Morgunblaðið - 01.06.1985, Page 29

Morgunblaðið - 01.06.1985, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNl 1985 29 Klakksmálið: Réttlætið krefst leið- réttingar mistaka — eftirSverri Gunnlaugsson „Það hefur enginn aðili þessa máls gert mistök í góðri trú,“ skrifar lögmaður Landhelgisgæsl- unnar, Jón Magnússon, en skip- stjóri Klakks er vondi karlinn og er vísvitandi að brjóta lög. Stór og mikil fullyrðing þykir mér. Ef við víkjum aftur til ársins 1977 eða 1978, þegar Tómasarhag- inn var ákveðinn á sínum tíma, mótmæltum við togveiðiskipstjór- ar harðlega þeirri lokun, sem ekki var ansað. Hefur þetta hólf verið geipileg- ur þyrnir í okkar augum æ síðan og höfum við reynt að fá það niðurfellt ár eftir ár, því þarna var verið að hirða af okkur hefð- bundna togslóð í tugi ára. Sann- leikurinn er sá að þetta hólf hefur sáralítið verið notað af neta- og línubátum. Von á breytingum til batnaðar Með nýjum mönnum á maður oft von á breytingum til batnaðar. Þess vegna kom það mér ekki svo ýkja á óvart þegar ég las frétta- tilkynninguna í Morgunblaðinu 2. apríl sl. en hugsaði hinsvegar með hlýhug til Halldórs þennan dag. 2. apríl eins og dagana á undan voru nokkur togveiðiskip stödd á umræddu svæði og utan við það og vissi enginn hvort ætti að loka því eða ekki. En þarna var það komið á hreint. Með breytingunni fengum við mjög gott togsvæði innanvert á tánni. Ekki hvarflaði að nokkr- um manni að þarna hefði prent- villupúki læðst svo hrapallega í umrædda grein né heldur að það ætti eftir að verða eins dýrkeypt og raun bar vitni. Ég er örugglega ekki einn um það að hafa notað fréttatilkynn- ingar í Morgunblaðinu frá Sjávar- útvegsráðuneytinu varðandi skyndilokanir og annað. Ég er reyndar viss um að a.m.k. 90% af skipstjórnarmönnum landsins hafa stuðst við Morgunblaðið um árabil og það hefur aldrei brugð- ist. Ég vil taka undir þau orð Hall- dórs Ásgrímssonar sjávarút- vegsráðherra að svona villa hefði getað komið fram hvar sem er. 2. apríl sl. en ekki 2. mars eins og J.M. segir og staðfest hefur ver- ið af Landsíma íslands, hafði ég samband við Sjávarútvegsráðu- neytið og bað um Þórð Eyþórsson deildarstjóra. Var mér tjáð að hann væri ókominn úr mat, en fékk samband við Stefán nokkurn. Bar ég undir hann lokunartíma hólfsins, hvort hann hefði virki- lega verið 27. mars eins og ég hafði lesið út úr greininni. Hann kvað það ekki vera fyrr en 9. apríl. Þá las ég fyrir hann tölur þær er ég hafði fyrir framan mig, úr Morgunblaðinu og samþykkti hann þær. Sagðist hafa þetta ein- hverstaðar á borðinu hjá sér en fann ekki. Nýlega hefur skipstjóri sem hlustaði á talstöðvarsamtalið gef- ið sig fram og staðfestir hann að hafa skilið svör ráðuneytisins á sama veg og ég. Ég hafði kvartað við Stefán yfir slælegum frétta- flutningi um svona lokanir og spurði hvort ekki væri hægt að setja þetta í útvarpið og til strandstöðva, því ekki sæjum við blöðin, nema endrum og eins, og það virtist enginn vita hvort ætti að loka eða ekki. Lofaði hann því að setja þetta í útvarp um kvöldiö en það er ókomið enn þegar þetta er skrifað. Skipstjórinn taldi sig í fullum rétti Það er ekki einu sinni borið við að Ieiðrétta mistökin eftir að skaðinn er skeður 22. apríl. Samt er haft samband við ráðu- neytið sama morgun og skipið er tekið og spurt um áðurnefnda punkta. Svörin sem fengust frá Þórði Eyþórssyni þá voru að svona hólf setti enginn. Það sæi hver heilvita maður að þetta væri rugl. Það er auðséð að maðurinn sá hefur ekki augum barið þær kynjamyndir sem komið hafa út á kortum eftir tölum frá hinu háa ráðuneyti en þar kennir ýmissa grasa. Að framansögðu finnst mér aumt að lesa í grein J.M. að þarna sé um visvitandi brot að ræða. Það er ég viss um að hann er einn um þá skoðun. Til að mynda hef ég það fyrir víst að þeir á flugvélinni töldu þetta sorglega töku því „það var svo auðséð að skipstjórinn taldi sig í fullum rétti. Allar hegð- Sverrír Gunnlaugsson „Ég hef þá trú, þó sumum kunni að þykja hún barna- leg, að þetta mál fái betri lausn í