Morgunblaðið - 09.06.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 09.06.1985, Síða 1
pJnr^wnMaMlsi PRENTSMIDJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ1985 BLAÐ EFTIR OLGU CARLISLE Parísarrökkrið breiðir skugga yfír andlit hans; aðeins augun eru áberandi, djúpblá. Hann talar rólega, á fágaðri frönsku með sterkum slavneskum hreim. „Eingöngu bókmenntaverk sem opinbera ókunna hlið mannlegrar tilveru eiga rétt á sér,“ segir hann í viðtalinu sem hér fer á eftir. „Hlutverk rithöfund- ar er ekki að boða sannleikann, heldur að fínna sannleika.“ A níunda áratugnum hefur Milan Kundera, sem nú er 56 ára, fært ættlandi sínu, Tékkóslóvakíu, það sem Gabriel García Márquez færði Suður-Ameríku á sjöunda áratugnum og Aleks- andr Solzhenitsyn færði Rússlandi á áttunda áratugnum. Hann hefur vakið athygli lesenda á Vesturlöndum á Austur- Evrópu, og hann hefur gert það á skilningsríkan og aðlaðandi hátt. 1‘örf hans fyrir sannleika og það innra frelsi sem þarf til að þekkja sannleikann, vitundin um að í leit að sannleikanum getum við þurft aö sætta okkur við dauðann — þetta eru þeir þættir í verkum hans sem hafa fært honum hylli gagnrýnenda og bókmenntaverðlaunin í Jerúsalem sem kennd eru við frelsi mannsins í þjóðfélaginu, sem hann tók við fyrir þremur vikum. Inýjustu skáldsötíum sínum, „The Book of Laughter and Forgett- íng“ (1980) og „The Unbearable Lightness of Being", sem kom út í fyrra, fjallar Kundera um hrun siðmenningarinnar nú á tímum. Á bak við tilfinninguna um að- steðjandi ógnum kemur greini- lega fram hættan á kjarnorkustyrjöld. Kundera fjallar um þessa hættu í líking- um, með áberandi áherzlu á fáránleikann. Kundera hefur verið búsettur í Frakk- landi frá árinu 1975, og eins og samlandi hans, Óskarsverðlaunakvikmyndaleik- stjórinn Milos Forman, sem hefur aðlagað sig lífinu á Vesturlöndum, hefur Kundera verið nægilega afkastamikill til að af- sanna þá kenningu að rithöfundar sem eru rifnir upp frá ættjörðinni glati andagift sinni. f hverri bókinni á fætur annarri birtast lesendunum ástríður, gamansemi og vænir skammtar af ásthneigð. Kundera hefur tekizt að sýna Tékkólslóvakíu æsku sinnar sem landi lifandi goðsagna og ástríðna. Eðli verka hans skýra á viss- an hátt hvers vegna honum er svo meinilla við alla hnýsni í einkalíf sitt. Enginn goðsagna- höfundur eða seiðmagnari vill láta fletta ofan af sér. í nýlegu blaðaviðtaii skýrði rithöfund- urinn Philip Roth frá því að Kundera hefði eitt sinn sagt við sig: „Þegar ég var lítill drengur í stuttbuxum, dreymdi mig um undraáburð sem gæti gert mig ósýnilegan. Svo óx ég úr grasi, hóf að skrifa og vildi komast langt á þeirri braut. Nú þegar ég hef hlotið viðurkenn- ingu langar mig til að eignast áburðinn sem gæti gert mig ósýnilegan." Eins og við var að búast var lítil hrifning í rödd Kundera þegar ég hringdi til hans í París frá San Francisco og bað um viðtal. Þá barst mér hjálp úr óvæntri átt — minningunni um afa minn, rússneska alda- mótaleikskáldið Leonid And- reyev. Sameiginlegir vinir höfðu varað mig við því að undirokunin sem Sovétríkin höfðu beitt í heimalandi hans hefði gert Kundera tortrygg- inn á Rússa — alla Rússa — svo mér fannst ég mega til að minnast á rússneskan uppruna