Morgunblaðið - 01.06.1985, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNl 1986
Lög frá Alþingi
Tvenn lög vóru samþykkt í efri
deild Alþingis sl. miðvikudag.
• Samþykkt var stjórnarfrumvarp,
sem flutt var vegna samkomulags við
launþegasamtök í landinu, um að
fella niður ákvæði í lögum um bann
við verðbótum á laun.
• Ennfremur frumvarp til breyt-
inga á erfðalögum, sem kveður á
um að annað hjóna eöa bæði geti
mælt svo fyrir í erfðaskrá að það
þeirra sem lengur lifir skuli hafa
heimild til að sitja í óskiptu búi
með niðjum beggja, hvort sem þeir
eru fjárráða eða ófjárráða. Ber
skiptaráðanda þá að gefa út leyfi
til setu í óskiptu búi til eftirlifandi
maka.
Þingslit og eld-
húsdagsumræður
BÚIST er við að Alþingi Ijúki störf-
um fyrir 17. júní næstkomandi og
þingi því slitið annað hvort föstudag-
inn 14. eða laugardaginn 15. júní.
Formleg ákvörðun hefur hins vegar
ekki verið tekin.
Samkvæmt þingsköpum eiga al-
mennar stjórnmálaumræður að
fara fram fyrir þingslit, svokall-
aðar eldhúsdagsumræður og er
þeim útvarpað. Ákvörðun hefur
Bflbelti:
----
Meiri hluti allsherjarnefndar
neðri deildar á móti sektum
Meirihluti allsherjarnefnd-
ar neðri deildar Alþingis
'Æggst gegn samþykkt frum-
varps um breytingar á um-
ferðarlögum, er gerir ráð
fyrir að þeir er ekki nota
bílbelti í bifreiðum verði
látnir sæta sektum. Frum-
varpið hefur þegar hlotið
samþykki efri deildar, en
Þegar kraftmenn eins og hann
Magnús Þórarinsson verða sjötug-
ir, verðui manni hugsað til Sig-
hvats Sturlusonar á Grund í Eyja-
firði, sem barðist með sonum sín-
um og féll með þeim í orrustu, þá
kominn á áttræðisaldur.
Það er ekki nokkur lífsins leið
að skynja ellimörk á afmælisbarn-
inu — dugnaðurinn og orkan eru
slík, að slíkt minnir einna helzt á
Blöndu „niðri við ós“ í leysingum
n«ð tilheyrandi jakaburði og
krafthljóðum. Blanda í ham blasir
við augum úr Kvennaskólanum á
Blönduósi — þar var gist að vor-
lagi 1980 á vegum framkvæmda-
nefndar Húnavöku, en Magnús
frændi örvaði undirskráðan til
dáða og sagði honum að halda
sýningu á slóðum feðranna þar
fyrir norðan — og því var náttúr-
lega hlýtt, af því að Magnús er
meðal annars gamall verkstjóri úr
vikurverksmiðjunni undan Jökli á
Snæfellsnesi. Þar var hann frægur
(yrir að reka menn á stundinni ef
’píúr sýndu af sér ódöngun og
peysuskap.
Það er strangleikafólk í ættinni
— þ.e.a.s. Þorvaldsættinni, sem er
blönduð Bólstaðarhlíðarætt og
með Stephensen-ívaf.
Þessi fyrrverandi fasteignasali
(hann rak fyrirtækið Nýja fast-
eignasalan áratugum saman í
Rvík við orðstír og höfðu fáir und-
flutningsmenn þess eru sjö
þingmenn deildarinnar úr
öllum þingflokkum. Á sein-
asta þingi var frumvarpið
einnig flutt, og hlaut sam-
hljóöa samþykki efri deildar,
en í seinni deild hlaut það
ekki afgreiðslu.
Þingmennirnir Guðmundur
Einarsson (BJ), ólafur Þ. Þórðar-
an honum) — sölutempóið var
slíkt, að það minnti á fjárdrátt í
Stafnsrétt eða eitthvað þvíumlíkt
— og þessi athafnamaður hann
Magnús — þessi lífskúnstner, sem
er stoltastur og stórlyndastur
næstum allra manna, sem grein-
arhöf. hefur kynnzt á lífsleiðinni
— hann er með raunbetri
mönnum, sem hægt er að kynnast.
Hins vegar er erfiðara en allt, sem
erfitt er, að kynnast Magnúsi.
