðvikudaginn, að við því yrði að bregðast að nú bærist helm- ingi minni afli til vinnslu í Reykjavík en 1982. Sérfróðum aðilum utan ís- bjarnarins og BÚR hefur nú verið falið að rannsaka fjár- hagslegar og tæknilegar hliðar mála í samræmi við tillögur Davíðs Oddssonar. Á grund- velli þeirra athugana verða síð- an teknar ákvarðanir um fram- haldið. Hér og nú skal því engu spáð um niðurstöðuna. Hitt skal fullyrt, að frumkvæði borgarstjórans í Reykjavík í þessu máli getur ekki orðið nema til góðs. Það er engum til góðs, hvorki starfsfólki né eig- endum þeirra gamalgrónu fyrirtækja sem ísbjörninn og BÚR eru, að láta þau hvort um sig standa höllum fæti vegna versnandi ytri skilyrða ef unnt er að snúa dæminu við með því að sameina kraftana. Allir hljóta að vera sammála um mikilvægi þess að í Reykja- vík standi útgerð og fisk- vinnsla traustum fótum. Höf- uðborgin hefur um árabil verið ein stærsta verstöð landsins. Á því má ekki verða breyting og fullkanna ber, hvort ekki sé unnt að bregðast við afla- samdrætti með nýjum starfs- háttum. í tillögu Davíðs Oddssonar segir að stefnt skuli að því að fiskvinnsla fyrirtækj- anna dragist ekki meira saman en orðið er, þótt þau yrðu sam- einuð í eitt. Með öllu er ástæðu- laust að ala á ótta starfsfólks þessara fyrirtækja við að verið sé að svipta það vinnu komist þessar hugmyndir til fram- kvæmda. Tilraunir vinstri- sinna í þá veru eru aðeins al- kunnir pólitískir loftfimleikar í ómálefnalegu karpi. Öll rök hníga auðvitað að því, að út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtæki sem rekið er á hagkvæmum forsendum sé öruggari vinnu- staður en fyrirtæki sem á und- ir högg að sækja vegna óhag- stæðra ytri skilyrða. Rainbow Navigation Eins og við var að búast og margsinnis hefur verið bent á hlaut að koma að því að eigendur bandaríska fyrirtæk- isins Rainbow Navigation, sem flytur varning fyrir varnarliðið í krafti bandarískra einokunar- laga, hæfu sókn eftir alhliða sjóflutningum milli íslands og Norður-Ameríku. Nú er því meira að segja haldið fram, að félagið stundi undirboð. Fjárhagsleg sjónarmið ráða að sjálfsögðu hjá þeim sem tapa eða græða á starfsemi Rainbow Navigation. Þeir sem eiga slíkra hagsmuna að gæta verða að sætta sig við mark- aðslögmálin. Þau gilda hins vegar ekki í þessu máli á með- an Rainbow Navigation starfar í skjóli einokunarlaga. Nauðsynlegt er að itreka þá skoðun, að það er með öllu óviðunandi í samskiptum ís- lands og Bandaríkjanna ef hin gömlu bandarísku einokunar- lög eiga að eyðileggja forsend- ur þess að íslensk kaupskip séu í förum milli íslands og Banda- ríkjanna. í hugum íslendinga er alls ekki unnt að samræma eyðileggjandi einokunarstarf- semi af þessu tagi og tilgang og markmið varnarsamstarfs þjóðanna. Sé grafið undan kaupskipaflota Islendinga er grafið undan öryggi þeirra. Samsetningar orða í máli okkar verða með þrennum hætti. í fyrsta lagi er föst sam- setning eða stofnsamsetning. Eins og síðari nafngiftin gefur til kynna, er þá fyrri hluti samsetningarinnar stofn ein- hvers orðs. Stofn nafnorða er að finna í þolfalli eintölu, dæmi hest, eld. Stofn lýsingar- orða er að finna í kvenkyni, nefnifalli, eintölu, dæmi stór, há. Stofn sagna