Morgunblaðið - 01.06.1985, Page 33
MORGUNBLAÐID, LAUOARDAGUR 1. JÍ!N( 1986
Stöðug viðleitni til að
gera hluti tímalausa
— segir listakonan Myriam Bat-Yosef,
sem nú sýnir á Kjarvalsstöðum
Myriam Bat-Yosef sýnir á Kjar-
valsstööum um það bil 100 verk,
sem eru yfirlit yfir það sem hún hef-
ur verið að gera að undanfornu.
Þetta eru verk, sem máluð eru á
silki og annað efni svo og klippi-
myndir. Þá eru á sýningunni silki-
þrykkt veggteppi, málaðir hlutir og
Ijósmyndir af gjörningum.
Myriam Bat-Yosef er íslenskur
ríkisborgari og heitir á okkar
tungu María Jósefsdóttir. Hún
kom fyrst til íslands fyrir um það
bil 30 árum og var þá gift list-
amanninum Erró, Guðmundi Guð-
mundssyni. Þau eiga eina dóttur,
sem heitir Tura og er fædd 1960.
María hefur aðsetur í París en
kemur hingað öðru hvoru. Hún
hefur haldið nokkrar sýningar í
Reykjavík alveg síðan 1956 og sýnt
víða erlendis bæði á einkasýning-
um og samsýningum. María hefur
hlotið ýmsar erlendar viðurkenn-
ingar fyrir verk sín, meðal annars
heiðursverðlaun á Tríenníalinum í
Tókýó árið 1964 og árið 1966 gagn-
rýnendaverðlaun Arnys í París.
Um list sína hefur hún sagt
meðal annars: „Á fyrstu árum
myndlistarferils mins hafði ég at-
vinnu af listinni, vinna mín tengd-
ist fagurfræðilegum og listfræði-
legum kröfum; málverk varð að
vera tæknilega vel gert og fagur-
fræðilega séð þurftu myndir að
vera í góðu jafnvægi. Smám sam-
an varð myndlist mín eina leiðin
til að lifa lífinu. Hjá mér þróaðist
þörf til að túlka reynslu, sem
tengdist líkama mínum og dreifa
Myriam Bat-Yosef
henni yfir allt umhverfi mitt.
Þannig byrjaði ég að mála hluti og
fólk, tengdi það umhverfi og síðan
fór ég að fremja gjörninga.
Öll mín vinna er i raun og veru
stöðug viðleitni til að gera hluti
tímalausa. Þess vegna málaði ég
erfðaskrá mína í stað þess að
skrifa hana og sendi til lögfræð-
ings míns.“
Það má geta þess, að nokkur at-
riði úr erfðaskrá Myriam Bat-
Yosef eru á sýningunni á Kjar-
valsstöðum. Sýningin stendur til
17. júní næstkomandi.
H.E.
Sýning í As-
grímssafni
SUNNUDAGINN 2. JÚNÍ verður
opnuð í Ásgrímssafni hin árlega sumar ^
sýning. Að þessu sinni eru sýnd um 35
myndverk og hefur verið lögð áhersla á
að hafa sýninguna sem fjölbreyti-
legasta, bæði hvað varðar myndefni og
tækni.
Á heimili Ásgríms á neðri hæð
hússins eru sýnd verk frá fyrsta og
öðrum tug aldarinnar, olíumálverk,
vatnslitamyndir og teikningar. Uppi
í vinnustofu málarans, á annarri
hæð hússins, hafa verið dregin fram
yngri úrvalsverk í eigu safnsins.
I sumar verður Ásgnmssafn opið
alla daga vikunnar, nerna laugardag,
kl.13:30—16:00. Aðgangur er ókeypis
og verður sýningin opin til ágúst- 4
loka. (KrétUlilkynning)
Ásgrímur Jónsson: Fri Borgarfirði.
Sjómannadagurinn 1985
Reykjavík
Dagskrá 48. sjómannadagsins í
Reykjavík 2. júní 1985.
8.00 Fánar dregnir að húni á
skipum í Reykjavíkurhöfn.
11.00 Minningarguðsþjónusta í
Dómkirkjunni. Biskupinn yfir
Islandi, herra Pétur Sigur-
geirsson, minnist drukknaðra
sjómanna. Séra Hjalti Guð-
mundsson þjónar fyrir altari.
Dómkórinn syngur undir
stjórn Marteins H. Friðriks-
sonar.
Skemmtisigling um sundin blá.
12.15 Skemmtisiglingar með
hvalbátum um sundin við
Reykjavík fyrir þá sem keypt
hafa merki sjómannadagsins.