Hann gefur yfirleitt aldrei skýr-
ingar.
Hann fór ekki menntaveginn
eins og bræður hans dr. Hjalti yf-
irlæknir og prófessor eða glæsi-
mennið hann Hermann, sem var
stjórnmálamaður „á hægri bakk-
anum“ af lífi og sál eins og faðir
þeirra Þórarinn, sem var lengi
þingmaður þeirra Húnvetninga —
og alger „lord“ í framkomu. Hann
kenndi Sigurði Guðmundssyni
skólameistara úr Mjóadal og frá
Æsustöðum undir skóla. „Her-
mann sálugi minnti alltaf á Tyr-
one Power í útliti," sagði hún-
vetnsk vinkona við þann, sem
þetta skrifar.
Hermann var lengi lögreglu-
maður þama í Texas Norðursins
(eins konar Marshall McCloud) en
hann hafði verið handboltastjarna
í MR og í Háskólanum.
Alls voru þau Hjaltabakkasyst-
son (F), Pálmi Jónsson (S) og
Friðjón Þórðarson (S) skipa meiri-
hluta allsherjarnefndar, en sá síð-
astnefndi hefur fyrirvara á and-
stöðu sinni.
Álit nefndarinnar hljóðar svo:
„Meirihluti nefndarinnar telur að
varanlegur grunnur að bættri um-
ferðarmenningu og meira öryggi
verði ekki lagður með sektar-
ákvæðum. Úrbætur verða að fást
með jákvæðri löggæslu, hvatningu
kinin ellefu. Einn bræðranna, Jón,
situr að ættaróðalinu Hjalta-
bakka, og margir muna þann töfr-
andi persónuleika Þorvald, föður
Gissurar, sem lengi var einn af
innstu koppum á Vöruflutninga-
miðstöðinni og er nú í „herfor-
ingjaráði" hjá Landleiðum og ekki
má gleyma systkinum Gissurar,
þeim Örlygi hjá Flugleiðum, elleg-
ar henni Sigríði, þeirri gjörvilegu
donnu, sem á fyrir mann einn
sona síra Eiríks heitins Alberts-
sonar á Hesti í Borgarfirði, Frið-
rik, sem er verndari Pólýfónkórs-
ins hans Ingólfs í Útsýn.
Þetta er gott lið og sterkt.
Magnús frændi minn er hlé-
drægur maður — mótaöur af
vinnuhörku og sjálfsögun. Hann
er mínútumaður — sprottinn á
fætur fyrir allar aldir eins og bú-
andi sem hugar að veðri og býr sig
undir athafnadag. Hann er hættur
veraldarsýsli, þ.e. fasteignasöl-
unni — en málar þess í stað mynd-
ir frá morgni til kvölds í vinnu-
stofu sinni í Nýja Galleríinu að
Laugavegi 12. Magnús nam
myndlist á sínum tíma við gamla
myndlistaskólann í Reykjavík.
Samtíða honum voru þar Nína
Tryggvadóttir og Kristján Dav-
íðsson, þeir hafa haldið sínum
kunningsskap síðan. Eitt sinn
spurði greinarhöf. Finn Jónsson
listmálara, sem var lærimeistari
og upplýsingum, umferðarkennslu
og aðgerðum á sviði gatnafram-
kvæmda og skipulags, svo að
dæmi séu nefnd.
Notkun einstaklinga á bílbelt-
um verður að byggjast á fullvissu
þeirra sjálfra um nytsemi hennar
en ekki ótta við lögreglu- og
dómsvald.
Meirihluti nefndarinnar leggur
til að frumvarpið verði fellt."
við skólann, ásamt Jóhanni Briem
um Magnús sem nemanda: „Hann
var með beztu nemendum skólans,
ágætur nemandi f alla staði, hafði
efnilegt teiknaratalent yfirleitt og
var áhugasamur." Finnur bætti
því við, að af því litla, sem hann
hefði séð af málverkum eftir
Magnús löngu síðar, litist sér lag-
lega á það.
Magnús er ekki í neinni mynd-
listarmafíu eða klíku. Hann er auk
þess bágrækur í hjörð eins og
fleiri af ættinni — og hefur karl-
mennsku og þor til að standa einn.
í honum er ekki gramm af múgsál.
Hann er vel kvæntur. Konan að
vestan — úr Dýrafirði, Vilborg
Guðbergsdóttir frá Höfða. Börnin
eru sjö — og hvert öðru mann-
vænlegra.
