Morgunblaðið - 01.06.1985, Page 43
43
________________________ HQjgPtJffgLAfm LAUGffiPAQUR j. JjM-im
Hrólfur Guðmunds-
son, Illugastöðum
Hrólfur Guðmundsson fæddist
29. október 1920 og var því á 65.
aldursári þegar hann lést í síðast-
liðinni viku. Hrólfur var sonur
hjónanna Jónínu Gunnlaugsdótt-
ur og Guðmundar Arasonar,
bónda og hreppstjóra á Illugastöð-
um á Vatnsnesi í Vestur-Húna-
vatnssýslu. Guðmundur lést fyrir
24 árum en Jónína lifir son sinn,
komin á tíræðisaldur. Það hlýtur
að hafa verið mikil og erfið
reynsla þegar þau Illugastaðahjón
gerðu sér grein fyrir því að hinn
myndarlegi frumburður þeirra var
heyrnarlaus. Fljótlega kom þó í
Ijós að Hrólfur var mjög mörgum
góðum eiginleikum gæddur. Hann
var fluggreindur, afburða minn-
isgóður og mjög félagslyndur og
glaðsinna.
Enda þótt við Hrólfur værum
náskyldir ólumst við upp sitt á
hvoru landshorni og kynntumst
ekki fyrr en hann var kominn und-
ir þrítugt. Þegar fundum okkar
bar fyrst saman dvaldist ég hjá
föðursystur okkar, Ingibjörgu
Jakobsdóttur á Bólstað við Lauf-
ásveg í Reykjavík. Hún hafði þá
fyrirhyggju til að bera að kenna
mér fingramál nokkru áður en von
var á Hrólfi. Þetta átti sinn þátt í
því að með okkur tókst fljótlega
mikil og góð vinátta sem hélst
meðan báðir lifðu.
Það var í júnímánuði, nánar til-
tekið hinn 19. júní 1952, að við
Hrólfur stigum í borð í gömlu Esj-
una í Reykjavíkurhöfn og vildi
hann nú koma með mér austur á
firði og heimsækja ættingja sína
þar. Þangað hafði Hrólfur aldrei
komið áður. Við fengum hið feg-
ursta veður á leiðinni austur og
hann gaf sér nánast engan tíma til
svefns en naut landsýnarinnar því
betur og fylgdist raunar grannt
með mannlífinu um borð í Esju.
Að þessu leyti var okkur frændum
ólíkt farið, því ég svaf svo til alla
leiðina austur, nýkominn frá
prófborði. Er skemmst frá því að
segja að Hrólfur kynntist þarna
um borð í Esju ýmsu ágætis fólki
sem hann hélt tryggð við mörg ár
á eftir. Á Norðfirði og Eskifirði
kynntist Hrólfur svo ættingjum
sínum og var þar aufúsugestur.
Frá Austfjörðum hélt hann með
áætlunarbíl til Akureyrar og það-
an heim. Enda þótt liðinn væri
meira en aldarfjórðungur frá því
að Hrólfur fór þessa ferð var
minni hans slíkt að hann gat
hvenær sem var rifjað upp öll
smáatriði ferðarinnar frá upphafi
til enda og blöskraði þá oft minn-
isleysi frænda síns.
Hrólfur var leikari af guðs náð.
Mér er sérstaklega í minni þegar
við hittumst eitt sinn skömmu eft-
ir að hann hafði verið á sæluviku
Skagfirðinga á Sauðárkróki. Þá
sýndi hann með undraverðum lát-
bragðsleik alla sæluvikuna. Hann
lék jöfnum höndum skemmtiatrið-
in, fyllibytturnar og dansandi
manngrúann. Að sjálfsögðu var
þetta gert án orða en með lát-
bragðsleik sínum dró hann upp
svo skýra og skemmtilega mynd af
sæluvikunni að viðstaddir hefðu
ekki getað notið hennar betur þótt
þeir hefðu sjálfir verið á Sauð-
árkróki.
Það var gott að heimsækja
Hrólf á Illugastöðum, enda nutu
allir þess í ríkum mæli að sækja
hann þangað heim og njóta með
honum þeirrar glaðværðar sem
honum var í blóð borin.
