Morgunblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIf), LAUGARDAGtJR 1. JÚNÍ Í9Ö6
HÆTTU AÐ REYKJA FRAMMI
FYRIR ALÞJÓÐ FYRIR ÁTTA ÁRUM
JÓHANNA
KRISTJÓNSDÓTTIR
BLAÐAMAÐUR
í fríum
reyki ég
Vinsæll þar
til ...
Þegar þessi kappi stígur inn á
skemmtistaði Lundúna verð-
ur jafnan uppi fótur og fit og
ungmeyjar á öllum aldri hlaupa
til, falla í stafi og neita að sjá
manninn í friði. Hann hefur held-
ur ekki áhuga á því, hann kann
athyglinni hið besta og segist
bókstaflega þrífast á henni. Vin-
sældir hans eru einna mestar
meðan allar stúlkurnar halda enn
að hér sé goðið sjálft, Barry Man-
ilow, á ferðinni, en dvína óðfluga
þegar það spyrst að maðurinn sé
alls ekki ástarsöngvarinn með
dúnmjúku röddina heldur tvífari
hans. Einstaka láta sér þó tvífar-
ann nægja eða ætla sér það uns í
salinn stígur fönguleg stúika að
nafni Helle. Hún er sambýliskona
tvífarans, sem í raun og sannleika
heitir Gary Davies og er plötu-
snúður...
Bo og Pia
saman
í kvikmynd?
Nú hefur það spurst út, að
kvikmyndað verði framhald
á gamanmyndinni 10 þar sem Bo
Derek og Dudley Moore fóru með
aðalhlutverk. Framhaldið verður
framleiðsla Johns Derek og mun
myndin bera nafnið: 10 nr. 2. Að
sjálfsögðu mun Bo Derek leika
aðalhlutverkið og sýna stæltan
líkama sinn eins og í öðrum
myndum eiginmannsins Johns.
En að þessu sinni verður annað
stórt kvenhlutverk og að sögn
fróðra manna verður hnátan litla
Pia Zadora með það hlutverk í
sínum verkahring, önnur ófeimin
leikkona þar á ferðinni. Tilhlökk-
un eftir myndinni er sögð bland-
in. Þeir sem unna fögrum kven-
líkama bíða myndarinnar með
óþreyju, en aðrir sem gera meiri
kröfur til leikaranna, m.a. að þeir
geti leikið, eru ekki eins spenntir.
„Þetta var ekki svo erfitt til að byrja með, en fór síversn-
andi,“ sagði Elsa eru hún var spurð hvort ákörðunin um að
hætta að reykja hefði reynst henni erfið viðureignar.
„Eftir níu mánuði gafst ég upp og hef ekki hætt aftur. Ég
fékk ekki tækifæri til að fylgjast með þáttunum hennar
Sigrúnar sem stóðu yfir nú fyrir skömmu og er jafnvel ekki
viss um að ég hefði reynt að hætta þó ég hefði séð þá,
allavega ekki sem stendur."
— Attu ráð til þeirra sem eru að reyna að hætta?
„Ég vildi auðvitað að ég hefði aldrei byrjað að reykja og
það er ráð mitt til þeirra sem eru ekki fallnir í gryfjuna.
Hinsvegar fyrir þá sem eru að reyna að hætta þá er um aö
gera að láta freistinguna ekki ná tökum á sér. Að reykja er
svo mikill ávani að það er um að gera að finna sér ný
viðfangsefni og dreifa huganum svo það grípi ekki um sig
leiði og eirðaríeysi þann tíma sem venjulega var eytt í reyk-
ingar."
