Morgunblaðið - 01.06.1985, Page 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1985
• Arnór í baráttu viö spánskan Mkmann (landslaik. Amór hafur variö frá knattspyrnu í bráóum tvö heil
keppnistímabil vegna meiösla. Hann er nú aö hafja mfingar á nýjan laik.
'
Jabbar
frábær
Lakers sigraði Boston 109—102
Frá Gunnari Valgairssyni fréttaritara Morg-
unblaösins í Bandaríkjunum.
Boston Celtics slátraöi Los
Angeles Lakers í fyrsta leik þess-
ara liöa í úrslitum um „heims-
meistaratitilinn“ í körfuknattleik,
148—114, en í gær komu Los
Angeles Lakers ákveönir til leiks
og sigruöu 109—102.
Strax á fyrstu mínútum leiksins
voru Lakers ákveðnir í aö selja sig
dýrt. Komust strax í 11—4 og var
staöan eftir fyrsta leikhlutann
31—26. í öörum leikhluta héldu
Lakers áfram og keyröu leikinn
upp og héldu hraöanum og voru
18 stigum yfir í hálfleik, 64 —46.
Þessi leikhluti var mjög góöur af
hálfu Lakers og höföu Boston-
leikmenn ekkert svar viö þessum
góöa leik. Áhangendur Boston
áttu ekki til orö yfir þennan leik
Lakers og þögöu þunnu hljóöi.
I þriöja leikhluta eftir hálfleik
héldu þeir lengst af 10—13 stiga
forystu en Boston var aldrei langt
undan og var staðan 87—75 eftir
þrjá leikhluta og allt gat gerst í
þeim fjóröa og síöasta.
Boston saxaöi á forskot Lakers
í fjóröa leikhluta og þegar 4 mín.
voru eftir var staöan 100—96 og
allt á suöupunkti. Þegar tvær mín-
útur voru eftir, var staöan
104—100 fyrir Lakers sem virtust
vera aö missa flugið, en þeim tókst
aö halda þetta út og sigruöu
109—102 og var þetta sanngjam
sigur Lakers, þar sem þeir voru yfir
allan leiktímann.
Hinn 38 ára gamli Jabbar spilaði
eins og 20 ára gamall unglingur,
lék hreint frábærlega, skoraði 30
stig og tók 17 fráköst, stórkostleg-
ur leikmaöur. Önnur hetja Lakers
var Cooper, kom af bekknum,
skoraöi 22 stig, hitti í 8 af 9 skotum
og geröi mikið af lykilkörfum.
Larry Bird var bestur hjá Bost-
on, skoraöi 26 stig. Aöalmunurinn
á liöunum í þessum leik var aö
Boston tókst ekki aö halda niöri
hraöanum hjá Lakers. Lakers réöu
bæöi sóknar- og varnarfráköstun-
um.
Þetta var annar leikur þessara
liöa af sjö og voru báöir í Boston,
næstu þrír leikirnir veröa í Los
Angeles.
• Larry Bird *r álitinn besti
körfuknattleiksmaóur { Banda-
ríkjunum í dag.
Bird
bestur
BANDARÍSKU atvinnumennirnir í
NBA-körfuknattleiknum hafa val-
ió í „All Star“-liöið 1985. Það voru
leíkmenn sjálfir sem völdu. Larry
Bird fékk flest atkvæði og var í
efsta sæti hjá öllum. Listinn yfir
tvö bestu lið Bandaríkjanna fer
hér á eftir:
A-liö:
Larry Bird, Boston
Bernard King, New York
Moses Malone, Philadelphia
Earvin „Magic” Johnson, LA Lak-
ers
Isiah Thomas, Detroit
B-liö:
Terry Cummings, Milwaukee ^
Ralph Sampson, Houston
Kareem Jabbar, LA Lakers
Michael Jordan, Chicago
Sidney Moncrief, Milwaukee
„Öll blöð uppfull af
f réttum frá harmleiknum“
— segir Arnór Guöjohnsen sem samdi við Anderlecht í gær
„ÞAÐ ERU öll blöð og aðrir fjöl-
miðlar undirlagðir af fréttum frá
hinum hryllílega atburði sem
geröist á Heysel-leikvanginum
síðastliðínn miðvikudag. Og allir
eru sammála um að sá harmleik-
ur sem átti sér stað þar sé svart-
ur blettur á knattspyrnuíþrótt-
inni. Menn eru ekki sammála um
hvernig á aö bregöast við þessu
hér í Belgíu en allir eru sammála
um aö það duga engin vettlinga-
tök. Taka verði málin mjög föst-
um tökum svo að svona komi
ekki fyrir aftur,“ sagði Arnór Guð-
johnsen í spjalli viö Mbl. í gær-
dag.