Hæstarétti, heldur en varð heima í héraði..." anir hans voru slíkar", voru þeirra orð. Eru upplýsingar hæstvirts ráðuneytis ómerkar? Jón Magnússon talar um að Tómasarhaganum hafi verið lokað undanfarin 7 ár og væru menn í vafa ættu þeir að leita upplýsinga hjá réttum aðilum. Þá er spurningin: Hverjir eru þessir réttu aðilar? Ég hafði samband við Reykja- víkurradíó og bað um stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Að vísu var þetta milli kl. 21 og 22 að kvöldi, ef það skiptir einhverju máli. Hvern- ig sem það er þá kom radíóið inn eftir töluverða bið og sagði að ekki svaraði hjá gæslunni. Spurði hann mig hvort nokkuð væri að og tjáði ég honum að ég hefði viljað fá upplýsingar um Tómasarhagann. Hvort honum yrði lokað að kvöldi 27. mars á sama tíma og friðaða hólfið lokaðist. Kvaðst hann þá mundu prófa aftur, kom inn eftir smábið og sagðist hafa náð í ein- hvern en sá kvaðst ekki vita meir. en vísaði á Sigurð Árnason. sem átti að vera heima. Reynt var að hringja þangað en árangurslaust. Ráðuneytis símtalinu hef ég lýst hér að framan. Nú heiti ég á J.M. að segja mér hvert ég átti að hringja til að fá réttar upplýsingar; ráðuneytið er eftir öllum sólarmerkjum að dæma ómerkt og vafi á hvort næst í nokkurn er hefur svar á lausu ef maður hringir. Dýr tilvíljun hvaða skip var tekið Rétt er að láta það koma fram, að yfirmaður á þyrlunni lét þau orð falla við skipstjórnn á Klakk, að tölur þær, er við töldum réttar, gætu allt eins verið það, því sam- bandið væri ekki of gott á milli þessara stofnanna. J.M. segir að á tímabilinu 9. til 22. apríl hafi á fjórða tug togara veitt á svæðinu, en ekki inni á Tómasarhaga. Flugvél gæslunnar hafi flogið all oft yfir svæðið á þessum tíma, en aldrei orðið vör togskipa inni á því þar til Klakkur var tekinn og bendi það til þess, að öðrum skipstjórum hafi verið ljóst að umrætt svæði væri lokað. Hversu oft skyldi Jón ætla að hefði nú verið hægt að draga skik- ann þvers og kruss á þeim 13 og hálfa sólarhring er hann ræðir um og gaman þætti mér að vita, hve marga klukkutíma gæsluvélin var yfir haganum á sama tíma. Eitt get ég sagt J.M, það voru forlögin er réðu því að Klakkur var hirtur en ekki einhver annar og það miklu fyrr. Sólarhring eftir að Klakkur var tekinn kom skip og tók hal í hólfinu og var búið að kasta aftur er við vöruðum það við. Og annað dæmi. Af hverju held- ur J.M. að engin trossa hafi verið í skikanum? Jú, skipstjórar á netabátum vissu ekki annað en búið væri að breyta og þorðu ekki að leggja í kjaftinn á togurunum, svo notuð séu þeirra eigin orð. Einn línubátur kom þessa nótt og komst að samkomulagi um lögnina. Er líklegt að sá skipstjóri hefði samið við landhelgisbrjót hefði hann vitað betur? Nei, orð út í loftið hæfa ekki lögmanninum J.M. Hann skrifar fyrir hönd starfsmanna gæslunn- ar og segir þá óánægða með við- brögð Halldórs Ásgrímssonar. Ég er hissa á því að J.M. skuli undra að til séu menn eins og Halldór með heilbrigða skynsemi sem vilja leiðrétta mistök og ekki láta grandalausa menn gjalda þeirra. Ég hef þá trú, þó sumum kunni að þykja hún barnaleg, að þetta mál fái betri lausn í Hæstarétti heldur en varð heima í héraði. Þó stinga mig orð þau er J.M. ritar í lokin, að gæslumenn telji sig vita hver niðurstaðan verði í Hæsta- rétti. Finnst mér af þessu myglu- lykt og hljóma eins og samtrygg- ing. Eða kannske það sé á hinn veginn? Á ekki löggæslumaöurinn aö reyna aö fyrirbyggja glæpinn? Oft finnst mér sem annarleg hugsun stjórni gerðum Landhelg- isgæslunnar og er ég ekki einn um þá skoðun. Ég hélt að löggæslu- menn ættu að starfa að fyrir- byggjandi aðgerðum ef mögulegt væri, en ekki horfa aðgerðarlausir á. Nú veit ég mörg dæmi þess að gæslan hefur horft upp á skip koma og kasta án þess að vara menn við því að viðkomandi svæði væri lokað, en hirt síðan skipið eftir að það hefur togað svo og svo lengi. Énginn getur haldið því fram, að menn geri þetta til að prófa hversu langt þeir komast með gæsluna. Þarna er um misskilning að ræða hjá viðkomandi