Hrólfur Guðmundsson fæddist
á Illugastöðum og þar ól hann all-
an sinn aldur. Á unga aldri stund-
aði hann nám í Heyrnleysingja-
skólanum og hafði upp frá því
mikið yndi af bóklestri. Einkum
las hann bækur um ættfræði og
héraðslýsingar og varð fróður á
þessu sviði enda minnið óbrigðult.
Eftir lát föður síns bjó hann með
móður sinni næstu tólf árin, en
síðasta áratuginn var hann oftast
einbúi. Um skeið var Pétur Ann-
asson heimilismaður hjá Hrólfi á
Illugastöðum. Með Pétri og Hrólfi
tókst innileg vinátta uns Pétur
lést langt um aldur fram árið
1977. Fráfall hans var mikið áfall
fyrir Hrólf, en margir Vatnsnes-
ingar héldu tryggð við einbúann á
Illugastöðum og eiga þeir þakkir
skildar fyrir alla þá umhyggju og
vináttu sem þeir hafa sýnt honum
á undanförnum árum.
Hrólfur var fríður maður og
einstaklega sviphreinn. Hann var
hávaxinn og mikill -á velli og
rammur að afli eins og hann átti
kyn til. Hann var snyrtimenni og
átti það til að vera nokkur skart-
maður þegar það átti við. Enda
þótt hann ynni búverk alla sína
ævi og hefði sjálfsagt ekki getað
hugsað sér að eiga heima annars
staðar en á Illugastöðum kom
manni oft í hug að ýmis störf
hefðu hentað honum betur en bú-
verkin. Þessi sterki maður hafði
yndi af saumaskap og annarri
handavinnu og það var með ólík-
indum að svo stórar hendur
skyldu getað mundað nál og
prjóna með slíkri fimi sem raun
bar vitni.
Með Hrólfi er genginn góður
drengur sem aldrei mátti vamm
sitt vita. Hans verður sárt saknað
af fjölmörgum vinum og ættingj-
um, en mestur er þó söknuður há-
aldraðrar móður og systur hans.
Þeim og öðrum venslamönnum
færi ég innilegar samúðarkveðjur.
Á þessari stundu er mér þakklæti
eftst i huga, þakklæti fyrir að
hafa átt þess kost að hafa kynnst
svo góðum dreng sem Hrólfur
Guðmundsson var.
Jakob Jakobsson
Vinur er horfinn — hann Hrólf-
ur er dáinn. Með þessum orðum
sagði kona mín mér hvað orðið
var, en við hana hafði verið talað.
Þessi vinur okkar hlaut þá sömu
örlög og faðir hans fyrir rúmum
tuttugu og fjórum árum er hann
varð bráðkvaddur á heimili sínu.
Oft reynist bilið stutt milli lífs og
dauða.
Foreldrar Hrólfs, hjónin Guð-
mundur Arason hreppstjóri og
Jónína Gunnlaugsdóttir, bjuggu
allan sinn búskap á ættarjörðinni
Illugastöðum á Vatnsnesi. Þar var
Hrólfur fæddur og uppalinn og
þar var heimili hans alla tíð.
Hann hlaut þau örlög að vera vant
heyrnar og máls, en hann var
prýðis vel gefinn, lærði að sjálf-
sögðu fingramál, skrifaði ágæt-
lega og var að jafnaði glaður og
reifur með vinum og kunningjum.
Eftir lát föður síns bjó hann með
móður sinni um skeið. En þar kom
að hún missti sjón að mestu og
hlaut að flytjast burt. Bjó hann
einn eftir það, vildi ógjarna fara
frá Illugastöðum, en sagði jafnan,
að gott væri að vera heima. Var
hann að vísu ekki alltaf einn, með
honum var m.a. um tíma vinur
hans, Pétur Annasson, sem hafði
raunar bú sitt á næsta býli. Undu
þeir vel hag sínum saman, meðan
svo stóð og báðir lifðu.