Mér fannst afar erfitt að hætta
reykingum á sínum tíma og það var
haft á orði að ég kvartaði mest í
þessum þáttum í apríl 1977. Samt
geri ég ráð fyrir að einmitt það hafi
hjálpað mér á sinn hátt. Eg hafði
engin áform um að hætta reyking-
um, gerði það mest fyrir bænarstað
Sigrúnar Stefánsdóttur að vera með
„Þú getur þá bara byrjað aftur eftir
viku,“ sagði hún. Ég uppgötvaði að
svo auðvelt var það raunar ekki. Það
var hreint makalaust hvað menn
fylgdust með okkur fjórum. Sumar-
ið eftir var ég til dæmis ein á ferð á
Jökuldal. Það sprakk á bílnum, um
nótt, og ég kunni ekki aö skipta um
dekk. Eg gekk nokkra kílómetra til
næsta bæjar að sækja aðstoð og dró
bóndann þar úr bólinu. Við fórum
svo á svæðið og hann skipti um dekk
og þegar hann var í miðju kafi leit
hann allt í einu upp og sagði: „Ertu
byrjuð aftur?“ Og þurfti auðvitað
ekki að skýra nánar við hvað var
átt. Mér fannst þessi pressa leiöin-
leg og allt að því óþolandi þegar
tímar liðu fram, en var hinsvegar
dús við að hafa hætt.
— Reykirðu í dag?
Löngu seinna fór ég að reykja
mér til skemmtunar, skulum við
segja. Þcgar ég er í fríum reyki ég,
ef ég fæ mér í glas reyki ég. Hins
vegar fæ ég mér ekki i glas til að
reykja né heidur hef ég efni á að
fara í frí til að reykja.
Það sem í upphafi mun hafa verið ráð til að fæla burtu
ásæknar flugur varð að leiðum miður hollum vana al-
mennings. Víða er farið að sporna við eiturblæstri reyk-
inganna, jafnvel íslenska sjónvarpið hefur gert tilraunir
til að fá fólk að venja sig af reykingum frammi fyrir
alþjóð. En hvernig farnaðist þeim sem hættu á skermin-
um fyrir átta árum?
ELSA
ÞORSTEINS-
DÓTTIR
„Eftir
níu
mánuði
gafst
ég upp“
„Allt í lagi að fá
sér einn vindil ... “
„Eftir þessa þáttaröð fyrir átta árum hætti ég í háift
annað ár, en byrjaði svo aftur og fékk mér vindil. Ég taldi
sjálfum mér trú um að það væri allt í lagi að fá sér einn
vindil...
Þ e 11 a vatt upp á sig, ég fór að fá mér vindil öðru hvoru
og það var stutt í sígarettureykingarnar.
— Hefurðu hætt síðan?
„Já, já, oft hvílt mig í 3 til 4 mánuði og það er ekkert erfitt
því þá er ég hreinlega að hvíla mig, en ekki að hætta."
— Þú ert ekki að hugleiða að hætta alveg?
„Ekki að sinni. Ef ég ákveð það einhverntíma þá verður
það ekki gert nema í einrúmi," sagði Stefán að lokum.
STEFÁN JÖKULSSON
SIGHVATUR BJÖRGVINSSON
„Ekkert mál, hef
staðist freistinguna
hingað til“
„Það eru nú orðin átta ár síðan ég hætti og hef staðist
freistinguna hingað til,“ sagði Sighvatur Björgvinsson.
„Þetta er ósköp einfalt. Ef maður er staðráðinn í að
hætta af einhverjum ástæðum og á ekkert undanfæri þá
er þetta ekkert mál. Aftur á móti ef sífellt er verið að
velta hlutunum fyrir sér og halda jafnvel að maður geti
fallið í freistni, þá gerist málið flóknara og erfiðara.
Ég gat í rauninni ekki leyft mér í því opinbera starfi
sem ég gegndi þá að byrja aftur, fyrst ég fór að hætta
fyrir framan alþjóð á annað borð. Þetta vissi ég frá
byrjun."
— Áttu ráð fyrir reykingamenn sem eru að glíma við
að hætta núna?
„Já, það er bara þetta: Ef þið byrjið aftur verðið þið
ykkur til stórskammar. Þetta er engin spurning um kar-
akter heldur hvort það er raunveruleg ákvörðun að
hætta. Ef svo er þá verður þetta ekkert stórmál."
ffclk í
fréttum
Hafa þau
fallið fyrir
freistingunni?