Börn yngri en 12 ára þurfa þó
að vera í fylgd með fullorðnum.
Farið verður frá Faxagarði í
Reykjavíkurhöfn. Siglingar
hefjast kl. 12.15 og síðasta ferð
verður farin kl. 16.00. Þrír bát-
ar verða í förum.
ÚtihátíAahöld við Reykjavíkur-
höfn
13.00 Milli 13.00 og 14.00 sigla fé-
lagar í sportbátaklúbbnum
Snarfara bátum sínum innan
Reykjavíkurhafnar. Ennfrem-
ur verður sjóskíðaíþrótt á
þeirra vegum.
13.30 Lúðrasveit Reykjavíkur
leikur létt sjómannalög, stjórn-
andi er Stefán Þ. Stephensen.
14.00 Samkoman sett. Þulur og
kynnir dagsins er Anton Niku-
lásson.
Ávörp:
A: Fulltrúi ríkisstjórnarinnar,
Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra, í fjarveru
sjávarútvegsráðherra.
B: Fulltrúi útgerðarmanna,
Einar K. Guðfinnsson, útgerð-
armaður í Bolungarvík.
C: Fulltrúi sjómanna, Pétur
Sigurðsson, togaraskipstjóri.
D: Pétur Sigurðsson, formaður
sjómannadagsráðs, heiðrar
aldraða sjómenn með heiðurs-
merki sjómannadagsins.
Skemmtanir dagsins.
Milli kl. 14. og 15.00 sigla félag-
ar í Brokey og Siglingafélagi
Reykjavíkur inn í Reykjavík-
urhöfn á seglskútum sínum.
14.45 Kappróður í Reykjavíkur-
höfn. Keppt er bæði í karla- og
kvennasveitum á nýjum kapp-
róðrarbátum.
Björgunarsýningar
Félagar í björgunarsveit SVFÍ
Ingólfi í Reykjavík sýna með-
ferð öryggis- og björgunar-
tækja.
15.30 Björgunarþyrla Landhelg-
isgæslunnar ásamt félögum í
björgunarsveitinni Ingólfi sýna
björgunaræfingar úr sjó.
Koddaslagur fer fram af ekju-
brú Akraborgar ef næg þátt-
taka fæst. Keppendur gefi sig
fram á staðnum.
Hrafnista Reykjavík.
14.30 Lúðrasveit Reykjavíkur
leikur við Hrafnistu í Reykja-
vík.
14.30—17.00 Kaffisala í kaffi- og
samkomusal. Jafnframt verður
sýning og sala á handavinnu
vistmanna. Allur ágóði rennur
til velferðarmála heimil-
ismanna Hrafnistu í Reykja-
vík.
19.30 sjómannadagshóf á Hótel
Sögu, Súlnasal. Miðasala og
borðapantanir verða á Hótel
Sögu laugardaginn 1. júní frá
kl. 17.00-19.00.
Hafnarfjörður
Dagskrá sjómannadags í Hafnar-
firði.
Laugardaginn 1. júní kl. 20
verður haldið sjómannahóf á
skemmtistaðnum Tess, verður
framreiddur þar matur frá Skút-
unni og mun Ómar Ragnarsson
sjá um skemmtiatriði ásamt fleir-
um.
Sunnudagur
Kl. 8.00. Fánar dregnir að húni.
Kl. 11.00. Sjómannamessa í
Hafnarfjarðarkirkju, prestur sr.
Gunnþór Ingason.
Kl. 13.00. Skemmtisigling með
börn út á Hafnarfjörð.
Kl. 14.00. Hátiðin sett. Ræður
flytja Helgi Einarsson skipstjóri
af hálfu sjómanna og Engilráð
Óskarsdóttir af hálfu Slysavarna-
félagsins Hraunprýði. Aldraðir
sjómenn heiðraðir. Reiptog,
koddaslagur og kappróður. Lúðra-
sveit Hafnarfjarðar leikur á há-
tíðarsvæðunum.
Kl. 22.00. Dansleikur í Tess.
Hrafnista í Hafnarfirði.
Kl. 10.30. Lúðrasveit Hafnar-
fjarðar leikur.
KL. 11.00. Sjómannamessa í
Kapellu Hrafnistu, Hafnarfirði,
prestur sr. Sigurður H. Guð-
mundsson.
Kl. 14.30-17.30. Kaffisala í
borð- og samkomusal. Jafnframt
verður sýning og sala á handa-
vinnu vistmanna. Allur ágóði
rennur til velferðarmála heimil-
ismanna.