aðila. Lítum á bátana, sem hirtir voru vestur af Stafnesi í apríl sl. Það netahólf lokaðist um miðnótt en vegna mistúlkunar héldu þeir, að það yrði ekki fyrr en um hádegi og héldu því áfram að veiða um nótt- ina. Á sama tíma var varðskip hjá þeim alla nóttina á lóni, en þegar komið var langt fram á morgun og bátarnir að tygja sig til brottfarar* hirti gæslan þá. Af hverju voru bátarnir ekki stöðvaðir strax uppúr miðnættinu þegar sást að þeir höfðu ekki yfir- gefið svæðið? Vissu gæslumennirnir ekki bet- ur og urðu að bíða eftir að ráðu- neytið vaknaði, eða voru þeir með Landhelgissjóðinn í huga? Jú, því meiri afli, þeim mun meira í sjóðinn. Þó ég hafi nú rætt meira um það neikvæða í störfum Landhelgis- gæslunnar má þó enginn skilja orð mín svo að ég sjái allt svart hvað hana varðar. Síður en svo. Þar vinna menn sem oft hafa unnið frábær störf og eiga þakkir skild-1 ar og það miklu oftar en hitt, en það er ekki traustvekjandi að lög- maðurinn J.M. skuli setja þá ágætismenn fyrir sig sem skjöld. Höfundur er skipstjóri á b/r Bergej VE544. Flugleiðir hefja áætlunarflug til Bergen: „Sérstök tilhlökkun að fá Islendinga í auknum mæli“ — segir Inger-Lise Skarstein, þingmaður Hægri flokksins í Noregi I DAG, 1. júní, hefst áætlunarflug, Klugleiða til Bergen i nýjan leik, en það hefur legið niðri f allmörg ár. Verður flogið hvern laugardag í sumar til Bergen, og jafnvel talið koma til greina að fljúga allan ársins hring þangað, síðar meir, ef flugið gengur að óskum. Ilingað til lands kom af þessu tilefni norski þingmað- urinn Inger-Lise Skarstein, sem er þingmaður Hordaland, en Skarstein á sæti í samgöngu- og ferðanefnd norska stórþingsins. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi lítillega við þingmanninn í gær, í tilefni þess að nú opnast þessi fluglcið á nýjan leik. „Eg tel það mjög ánægjulegt að Flugleiðir skuli nú hefja flug til Bergen. Við höfðum mjög góða reynslu af samstarfi við Ix>ftleiðir hér áður fyrr, og ég efa ekki að það sama verður uppi á teningn- um varðandi Flugleiðir," segir Skarstein. Hún bendir á að Bergen sé oft nefnt „Hliðið inn í Noreg“ og segir Bergen vera mjög vel í stakk búna til þess að taka á móti ferðamönnum. Til dæmis sé nýbú- ið að byggja þrjú nýtískuleg og góð hótel, og þar að auki sé mjög gott að hefja ferð sína í Bergen, ef menn vilji ferðast til staða eins og Voss, Geilo og fleiri staða. Þá sé Bergen höfðustaður Vestlandet, og mikill menningarbær sem slíkur, með ýmsa leikhús- og tónlistar- viðburði allan ársins hring, enda sé Bergen fæðingarborg Edvards Grieg. „Við lítum til þess með sérstakri tilhlökkun að fá íslendinga í aukn- um mæli á þessar slóðir í Noregi, því við lítum svo á að við séum bundin íslendingum sterkari böndum en flestir aðrir. Þá ætti það ekki að spilla fyrir að í Vest- landet geta flestir íslendingar bjargað sér nokkuð vel, með því að tala íslensku, svo fremi sem þeir tala hægt og skýrt. Við kunnum flest nýnorsku, og skyldleiki henn- ar og íslenskunnar er jú talsverð- ur, eins og allir vita,“ segir Skar- stein. Skarstein segir að mikill áhugi sé nú meðal ungs fólks í Noregi að sækja ísland heim. Unga fólkið hafi í ríkum mæli lesið Islend- ingasögurnar, og vilji margt hvert komast á söguslóðir. Auk þess sé það ekki alveg í anda hins unga og athafnasama Norðmanns að fara á sólarströnd, og flatmaga þar í tvær vikur eða þrjár, án þess að taka sér nokkuð fyrir hendur. Úti- lífið, fjallaklifur, gönguferðir, tjaldútilegur og þess háttar sé meira við hæfi fyrir unga Norð- manninn. Segir Skarstein því að það geti orðið um aukningu á ferðamannastraumi til íslands frá Noregi að ræða á næstunni. Skarstein sagði jafnframt aðr Bergen væri ekki í neinu beinu flugsambandi við Bandaríkin, heldur þyrftu farþegar að ferðast fyrst til Osló. Hún sagði þetta oft vera bagalegt, og því byndu Berg- enbúar einnig miklar vonir við þann möguleika sem opnaðist að ná beinu sambandi við Bandarík- in, í gegnum Bergen-flug Flug- “ leiða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.