Hrólfur var myndarmaður, hár
vexti og þrekinn burðarmaður,
með sterkustu mönnum hér um
slóðir á seinni árum. Þessu til
staðfestu ska) þess hér getið, að
einhverju sinni í fjársmölun
komst hann í kast við hrút einn
fullorðinn, sem ráða vildi ferð
sinni og var að því kominn að fara
fram af allháum kletti, er Hrólfur,
sem var nærstaddur náði í aftur-
fætur hrútsins sem var að nokkru
kominn fram af brúninni og kippti
honum til baka í einu átaki. Að
þessu var faðir hans sjónarvottur.
í seinni tíð átti Hrólfur við van-
heilsu að stríða — sykursýki, en
var einnig lengi augnveikur og
mátti sæta þeim öriögum að taka
varð annað augað. Þurfti að fylgj-
ast náið með sjóninni og fór hann
með ákveðnu millibili til augn-
læknis í Reykjavík. Var missir
augans honum mikið áfall og veik-
indi sem á honum dundu þá, svo
varla mun hann hafa borið sitt
barr eftir það.
Mjög var Hrólfur barngóður,
gladdist hann mjög þegar börn
sýndu honum hlýju og settust í
fang hans. Hann hafði ánægju af
að blanda geði við aðra, hafði
gaman af að spila og tók jafnan
þátt í siíkum samkomum. Mikla
skemmtun hafði hann af að ferð-
ast um landið, gerði talsvert af að
taka myndir bæði í ferðalögum og
við ýmis tækifæri. Minnið var
trútt, svo hann mundi vel það sem
hann sá og fátt fór fram hjá hon-
um sem fyrir auga bar. Hvar sem
Hrólfur kom var honum vel fagn-
að. Urðu margir til að greiða götu
hans og leggja honum lið á ýmsan
hátt. Hann var líka trölltryggur
vinur og drengur góður.
Það var ekki ætlun mín með
þessum fáu og fátæklegu orðum að
gefa tæmandi persónulýsingu af
þessum vini og sveitunga um ná-
lægt fimmtíu ára skeið. Okkur
hjónin langaði aðeins til að bera
fram einlægar þakkir okkar og
barna okkar nú að leiðarlokum.
Það er í sannleika svo ótal
margt að þakka, sem verður þó
ekki tíundað hér. Það er kannski
ekki fyrr en vinirnir hverfa, að
maður gerir sér fulla grein fyrir
hve mikils er misst. En þótt margs
sé að sakna við andlát Hrólfs, held
ég þó að ástæða sé til að gleðjast
yfir að hans biðu ekki þau hörmu-
legu örlög að missa sjón að fullu,
sem þó kann að hafa vofað yfir, og
margir hafa sárlega óttast.
Við biðjum aldraðri og lasburða
móður sem lifir einkasoninn, syst-
ur og öðrum ástvinum blessunar
Guðs.
Hrólf á Illugastöðum kveðjum
við með orðum sálmaskáldsins
Valdimars Briem:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guðjón Jósefsson
Ályktun aðalfundar Dagsbrúnar vegna tilboðs VSÍ:
Varar við þeim hættum
sem felast í tilboðinu
Farið verði í viðræður svo samstaða takist með verkalýðsfélögunum
AÐALFUNDUR Verkmannafélagsins
Dagsbrúnar samþvkkti samhljóða
ályktun vegna tilboðs Vinnuveitenda-
sambands íslands sl. fimmtudags-
kvöld. Rétt rúmlega eitt hundrað
manns sátu fundinn, en flutnings-
menn tillögunnar voru þeir Guðmund-
ur J. Guðmundsson formaður Dags-
brúnar, Halldór Björnsson varafor-
maður og Þröstur Ólafsson fram-
kvæmdastjóri.
Tillagan er svohljóðandi: „í
samningaviðræðum VMSl og LI við
VSÍ í fyrrahaust lögðu verkalýðs-
félögin megináherslu á kaupmátt-
artryggingu samfara hógværum
launahækkunum. Vinnuveitendur
voru þessu ekki fráhverfir. Niður-
staða samninganna þá varð hins
Opið hús AFS
i Bústöðum
Skiptinemasamtökin AFS á Is-
landi halda opið hús sunnudaginn 2.
júní næstkomandi í félagsmiðstöð-
inni Bústöðum við Bústaðaveg. Það
er haldið í tengslum við undirbún-
ingsnámskeið þeirra nema sem fara
út á vegum samtakanna nú í sumar
og munu þeir sjá um skemmtiatriði.