Kl. 15.30. Sundlaug Hrafnistu í
Hafnarfirði vígð og tekin í notk-
un. Séra Sigurður H. Guðmunds-
son vígir sundlaugina.
Keflavík og
Njarðvík
Dagskrá sjómannadagsins í
Keflavík og Njarðvík.
Kl. 9.00. íslenski fáninn dreginn
að húni við minnismerki sjó-
manna og við höfnina.
Kl. 11.00. Sjómannamessa í
Y tri-Nj arðvíkurkirkju.
Kl. 12.45. Skemmtisigling með
börn bæði frá Keflavíkurhöfn og
Njarðvíkurhöfn.
Kl. 14.00. Hátíðarhöld við höfn-
ina sett af Jóni Ólafssyni, for-
manni sjómannadagsráðs. Full-
trúi Vélstjórafélags Suðurnesja
flytur ávarp. Aldraðir sjómenn
heiðraðir. Áflakóngur vertíðar-
innar 1985 heiðraður. Kappróður,
stakkasund, koddaslagur, reiptog.
Um kvöldið verður Sjómanna-
hóf og matur í KK-húsinu.
Hljómsveitin Ægir leikur fyrir
dansi.
Kaffisala verður í Víkinni á sjó-
mannadaginn kl. 14.00—18.00.
Einnig verða seld merki sjó-
mannadagsins og verða þau af-
hent sölubörnum í Víkinni kl.
9.00.
Akureyri
Dagskrá sjómannadagsins á Ak-
ureyri.
Kl. 8.00. Fánar dregnir að húni.
Kl. 11.00. Guðsþjónusta í Akur-
eyrarkirkju, prestur sr. Þórhallur
Höskuldsson, og í Glerárkirkju,
prestur sr. Pálmi Matthíasson.
Sjómenn aðstoða við messuna.
Kl. 13.30. Hátíðarhöld við
sundlaugina hefjast. Ávörp flytja
Valdimar Bragason fulltrúi út-
gerðarmanna og Sigurður Frið-
riksson fulltrúi sjómanna. Aldr-
aðir sjómenn heiðraðir. Þá verður
stakkasund og björgunarsund og
fleiri uppákomur.
Kl. 16.00. Kappróður við Torfu-
nefsbryggju.
Kl. 18.00. Landhelgisgæslan
sýnir björgun úr sjó og henni til
aðstoðar verður Sjóbjörgunar-
sveitin Súlur. Á eftir verður þyrla
Landhelgisgæslunnar til sýnis á
túninu framan við Dynheima.
Nökkvi, félag siglingamanna,
verður með seglbrettasýningu og
-leigu.
Drangur mun fara nokkrar
ferðir með fólk um Pollinn.
Slysavarnakonur selja veit-
ingar í Laxárgötu 5.
Leikfélag Akureyrar sýnir á
sjómannadag leikritið „Köttur-
inn“ eftir ólaf Hauk Símonarson.
Dansleikur verður í Sjallanum
um kvöldið og fer þar fram verð-
launaafhending fyrir íþróttir
dagsins. Gautar frá Siglufirði
leika fyrir dansi.
ísafjörður
Dagskrá sjómannadagsins á ísa-
firði.
Laugardagur 1. júní.
Kl. 14.00. Hópsigling með börn-
in, áætlaðir 2 tímar. Þá mun
Landhelgisgæslan sýna björgun
úr sjó með aðstoð Björgunarsveit-
arinnar Skutull.
Sunnudagur 2. júní.
Kl. 9.30. Messa í kapellunni i
Hnífsdal, prestur sr. Jakob
Hjálmarsson. Að henni lokinni
hópganga að minnisvarða sjó-
manna þare sem lagður verður
blómsveigur.
Kl. 10.45. Hópganga frá miðbæ
ísafjarðar að minnisvarða sjó-
manna við kirkjuna og lagður að
honum blómsveigur.
Kl. 11.00. Messa í ísafjarðar-
kirkju, prestur sr. Jakob Hjálm-
arsson.
Kl. 14.00. Hátíðin sett við báta-
höfnina af Kristjáni Jónssyni
formanni sjómannadagsráðs.
Aldraðir sjómenn heiðraðir.
Ávarp flytur Guðmundur Ein-
arsson vélstjóri. Kappróður
skipshafna og landsveita kvenna
og karla. Björgunarsveitin Skut-
ull mun sjá um ýmsa leiki við
smábátahöfnina.
Kl. 16.30. Knattspyrna á
íþróttavellinum milli undir- og yf-
irmanna bátanna.