minn. Búseta mín í Frakklandi til frambúðar Mér finnst heldur ekki að ég hafi verið flæmdur burt. Tékkóslóvakía var hluti hins vestræna heims. í dag er landið hluti heimsveldisins í austri. Mér fynd- ist ég vera mun rótlausari í Prag en í París. Kundera svaraði því til að í æsku hefði hann lesið og dáð verk afa míns. ísinn var brotinn, og ákveðið hvenær við skyldum hittast. En í bréfi sem ég fékk frá honum skömmu síðar skrifaði hann: „Ég verð að vara við erfiðu lunderni mínu. Mér er ómögulegt að tala um sjálfan mig, um líf mitt og sálarástand, ég er nærri því sjúk- lega þagmælskur, og get ekkert gert við því. Ef það er á nokkurn hátt mögulegt, vildi ég gjarnan ræða um bókmenntir." Milan Kundera og kona hans, Vera, búa við kyrrláta hliðargötu út frá Montparn- asse; þetta er lítil uppgerð risíbúð með útsýni yfir gráleit þök Parísar. Það sem gefur setustofunni líf eru nútíma súrreal- ísk málverk á veggjum. Sum eru eftir tékkneska listamenn; hin eru eftir Kund- era sjálfan — stærðarhöfuð í fjölskrúðug- um litum og hendur með löngum fingrum, eins og hendur Kundera. Vera Kundera er dökkhærð og lagleg, hárið stuttklippt, grarnvaxin í bláum gallabuxum. Hún ber fram vín handa okkur og afhýðir kívíávexti handa okkur af mikilli list. Á meðan á viðtalinu stendur tek ég eftir því hve mikils gestgjafi minn metur lystisemdir Parísarlífsins — þæg- indin við að verzla í Bon Marché, fjarrænu ávextirnir í búðinni á horninu, listasýn- ingarnar sem haldnar eru allt árið. En meðan á viðtaiinu stendur er Vera önnum kafin í næsta herbergi við vélritun og að svara upphringingum erlendis frá. Frægð- in hefur náð til Kundera, og það er hún sem verður að sjá um beiðnir sem koma frá evrópskum sjónvarpsstöðvum og full- trúum leikhúsa og kvikmyndavera. Kundera er hár og grannur, klæddur gamalli blárri peysu, og situr afslappaður í hægindastól. Hann er bersýnilega sáttur við sjálfan sig — bien dans sa peau, svo notað sé franska orðatiltækið sem hann velti mikið fyrir sér í „The Unbearable Lightness of Being". Spurningar hans voru mér hvatning til að segja frá bernsku minni sem flóttamaður í París. Og dálæti mínu á Prag, sem á rætur að rekja til þess tíma þegar landflótta rússneska skáldkon- an Marina Tsvetayeva var vön að heim- sækja okkur á kvöldin og lesa upp fyrir okkur úr ljóðum sinum. Eitt ljóðanna, sem aldrei líður mér úr minni, var ávarp til myndastyttu einnar á brú yfir fljótið Vlta- va (Moldau), riddara sem heldur vörð um Prag: Pale Knight, you are the guardian, Of the splashing river, Of the passing years, Watching ríngs and treaties ■ Smashed against the stone Embankment. There have been so many broken In the last Four hundred years. Þetta var árið 1936 eða 1937, og jafnvel strax þá var Prag of stutt frá Þýzkalandi nasismans — og frá Rússlandi kommún- ismans einnig. Það var ógjörlegt að ímynda sér öll þau gífurlegu svikræði og samningsrof, sem framundan voru á næsta leiti. Kundera tók þátt í „vorinu í Prag“ árið 1968, sem gaf fyrirheit um sósíalisma með mannlegu svipmóti, en var brotið niður undir beltum sovézkra skriðdreka. Einn af merkari atburðum þessa timabils var út- gáfa á fyrstu skáldsögu hans, „The Joke“, í Prag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.