Skemmtunin hefst kl. 20:30 og eru
allir velunnarar samtakanna vel-
komnir.
Fréttatilkjnning.
vegar um 23% hækkun launa án
tryggingarákvæða. Árangur þeirrar
samningagerðar er sá, að kaup-
máttur nú er lægri en hann var
fyrir nóvembersamningana. Launa-
hækkanir án kaupmáttartrygg-
ingar virka sem sjálfvirk kaup-
máttarlækkun við íslenskar að-
stæður. Nú hefur VSÍ gert tillögur
á svipuðum nótum og samningarnir
í fyrra hljóðuðu uppá. Með tilboði
sínu nú hefur VSI því algerlega
snúið við blaðinu frá í fyrra, sem er
skiljanlegt, því slík samningagerð
og þá, mylur kaupmáttinn ört
niður. Fundurinn varar við þeim
hættum sem verkalýðshreyfingunni
stafar af því að glata frumkvæði í
kjaramálum í hendur VSÍ og festa
þar með í sessi núverandi kaup-
máttarstig. Kaupmáttartrygging
verður að vera megininntak næstu
samninga. Dagsbrún varar við þeim
hættum sem leynast í tiiboði VSÍ,
þótt yfirborðið virðist lokkandi, það
megnar ekki einu sinni að stöðva
kaupmáttarhrapið á næsta ári.
Fundurinn telur mikið liggja við að
samstaða takist með almennu
verkalýðsfélögunum í komandi
samningum. Því felur fundurinn
stjórn félagsins að óska eftir við-
ræðum við VSÍ þar sem megin-
áhersla verði lögð á eftirtalin at-
riði:
1. Nýja kaupmáttarviðmiðun
ásamt kaupmáttartryggingu, sem
annað hvort verði í formi ríkis-
stjórnarábyrgðar á ákveðnum um-
sömdum kaupmætti eða vísitölu.
2. Gert verði bindandi samkomu-
lag um nýtt launakerfi fyrir Dags-
brún sem tilbúið verði fyrir 1. júni
1986. Þar verði samið um nýjan
launastiga með 3,0 til 3,5% á milli
flokka og uppstokkun á núverandi
flokkaskipan.
3. Gengið verði frá breytingum á
samningum bensínafgreiðslu-
manna, hafnarverkamanna og
starfsmanna steypustöðva áður en
heildarsamningar verða undirritað-
ir.
4. Sérsamningum fyrir bygginga-
verkamenn, þungavinnuvélamenn
og vaktmenn verði lokið fyrir 1. okt.
nk. Náist ekki samkomulag fyrir
þennan tíma eru samningar félags-
ins vegna þessara starfshópa lausir
frá og með 1. okt. 1985.
5. Gengið verði frá sérstökum
hækkunum fyrir fiskverkunarfólk
umfram tilboð VSf.
6. Samningstíminn verði til 1.
sept. 1986.
Um leið og fundurinn felur stjórn
félagsins að kjósa 15 manna samn-
inganefnd úr sem flestum starfs-
greinum til viðræðna við VSÍ, ítrek-
ar hann skyldur félagsins til að
semja sjálft um kaup og kjör
Dagsbrúnarmanna."
t
Þökkum auðsýnda samúö við fráfall
Guömundar Þ. Hjálmarasonar
frá Fáskrúðsfirði.
Börn, foreldrar og
aðrir aöstandendur.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
eiginmanns mins, fööur, tengdafööur og afa,
HÁVARDSARNARHÁVARÐSSONAR,
vörubifraiöast|óra,
Dalbraut 20, Bfldudal.
Steinunn Sigurmundsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúö viö fráfall
Jakobs Jóhannessonar,
Þrastarlundi,
Fáskrúösfirði.
Eiginkona, börn, tengdabörn
og barnabörn.
Legsteinar
granít —
Optð alla daga,
einnig kvötd
og helgar.,
marmari
ílaníi j /.
Unnarbraut 19, Sattjamarnaai,
símar 620809 og 72818.