Kaffiveitingar verða kl.
15.00—18.00 í félagsheimilinu í
Hnífsdal á vegum slysavarna-
deildarinnar.
Dansleikir verða í Uppsölum á
vegum Sjómannadagsráðs bæði
laugardags og sunnudagskvöld frá
kl. 23.00-3.00.
Blöð og merki dagsins verða af-
hent sölubörnum á laugardag kl.
17.00—18.00 við Hafnarvog.
Siglufjörður
Siffhifirói 30. maí.
SJOMANNADAGURINN hefur
lengi verið haldinn hátíðlegur á
Siglufirði og í þetta sinn er það
einkum tvennt sem mun gera dag-
inn eftirminnilegan. f fyrsta lagi
hafa piltar úr björgunarsveitinni
fest kaup á kappróðrarbátum sem
verða teknir í notkun á sjómanna-
daginn og í annan stað verður af-
hjúpaður minnisvarði sjómanna.
Hann var gefinn fyrir allmörgum
árum, eða nánar tiltekið við préd-
ikun á sjómannadegi árið 1978.
Dagskrá dagsins verður sem
hér segir:
Laugardagur.
Kl. 14:00. Undanúrslit kappróð-
urs við hafnarbryggjuna.
Sunnudagur.
Kl. 10:00. Lúðrasveit Siglufjarð-
ar leikur undir stjórn Ánthony
Raleys, við sjómannastyttuna.
Kl. 11:00. Sjómannamessa í
Siglufjarðarkirkju, prestur er sr.
Virfús Þór Árnason.
Kl. 13:00. Haldin verður ræða
dagsins við hafnarbryggjuna,
heiðraðir aldnir sjómenn, reiptog,
netaboðhlaup, úrslit í kappróðri
o.fl.
Kl. 15:00. Kaffisala á hótel Höfn ■
á vegum slysavarnafélagsins.
Kl. 17:00. Fótbolti sjómanna.
Kl. 23:00—03:00. Sjómanna-
dansleikur á hótel Höfn, hljóm-
sveitin Miðaldamenn leika fyrir li
dansi.
— mj.
VESTMANNAEYJAR
\ estmannaeyjum, 31. maí.
MIKIÐ verður um dýrðir hér í
Eyjum á sjómannadaginn eins og
tíðkast hefur í áraraðir. Hér í
stærstu verstöð landsins þykir
ekki annað hæfa en halda tveggja
daga hátíð, heila sjómannahelgi.
Þá létta hetjur hafsins sér upp
með fjölskyldum sínum og vinum
eftir langan og strangan vetur og
við hin samgleðjumst þeim.
Hátíðahöldin hefjast á morgun,
laugardag, í Friðarhöfn kl. 13.00.
Þar verður sprangað og keppt í
hefðbundnum íþróttum sjó- 1
mannadagsins, svo sem kapp-
róðri, koddaslag, tunnuhlaupi,
reiptogi og stakkasundi. Á laugar-
dagskvöldið verða dansleikir í
þremur húsum til kl. þrjú um
nóttina.
Á sunnudaginn, sjálfan sjó-
mannadaginn, hefst hátíðin kl.
13.00 með því að hátíðin verður
sett við Oddgeirsminnisvarðann á
Stakkagerðistúni. Síðan verður
skrúðganga að Landakirkju þar
sem séra Kjartan Örn Sigur-
björnsson messar. Að lokinni
messu verður minningarathöfn
við minnisvarða á kirkjulóðinni
um þá sem hafa hrapað eða
drukknað. Þá athöfn annast sem
fyrr Einar J. Gíslason. Síðdegis á 1
sunnudag verður útiskemmtun á
Stakkagerðistúni. Þar verður
flutt ræða dagsins og sjómenn
verða heiðraðir. Veittar verða við-
urkenningar fyrir unnin afrek í
íþróttum laugardagsins og fyrir
björgunarafrek. Einnig verða ým-
is skemmtiatriði. Um kvöldið
verður vegleg skemmtun í Sam-
komuhúsinu, þar sem m.a. afla-
kóngar Eyjanna verða heiðraðir.
Hátíðinni lýkur síðan með
miklum dansleikjum í Samkomu-
húsinu og á Skansinum sem
standa munu yfir til kl. fjögur um
morguninn.
Eins og ávallt á sjómannadag-
inn mun Slysavarnadeildin Ey-
kyndill vera með kaffisölu í Al-
þýðuhúsinu.
Þá var gefið út hér mjög vandað
og læsilegt sjómannadagsblað.
— hkj.