Arnór sagöist ekki hafa fariö á
völlinn en hinsvegar fylgst meö öllu
í sjónvarpinu eins og milljónir
manna í allri Evrópu.
„Þaó átti aö sjálfsögóu enginn
von á þessu, og þrátt fyrir aö smá
ólæti heföu átt sér staö í bænum
um daginn þar sem stuönings-
menn Liverpool og Juventus fóru
um í hópum, þá var lögreglan alls
óviöbúin því aö slík læti skyldu
brjótast út klukkutíma fyrir leikinn.
Slíkt gerist aö öllu jöfnu ekki fyrr
en eftir leik eöa á meóan á honum
stendur. Þaö verö ég aö segja aö
belgískir áhorfendur eru hin mestu
prúömenni ef miöa á viö þá ensku.
Þetta eru villimenn," sagöi Arnór.
Hvað með sjálfan þig, Arnór,
ertu búinn að ná þér af meiðslun-
um sem þú hlaust fyrr í vetur og
ganga frá samningi við Ander-
lecht?
„Ég er aö fara á fund meö stjórn
Anderlecht þar sem ég mun skrifa
undir eins árs samning viö félagiö.
Ég tel þaö vera rétta ákvöröun hjá
mér aö vera hér áfram meöan ég
er aö ná mér á strik aftur. Því er ég
ánægöur meö aö félagiö skuli vilja
endurnýja samning sinn viö mig.
Ég er enn ekki orðinn góöur af
þeim meiöslum sem ég hlaut fyrr i
vetur. Þaö er fyrst núna sem ég er
farinn aö æfa og hleyp svona i tíu
mínútur á dag til aö byrja meö.
Liöböndin i hnénu slitnuöu og
svona meiðsl taka langan tíma aö
jafna sig. Ég mun halda áfram aö
æfa rólega og vera í meöferö. Ég
kem heim til íslands í frí um miöjan
júnímánuö og verö þar í meöferö.
Ég stefni aö því aö fá mig góöan
fyrir næsta keppnistímabil en þaö
mun taka langan tíma aö komast í
góöa leikæfingu aftur.“
Hefur þetta ekki reynt á þig
andlega að vera svona frá keppni
í tvö ár næstum því?
„Jú, vissulega hefur þetta veriö
mjög erfitt tímabil. En þaö er lítiö
hægt að gera annaö en aö taka
þessu meö ró og fullri skynsemi.
Ég hef aldrei lent í öðrum eins
meiöslum og aö slíta liöböndin í
hnénu á æfingu svo til strax um
leið og ég var aö ná mór eftir stór-
an uppskurð. En þetta herðir
mann líka. Knattspyrnan býöur
uppá þessa hættu aö menn meið-
ist, en þaö er sjálfsagt ekki oft sem
óheppnin eltir menn eins og mig í
þessu tilfelli.
Ég er ekkert alltof bjartsýnn á
aö vel takist til, ég mun taka þetta
rólega og sjá hvernig gengur.
Þetta verður allt aö þróast rólega.
Ég var mjög sár yfir því aö missa
af landsleikjunum. Þaö heföi veriö
gaman aö geta leikiö gegn Skotum
og Spánverjum. Eina sem maöur
getur gert er aö vona aö maöur nái
sér aö fullu á strik aftur.“
Verður lið Anderlecht sem
vann deildarkeppnina í vetur
með miklum yfirburðum óbreytt
næsta keppnistímabil?
„Já aö mestu leyti. Þó var keypt-
ur nýr leikmaöur um daginn.
Janssen frá Waterschei. Morton
Olsen er búinn aö skrifa undir eins
árs samning en það var nokkur
óvissa um hann. Per Frimann á eft-
ir aö semja en óg reikna meö því
að hann skrifi undir næstu daga.
Liöiö verður því mjög svipaö og
síðasta keppnistímabil.
Liöiö var gífurlega sterkt i vetur
og hörö samkeppni aö komast í
byrjunarliöið. Árangur Anderlecht í
vetur er einn sá besti sem félagiö
hefur náó í deildarkeppninni frá
upphafi." — ÞR.