er nafnháttur- inn að slepptri endingunni, dæmi far, skap. í öðru lagi er laus samsetning eða eignarfallssamsetning. Dæm- in hér á eftir skýra hana: elds-umbrot, elda-skáli, farar- efni, hellu-steinn. Að síðustu er band- eða tengistafssamsetning. Er þá einhverju hljóði skotið milli samsetningarhluta, því sem ekki verður talið beygingar- ending í því sambandi. Dæmi: eld-i-viður, ráð-u-nautur. Um tíðni þessara samsetn- inga veit ég ekki mikið. Ég tel þó víst að bandstafssamsetn- ing sé langsjaldgæfust. Ekki kann ég heldur neinar reglur um, hvenær nota skuli hverja samsetninguna. Mig grunar að það fari ansi mikið eftir smekk og atvikum. ★ Tilefni þessara inngangs- orða er eftirfarandi bréfkafli frá manni sem ekki kýs að flíka nafni sínu að svo stöddu: „Það er margt í íslenskri málfræði og stafsetningu sem vill æði mikið vefjast fyrir mér. Eitt er stafsetning sam- settra orða sem mér skilst að geti verið með þrennum hætti (þ.e. samsetningin) í íslensku. Gætir þú nú aðeins skýrt þessa flokkaskiptingu fyrir mig og sagt mér hvenær hver eigi við? Ég hef lengi ætlað að biðja þig þessarar bónar en það var fyrst þegar ég sá orðið nám- skrá (svona stafað) að ég fór að hugsa mér til hreyfings. Tólf- unum kastaði þó þegar ég sá auglýsta námstefnu (svona stafað). En inn í bæði þessi orð, sérstaklega þó námstefnu, myndi ég vilja bæta einu essi (yrði þá námsskrá og náms- stefna). En ég er svo sem eng- inn æðsti prestur í þessum málum sem sést kannski best á því að ég má gæta mín að skrifa ekki starfsemi með einu auka essi (þ.e. starfssemi) og sömu sögu er raunar að segja um fleiri orð af þessu tagi. Og úr því ég er nú byrjaður að spinna lopann þá langar mig til að spyrja þig hvort ég bind enda eða endi á bréfið." ★ Eins og fyrr segir, held ég að mér sé ekki unnt að segja til um hvenær hver samsetningin eigi við. En ég athugaði í orða- bók Menningarsjóðs samsetn- ingar af nám, starf og skip. Það skal strax tekið fram, að námskrá er þar svona, með einu essi, stofnsamsetning, en nám(s)stefna er ekki í bókinni. Stofnsamsetningar af nám voru 8, þar á meðal námfús og námskeið. Sjálfur man ég í viðbót eftir orðinu námgjarn sem Snorri Sturluson hafði til að hrósa Ara Þorgilssyni. Eignarfallssamsetningar af nám reyndust hins vegar 49, þar á meðal námsbraut, náms- lán og námsstjóri. Enginn má við margnum, og því er ekki að furða, þó að bréfritari hneigist til að hafa tvö ess í þeim orð- um sem hann tiltók, ef við miðum við það eitt, hversu stofnsamsetningar af nám eru miklu færri en hinar. Stofnsamsetningar af starf reyndust 9, þeirra á meðal starfsemi, starfhæfur og starf- ræksla, en laust samsett orð af starf voru hins vegar 37, þar á meðal starfsfræósla, starfs- ísmátt (-vinnuklæði, hvers- dagsföt) og starfsstúlka. Fast samsett orð af skip töldust vera 28, svo sem skip- stjóri, skipbrot og skipskaði, en laust samsett 48, t.d. skipakví, skipsbátur og skipsfjöl. Áf þessari fátæklegu rann- sókn mætti kannski draga þá ályktun, að lausar samsetn- ingar séu algengari en fastar, en ef einhverjir kynnu að fræða mig um tíðni slíkra samsetninga, þá yrði ég því mjög feginn. Eg tala nú ekki um, ef menn gætu kennt mér reglur um notkun þeirra. ★ Þá