Morgunblaðið - 01.06.1985, Side 31

Morgunblaðið - 01.06.1985, Side 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1985 - -■—" • -............... ■■ ■ ' " HANDAVINNU- POKINN BANGSAVINIR ERU þeir ekki eigulegir? Og lítill vandi að búa til. Eins og ég var búin að lofa mörgum þeirra sem skrifuðu mér þegar ég kom með uppskriftir af leikföngum í nóvember í fyrra, ætla ég að bjóða ykkur snið af stóra bangsanum, sem er á miðri myndinni. En þið þurfið að skrifa eftir því til mín. Vegna plássleysis hér í dálkunum get ég ekki birt sniðið í réttri stærð. Efnið í bangsann getur verið margskonar, til dæmis plussefni alls konar (fást oft í Vogue), rifflað eða slétt flauel, jersey-efni, prjónles efni, og meira að segja satín. Sama er að segja um buxurnar, þær geta verið úr silki, lérefti, blúndu eða prjónaefni. Það er ykkar að velja, en hér kemur leiðarvísir, sem þið skuluð geyma þar til þið fáið sniðin. 1. Fram- og bakstykki 2. Efra höfuðstykki 3. Hliðarhöfuðstykki 4. Trýnið 5. Eyrun 6. Bakstykki (höfuð) 7. Fram- og bakstykki (buxur) Klipping: Sniðin eru án sauma, sem eiga að vera um 1 sm. Fram og bakstykki (nr. 1) klippast á broti einu sinni hvort. Efra höfuðstykki, trýni og bak-höfuðstykki (nr. 2, 4 og 6) leggjast á tvöfalt efni og klippast á broti, einu sinni hvert. Hliðar-höfuðstykki (nr. 3) klippist tvisvar. Eyrun (nr. 5) klippast fjórum sinnum. Buxurnar (nr. 7) klippast tvisvar. Þegar þið hafið saumað bangsann saman skulið þið klippa af saumfarinu að minnsta kosti helming, þá er betra að snúa honum við. En bangsinn er saumaður saman sem hér segir: Fram og bakstykki lagt saman rétt móti réttu og saumað saman allt í kring nema hálsopið. Snúið á réttuna og fyllið með góðu púðafyllingarefni (vatti eða svampkurli). Saumið efra höfuðstykki, nr. 2, við hliðarstykki, nr. 3, og látið töluna 1 á báðum sniðum standast á. Saumið svo trýnið á, og látið þá töluna 2 standast á. Saumið miðsauminn, einnig í trýninu. Leggið saman fram- og bakstykki höfuðs, rétt móti réttu, og saumið saman, nema við hálsinn og þar sem eyrun koma (talan 3). Saumið eyrun, 2+2 saman, ekkert látið inn í þau, snúið þeim og stingið inn í höfuðsniðið (talan 3). Saumið þau svo á í höndunum. Saumið í augun (litlar tölur eða plastperlur). Saumið út nefið fremst á trýninu og tunguna, eða notið bút af svörtu á trýnið og rauðu í tunguna, mætti vera úr fílti eða gervileðri. Saumið buxurnar saman, skreytið með blúndu að neðan, setjið teygju í mittið, og þá er allt komið. Svo er bara að skrifa eftir sniðum í réttri stærð ef þið hafið áhuga. Utanáskriftin er: Dyngjan, Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Fjölbrautaskólinn í Vestmannaeyjum: 196 stunduðu nám á vorönn Vestmannaeyjum, 23. maí. Framhaldsskólnanum í Vest- mannaeyjum var slitið í 6. sinn laug- ardaginn 18. maí sl. Nemendur við skólann voru 215 á haustönn og 196 á vorönn. Fastir kennarar eru 10 auk skólameistara og stundakennar- ar voru 10 á haustönn en 7 á vorönn. 1 janúar voru útskrifaðir 5 húsasmiðir og 2 nemendur með verslunarpróf. Við skólaslit nú voru útskrifaðir 14 stúdentar, 10 nemendur með verslunarpróf, 23 nemendur með lokapróf (3. stig) iðnaðarmanna (9 vélvirkjar, 5. bifvélavirkjar, 4 plötusmiðir, 3 húsasmiðir, einn rafvirki og einn netagerðarmað- ur). 1 vélstjóri með réttindi 2. stigs og 4 vélaverðir með 1. stig. 6 nemendur luku prófum af grunn- deild rafiðna. í ávarpi formanns skólanefndar, Arnar Sigurmundssonar, kom fram að menntamálaráðherra hef- ur ákveðið að setja Ólaf H. Sigur- jónsson skólameistara við skólann í stað Gísla H. Friðgeirssonar sem nú lætur af störfum. Ólafur var aðstoðarskólameistari og gegndi starfi skólameistara sl. vetur í leyfi Gísla. Einnig kom fram að skólinn flytur í sumar í húsnæði það sem gagnfræðaskólinn hefur haft frá upphafi, nema verklega kennslan, sem áfram verður í gamla Iðnskólahúsinu. í ræðu skólameistara kom m.a. fram, að í haust er hugmyndin að hefja kennslu í öldungadeild ef leyf fæst, einnig verður reynt að koma á fót félagsfræðibraut og íþróttabraut. Skólameistari hvatti til þess að hafin yrði bygging nýs verknáms- húss hið allra fyrsta. Aðstoðarskólameistari er Bald- vin Kristjánsson og stjórnaði hann skólaslitaathöfninni og ann- aðist útskrift og verðlaunaafhend- ingar ásamt skólameistara. — hkj. Ólafur H. Sigurjónsson, skólameist- ar FÍV. Tónleikar í Norræna húsinu ÞRIÐJU tónleikarnir í röðinni „llngir norranir einleikarar" veröa haldnir í Norræna húsinu á sunnudagskvöldið 2. júní. Á þessum tónleikum kemur fram norski píanóleikarinn Christian Eggen. Christian Eggen fæddist árið 1957, og útskrifaðist árið 1978 úr tónlist- arháskólanum í Osló. Hann hefur, auk þess að halda fjölda tónleika og gefa út hljómplötur, samið tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir. Honum hafa hlotnast styrkir og viðurkenn- ingar sem einleikara, stjórnanda og tónskáldi. A tónleikunum verða flutt verk eftir Edvard Grieg, Wolfgang Ama- deus Mozart, Chopin, og Carl Niel- sen. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Leiðrétting EFTIRNAFN Hönnu Lóu Frið- jónsdóttur misritaðist í B-blaði Morgunblaðsins þann 31. maí, er fjallað var um ungar konur í íþróttum. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Opið í dag frá kl.10-17 íslenskur húsbúnaður h.f. efnir til sýningar á nýjungum frá Axis, Trésmiðjunni Víði og Gefjuni sem voru sýndar á Bella Center, Kaupmannahöfn í byrjun maí. Einnig kynnum við nýjungar frá Húsgagnaiðjunni á Hvolsvelli og hótel-línu frá Topphúsgögnum. ÍSLENSKUR HÚSBÚNADUR Langholtsvegi 111, sími 686605.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.