Magnús er höfðingi heim að
sækja. Þá er hann kátur eins og
Húnvetninga er háttur á manna-
mótum. En skapið er mikið og ef
hann hefði verið hestur, þá hefði
hann örugglega verið fjörhár gæð-
ingur, en einnig brúklegur í
strangri vatnareið... og hefði
ekki drepið húsbónda sinn og eig-
anda nema hann hefði reiðzt við
hann á leið úr kaupstað á reið yfir
Blöndu í miklum vexti.
Kæri vinur og velgjörðarmaður
Magnús. Ég vona það eitt, að þú
takir mig ekki alveg af lífi fyrir
þessa viðleitni mína í þá átt að
votta þér virðingu mína og þakkir
þrátt fyrir allt sem á milli okkar
hefur gengið. Eins og allir vita hef
ég sýnt hjá þér að minnsta kosti
tvisvar — að Laugavegi 12 — og
skipti okkar urðu góð, þegar upp
var staðið, en þá höfðum við eldað
grátt silfur um hríð. Það er önnur
saga.
Lifðu alltaf!
Að Hæðardragi, Rvík,
Steingrímur St.Th. Sigurðsson
ekki verið tekin um dagsetningu,
en gert er ráð fyrir að þær fari
fram þriðjudaginn 11. júní.
STUTTAR
ÞINGFRÉTTIR:
Þingsköp Alþingis
Þingskapanefnd hefur skilað
áliti sínu um frumvarp til laga
um þingsköp Alþingis. Nefndin,
leggur til nokkrar breytingar
meðal annars um að forseti geti
við umræður um þingsályktun-
artillögur ákveðið frávik frá
hinni almennu reglu um ræðu-
tíma, ef fyrir liggur rökstudd
beiðni þingflokks þar að lútandi.
Þá leggur nefndin einnig til að
komið verði upp rafeindabúnaði
fyrir atkvæðagreiðslur, líkt og
gerist í þjóðþingum annarra
landa.
Frumvarpinu var vísað frá
neðri deild með öllum greiddum
atkvæðum í gær til efri deildar
með samþykktum breytingartil-
lögum þingskaparnefndar.
Byggðastofnun
Fjárhags- og viðskiptanefnd
neðri deildar klofnaði i afstöðu
sinni til frumvarps til laga um
Byggðastofnun. Meirihluti
nefndarinnar leggur til að frum-
varpið verði samþykkt, með
nokkrum breytingum. Þingmenn
Sjálfstæðisflokksins, þeir Frið-
rik Sophusson, Þorsteinn Páls-
son og Halldór Blöndal skrifa
undir með fyrirvara. Kjartan Jó-
hannsson (Á) leggur til að frum-
varpið verði fellt. Guðmundur
Einarsson (BJ) og Svavar
Gestsson hafa ekki skilað áliti,
en sá síðarnefndi leggur fram
breytingartillögu ásamt Hall-
dóri Blöndal um að heimili og
varnarþing Byggðastofnunar
verði á Akureyri.
Stuðningur við
smáfyrirtæki
Meirihluti atvinnumálanefnd-
ar hefur skilað nefndaráliti um
þingsályktunartillögu um stuðn-
ing við stofnun og rekstur smá-
fyrirtækja. Lagt er til að ekki
verði sérstaklega ályktað um
þessi mál í trausti þess að ríkis-
stjórnin hafi upp markvissar að-
gerðir til eflingar íslensku at-
vinnulífi.
Framhaldsnám í
sjávarútvegsfræðum
Þingmenn Austurlands, þeir
Helgi Seljan (Abl.), Jón Krist-
jánsson (F) og Egill Jónsson (S)
hafa lagt fram tillögu til þings-
ályktunar um framhaldsnám í
sjávarútvegsfræðum á Höfn í
Hornafirði. Tillagan er svohljóð-
andi:
„Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að hún beiti sér
fyrir athugun á því að hefja
kennslu í sjávarútvegsfræðum á
framhaldsstigi á Höfn í Horna-
firði sem þróast gæti i framtíð-
inni yfir á háskólastig. Athugun-
in skal unnin í samráði við Há-
skóla Islands, skóla tengda sjáv-
arútvegi og samstarfsnefnd um
framhaldsnám á Austurlandi."
Sjötugur f dag:
Magnús Þórarinsson,
listmálari frá Hjaltabakka