er það að binda enda eða binda endi á eitthvað í merkingunni að ljúka því. Enda í þessu sambandi er þol- fall af endi sem hefur veika beygingu (beygist eins og gluggi; an-stofn). Endi er aftur þolfall af endir sem hefur sterka beygingu (beygist eins og læknir; ia-stofn). Endi er miklu algengara orð en endir. Hið fyrrnefnda er bæði í hlut- lægri og huglægri (eiginlegri og óeiginlegri, konkret og ab- strakt) merkingu en endir er víst alltaf haft í óeiginlegri merkingu = endalok. í orðabókum hef ég aðeins fundið dæmi um að binda enda á í merkingunni að ljúka. Það er augljóslega betra, miðað við það sem áður sagði, þar sem endir er aðeins í óeiginlegri merkingunni. Líkingin væri þá ekki eins góð og þegar sagt er að binda enda á. Menn binda fremur það sem áþreifanlegt er heldur en hið gagnstæða. Skylt er hins vegar að geta þess að merking sagnarinnar að binda getur orðið huglæg eða óeiginleg. Allt er gott þá endirinn allra bestur verður, segir í gamalli vísu, og væri mér þökk í því, ef einhver gæti kennt mér hinn hluta vísunnar og frætt mig um höfund. Nú þykir sjálfsagt að beygja orðið endir eins og læknir (sbr. fyrr), þ.e. endir, um endi, frá endi, til endis, sbr. einnig alls- endis eða til alls endis, en áður fyrr höfðu menn stundum aðra beygingu, sbr. kennsluvísuna gömlu: I Dóná falla: Isar, Inn, einnig Drava og Sava. Theiss og Lech ég líka finn og læt svo Pruth í eadirinn. Hver skyldi annars hafa ort þessi stikluvik? 104 loðdýraleyfi veitt frá áramótum — fyrir um 4500 refum og um 7500 minkum Úthlutunarnefnd loð- dýraleyfa veitti nýlega 47 bændum leyfi til stofnun- ar refa- og minkabúa. Það sem af er árinu hafa 104 loðdýraleyfi verið gefin út, þar af eru 90 ný leyfi, 6 leyfi endurnýjuð og 8 leyli til stækkunar. Þessir 104 aðilar fengu leyfi fyrir alls 4.325—4.775 refum og 6.720—8.520 minkum. Útgefin leyfi á árinu skipt- ast þannig eftir sýslum: Gullbringu- og Kjósarsýsla 1 nýtt leyfi og 1 endurútgefið, samtals fyrir 50 refum og 400 minkum; Borgarfjarðarsýsla 1 nýtt leyfi og annað endur- nýjað, samtals fyrir 90 refum; Mýrasýsla 2 ný leyfi, fyrir alls 190—240 refum og 0—200 minkum; Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla 2 ný leyfi fyrir alls 30 refum og 85 minkum; Barðastrandarsýsl- ur 3 ný leyfi, alls fyrir 250 refum; ísafjarðarsýslur 2 ný leyfi, fyrir alls 250 refum og 600 minkum; Húnavatnssýsl- ur 4 ný leyfi, 1 leyfi til stækk- unar, samtals fyrir 200 refum og 525 minkum; Skagafjarð- arsýsla 11 ný leyfi og 3 leyfi til stækkunar, samtals 450—550 refir og 1.110—1.510 minkar; Eyjafjarðarsýsla 9 ný leyfi og 1 stækkun, 440—490 refir og 700—900 minkar; S-Þingeyjarsýsla 7 ný leyfi og 3 endurnýjuð, 320—370 refir og 1000—1.200 minkar, N-Þingeyjarsýsla 6 ný leyfi fyrir 250—350 refum og 0—400 minkum; N-Múla- sýsla 10 ný leyfi og 3 stækk- anir, 415—465 refir og 350—550 minkar; S-Múla- sýsla 3 ný leyfi fyrir samtals 150 refum; Austur-Skafta- fellssýsla 8 ný leyfi fyrir 190—240 refum og 1.000— 1.200 minkum; Rangárvalla- sýsla 10 ný leyfi, 460 refir og 200 minkar og loks Árnes- sýsla 10 ný leyfi og 4 leyfi til stækkunar búa, samtals fyrir 590 refum og 750 minkum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.